Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 11
I_____ NÝTT HURRA Nýlega kom í bókabúðir 2. tölublað táningabls. „Húrra“. Blaðið er 20 síður að stærð, hef ur að geyma greinar og viðtöl og ennfremur er í blaðinu opnu- litmynd af Tónum. Þátt um jazz, grein um söngvarann Tom Jones, aðra um Brian Poole og margt fleira hefur blaðið inni að halda og birtir auk þess nýjustu dans- lagatextana. „Húrra“ kostar 30 krónur. „Walker Brothers44 í fyrsta sæti í BRETLANDI Þeir heita „Walker Brothers", eða „Labbakútamir", eins og mætti kalla þá á íslenzku. Þeir eru amerískir og kenna sig við fyrirriðann, sem heítir John Walker. Hinir þrír heita Gary v, i , |. Leeds, Scott Engel, og Jimmy Hvers á sauokmdm ONeffl heyrt á götunni AÐ „I can’t get no“ (Satisfaction) með Rolling Stones, sé enn meðal vinsælustu laga í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar, og salan á plötunni komin hátt á aðra milljón eintaka. AÐ Rolling Stones komi í 10 daga hljómleikaför um Norðurlönd í marzmánuði og haldi tvenna hljómleika i Kaupmannahöfn. AÐ ný plata með „Walker Brothers“ sé komin til landsins. Lögin á þessari plötu heita „What I do“ og „Make it easy on your self“. AÐ ,,HELP“, nýja kvikmyndin með Bítlunum verði sýnd í Tóna- bíói um eða fyrir áramót. AÐ Sonny & Cher, sem n'jóta mikilla vinsælda fyrir lagið „I got you baby“ séu í þann veginn að senda frá sér tvær nýjar plötur. nú að Á hverju ári fer fram á landi voru eitt dularfuilt rítúal, sem kallast verðlagning landbúnað- arafurða. Er það rítúal fram- kvæmt af enn dularfyllri æðstu prestum, sem kallast sex manna nefnd eða fimm manna nefnd — og þótt merkilegt megi virðast um svo dularfullt fyrirbæri, fer sú nafnbreyting eftir því hvort fimm eða sex menn eru I nefndinni. Er þar á ferðinni hin æva forna her- brella, að gera allt sem aug- ljósast er litlu eða engu máli skiptir, svo strangari reynd megi ríkja varðandi aðalatrið- in. Þá er og vitað, að nefnd þessi á það sameiginlegt með ýmsum dularfullum leynisam- tökum fyrr og síðar, að hún leggur einhverjar helgar tölur til grundvallar sinu rítúali — hitt er svo tímanna tákn, að þær helgu tölur eru „sagðar" tilkomnar fyrir útreikninga hag stofunnar, jafnvel gerðar í raf eindaheila — en grunur leikur á um að þær séu fengnar að allt öðrum leiðum, jafnvel frá tunglspekingum í Tíbet, og sé þama enn ein áróðursbrellan á ferðinni. Þá er og talið, að val æstu prestanna fari eftir stjörnumerkjum — í sex manna nefndinni hafi þrír ver- ið fæddir undir hrútsmerki og þrír undir nautsmerki, en í fimm manna nefndinni hafi hlutföllin raskazt þannig, að nautsmerkingar urðu í meiri- hluta. Til þessa megi svo rekja það furðulega fyrirbæri, sem æðstuprestar nefna tilfærslu — er hún í einföldu máli í því gjalda? í'ólgin, að mjólk og mjólkuraf- urðir hækka mun minna.í verði en kjöt, og er nautpeningurinn þannig gerður minna óvinsæll nieðal neytenda en ella á kostn að sauðkindarinnar. Aðrir, sem ekki eru gæddir neinu ímynd- unarafli ti! að gera sér hug- myndir af öllum þessum leynd- ardómum, halda því svo fram a5 þotta stafi einfaldlega af því að Hannibal hefur gerzt fjárbóndi — en slíkt kemur vit anlega ekki til neinna mála, ef hann hefði viljað hækka kjöt- verðið, mundi hanr, hafa skipu lagt verkfall alls sauðfjár I landinu. bannig að jafnvel meinlausustu lambkettlingar hefðu harðneitað að láta skera sig niður við trog, fyrr en verð hækkun á kjöti þeirra var feng in . . . Enn eru þeir, sem álfta að náttúrulækningafélagið standi þarna á bak við, hvað væri öllu sennilegra, en sú skýring er einungis sprottin af viðleitni til að sniðganga hið dularfulla og óskýranlega . . . hið furðulega alræðisvald æðstuprestanna, sem hefur jafn óumflýjanleg áhrif á allt okkar líf, hvort sem þeir eru fimm eða sex . . . svo gagn- ger áhrif, að við getum yfirleitt hvorki tekið okkar bita eða sopa í munn, án þess að þeirra gæti, jafnvel á bragðinu. Æðstu prestanna, sem koma saman á hverju hausti og framkvæma dularfullt ritúal á grundvelli hinna helgu talna, sem enginn veit neitt um að þeim undan- skildum — nema hvað þær fara stöðugt heldur hækkandi. „Walker Brothers“ hafa náð miklum vinsældum upp á síð- kastið og nýjasta platan þeirra er í efsta sæti á vinsældarlist- anum í Bretlandi, næst á und an „Sat'isfaction". Þeir voru á ferð í Bretlandi fyrir skemmstu og fannst allt undarlegt þar í landi og frá- brugðið því sem var heima í Kaliforníu. Það furðulegasta fannst þeim þó, að bílamir skyldu aka vinstra megin á veg unum. ef stu 10 - \ í gærkvöldi leit sölulistinn í Hljómplötudeilc > Fáikans þannig út: 1 Satisfaction .................... Rolling Stones 2 Lock through any window ............... Tollies 3 Catch up if you can .................Dave Clark 4 Don’t make my baby blue............The Shadows 5 I want candy ....................... Brian Poole 6 Wheneever you’re ready.............The Zombier 7 To know you is to love you......Peter and Gordon 8 Cry to me......................The Pretty things 9 If you gotta go, go now ......... Manfred Mann 10 Ju Ju Hand ..................... Sam the Sham Kári skrifar: TTúsmóðir hér í borginni hringdi til mín í gær í til- efni hins nýja verðs á landbún aðarafurðum. 2. flokks kjöt. Kvað hún megna óánægju ríkjandi vegna þess ástands, að ekki væri fáanlegt 2. flokks kjöt í kjötvöruverzlunum borg arinnar. Hvað eftir annað væru birtir verðlistar yfir kjöt, og alltaf nefnt verð á 2. flokks kjöti, en það væri sama hvert leitað væri, — það fehgist ein göngu fyrsta flokks kjöt. Ann- aðhvort væri allt kjöt sett í fyrsta verðflokk eða búðir vildu ekk; selja 2. flokks kjöt. Vjll hún fá skýringu á þessu, og er því hér með beint til við komandi aðila. Orsök drykkju- skaparins? Þá er hér eitt bréf um unga fólk'ið og danshúsin: „... Það er staðreynd, að oft er stúlkum, 18 ára gömlum hleypt inn í Glaumbæ, en svo kemur það líka fyrir, að ald- urstakmarkið er 21 árs, og hvað á þá unga fólkið á aldrinum 17- 21 ára að gera af sér um helg ar? Það er of gamalt til að skemmta sér i Lídó, og það er of ungt til að fara ínn á vín- veitingastaðina, og „vínlausu" danshúsin í bænum eru sjálf fræg fyr'ir mikil fyllerí. Þá eru bara sveitaböllin eftir. Er það ekki kaldhæðni að í 90 þúsund manna borg skuli unglingamir þurfa að leita út fyrir borgar takmörkin til að skemmta sér? Það skyldi þó aldrei vera, að þetta ástand hafi orði? til þess að unglingar á þessum aldri hafi gerzt skilríkjafalsarar og farið að drekka — af þvl að vínlaus ir skemmtistaðir fyrir þá voru ekki til...“ Móöir. Fyrstadagsfrímerki. Frímerkjasafnari hringdi til mín og bað mig að koma því til skila að hann vildi gjaman að blöðin segðu frá útkomu nýrra frímerkja einum tiJ tveim dögum áður en það væri, svo safnarar ættu auðveldara með að fylgjast með útkomu frí- merkja og ná sér f fyrstadags stimplun. Kári vill benda blaða mönnum á þetta. sswsft"wr----?wi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.