Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 25. september 1965, 5 Minningarorð Frú Ellen Steindórsson Þann 10. þ. m. andaðist á sjúkra húsi i Kaupmannahöfn frú Ellen Steindórsson. Þessi kona var dönsk að ætt og uppruna, en forlögin höguðu því svo, að leið hennar lá til íslands. Hingað kom hún árið 1947. Fáa þekkti hún þá hér og lítið var hún kunnug landsháttum, enda stóð ekki til, að dvöl hennar yrði nema nokkrar vikur. En hér bland aði hún fljótlega geði við fólk og festi hér rætur, enda urðu vikurn- ar að sextán árum. Hér stofnaði hún sitt heimili og hér eignaðist hún tvo fallega og tápmikla drengi. írland varð hennar annað föður- Irnd og Islendingar urðu hennar þjóð. Ellen hafði ekki dvalið lengi á Islandi, þegar við hjónin kvnntumst henni, og heimilisvinur okkar varð hún upp frá því. Árið 1954 giftist hún Steini K. Steindórssyni, sem í mörg ár var starfsmaður í Sjúkrasamlagi Rvík- ur Heimili sitt stofnuðu þau f mínu húsi og voru leigjendur mínir í 9 ár. Þau eignuðust tvo drengi, sem nú eru 6 og 8 ára. Ellen var fædd 28. des. 1916, og var því 48 ára þegar hún andaðist Ellen var trygg ur vinur vina sinna, hjálpsöm og góðgjörn. Eftir að Ellen giftist vann hún alltaf nokkuð utan heimilisins og þá að mestu við framreiðslustörf hjá sendiráðunum í bænum, enda var hún vel fær til þess. Hún tal- aði fjögur tungumál. Þýzkan var henni jafn töm og móðurmálið og auk þess talaði hún vel íslenzku og ensku. Við eigum margar minn ingar um þessa konu og allar góð ar, en þó mun ég síðast gleyma því, þegar hún kom eitt sinn inn til mín og sagði, að hún kæmi frá lækni sem hefði sagt sér ,að hún gengi með banvænan sjúkdóm og það væri ekki hægt að komast hjá því, að skera hana upp strax. Svo bætti hún við. Öll eigum við ein hvern tíma að deyja og ég veit, að flestir, sem fá þennan sjúkdóm deyja af hans völdum, en mig lang ar að lifa lengur þó ekki væri nema vegna drengjanna minna. Þessi ósk hennar var ekki upp- fyllt, og nú er hún látin. Þegar sýnt þótti að læknarnir gátu ekki hjálpað henni, fluttust þau hjónin út til Danmerkur á ár- inu 1963. Steinn sagði lausri stöðu sinni hér og flutti til framandi lands, til þess að konan hans gæti verið í návist fjölskyldu sinnar síðasta tímann, og nú stendur hann þar einn uppi með litlu dreng ina sína tvo. Ég vona að honum veitist styrkur til þess að yfirstíga þessa erfiðleika og við hjónin send um þeim feðgum innilegar samúð arkveðjur. Aron Guðbrandsson. Reynið nýju Tempo MADE-IN U.S.A Smyglvarningur finnst í skipi og kjötverzlun Nýlega hefur tollgæzlan í myndi vera að ræða í umræddri Reykjavík komizt á snoðir um veczlun. Við leit revndist þetta smygl, annars vegar úr skipi, hins rétt vera og fundust þar 70 kg. vegar i kjötverzlun. af innfluttu nautakjöti í frysti- Þegar m.s. Gullfoss var hér á gevmslu verzlunarinnar. Seinna ferðinni í vikunni sem leið urðu , var og gerð leit í frystigeymslu, tollverðir varir við að skipverji sem sama verzlun hefur í einu var að reyna að smvgla vörum í frystihúsi borgarinnar og þar land. Komst hann undan með fannst nokkurt magn af inpflutt- tösku, en málið var kært til lög- um fugli, sem ekki var innflutn- reglunnar og taskan sótt. Fannst ingsheimild fyrir. í henni allmikið magn af sund-! Unnsteinn Beck tollgæzlustjóri skýlum. Við leit tollvarða í skipinu j tjáði Vísi að yfirdýralæknir hafi fannst svo meiri smyglvarningur : skoðað kjötmetið, því alltaf má bú- og tjáði Unnsteinn Beck tollgæzlu- j ast við sýkingarhættu af erlendu stjóri Vísi í gær að alls hafi 400 | kjöti. Innflutningur á því er held- sundskýlur, 187 sundbolir og 74 ur ekki heimill nema með hans tylftir af barnafatnaði fundizt og samþykki. Ekki er búið að grafast fyrir um það hvemig á þessu kjötsmygli stendur. Unnsteinn Beck sagði að það væri af bandarískum uppruna. en ýmislegt benti til að það væri ekki af matvælabirgðum hersins Annars er rannsókn málsins nú í höndum rannsóknarlögreglunnar. Frá Þorvaldi Guðmundssyni, eig- anda verzlunarinnar Síld og fiskur, hefur Vísi borizt tilkynning, þar sem segir: Við reglulega eftirlitsskoðun Heilbrigðiseftirlitsins í frystiklef- um verzlana minna hinn 3. þ. m. kom f Ijós, að þar voru til staðar um 70 kg. af erlendu nautakjöti. Við rannsókn máls þessa fyrir dómi hefir komið í ljós, að umrætt kjöt hefir verzlunarstjóri viðkom- andi verzlunar, sem algjörlega ann- ast rekstur hennar, tekið til vörzlu f eigin þágu, en ekki haft það til sölu. Þar sem hér er um endurtekið brot að ræða af hálfu umrædds starfsmanns hefir hann nú látið af störfum sem verzlunarstjóri í viðkomandi verzlun. Þorvaldur Guðmundsson. var lagt hald á það allt. Málið hef- ur ekki verið afgreitt til sakadóm- araembættisins enn sem komið er. Þá hefur f einni kjötverzlun borgarinnar — Sild og fisk — fundizt talsvert magn af erlendum kjötvarningi, sem ekki hefur verið veitt innflutningsheimild fyrir. Barst tollgæzlunni tilkynning um að um smyglað nautakjöt filter-sígaretturnar fempo er með nýrri tegund af filter, sem veitir ySur meiri ónœgju, mildara og betra bragð. Tempo eru framleiddar úr úrvals tóbaki. Tempo eru framleiddar af stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna. BONDED DHARCQAL actifilter. FOR TASTE TDO GOOD TO MISS nyju Tempo filter-sígaretturnar Síldarbræðsla í sumar Um sfðustu helgi var búið að brreða í sex verksmiðjum norð an- og austanlands um 500 þús. mál sem sildarverksmiðjunum höfðu borizt beint úr veiðiskip um og auk þess um 120 þús. mál af síldarúrgangi frá söltun - arstöðvunum. Verksmiðjurnar sem hér eiga hlut að máli eru Rauðka á Siglu firði og Síldarverksmiðjur rík- isins á Siglufirði, Húsavík, Raufarhöfn, Seyðisfirð'i og Reyð arfirði. Bræðslan sundurliðast í eip- stökum verksmiðjum sem hér segir: Rauðka á Siglufirði 50.000 mál úr síldveiðiskipum, 30.000 mál úr flutn'ingaskipum. Sfldarverksmiðjur rfkisins á Siglufirði 61.840 mál úr veiði- skipum, 44.739 mál úr flutninga skipum og 3040 mál af síldarúr gangi frá söltunarstöðvum. S. R. á Húsavík 25400 mál úr veiðiskipum og 3948 mál af síldarúrgangi. S. R. á Raufarhöfn 130.490 mál úr veiðiskipum og 52717 mál af síldarúrgangi. S. R. á Seyðisfirði 196.193 mál úr veiðiskipum og 46.777 mál af síldarúrgangi. Frá þess um málafjölda dragast svo 44. 739 mál sfldar sem flutt var frá Seyð'isfirði til bræðslu í Sfldar verksmiðjum rfkisins á Siglu- firði. S. R. á Reyðarfirði Hafa brætt 82.876 mál úr veiðiskipum og 11.671 mál af úrgangi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.