Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 3
Ti VÍSIR . Laugardagur 25. september 1965. |*tneitanlega var dálítið fram- ^ andlegt andrúmsloft ríkjandi að tjaldabaki í Þjóðleikhúsinu upp úr hádegi í gær, þar sem franski ballettflokkurinn — Grand Ballet Classique de France — undirbjó aðaiæfingu undir fyrstu sýninguna hér. Flokkur- inn kom ekki tii landsins fyrr en seint í nótt; æfingin fyrir há- degið fórst fyrir svo að dansend- umir gætu notið hvfldar — enda var ekki að sjá annað en þeir væru prýðilega útsofnir og í bezta skapi, þegar æfing átti að hefjast. —Vlð sýnum einungis sígildan „ALLTAF DÁLÍTIÐ KVÍÐANDF ballett, segir ein af fjórum „prima ballerinum“ þelm, sem flokkurinn hefur á að skipa — hln dökkhærða, smávaxna Liane Dayde. Dökk augun og fegurðin er franskt, en framkoman róleg og hlédræg. Liane Dayde var áð- ur ein af þekktustu prima baller- inum frönsku óperunnar, en hefur starfað með þessum ballettflokki r/idanfarin tvö ár, eða frá stofn- un hans og endurskipulagningu undlr þessu nafni. — Franskur ballett er, fræðl- lega séð, elztur f Evrópu, segir hún, og frá Frakklandi breidd- ist hann út til annarra landa Evrópu — t.d. Rússlands, Dan- merkur og Bretlands. ítalski ballettinn væri ef til vill eldri, ef unnt væri að tala um ítalskan ballett nú órðið. Sá sígildi ballett, sem við sýnum, byggir því á fom- um erfðum. Ég mundi segja, að hann færi bil beggja, þess brezka og rússneska — stæði þar mitt á milli, ef svo mætti segja. Ég vii taka það fram, að danski ball- ettinn er mjög góður. Eitt sinn dansaði ég undir stjórn hins danska ballettmeistara, Harold Landers — hann var frábær. — Hvað um nýtizku ballett franskan? — Hann stendur einnig mjög framarlega. En við einbeitum okkur, sem sagt, að þeim sígilda. Þessi flokkur hefur farið mjög víða um lönd — m.a. til Kína — og hvarvetna hlotið beztu við- tökur. Tvær brezkar dansmeyjar eru með flokki þessum. Önnur þeirra, ungfrú Gielgaud, hefur verið með honum síðustu tvö árin sem „prima ballerina". Hún er uppalin á Frakklandi frá fjögurra ára aldri og hefur num- ið ballett þar. Hin hefur einung- is verið með flokknum í nokkra mánuði. Einnig er með í hópnum þýzkur ballettdansari, — var áð- ur í baliettflokki óperunnar í Stuttgart. Að öðru leyti er flokk- urinn eingöngu skipaður frönsk- um dansendum. Fréttamaðurinn vék sér að nokkrum dansmeyjum og spurðl þær hvort þær hefðu kviðið fyrir förinni hingað. Það fór hrollur um þær. — Við héldum að hér væri ákaflega kalt, ískait------- en svo er mun hlýrra hér, en við gerðum ráð fyrir. — Hvemig segir ykkur hugur um kvöldið? Enn fer hrollur um þær. — Við gerum áreiðanlega okkar bezta, en vitaniega erum við alit af dálítið kvíðandi. Annars getur maður ekki heldur gert sitt bezta ... það heyrir hvað öðru til ... Ein af aðaldansmeyjunum, Liana Daydé, og mótdansari hennar á æfingu. Rætt við frönsku ballettdansarana á æfingu í Þjóðleikhúsinu í gær

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.