Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 25.09.1965, Blaðsíða 9
V í S IR . Laugardagur 25. september 1965, 9 Tjörnin, Austurvöllur og Fjallræðan kirkjan Svo gengu mfenn um *g skoð- uðu sig um á hinu prúða heim kynni gamla fólksins. „Ég er viss um, að þetta er fegursta umhverfi elliheim'ilis á öllum Norðurlöndum og þótt víðar sé leitað," sagði einn presturinn, þar sem hann var á gangi eftir stéttinni sunnan við húsin og virtS fyrir sér fjosgrænar grund imar og marglit blómabeðin. Svo var tekin mynd 'og hún birtist hér. Tj,itt af höfuðstaðarins ótelj- andi félögum er Félag fyrr- verandi presta og prófasta.“ Það heldur guðsþjónustu og fé lagsfund á Elliheim'ilinu Grund 2. sunnudag í hverjum mánuði. Formaður félagsins er sr. Jón Guðnason fyrrv. skjalavörður. I sumar, á sólbjörtum sunnu degi, fór félagið skemmtiferð. Það var ekki löng ferð, bara austur í Hveragerði, en þetta var mjög ánægjuleg ferð og allir þátttakendur, fyrrverandi prestar og prófastar og konur þeirra og nokkrar prestsekkjur, alls 27 manns voru mjög þakk látir forstjóra Ellihe'imilisins, sem stofnaði til þessarar ágætu ferðar. Þegar komið var að Ási, hófst sameiginleg helgistund ferðafólksins og heimamanna, en að því búnu voru bomar fram rausnarlegar veitingar. Undir borðum sagð'i Gísli Sigur bjömsson gestum frá rekstri heimilanna að Ási og á Grund. Sitjandi frá vinstri: Sr. Ingvar Sigurðsson frá Desjarmýri 78 ára, sr. S'igurbjörn Á. Gíslason 89 ára, dr. Bjami Jónsson vígslubiskup 83 ára, sr. Þorvarð ur Þormar frá Laufási 69 ára, sr. Erlendur Þórðarson frá Odda 73 ára og sr. Jakob Ein- arsson frá Hofi 74 ára. Standandi frá vinstri: sr. Þor- geir Jónsson frá Esk'ifirði 72 ára, sr. Jón Skagan frá Berg- .þórshvolj 68 ára, sr. Þorsteinn Jóhannesson frá Vatnsfirði 67 ára, sr. Jón Guðnason frá Prests bakka 76 ára, sr. Magnús Guð mundsson frá Ólafsvík 69 ára, sr. Bjöm O. Björnsson frá Ás- um 70 ára og sr. Jón Pétursson frá Kálfafellsstað 69 ára. \ Guðspjall dagsins: Mgtt. 6. 24-34. / Dr. theol. vígslubiskup — fyrrum dómprófastur — pastor emerítus. Allt eru þetta titlar, sem hon- um ber, en hver nefnir hann það? Venjulegast eng- inn. Hvers vegna? Vegna þess að allir þekkja hann fyrst og fremst þegar hann er bara nefndur: Séra Bjami. Þá vita allir við hvern er átt, því að séra Bjarni hefur sett svip sinn á höfuðborgina um áratugi. Hér var hann prestur í meira en 4 tugi ára og enn er hann að starfi þrátt fyrir sín 83 ár. Seinast á sunnudaginn var, messaði hann yfir fjöl- menni í Dómkirkjunni og talaði af þrótti hins mikla predikara og bar vitni um kraft trúarinnar og þá blessun sem það veitir að gefa gaum að orði Guðs. Sr. Bjarni hefur skrifað meðfylgjandi hug- vekju fyrir Kirkjusíðu Vísis í dag sem hann nefnir: Tjað er ennþá meira h'f á Tjöm inni hér í Reykjavík nú en þegar ég var ungur. Hve margir era fuglamir? Oft nem ég staðar og horfi á hópinn og finnst, að kríumar séu ekki nógu margar, ég sakna þeirra, því að þar er líf og fjör. Hug- fanginn horfi ég á álftahjónin og tmgana sex og glaður verð ég, er ég sé foreldra og börn færa fuglunum þráðar gjafir. Um leið og ég Virði fyrir mér endurnar, álftimar og ungana, man ég eftir því að í guðspjalli sunnudagsins (26. sept.), er tal- að um fuglana og frá því skýrt, að þeir safni ekki í komhlöður. Ég virði fuglana fyrir mér. Hvað á ég að læra af þeim? í guðspjalKnu er mér svarað: „Verið ekkí áhyggjufullir um líf yðar.“ Þannig er við mig talað, og mér bent á fuglana. Ég virði þá fyrir mér. Hvað sé ég? Ég sé umhyggjuna. Þar sé ég hvemig móðirin vakir .yfir börnunum sínum. Þar er hin vakandi umönnun. En hvar eru áhyggjumar? Það er nóg af þeim hjá mér, en fuglarnir kannast ekki við þær. Ég dáist að þeim og hlusta, er við mig er sagt: „Hver af yður getur með áhyggjum aukið einni alin við hæð sína?“ Það er fyrir mér brýrit að læra af'fugliihtiftli hg' þéss végná geng 'éþ of6>'kripfe-' um Tjömina, og á þeirri göngu verð ég léttari í skapi og segi um leið og ég lít yfir Tjömina: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera um- hyggju fyrir þér.“ Þannig eykst mér kraftur á göngunni. Tjörriin hefur heillandi áhrif á mig, og ég fagna, er ég sé hið iðandi lífsfjör. En nú kveð ég Tjömina og fuglana, og áður en ég veit af er ég á Austurvelli Hvílík breyting á þeim stað frá bernsku minni og æsku. Hér er hin töfrandi fegurð. Sjáðu Aust urvöll í mprgunbirtunni, er sól- in sendir geisla sína yfir hinn fagra gróðurreit. Ég anda áð mér hinu heilnæma lofti, horfi með gleði á sólskinsblett Reykjavíkur sé hið fagra skraut og finn ilm hinna ang- andi blóma. Ég fæ mér sæti, ég nýt fegurðarinnar, og les í guðspjalli dagsins: „Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa, þær vinna ekki og spinna ekki heldur, en ég segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem ein þeirra." Mér líður vel á Austur- velli, og til mín koma orðin, er ég lærði og söng ,er ég var bam: Þótt kóngar fylgdust allir að með auð og veldi háu þeir megnuðu ei hið minnsta blað að mynda á blómi smáu. Við mig er sagt: Þú skalt horfa á blóm'in, en þú skalt um leið hlusta á orð hans, sem tek ur frá þér hræðslu og kvíða. Ég nýt stundarinnar á Áusturvelli, og hugsa þá einnig um þá vini, sem eiga þess ekki kost að vera hér því að baráttuna heyja þeir í sjúkrahúsum eða heima. En til þeirra má bera laufgaða gre'in og segja: „Guð skrýðir gras vall arins og þannig mun hann krýna þig miskunn og friði“. Þökkum fyrir sólarstundir á sumrinu, sem er að kveðja og segjum áhyggjunum" stríð á hendur. —O— Ég hef horft á Tjörnina og dvalið á Austurvelli. Nú held ég heim ' og les. í ,Fjallræðunrii: „Leitið fyrst ríkis guðs og rétt lætis, og þá mun allt'þétta veít- ast yður að auki. Verið því ekki áhyggjufullir um morgun- daginn." Ávarpið nær til þín og mín. Hvernig verður morg- undagur'inn? Ég veit það ekki. En eitt veit ég. Ég veit að Drottinn er hinn sami og i gær, 1 dag og að eilífu, og þá hinn sami á morgun. Leggjum því allt fram fyrir hann i dag, og fulltreystum þvi, að hann greiði úr öllu á morgun. Fjallræðan talar um fuglana og blómin. En um leið er talað t'il mannanna og sagt: „Leitið fyrst Guðsríkis," og þú munt finna og reyna, að Guði er annt um þig. Það er tal að bæði i eintölu og fleirtölu. Það er kallað á hinn eina, en verum samferða á veginum og segjum: „Fram. fram um víða veröld og gistum í paradis með s'igursöng." °g ÞJÓÐIN Óttinn og kvíðinn skal ekki fá að hrekja oss af þeirri braut. Ég kem oft að Tjörninni og dvel oft á Austurvelli og held alltaf áfram að Iesa Fjallræðuna. Bj. J. Hjónavígslur í Vallanesi í sumar hafa verið gefin sam an 10 brúðhjón í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Öll eru ungu hjónin búsett á Austurlandi. Þess má geta að í Vallaness- prestakalli er Egilsstaðakaup- tún, sem er i örum vexti og margt ungt fólk að mynda heim ili. Prestur í Vallanesi er sr. Marinó Krist'insson. Frétt þessi er tekin úr blað- inu Þór, sem er málgagn Sjálf stæðismanna austanlands. Rit- stjóri þess er Jónas Pétursson alþingismaður. G/óð trúarinnar Bóndi nokkur í Suður-Afríku hafði þjón, sem var svertingi. Þjónn þessi fór sunnudag eftir sunnudag til kirkju, þegar honum var það mögulegt. Til kirkjunnar var langur vegur. Þetta fannst hinum hvíta húsbónda hans of mikið af þvi góða og dag nokkum spuði hann þjóninn: „Hvers vegna ferðu alltaf þessa Iöngu leið til kirkjunnar? Af hverju syngurðu ekki og biðst fyrir heima hjá þér? Geturðu ekki alveg eiris gert það hér eins og þarna i kirkjunni?“ í stað þess að svara, tók þjónninn glóandi kolamola úr amin- um og lagði hann til hliðar. Brátt var kolamolinn orðinn svart- ur. Þá tók þjónninn hann og lagði hann á eldinn, þar sem hann brátt fór aftur að glóa „Sjáðu nú húsbóndi“, sagði þjónninn, „þetta er svar mitt. Ég fer til guðsþjónustu tii þess að láta tendrast að nýju. Þess vegna verð ég ekki lakari í þjónustu þinnl. Ef ég hætti að sækja kirkju, myndir þú fljótt verða þess var, og margt myndi í framkomu minni vekja óánægju þína“. Það er þetta, sem við sækjum til kristindómsins, þjálfun og endumæring þess háleitasta og bezta, sem maðurinn þarfnast og þráir. \ \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.