Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 2
 mm vzzxumi V í S IR . Laugardagur 25. september 1965. VIRBUR ÞAB KR CBA AKRANCS? Námskeið í bókfærslu og vélritun hefst í byrjun október. Kennt í fámennum flókkum. Get lánað nokkrar ritvélar. - Innritun fer fram að Vatnsstíg 3, 3. hæð, daglega og byrjar 27, -september. Til viðtals einnig í síma 22583 dagl. til kl. 7 e. h. og í síma 18643 eftir kl. 7. Sigurbergur Árnason. SENDISVEINN óskast hálfan eða allan daginn. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7 . Sími 10140 Islandsmótinu í knattspyrnu lýkur á morgun — nema KR og Keflavík skilji jöfn — þó þarff úrslitaleik milli KR og Akraness 0 Á morgun lýkur fslandsmeistaramótinu, — þ. e. ef liðin sem þá leika gera ekki jafntefli. Fari svo verða Akranes og KR að leika úrslitaleik um hvort þeirra hlýtur íslandstitilinn 1965. — KR og Keflavík hafa undanfarin tvö ár oft leikið harða og spennandi leiki og er ekki að efa að svo verði einnig nú, enda vilja fslandsmeistaramir í fyrra áreiðanlega ekki una því að vera með lokastað- setningu sem lið númer 4 í 1. deild. 0 Það verður spenningur frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu, og án efa munu Akurnesingar flykkjast til Reykjavíkur til að hrópa með Kefla- vík, sem hefur möguleika á að færa Akurnesing- um fslandsbikarinn í ár, — sem mundi að flestra dómi verða sanngjamt, því Akumesingar hafa í sumar sýnt einna jöfnustu og beztu knattspymuna. Ríkharður (t. v.) getur ekki tekið við bikamum, en Helgi Dan mun sennilega gera það, fari svo að Akumesingar vinni íslandsbikarinn. Akurnesingar mundu taka við íslandsbikarnum þegar að leik loknum, — f sínum beztu sunnu dagafötum líklega, eins og Keflvíkingar gerðu f fyrra, þvf þeir vom búnir að sigra í mót- inu áður en síðasti leikur hófst. KR mun hins vegar taka við bikamum, ef þeir vinna, í sínum félagsbúningl, löðrandi sveittir og þreyttlr, eins og sigurvegara ber. Ríkharður Jónsson, fyrirliði Akraness, og reyndasti knatt- spymumaður okkar, myndi ekki geta tekið við bikarnum fyrir lið sitt. Hann er staddur í Dan- mörku á skemmtiferðalagi með elztu dóttur sinni. Elcki var vit- . ■ • / . -\ > ifff-f ri að f gær hver myndi verða fyrir Ríkharð, en ekki er það ólíklegt að Helgi Daníelsson yrði til þess, enda oft verið fyrirliði Iiðslns. Högni Gunnlaugsson er fyrir- liðl Keflvfkinga á morgun. Hann sagði sína menn hafa æft sæmilega undanfarið, enda þótt það sé erfitt sökum þess hve myrkrið skellur snemma á. Hafa æfingarnar því verið stutt- ar en æft er á Njarðvíkurvell- inum. „Við höfum fuilan hug á að komast í 2. sætið í mótinu“, sagði Högni. Hins vegar em KR-ingamir og þeir hafa sömuleiðis fullan hug á að verða efstir f mótinu og einhver sagði mér að nú loks væri „gamla KR-heppnin komin með í lelkinn" og vfð þá heppni getur enginn keppt og enginn sigrað. Annað sem bend- ir á sigur KR að sumra áliti er það, að þeir hafa unnið mótið reglulega á tveggja ára fresti frá 1959. Skyldu þeir vinna sitt 18. mót að þessu sinni? Leikurinn á morgun hefst kl. 16 og er sem fyrr segir á Laug- ardaisvellinum. Er fólki ráðlagt að mæta í fyrra lagi, því búast má við mikilli ös við aðgöngu miðasölumar. Ellert Schram fyrirliði KR E. t. v. verður það hann, sem tekur á móti íslandsbikarnum á morgun. Síðast þegar íslandsbikarinn var unninn. Keflvíkingar „nema brott“ hinn eftirsótta grip. Það er Högni Gunnlaugsson, sem er að stíga upp í áætlunarvagninn. M JX23

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.