Vísir - 10.09.1965, Page 7
n
7
V1 S IR . Föstudagur 10. september 1965.
GÍSLI J. JOHNSEN
þó umsvifin minnkuðu eftir
stríð «g mætti þar á skrifstofu
sinn þrátt fyrir háan aldur og
hrakandi heilsu, unz hann lagð
ist banaleguna.
Gísli var tvíkvæntur. Fvrri
kona hans Ásdís Gísladóttir
andaðist árið 1945. Síðari kona
hans Anna Ólafsdóttir lifir
mann sinn.
Óþarfi er að fara frekari orð
um um eðliskosti hins látna
forustumanns. Fáum hefur ver
ið sú gæfa gefin að verk þeirra
gætu talað jafn sterkum rómi
um mannkosti og framtak og
verk Gísla Johnsens.
Þorsteinn Thorarensen
t
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast Gísla heitins og þess
góða akurs, sem hann spratt
upp úr. Af heimili móður hans
hafði ég góð kynni, svo aldrei
féll skuggi á ,allan þann tíma,
sem ég var þar til heimilis.
Foreldrar Gísla voru Jóhann
Jörgen Johnsen og Sigrfður
Árnadóttir Johnsen. Þau hófu
búskap f Vestmannaeyjum á
erfiðleika- og fiskileysisárunum
um 1880. Jóhann var dugnaðar-
maður og mjög vel látinn. Hann
reisti stærsta íbúðarhúsið í Vest
mannaeyjum 1883 og hafði mikil
umsvif og mörg jám í eldinum
og var þar vel studdur af ágætri
eiginkonu sinni.
Þau héldu uppi fjölmennu út-
gerðarheimili, oft á vertíðum
voru þar 20 manns. Jóhann fékk
veitingaleyfi og tók jafnframt að
sér þá kvöð að halda uppi
sjúkrahúsi fyrir aðkomusjúkl-
inga, þó undarlega muni það
hljóma í eyrum nútímamanns-
ins, að sameina veitinga- og
sjúkrahúshald. Þetta var gjört
af bráðri nauðsyn, þvl hrepps-
félagið var þess ekki umkomið
sjálft að bæta úr sjúkrahússkort
inum. En það verður skiljan
legra þegar á það er litið, að
vfnveitingar voru mjög af skorn
um skammti og veitingahúsinu
beinlínis ætlað eins og kom fram
í bréfum sýslunefndar að halda
niðri drykkjuskap í Eyjum og
skapa góðar umgengnisvenjur.
Jóhann sat og eyjajörð og
farnaðist vel, enda voru þau
hjón samhent að dugnaði og
hagnýtni. Hann féll frá á bezta
aldri og skildi eftir sig ekkju
og 5 drengi og sá yngsti aðeins
á fyrsta ári. Sigríður hélt öllu
í sama horfi.
í dag er hann til moldar bor-
inn þessi mæti sonur fóstur-
jarðarinnar, er ríkan þátt átti
í eflingu atvinnuveganna og
framförum með þjóð sinni, enda
var hann af því bergi brotinn,
sem mikils mátti vænta af.
greindur og glöggskyggn svo af
bar.
Hér er ekki ætlunin að lýsa
hinum margþættu störfum þessa
brautryðjanda á ýmsum sviðum
það hafa gert op gera aðrir
mér færari.
Gísli Johnsen var af lands-
kunnum ættum sem rekja má
til landsnámsmanna og forn-
ko' íga í marga liðu, en hér
verður ættar hans getið lítil-
íega.
Faðir hans va- af merkum
k»upmannaættum frá Suður-Jót
landi. Afi Gísla og langafi ráku
og áttu Flensborgarverzlun f
Hafnarfirði og Papósverzlun.
Voru þeir mjög vel látnir. Um
það vitna ummæli Ara Hálfdán-
arsonar hreppstjóra á Fagurhóls
mýri í blaðagrein og Þorleifs
alþm. í Hólum.
Móðir Jóhanns Johnsen föður
Gfsla var Guðfinna Austmann,
déttir séra Jóns Austmanns á
Ofanleiti, er var dóttursonur
séra Jóns Steingrímssonar og
konu hans Þórunnar Hannesdótt
ur Scheving. Faðir séra Jóns
Austmanns var séra Jón á Kálfa
i'elli Jónsson Runólfssonar lög-
réttumanns á Höfðabrekku af
Höfðabrekkuætt, er þar hélzt
við óðul öldum saman, komin af
Eyjólfi Einarssyni lögmanni í
Dal, föðurs Einars sýslumanns
sama stað, er átti Hólmfríði
ríku systur Þorvarðar Erlends-
sonar lögmanns og Vigfúsar
Erlendssonar hirðstjóra á Hlíð-
arenda. Sonur Einars og Hólm-
fríðar var Eyjólfur junkæri í Dal
er Jón Arason biskup gifti
Helgu dóttur sína og stóð brúð
kaup þeirra á Hólum.
Höfðabrekkumenn höfðu
þann heiður að hafa varðveitt
handritið af Sæmundareddu,
codex regius, hjá þeim hafði
Brynjólfur biskup fengið hand-
ritið.
Sigríður móðir Gísla var
greindar- og myndarkona, bú-
sýslukona stórbrotin og sterk að
allri gerð. Trúkona og tryggða-
tröll og ekki vantaði hjarta-
hlýjuna við munaðarleysingja
og þá sem bágt áttu. Hún var
listakona og lék allt í höndum
hennar ,eins og sum verk hennar
vitna um. Um margt var þessi
kona lík hinu svipmikla héraði
sem hún ólst upp í.
Faðir hennar var Ámi Þórar-
insson bóndi á Hofi í Öræfum.
Kominn af Þorleifi lögréttu-
manni á Hofi Sigurðssyni sýslu
manns Stefánssonar og Þórunn
ar Jónsdóttur lögréttumanns á
Dyrhólum Ólafssonar sýslu-
manns sama stað Einarssonar
á Felli Þorsteinssonar sýslu-
manns á Þykkvabæjarklaustri.
Þórunn var í móðurætt komin
af Goðdalaklerkum, Oddi bisk-
upi Einarssyni og Bjarna sýslu
manni á Burstarfelli.
1 móðurætt var Árni faðir
Sigríðar kominn af Svfnfelling
um og telja menn það sömu
ættina og hina fomu Svínfell-
inga frá Þórði Freysgoða.
Með kvonfangi Sveins ríka 1
Svínafelli Jónssonar, er hann
gekk að eiga Vilborgu Ámadótt-
ur Pálssonar umboðsmanns á
Skriðuklaustri, tengist þessi ætt
við helztu ættir á Austurlandi.
Páll faðir Vilborgar var sonur
Bjöms sýslumanns Gunnarsson-*
ar dáinn um 1603. Kona Páls
vai Þuríður Árnadóttir sýslu-
manns á Eiðum og þaðan var
Árnanafnið komið í Öræfin og
bar Árni Þórarinsson, er kom
inn var af Sveini í Svínafelli
nafnið. Geta má þess, að þær
vom frændkonur Sigríður Áma-
dóttir Johnsen og Helga Árna-
dóttir frá Hofi í Öræfum, móð
ir Bjarna Jónssonar frá Vogi.
Steinunn á Hofi móðir Sigríðar
var Oddsdóttir Gunnlaugssonar
á Búlandsnesi Oddssonar lög-
réttumanns ríka í Papey.
Hér hefur að nokkm verið
rakin ætt Gísla og ekki hefði
fyrri aldar mönnum þótt sæma
að slíkur maður lægi óbættur
hj garði hvað þessi efni á-
hrærði.
A lokum þetta um leið og
ég kveð Gísla með beztu þökk
um fyrir höfðingsskapinn og allt
það góða, sem hann lét af sér
leiða. Jón forsætisráðherra
Magnússon hafði látið þau orð
falla í skáldaræðu er hann hélt
fyrir Gísla við visst tækifæri,
að mótið, sem hann var mótað-
ur f, hefði brotnað. Þeim mörgu
er á hlustuðu, þóttu ummælin
eftirtektarverð, því vissulega
y ði vandfundinn hans líki.
Sigurður J. Árnes.
t
písli J. Johnsen stórkaupmað-
ur andaðist að heimili sínu,
Túngötu 7, s.l. mánudag 6. þ. m.,
nærri 85 ára að aldri. Hann verð
ur borinn til grafar í dag.,
Með Glsla J. Johnesn er geng-
inn einn mesti athafnamaður
þessa lands, sem var brautryðj-
andi á fjölmörgum sviðum og
sístarfandi til síðustu stundar.
Hann lifði hina mestu umbrota
tíma þjóðar sinnar, meðan hún
reis úr örbirgð til bjargálna, og
var í þeim umskiptum virkur
þátttakandi. í æsku hans var
verzlun öll og viðskipti f hönd-
um ■ erlendra aðila, er hirtu lítt
um þjóðarhag. Landsmenn þén
uðu ekki fyrir brýnustu nauð-
synjum, þótt stritið væri ærið.
Þeir þekktu ekkert til véla eða
afkastamikilla tækja og höfðu
heldur ekki efni á að eignast
slíkt. í landinu var allt niðumýtt
og varla til sæmilegt hús eða
mannvirki að talizt gæti. Allt
var af vanefnum gert, skipakost
ur lítill og lélegur Ekki voru til
vegir eða brýr, samgöngur voru
í molum, enginn sími og póstur
var borinn á bakinu milli héraða.
Otlendingar höfðu umráð yfir
öllum verzlunarleiðum, bryggj-
um þerrireitum, fiskhúsum, upp-
skipunarbátum og öllu því, er til
viðskipta þurfti, og allur arður-
inn af viðskiptum og striti lands
manna fór út úr landinu.
Þá var það sem ármenn ís-
lenzkra framfara koma fram á
sjónarsviðið. Fremstan f þeirra
flokki má nefna Gísla J. John-
sen. Gísli var fæddur 1881 frosta
veturinn mikla 10 marz í
Vestmannaeyjum. Vestmanna-
eyjar verða vettvangur hans.
Rétt fyrir aldamótin leggur hann
til atlögu við dönsku selstöðu-
verzlunina þar og stofnar þá,
ennþá ómyndugur verzlun undir
nafni Sigríðar móður sinnar.
Það þótti í mikið ráðizt og af
mörgum álitið ofætlun svo ung-
um manni og félitlum, að ætla
sér að ná þeim lóðum, verzlun-
arhúsum, þurrkhúsum, vöru-
geymsluhúsum og öðru, er til
þurfti til verzlunarreksturs og
útgerðar í stórum stíl og það
náðist heldur ekki án erfiðis
eða baráttu.
Gísli J. Johnesn tók við verzl-
inni á eigið nafn 1902 og hafði
þá.fengið fullmyndugralfiyfi hjá
stjómarvöldum 21: árs ■ að aldri.
Verzlunarfýrirtæki hans varð
brátt aðsópsmikið og eitt
stærzta verzlunarfyritæki hér á
landi. Jafnhliða verzluninni
hafði hann á hendi skipaaf-
greiðslu og póstafgreiðslu í Vest
mannaeyjum. Jafnframt verzlun
inni rak hann mikla útgerð, átti
marga báta og var einn aðal-
frömuður á vetvangi vélbátaút-
gerðinni. Varð fyrstur til að fá
vél í bát í Vestmannaeyjum.
Gísli yar hinn fæddi forustu-
maður og stóð með afburða
dugnaði í broddi fylkingar í öllu
því, er til nýjunga og framfara
horfði.
Fyrir utan fyrsta vélbátinn má
benda á, að hann byggði fyrsta
vélfrystihúsið í Vestmannaeyj-
um, sem jafnframt var fyrsta vél
frystihúsið í landinu. Hann
byggði og þar fyrstu fiskimjöls-
verksmiðjuna en allir vita, að
frystihús og mjölyerksmiðjur
eru meðal stórfeldustu atvinnu
tækja hér á landi og hafa stuðl-
að að mestri aukningu þjóðár-
teknanna. Þá var Gfsli frumkvöð
ull gð lagningu síma til Vest-
mannaeyja og ótal mörgu öðru,
sem hér verður ekki talið. Auk
atvinnureksturs sfns mátti Gísli
svo sinna ótal mörgum trúnaðar
störfum fyrir bæjarfélag sitt
sem bæjarstjórnarfulltrúi, sýslu-
nefndarmaður og forstöðumað-
ur ýmissa stofnana, þá var hann
og brezkur ræðismaður f Eyjum
Allt, sem Gísli J. Johnsen kom
nálægt, var framkvæmt af svo
miklum stórhug og myndarskap,
að undrun vakti. Nægir þar að
benda á að hann gaf Vestmanna
eyingum sjúkrahús til af-
nota. Var það met f rausnarskap,
sem ekki var slegið út fyrr en
seinna af honum sjálfum, er
hann gaf Slysavarnarfélagi ís-
lands vandaðan nýtízku björg-
unarbát með öllum búnaði.
Starfsævi Gísla J. Johnsen má
skipta í tvö aðskilin tfmabil.
Fyrst er hann brautryðjandinn
mikli f Vestmannaeyjum, sem á
drýgstan þáttinn f að gera fæð-
ingarbæ sinn að þeirri miklu út-
gerðarstöð og athafnamiðstöð,
sem hann er í dag. í viðurkenn-
ingar- og þakklætisskyni gerðu
Vestmannaeyingar hann að heið
ursborgara sínum, og þegar þeir
spurðu andlát hans, voru allir
fánar þar drengir í hálfa stöng.
Eftir að hafa orðið fyrir miklu
fjárhagslegu tjóni í kreppunni
1930 og verið neyddur til að
selja eða láta af höndum eignir
sínar á mjög óhagstæðu verði
varð Gísli aftur að byrja á nýjan
leik. Nú skipti Gísli alveg um
hætti beinum atvinnurekstri og
útflutningsverzlun, en helgaði
sig aðallega innflutningi véla f
skip og tækja til vinnuspamaðar
og stórvirkra framkvæmda. Og
hann var meðstofnandi margra
þjóðþrifa-fyrirtækja, sem enn í
dag eru með blómlegustu fyrir-
tækjum þessa lands. Segja má,
að áhugi hans hafi beinzt að
öllu því, er til þjóðþrifa og fram
fara horfði. Ég, sem þetta rita,
kynntist ekki Gísla J. Johnsen
persónulega fyrr en hann var
kominn á þann aldur, sem flestir
draga sig í hlé að afloknu löngu
og farsælu ævistarfi. En þótt
Gísli J. Johnsen væri þá orðinn
sextugur að aldri, átti hann eftir
að koma mörgum hugðarefnum
sínum í framkvæmd. Eftir þetta
byggði hann sér heimili, sem er
eitt af fegurstu húsum borgar-
innar, en áður hafði hann byggt
sér fbúðarhús á svipuðu stað
sem þótti tilvalinn sendiráðsbú-
staður fyrir stórveldi, og er það
enn. Fyrstu kynni mín af Gísla
voru þau, er hann færði Sjó-
mannadeginum dýrmætan verð-
launagrip til að keppa um f
kappróðrum, en frá upphafi
sýndi hann sjómannadagssam-
tökunum sérstakan velvilja, og
var hann og frú Anna, kona
hans, sérstaklega hlynnt bygg-
ingu Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna, og þá ekki síður starf
semi Slysavarnafélags Islands.
En þannig var háttað, að skrif-
stofa S. V. F. í., sem ég
veitti forsöðu, var í mörg ár í
sama húsi, Hafnarhúsinu, og
beint yfir skrifstofu og vara-
hlutageymslu Gísla J. Johnsen.
Við mættumst þvf oft í stigan-
um, og við höfðum það sam-
eiginlegt að þegar sérstök verk-
efni kölluðu að, sem fljótlega
þurfti að Ijúka og sem nokkuð
oft vildi verða, þá vorum við
ekki bundnir af ákveðnum vinnu
tíma, oft vorum við einir við
vinnu í hinu mikla húsi fyrir
utan tollverði og hafnarverði,
er skiptu vöktum. Oft undraðist
ég þá hinn eldlega áhuga Gísla
og starfsþrek. Það hlýtur að
hafa verið mikilfenglegt að sjá
hann taka til hendi, þegar hann
var upp á sitt bezta. Það virtist
ekkert það vera, sem færi fram
hjá honum. Þrátt fyrir langan
vinnudag og vafstursöm og mik-
il viðskipti virtist hann hafá
tíma til að fylgjast með öllu,
sem var talað og skrifað um og
til einhverra heilla horfði. Jafn-
vel hinar lengstu ritgerðir og
flóknustu mál hafði hann kynnt
sér til hlýtar, og sýnir það, hve
eldfljótur hann hefur verið að
fara yfir lesefni og festa sér
það í minni. Þegar urðu hörmu-
Ieg slys, fylgdist hann af athygli
með því, hvað hægt var að gera
til hjálpar, og hann skildi allar
aðstæður svo ve' þvf sjálfur
hafði hann sem útvegsmaður og
eigandi margra skipa átt marga
andvökunótt fyrr á árum við að
útvega hjálp og gera út hjálpar
leiðangra á óveðursnóttum.
Það var ekki minnst vegna
þess, sem hann og kona hans,
frú Anna Johnson, tóku þá á-
kvörðun að gefa Slysavarnafé-
lagi íslands fullkominn vélbjörg-
unarbát fyrir Reykjavík, þegar
Frh. á bls 4