Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 15
VISIR. Föstudagur 10. septemner isöö. EDWARD S. ARONS: —.. Spæjarar —— Saga um njósnir og ástir á Ítalíu — Ég gekk yfir fjallið frá klaustr inu, til þess að komast hjá að fara um Montecapolli. Menn halda, að ég sé að vinna uppi í klaustrinu. Og þú ferð beint heim til Apollio. Við megum ekki sjást saman. — Ég veit ekkert hvað þú hyggst fyrir næst. — Hafðu engar áhyggjur við hittumst í kvöld eins og vanalega. Það verður seinasta nóttin í klaustr inu. — Er það ekki of hættulegt. Apollio vill að við förum í bátn- um . . . —Það er áhætta. Það er líka meiningin að gera út um allt á ejmni. Ég hefi breytt um áform. Við felum ekki málverkin í klaustr- inu. Ég fer sjálfur með þau til eyj arinnar í bát mínum. Ég verð á- reiðanlega kominn þangað á undan þér. — Þá er líklega hyggilegast, að við hittumst í kvöld. — Gamlir refir láta ekki rekja slóð sína. Við hittumst eins og ekkert hafi breytzt um það að við ætlum að fela hólkana í klaustrinu. Þeir, sem eru að reyna að ná frá okkur málverkunum, Francesca, eru ekki neinir aular. Vig gætum orðið föst í kviksyndi ef við gætum okk. ar ekki. Og við verðum að komast að því hve duglegir þessir menn eru. — Ég er hrædd við Jack Talbot. —Við „göngum frá“ honum í kvöld. Við getum ekki látið hann leika lausum hala lengur. Ég hafði vonað, að bandarísku snáparnir næðu honum í Genf, en hann var- aði sig. — Ætlarðu að veiða hann í gildru í klaustrinu í kvöld?, spurði hún. Hún var fljót að átta sig stundum ... við megum ekki... drepa hann Hvers vegna ekki? Einu morði fleira eða færra ... — f upphafi var það ekki mein ingin. — Frannie Smith lætur sér ekki neitt fyrir brjósti brenna. — Ég er ekki lengur Frannie Smith. — Auðvitað ekki. Afsakaðu. Við hittumst í klaustrinu. Þú verð ur að koma. — Til þess að vera tálbeita? — Sú lystilegasta tálbeita sem hugsazt getur. Hún reiddi sig á Cesare. Hann mundi sjá um, að ekkert kæmi fyr ir hana, og það var róandi tilhugs- un, að losna við Talbot. Henni hafði þegar i byrjun fundizt eitt- hvað vera í fari hans. sem skefldi hana, en það var þegar Cesare hafði fengið hana til að daðra við hann. Hann hafði valið hann til þess að stela málverkunum. En Talbot hafði verið auðveldur viðfangs — hún hafði vafið honum um fingur sér eins og öðrum karlmönnum, þegar hún vildi svo við hafa. Nú var hann gerbreyttur. Hún stóð í tröppunni. Hvar var Cesare? Henni fannst ekki fallegt af honum að nota hana sem tál- beitu, en hún varð að treysta á hann, það var ekki aftur snúið. Þegar hún gekk framhjá klefan- um, þar sem þeir höfðu falið sig Durell og Si, heyrði hún allt í einu fótatak fyrir aftan sig, og var í þann veginn að reka upp vein, er gripið var fyrir munn henni. Hún varð dauðskelkuð og beitti þegar öllum þeim götudrósarbrögðum, sem hún kunni til þess að losa sig. — Taktu það rólega, Fran. Við gerum þér ekki neitt. Durell mælti svo lágt, að það heyrðist vart, en ekki eitt orð fór framhjá Francescu greifafrú. — Hvar er Cesare? hvíslaði hann Er hann ekki kominn? Hún reyndi að reka upp óp, en hann þrýsti lófanum fastar að munni hennar. Hún reyndi að bíta hann. — Veiztu ekki, að Talbot bíður hérna eftir þér? Hún stirðnaði af hræðslu. Hún starði á hið ljósa hár Si Hansons, sem hún þekkti ekki. Þótt hún væri hrædd við Durell, var hún þó epn hræddari við Talbot. Hljóð þau, sem hún reyndi að gefa frá sér virtust nú benda til uppgjafar. — Rektu ekki upp óp, það kem- ur þér sjálfri f koll, hvíslaði Durell. Durell tók hönd sína frá munni hennar og hún opnaði munninn til þess að fá loft og hallaði sér að veggnum. Það var dauðakyrrt í klausturrústunum. — Hvar er Jack Talbot? hvfsl- aði hún. — Niðri í kapellunni. Ertu öllu kunn þar? - Já. — Hann bíður þar til þess að drepa þig. Gerirðu þér það ljóst? — Það lítur út fyrir, að þú vitir allt. Þá veiztu það líka. — Hefur hann enn málverkin? — Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Hún hafði hækkað röddina skyndilega og hann lyfti hönd sinni í viðvörunarskyni. Hún varð allt f einu óttaslegin af tilhugsuninni um Cesare, en formælti honum í hljóði fyrir að láta hana lenda í þessu. Þessir menn voru miklu kænni en Cesare hafði haldið. Honum hafði aldrei dottið í hug að Durell kæmi þarna í kvöld. Nú gæti allt farið út um þúfur, ef . .. — Silas, farðu niður og taktu hann höndum. Hún sá ljóshærða manninn brosa út undir eyru og taka upp skammbyssu sfna. — Dreptu hann ekki, þú átt að handtaka hann. — Með mestu ánægju. Hann hvarf hljóðlaust. Durell sá votta fyrir brosi á andliti kon- unnar fögru eins og hún hlakk- aði yfir einhverju. — Hvað gerir vinur þinn? I — Sér um, að koma Talbot úr leiknum. — Eruð þið í rauninni að ná f Cesare? — Við erum að reyna að ná í málverkin — ekki í elskhuga þinn. — Það fær einhvern andstyggð- arblæ þetta sem er milli okkar Ces are, þegar þú talar svona. Er nokk ur ástæða til að halda mér hér? — Þú verður hér og heldur þér saman. Og hún hélt sér saman, þótt furðulegt væri, enda fengið ærið umhugsunarefni. Durell lagði við hlustimar en gat ekki heyrt neitt. Franceca stóð þarna, brosandi með ögrunarsvip. í tunglskininu var eins og allir drættir í andliti hennar milduðust ,hún var fögur, lokkandi — Hvenær kemur Cesare? hvísl- aði Durell. — Það veit ég ekki. Þú ert býsna skrýtinn, þó stúlka daðri dálftið þarf það ekki að hafa neinar hættu legar afleiðingar. — Tvær manneskjur hafa þegar beðið bana ... Veikt hljóð barst að eyrum hans Hann var ekki viss — einhver gat hafa hlustað og heyrt hvísl þeirra. Hann hafði góða heyrn og það hafði hljómað eins og steinvala hefði hrapað. Hann reyndi að gera sér grein fyrir hvaðan hljóðið kom Hann tók upp skammbyssu sína og gaf Fran merki um að koma með sér. Hún fylgdi honum fúslega. Hún hafði enga löngun til þess að bfða ein þarna eins og komið var. Hann fór niður og Fráneesca á hælum hans. Hann heyrði svipað hljóð aft ur, svo dimmt hljóð eins og stunu. — Hvað var þetta? spurði hún. — Kannski Cesare? sagði hann — Hann átti ekki að vera kom- inn og hann kemur baka til . . . þú ert slóttugur. Mér býður við þér. — Vertu hjá mér, þótt þér þyki ekki gaman að þvf, hvíslaði hann. Annars áttu á hættu að verða drep in. — Ég er ekki hrædd. Hann fikraði sig áfram og hún kom hikandi á eftir. Breið göng lágu inn í klausturkirkjuna, en hjálmþak hennar var hrunið og miklar steinahrúgur á gólfinu þar fyrir neðan höfðu orðið þar eftir, steinar þeir sem voru of þungir fyrir fiskimennina, sem annars höfðu sótt þangað steina í kofa- veggi sína. Durell tók sér vamar- stöðu bak við tvær marmarasúlur. Þaðan gat hann séð til dyranna á hliðarkapellunni. Og svo var eins og allt kæmist í uppnám. Einhver hljóp þvert yf- ir kapellugólfið. Durell kallaði: — Nemið staöar og hleypti af varnar skoti. Það bergmálaði um allt í rústunum. Einhver rak upp óp og Durell sleppti Francescu og hljóp fram. Einhver rakst á hann og hann náði ekki andanum í bili. ■Hann kastaðist aftur að súlunum en steig fram, og sá óljóst einhvern sem lá á fjórum fótum. Hann sá þó, að það var ekki Silas. Rýting- ur þaut framhjá eyra hans og skall í súlunni. Francesca rak upp vein. Durell rak hnefa sinn fyrir bringspalir mannsins og hann heyrði hann hvæsa eins og hann næði ekki andanum og svo for mæla á ftölsku. Durell sló hann aftur, að þessu sinni með skamm- bvssuskeftinu og maðurinn hneig niður. Hann vissi ekki hvort það var Francesca eða einhver annar sem kom aftan að honum og greiddi honum höfuðhögg, en þegar hann hneig niður sparkaði einhver í hann Hann reyndi að rísa á fætur, en fann ekki skarnmbyssuna. Hann reyndi að kalla á Silas, en heyrði aðeins bergmál sinna eigin orða og það hljómaði eins og ámátlegt væl Og svo missti hann alveg meðvit- undina. 14. KAFLI Honum fannst að hann hefði skriðið á fjórum fótum a.m.k. 10 km. yfir kalda, rykuga múrsteina. Allt í einu fann hann, að hand- Isggur hans hvfldi á brjósti ein- hvers og hann heyrði þungan and- ardrátt og stunur. Hann gat. ekki áttað sig á því í byrjun hvað þetta var, en svo rann eins og ljós upp fyrir honum að þetta mundi vera Silas. — Silas, hvfslaði hann, hvað kom fyrir þig? FBI-maðurinn hreyfði sig og það var eins og hann drægi and- ann léttara. í hári hans var stork ið blóð og hann var blóðugur um mittið vinstra megin. — Gleður mig, að þú ert á lífi, gamli indáni. Hann rotaði þig með steini. — Hver. — Ég veit það ekki, ég held að það hafi verið Talbot, en ég er ekki viss um það. —Þú náðir honum þannig ekki. — Ég fann hann ekki og það kom annar náungi og stakk mig rýtingi — ekki á hol, sem betur fer en oddurinn fór milli rifja og handleggs og skrámaði mig illa, svo það hefur blætt mikið úr þessu Ég held að það hafi verið Cesare. — Án vafa, en höfuðið á þér er blóðugt líka. — Nú, er eitthvað að því, ég hef sjálfsagt stungizt á hausinn. — Sástu ekki manninn greini- lega. — Nei heyrðu hvað varð um telpuna. Kom eitthvað fyrir hana? — Greifafrúna? Hún hefur sjálf sagt flúið af vettvangi fyrir löngu. — Ætli hún hafi flúið langt. Sjáðu, hún liggur þama. T A R 2 A gg TAKZAN LEAVES THE VILLASE OP THE ME?IC1WE (AEN BEHIHP’ HIM— NOW S0UN7 OF mv AWf ÍOW AFTER HIS HAKROWIWS EXPEKIENCE. JmI C-.'J-jso AS HE STANPS SETWEEH THO VAKlEf LAH7 AREAS-THE PLAIHS AMP THE JUWSLE- HE PECICES. UNTIL HE PKOVES HIS KEFLEXESi IT WOULP' BE BEST TO STAY ■ OW THE OPEH PLAINS. Tarzan heldur á orott frá Lækningaþorp inu, vel hraustur andlega og líkamlega, þrátt fyrir hina miklu raun. En er hann kemur að frumskógarjaðrin um, hikar hann . .. Er hann orðinn nógu heilsuhraustur? 1 frumskóginii ríkir lögmái kraftanna, og skyldi hann vera orðinn fær um að verja sjálfan sig? Og þegar hann stendur á mótum skógar ins og sléttunnar ákveður hann að halda sig á siéttunni, unz hapn getux peynt krafta slna og hreysti. ÍWntim f prcntimlfrja * fL—*rifnipfai>i0 ElnholM t — Stw! tHK VÍSIR ÁSKRIFENDAÞJÓNUSIA Áskriftar- , . Kvartana-s,m,ntt ** 11661 virka daga kl. 9—19 nema laugardaga kl. 9—13. VÍSIR er eina síðdegisblaðið kemur út allo virka daga ☆ Afgreiðslan Ingólfsstræti 3 skráir nýja kaupendur Simi 11661 auglýsing r I VÍSI kentur víða við VÍSIR er auglýsingablað alntennings AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA- SKRIFST OFUNNAR ER / INGQLFSSTR4TI 3 Sfml 11663. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.