Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 10.09.1965, Blaðsíða 16
Föstudagur 10. sept. 1965 Skeiðarárhlaupið staðnaði fyrr en búizt var við Rannsóknarleiðangur sendur til Grímsvatna Jöklara.insóknafélagið send- Ir rannsóknarleiðangur upp i Grímsvötn, sem mwn leggja af stað i kvöld áleiðis hut i Tungnárbotna. 1 þessum leiðangri verða 8- 10 manns og mun Jón Eyþórs- son formaður Jöklarannsókna fél. fara með hópnum aust- ur í Tungnárbotna. Jón sagði í viðtal'i við Vísi í morgun að líkur bentu til að dr. Sigurður Þórarinsson færi með leiðangr inum upp að Grímsvötnum þótt hann sé staddur vestur í Ameríku sem stendur. Dr. Sigurður hafði sent Jóni skeyti, þar sem hann kveðst koma flug leiðis til Reykjavíkur í fyrramál ið og spyrzt fyrir um hvort hann getj komizt með leiðangr inum til Grímsvatna. Jón Eyþórsson sagði að jeppi biði Sigurðar við komuna hing að og mundi flytja hann austur í Tungnárbotna á morgun. En þar bfður leiðangurínn eftir honum. Jón sagði að það væri erfitt að gera sér grein fyrir færðinn'i á jöklinum, en það gengi illa Framh. á bls. 4 Loftmynd af Skeiðarárhlauplnu i hámarki. Drengnar eru inn á [ljósmyndina útlínur hlaupsins og merk inn helztu kennilefti á svæðinu. Síldin á Selvogsbanka er feit og falleg Þórsmenn reyna að gera við vélina '\ Stellu 1 morgun voru menn af varð- skipinu Þór um borð í vélbátnum Stellu VE 27 við Færeyjar að reyna að gera við vél bátsins, sem hafði bilað í gærmorgun, þegar báturinn var 80 mílur norðvestur af Færeyjum á leið úr söluferð. 1 gær hélt varðskipið Þór af stað bátnum til hjálpar og kom til hans í morgun. Upphaflega átti Þór að taka bátinn í tog til íslands, en þegar til kom, þótti ráðlegast að reyna fyrst að koma vél bátsins af stað. Ef það tekst ekki, verður báturinn dreginn til Vestmanna- eyja, en þangað er um 200 mílna leið. Engin hætta er talin á ferð- um, úr því að Þór er kominn á staðinn. 18. sambandsþing ungra Sjálfstæðis manna verður sett á Akureyri í dag Síðdegis í dag verður 18. þing Sambands ungra Sjálfstæðis- manna sett á Akureyri, en það verður haldið þar nú um helgina í hinu nýja, glæsilega Sjálfstæð ishúsi. Kl. 15 mun formaður SUS, Árni Grétar Finnsson, lögfræð- ingur i Hafnarfirði, setja þingið og flytja skýrslu stjómarinnar. Mun formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, Gísli Jóns son, menntaskólakennari, flytja ávarp og Þór Vilhjálmsson, borg ardómari í Reykjavík, mun hafa framsögu um efnið „Skólamir og þjóðfélagið". Síðan verða kosnar nefndir og störf þeirra hafin. Á laugardaginn verða almenn ar umræður og fulltrúar frá hin um ýmsu landshlutum munu skýra frá starfsemi ungra Sjálf stæðismanna. Miðstjóm Sjálf- stæðisflokksins býður til há- degisverðar þennan dag, þar sem forsætisráðherra og formað ur Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjami Benediktsson, mun flytja þinginu ávarp. Um kvöldið verð ur fagnaður í Sjálfstæðishúsinu. Síðasta þingdaginn, á sunnu- dag, munu nefndir ljúka störfum og verða mál þá afgreidd. Að síðustu fer fram kjör stjómar SUS og þinginu verður slitið síðdegis. Þing SUS em haldin á tveggja ára fresti og ýmist í Reykjavík eða úti á landsbyggðinni. Em þau sótt af fulltrúum félaga ungra Sjálfstæðismanna hvaðan æva að af landinu og eru jafnan mjög fjölmenn. Er búizt við að á 2. hundrað manns muni sækja þingið að þessu sinni. A8 undanfömu hefur verið tals- verð sildveiði vestur af Vestmanna- eyjum og á Selvogsbanka og hafa bátamir slglt með aflann bæði til Vestmannaeyja, Grindavikur og Akraness. 1 nótt var að vísu storm ur á miðunum, svo að ekki var um neinn afla að ræiða. en siómenn líta bjö. tum augum á þetta, sérstak lega þar sem sildin sem þarna veið ist er bráðfalleg og feit. Er hún full af rauðátu og fitumagnið er um 18%. Síldin er mest fryst til útflutnings. í gærmorgun komu talsvert marg Framh. á 4. u'ðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.