Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Vísir - 27.09.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 27.09.1965, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Mánudagur 27. sentember 1965. 1) Keflvfklngar yflrgefa völlinn í gær. Þreyttlr en ánægðir. Ekki tókst þó fremur en áður að sigra KR. Frá vinstri: Jón Jóhannsson (Marka-Jón) og Rúnar „bítill“, harðskeyttastur Keflvíkinganna. — 2) Úr leiknum: Sigurður Albertsson er með boltann á hættusvæðinu. — 3) KR-ingar yflrgefa völlinn vonsviknír eftir góða byrjun. F.v.: Kristlnn Jónsson og Ellert. IKKI CíKK ÍSIANDSBIKARIHN ÚT KR og Akranes munu leiku úrslituleik í 1. deild, eftir uð KR tókst ekki uð sigru Kefluvík í einum beztu leik sumursins * íslandsmótinu í knattspymu er enn ekki lokið. Tvívegis hafa lið átt mögu- leika á að vinna bikarinn að undanförnu, fyrst Akranes og síðan KR, en hvor- ugu hefur tekizt það. Akranes tapaði fyrir Keflavík á heimavellinum, en KR varð að láta sér nægja jafntefli í einhverjum skemmtilegasta leik sumarsins, sem fram fór á Laugardalsvellinum í gær. íslandsbikarinn beið inni í húsakynnum vallarstjóra, fægður og fallegur, og beið þess eins að vera afhentur KR eða Akranesi. í hálfleik var sannarlega ekki neitt útlit fyrir að Akurnesingar, sem mættir voru í stúkunni, mundu fá þenn- an eftirsótta grip. Þá höfðu KR-ingar skorað tvívegis, en Keflvíkingar ekkert mark. KR-ingar voru heldur glaðhlakkalegir í leikhléi og töldu sigurinn sinn. Það skemmtilega við knatt- spymu er það hve gjörsamlega leik ! ur getur snúizt víð. KR hafði átt öllu melra í fyrri hálfleik og sýnt: baráttuna, sem dugðl. KR-liðið sá 1 bikarinn fyrir sér, launin fyrir erf- . iði sumarslns, og tvívegis iá knött- urinn f netinu. Þessi tvö mörk komu þannig: 1:0 Á 15. mín fékk Baldvin . langa og góða sendingu upp mlðjuna. Keflvíska vömin var al gjörlega óviðbúin þessari; sendingu og reyndlr leikmenn eins og Högni Gunniaugsson i stóðu kyrrir í stað þess að reyna að koma í veg fyrir að Baldvin Baldvlnsson skoraði. Reyndar var hálfgerð rangstöðulykt af þessu marki, — en dómarar og línuverðir höfðu beztu aðstöð- una til að sjá i þessu tllfelll og hafa eflaust dæmt rétt, en illa gekk Baldvin að skora því Kjartani hafðl nær tekizt að bjarga, en skotið ler.ti í stöng og inn fyrir línu. ★ 2:0 kom á 32. min og skor- aðl Einar isfeld h. innherji það mark. Upphaflð að því marki ÚRSLIT VERÐA Á SUNNUDAG Úrslitaleikurinn i 1. d. verður n.k. sunnud. kl 16. Þá keppa Akranes og KR um það hvort þessara félaga hlýtur islandsbikarinn 1965. Þessi tvö féiög hafa löngum verið mikllr keppinautar og farið sitt á hvað. Alltaf hafa leikir liðanna verið skemmtilegir og í sumar ekki síður en undanfarin sumar. Akranes hefur unnið báða leikl sina f 1. deild gegn KR, þannlg að það er ekki árennilegt fyrir KR-inga að leika gegn hinum harðskeyttu Skagamönnum. átti Ellert Schram sem sendi lag lega á Theódór, sem átti allgott i skotfæri sem hann ætlaði að ! nota sér, en skotið tókst ekki j sem bezt, — og þó. Það ienti \ fyrir fætur Einars ísfeld, sem i var f mjög góðri aðstöðu og af | I greiddi í netið án þess að Kjart an gæti komið vörnum við. Leikurinn í fyrri hálfleik var | skemmtilegur, — en staðreyndin er i sú að tilraunir KR voru hættulegri | I enda skoruðu þeir einir mörkin. j j Keflvíkingar, áttu ekkert tækifærii sem var þess virði að sagt sé fráj Seinni hálfleikur var hins veg-, ar nokkuð frábrugðinn. Þá voru það | Keflvíkingar, sem áttu leikinn og j það svo um munaði. Þeir komu sannarlega algjörlega á óvart með leik sínum, sem er eitthvað það bezta, sem sézt hefur í sumar til fslenzks knattspyrnuliðs. ★ KR-ingar áttu á 5. min gott tæklfæri, en Ellert stóð iila að skotinu, sem fór fram hjá. Og i Kjartan spyrnir út og boltinn j berst upp hægra megin af mikl um hraða og endar með tiiraun Jóns Jóhannssonar fyrir mark- inu miðju, en honum tókst ekki að skora en boltinn skoppaði til Rúnars Júlíussonar, sem var ekki seinn að notfæra sér tæki færið og skoraði með góðu skotl fram hjá Heimi. Eftir þetta sóttu Keflvíkingar mjög stíft og máttu KR-ingar sann arlega þakka fyrir, og það hvað eftir annað, að ekki var skorað mark hjá þéim. Einkuin var það Jón Jóhannsson, sem átti tækifær in en var oft of seinn eða skaut fram hjá. Á 7. mín fór hann illa með tækifæri fyrir miðju marki, á 10. min skaut hann í þverslá af ör- stuttu færi eftir aukaspymu Högna á vítateig, og á 16. mín átti hann skot af vítapunkti en yfir. ★ Loks á 20. mín skorar Jón Jóhannsson. Sóknin kom upp vlnstra megin og boltinn kom svífandi frá Slgurði Albertssyni inn að endamörkum þar sem Jón Ól. Jónsson reyndi að skjóta af örstuttu færi, en boltinn lenti í stönginni. Þar kom Jón að- vífandi og tókst að setja hann í netið, 2:2. Þessu hafði enginn búizt við eftir fyrri hálfleikinn, og nú var stemningin orðin skemmtileg á á- horfendapöllunum. Sigurður Sig- urðsson, sem lýsti síðari hálfleik í útvarpinu fékk þarna einn sinna beztu leikja til að lýsa, enda var vart eitt einasta augnablik f leikn um leiðmlegt. ★ KR-ingar sóttu hart á 22. mín og Ellert átti góðan skalla kastaði sér eftir boltanum en boltinn fór yfir markið. og beint upp úr því sækja Keflvíkingar upp og innan vítateigs var brot ið gróflega á sóknarmanni Kefla víkur og Hannes Þ. Sigurðsson, dæmdi réttiiega vítaspymu. Högnl Gunnlaugsson, fyrirliði Keflavíkur framkvæmdi spyrn- una og skoraði öruggiega neðst í vinstra hornið. Og nú voru Keflvíkingar komnir yfir 3:2 og það grillti í sigur yfir KR hjá þeim, — fyrsta sigurinn yfir KR ingum í deildakeppninni. Næstu mínútur voru leiknar af mikilli hörku og Jón Jóhannsson átti hörkuskot fram hjá og Baldvin Baldvinsson kom Keflavikurmark inu í hættu með ágætum skalla á 31. mín. Á 32. mín hindraði Ólafur Mar- teinsson v. bakvörður Keflavlkur Gunnar Felixson mjög gróflega mn an vítateigs og var dæmt víti á Keflavík. Úr vítaspymunni skoraði Ellért Schram örugglega neðst f blá hofnið vinstra megin. Framh. á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 219. Tölublað (27.09.1965)
https://timarit.is/issue/183458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

219. Tölublað (27.09.1965)

Aðgerðir: