Vísir - 27.09.1965, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 27. september 1965.
9
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Grand Ballet
Classique de France
Ballettmeistari: Beatrice Mosena
Híjómsveitarstjóri: Jean Doussard
Frumsýningargestum hér,
einkum í Þjóðleikhúsinu, hefur
löngum verið legið á hálsi fyrir
það, hve þeir væru óþarflega
sparir á að láta í ljós álit sitt,
þó að þeim þætti vel gert. Leik-
arar kvarta um, að þeir njóti
sín yfirleitt ekki til fulls á sviði
frammi fyrir þessum áhorfend-
um, sökum þess hve „andrúms-
loftið” verði þungt f kringum
þá. Þetta mun satt vera, hvað
sem veldur. En — hvað sem
véídur, þá voru þeir frumsýn-
ingargestir, sem viðstaddir voru
ballettsýningu franska flokks-
ins, öldungis ófeimnir við að
láta í ljósi hrifningu sfna s.l.
föstudagskvöld. Það var mikið
klapp í sal og á svölum, bæði á
milli dansa og dansatriða og að
sýningu lokinni meir en nokkru
sinni fyrr. Að vísu er ekki að
vita hve miklum fögnuði sýn-
ingargesta þessir frönsku lista-
menn hafa vanizt á ferðum sín-
um um framandi lönd, eða þá
heima fyrir, en miðað við það,
sem hér gerist mega þeir sann-
arlega vera ánægðir. Ekki það
— þeir áttu þakklæti og aðdáun
sýriingargesta skilið. Hér er á
ferðinni frábært listafólk í
sinni grein. Telja má að vagga
ballettsins hafi staðið í Frakk-
landi, og það hafa löngum verið
þeir, sém stóðu þar fremstir.
Og yfirleitt voru það franskir
ballettsnillingar, sem lögðu
grundvöllinn að þeirri list er-
lendis á sínum tíma. Hinn sí-
gildi ballett byggir þar því á
gamalli og glæsilegri hefð. En
þeir hafa lfka gerzt brautryðj-
endur að nýtízku ballett á síðari
áratugum — og kannski má það
helzt finna að sýningu þessa
flokks, að hann hefur eingöngu
bundið sig við hið sígilda; að
fyrir bragðið verði sú mynd,
sem áhorfendur fá af frönskum
ballett, of einhliða.
Ekki verður farið hér út í
það, að ræða meðferð lista-
fólksins á einstökum dönsum.
í fyrsta dansinum, „Les
Sylphides“, koreografia snill-
ingsins Michel Fokine við tón-
list Chopins, var það ef til vill
brezka ballerinan — ein af
þeim fjórum, sem teljast „prima
ballerinur" eða aðaldansmeyjar
flokksins — Maina Gielgud, sem
vakti athygli áhorfenda fyrir
frábæra túlkun og vndisþokka.
Maina Gielgud hefur hlotið
dansmenntun sína í Frakklandi,
þar sem foreldrar hennar hafa
búið um langt skeið. Sama var
að segja um dans hennar í
þriðja ballettinum á sýningar-
skránni „Les Forains," þar átti
hún aðdáun áhorfenda öðrum
fremur, og sýndi þar, að „skap
gerðarhlutverk" liggja einkar
vel við hæfileika hennar. En þó
var það franska „prima ball-
erinan“, Liane Dayde, .sem
Quiphotte". Þá var
fjötrar féllu af frumsýningar-
gestum, þeir klöppuðu lengi
dátt í lok hvers atriðis
dansinum loknum ætlaði fagn-
aðarlátum þeirra bókstaflega
aldrei að linna. Meðdansari
ballerinunnar, Viktor Rona, átti
og skilið að fá sfna hlutdeild í |
þeirri aðdáun — og hlaut hana |
að vísu. Eftir þetta átti hin ||
lágvaxna, fíngerða og fagra |
ballerina, sem áður var ein
aðal stjömum ballettsins
Parísaróperuna, áhorfendur bók
Þessa gætti ef til vill um
of í viðtökum þeim, sem fjór-
dansinn „Pas de Quatre", hlaut,
en þar „kepptu“ aðaldansmeyj-
amar allar fjórar um aðdáun
áhorfenda. Þær, Genia Meli-
kova, Marianna Hilarides og
„Le Cygne NoIr“ — íiané Daydö.
ekki hvað sízt — Maina Giel-
gud dönsuðu einnig af frábæru
„Giselle“ 1. þáttur — Liane Dayde og Félía Blaszka.
öryggi og þokka og mátti ekki
á milli sjá hver af bar. Liane
Daydö var og frábær — og hún
átti hug og hjarta áhorfenda,
það leyndi sér ekki. Mademoi-
selle Daydé stendur nú á hátindi
snilli sinnar og listræns þroska,
og sama má segja um Genia
Melikova, sem er örugg og
kunnáttumikil ballerina, en
virðist skorta hið eldlega fjör
hinnar fyrmefndu. Maina Giel-
gud er þeim yngri og á enn
langt þroskaskeið fyrir höndum.
Þá fer ólfklega, ef hún á ekki
eftir að hljóta mikla frægð sem
ballerina.
Karlmennimir f flokknum
sýndu margir hverjir mikla
fimi og öryggi; má þar til nefna
Viktor Rona, sem áður er getið
— þá var og skapgerðardans
trúðsins í Les Forains, sem Gil
Urbain hafði með höndum,
túlkaður af snilld. En sam-
kvæmt franskri balletthefð, em
það fyrst og fremst ballerinum-
ar,‘ sem þessi sýning hvflir á.
Og þær vom vandanum vaxnar,
eins og vænta mátti.
Þessi franski ballettflokkur
hefur þegar farið víða um lönd,
borið hróður hins sfgilda
franska balletts alla leið austur
í Kína og er nú á leið til Banda-
ríkjanna. Það var okkur mikið
happ að leið hans skyldi liggja
hér um garð — það getur naft
sfna kosti að landið skuli liggja
f þjóðbraut milli meginlands
Evrópu og Vesturheims, þó að
það hafi líka sína galla að vissu
leyti. Það gleymist þó við komu
svo góðra gesta. Hafi „Grand
Ballet Classique de France"
heila þökk fyrir að gera hér
stuttan stanz, á sinni frægðar-
för. Loftur Guðmundsson.