Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur 25. september 1965.
7
c1 kvik k
irlmymiir m;
[kvik 1
myndirl
[kvikT kvil
myndirlmynd
Siguringi opnur
málverknsýningu
Siguringi E. Hjörleifsson opnar
máiverkasýningu í bogasal Þjóð-
minjasafnsins kl. 4 e. h. f dag
(Iaugardag).
Sýningin verður úr því opin
daglega til og með 3. okt. n.k.,
virka daga kl. 14—22 og sunnu-
daga kl. 10—22.
Á sýningunni verður 51 olíumál
verk og 3 vatnslitamyndir. Þetta
eru að langmestu leyti landslags-
myndir, sem listamaðurinn hefur
málað víðsvegar á landinu, en
auk landslagsmynda eru fáeinar
uppstillingar.
Árið 1961 hélt Siguringi sýningu
á málverkum í Bogasal Þjóðminja-
safnsins og árið eftir hafði hann
einnig opna sýningu á heimili sínu.
Meiri hluti myndanna, sem á sýn-
-ingum þessum voru seidust meðan
á sýningunni stóð. ,
Dagur Sjálfsbjargar á morgun
Á morgun, 26. sept., er hinn
árlegi merkja- og blaðsöludag-
ur Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra. Verða þá seld
merki og blaðið „Sjálfsbjörg“
um land allt. Verð á merkinu er
kr. 10.00 og á blaðinu kr. 25.00.
Af efni blaðsins má t.d.
nefna: Ávarp, eftir Emil Jóns-
son, f.v. félagsmálaráðherra,
„Ekki láta smækka sig“ eftir
Vilhjálm S. Vilhjálmsson, „Al-
þjóðadagur fatlaðra" grein meðý
myndum, „Rabb um Vinnu- og
dvalarheimili Sjálfsbjargar",
fréttir af starfsemi Sjálfsbjargar
félaganna o.m.fl.
Nú verða 1 fyrsta skipti seld
merki úr plasti með áföstum
prjóni. Merkið er hið smekkleg-
asta og er það samtökunum á-
nægja að geta leyst af hólmi
pappírsmerkin, sem notuð hafa
verið.
Starfsemi Sjálfsbjargarfélag-
anna hefur verið mikil á liðnu
ári. Nú eru reknar 4 vinnu-
stofur á vegum félaganna, á ísa-
firði og Siglufirði og á þessu
ári tóku til starfa vinnustofur f
Reykjavík og á Sauðárkróki.
Langt er komið byggingu vinnu
stofu við félagsheimilið „Bjarg“
á Akurevri. Auk þess vinna fé-
lögin öil að félagsmálum, og er
það veigamikill þáttur I starf-
semi þeirra.
Eins og kunnugt er rekur
landssambandið skrifstofu að
Bræðraborgarstíg 9, í Reykja-
vfk. Veitir skrifstofan bæði ein-
staklingum og félagsdeildunum
margháttaða fyrirgreiðslu.
Eitt stærsta verkefnið er
samtökin vinna að, er bygging
Vinnu- og dvalarheimilis fyrir
fatlaða. Siðastliðið sumar var
samtökunum úthlutað rúmgóðri
lóð milli Laugamesvegar og
væntanlegrar Kringlumýrar-
brautar, ofan Sigtúns. Vinnur
Teiknistofan Tómasarhaga 31
að frumteikningu af bygging-
unni, og er það von Sjálfs-
bjargar, að framkvæmdir geti
hafizt snemma næsta vor.
í húsinu verður m. a.: 1.
Vistheimili. 2. Vinnustofur. 3.
Herbergi fyrir fatlað fólk utan
af landi, sem leita þarf til
Reykjavíkur til náms eða til
lækninga. 4. Nokkrar iitlar
íbúðir, sérstaklega innréttaðar
fyrir fatlaða. 5. Aðstaða fyrir
gervilimasmið og orthopædiskan
skósmið.
S.I. vetur var í fyrsta skipti
haldinn hátíðlegur „Aiþjóða-
dagur fatlaðra", f Reykjavík, á
Akureyri og ísafirði.
Eins og fryr segir verða
merki og blaðið „Sjálfsbjörg"
seld um land allt, og er þetta
í áttunda sinn er Sjálfsbjörg
hefur merkja- og blaðsöludag.
Samtök fatlaðra hafa mætt vax-
andi skilningi landsmanna.
Markmið samtakanna er að
skapa hinum fötluðu aðstöðu,
til að geta lifað ehlilegu lífi.
Úti um landið sjá félagsdeild-
irnar um söluna, hvert á sínum
stað, en þar sem ekki eru starf-
andi félög sjá velunnarar sam-
takanna um söluna.
í Reykjavík, Kópavogi,
Garðahreppi og Hafnarfirði
verða merkin og blöðin afhent í
barnaskólunum. Einnig verða
sölubörn afgreidd á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Bræðraborgarstíg
9, Reykjavík.
mynair
Frá vinstri: Unnusta húsbónd-
ans (Wendy Craig), þjónninn
(Dirk Bogarde) og húsbóndlnn
(James Fox).
Hættulegt augnablik: Sophia Loren og Anthony Perkins.
5 MÍLUR TIL MIÐNÆTTÍS
Amerísk sakamálamynd
Stjómandi: Anatole Litvak
Annars vgear sálarlega bækl-
aður Ameríkani — hins vegar
ítölsk þokkadís. Þau hafa bund
ið trúss sitt saman. Svo skýll-
ur hörmungin yfir — þau hafa
veðjað hvort á annað á röngum
forsendum.
Kvenhetjan Soph'ia Loren,
sem tekur sig kvenna bezt út
á hvíta tjaldinu virðist skönu^
fyrir aðstæðumar, sem skápast
í atvikarásinni. Hún er iátin
skipta margsinnir um þröngar
blússur til hátíðabrigða, svo að
barmurinn njótí sín sem bezt,
þegar henni er mikið niðri fyrir.
Aumingja Anthony Perkins, ein
faldur. en þó hættulegur, er til
valin andstæða við Sophiu. Hug
myndin f kvikmyndinni er fram
sett afar amerískt, eins og
vænta mátti, svolítið barnalega
Það er ekki nóg að nota franskt
svið, ,ef sálræna meginlands
^ árídrúmslóftið er ekki fyrir
hendi. '-n- stgr.
ÞJÓNNINN
Brezk stórmynd.
Brezku blöðin voru ásátt um,
að þessj kvikmynd væri meist-
araverk. Sunday Telegraph
sagði: „Þetta er bezta kvik-
mynd bezta leikstjórans í Bret
landi um þessar mundir“. Stjórn
andinn Joseph Losey er sagður
hafa orðið fyrir áhrifúm af
Brecht, sem hann kynntist í
Moskvu á árunum 1930—40,
þar sem þeir unnu við tilrauna-
leikhús: Á sama hátt og
Brecht túlkar raunveruleikann
jöfnum höndum ljóðrænt og
hrottalega, eins kemur fram
í kvikmyndum Loseys lífssýn
skáldsins, sem sér gegnum lífs-
blekkingu.
Kvikmyndin er byggð á skáld
sögu eftir Robin Maugham,
bfóðúrson gamlæ Somersets
Maughams. Kvikmyndahandritið
reit Harold Pinter, sem kann þá
list að beita ísmeyg'ilegum trl-
svörum. Hann skrifar í þrívfdd
ar-stíl.
Þjónnin fjallar um afmönn-
un — hvernig manni af lágum
stigum tekst að ná valdi yfir
fulltrúa yfirstéttarinnar og eyði
leggja hann. Hins vegar er þetta
framsett þannig í mynd'inni, að
það er eins og ekkert sé sjálf-
sagðara. Ríki ungi maðurirvn
með forréttinda- aðstöðuna er
nefnilega meiri þræll en þjónn-
inn: hann er þræll kenja, hé-
góma og lífsblekkingar og fell
ur á þvf.
Þjónninn (leikinn af D’irk
Bogarde — snilldarlega) er eins
og kölski, sem situr um sálina
til að hremma hana. Þegar hann
beitir stærsta vopninu, ástkonu
sinni, t'il að leggjast með hús-
bóndanum, er markinu náð. Eft
ir það á húsbóndinn sér ekki
uppreisnar von. — stgr.
Stærsta og glæsilegasta farþegaskip
Norðmamsa, Sagafjord, á leið heim
Norðmenn hafa nú eignazt
nýtt skip, scrn er stærsta og
glæsilegasta sfeip, sem nokkurn
tíma hefur siglt undir norsku
flaggi. Þetta er hið nýja skip
Norsku Ameríkulínunnar og
heitir Sagafjord. Það hefur ver-
ið smiöað í franskri skipasmíða
stöð í Toulon við Miðjarðarhaf-
ið og er það nú á leiðinni heim.
Skipið er um 25 þúsund tonn
að stærð og ber öllum þeim sem
voru viðstaddir móttökuathöfn
þess f Toulon að þetta sé eitt
glæsilegasta hafskip sem
nokkru sinni hafi verið byggt.
Það á að geta rúmað um 800
farþega og er slfkur glæsibrag-
ur yfir öllum salarkynnum þess,
að Norðmenn þykjast vissir um
að amerískir skemmtiferðamenn
muni sækjast eftir að fá að ferð
ast á því.
Farþegarými gefur ekki eftir
glæsilegustu gistihúsum heims-
borganna þar eru danssalir og
risastórir veizlusalir. Kvik-
myndahús er á skipinu og stór
næturklúbbur verður starfrækt
ur á því með hinum beztu
skemmtikröftum.
Smíði skipsins hefur seinkað
nokkuð. Það kemur heim um
næstu helgi og mun þá dveljast
dag á Oslóarhöfn. Verður al-
menningi gefinn kostur á að
fara út í það og skoða þessa
nýsmíði sem Norðmenn eru svo
hreyknir af.