Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Vísir - 27.09.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 27.09.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Mánudagur 27. september 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaótgáfan VÍSIR Pramkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Vinnulöggjöfin ) JVJeistarafélag trésraiða hefur nú kært verkfall tré- /i smiða í Árbæjarhverfi fyrir Félagsdómi og telur það ) ekki samrýmast vinnulöggjöfinni, þar sem því sé ) beint gegn fáum aðilum félagsheildar og miðist að- \ eins við lítinn hluta af félagssvæðinu. Til áréttingar \ því hafa meistarar látið fara fram nú um helgina ( atkvæðagreiðslu um verkbann vegna verkfallsins. / Það er vel að þetta mál er komið fyrir Félagsdóm \ vegna þess að hér er um mikilsvert meginatriði í ( vinnumálum að ræða, sem nauðsyn er að fá úr skor- / ið. Sjónarmið Meistarafélags trésmiða er það, að ef l slík takmörkuð verkföll séu talin heimil, muni það ) leiða til enn meiri glundroða á vinnumarkaðinum en \ nú er þegar fyrir hendi. Ekki séu heldur neinar efnis- \ legar ástæður fyrir því að leggja einstaka meðlimi ( vinnuveitenda svo í einelti, þar sem engar sérkröfur / trésmiða á verkfallssvæðinu hafi verið settar fram. / Ef slík verkföll á einstökum vinnustöðum væru talin ) heimil væri ekkert því til fyrirstpðu að gert væri ) verkfall á eitt frystihús, einn bát eða eina verzlun. \ Hér er ekki um það að ræða að skerða verkfalls- ( réttinn og engum mun detta í hug að meina því / launþegafélagi, sem í deilunni á, um að fylgja / fram kröfum sínum með öllum tiltækum og lögleg- ) um ráðum. Hins vegar leiðir það ekki til velfamaðar \ fyrir verklýðshreyfinguna í landinu, eða þetta til- \ tekna launþegafélag, ef til þeirra úrræða er gripið ( í kjaramálum sem vafi leikur á að séu lögleg eða / eru greinilega óbilgjöm. / Fiskveiðilögsagan j Nú um þessi mánaðamót færa írar fiskveiðilögsögu ( sína út í 12 mílur og draga beinar grunnlínur meðfram / ströndum lands síns. Framkvæma þeir þar með þær ) sömu ráðstafanir og við íslendingar lögtókum fyrir ) sjö ámm. TJtfærslan hér við land markaði tímamót \ í fiskveiðilögsögumálum í álfunni og síðan hún var \ gerð hafa margar þjóðir fylgt á eftir. Sú útfærsla, ( sem átti sér stað 1958, hafði um margra ára skeið / verið vandlega undirbúin, ekki hvað sízt af Sjálf- ) stæðismönnum í ríkisstjórn undir fomstu Ólafs Thors. \ Sú deila sem af henni leiddi var síðan farsællega \ leyst af sömu aðilum og þá ekki hvað sízt fyrir for- ( göngu núverandi forsætisráðherra með landhelgis- ( samningnum 1961. Sá samningur var á sínum tíma / umdeildur. Nú efast enginn lengur um skynsemi hans ) eða gildi fyrir þjóðina. Og aðrar þjóðir Evrópu hafa \ nú í verki jafnframt staðfest þau rök, sem að baki \ íslenzku ákvörðuninni í landhelgismálum lá fyrir 7 ( —10 ámm. Það er vissulega ánægjuleg þróun, sem / jafnframt sýnir farsæla stefnu í utanríkismálum og < skynsamlega lausn þeirra deilumála, sem um stund- ) arsakir komu upp á sjóndeildarhringinn. | .udWP————WPIW—MMMBMWMBMWIWWll—BMBB8IM gMMBBM—!—BMf ... .......... ..........; ....... . ...........y o'c-:'• Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri, I anddyri þinghússins. Breytingar í þinghúsi Nú haustar óðum að og hey- önnum er vfðast hvar lokið — brátt setjast alþingismenn á rökstóla eftir sumarlanga hvild frá dægurþrasi og stórmálum þjóðarinnar. Aðsetur þeirra, Alþingishúsið gamla i hjarta borgarinnar, breytir ekki um svip með árun- um — öðlast að visu á stund um mjallfeld, rétt eins og hús- in í kring, en heldur ætíð virðu- leikanum. Innan dyra fara hins vegar stórar breytingar fram og trésmiðir, rafvirkiar og málarar leggja allt kapp á að Ijúka þess um breytingum hið fyrsta, eigi síðar en viku af október, því þá hefst reglulegt Alþingi. tíndanfarin ár hafa þingmenn og aðrir, sem erindi áttu í „þingið“ lagt leið sína um hlið- ardyr til vinstri þegar inn í þing húsið var komið, sett þar kápur sínar og frakka í geymslu og farið síðan úr fatageymslunni inn í anddyrið, meðan hinar stóru og glerjuðu fordyr stóðu lokaðar. Þar getur að líta fyrstu breytingarnar og mun að líkind um ýmsum þykja full nýtízku- legt að sjá þar í vetur dökk- brúnar og stórar vængjahurðir sveiflast tígulega um karmana. Engar breytingar verða hins vegar á kringlunni eða anddyr- inu sjálfu, en uppi á annarri hæð, á skrifstofum Alþingis eru smiðir að færa sitthvað til betri vegar. Plastmálningu dembt á rúmlega hamars. Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis tók á móti blaðamanni Vísis og sýndi helztu brevtingar sem fram eru ■ að fara. Símaklefum fjölgar, — voru áður þrír og þröngir, en verða framvegis sjö, og allir með þægilegum stólum og alls kyns hillum. Uppi á þriðju hæð fá blaðamenn aðstöðu til að stunda skriftir í herbergi ná- lægt blaðamannastúkum. Her- bergið, títt kallað Bolabás, verður útbúið heyrnartækjum og aðstöðu til vélritunar og annarra þæginda. Og úti í Þórshamri, stórhýsi reistu af framsýni árið 1912, er hálfrar aldar gamla veggi Þórs- verið að innrétta alls tólf her- bergi á tveim hæðum fyrir þingmenn og nefndir. Þar inni svifu málarar um húsið og kremgul plastmálningin grand- aði einhverjum gömlum og góð- um blæ. Að vísu fær gipsið enn að vera á loftinu, þótt á gólfi standi tekkskrifborð á teppum. Hjá þessum breytingum verður því miður vart komlzt. Breytingamar voru ekki knúðar fram breytinganna vegna, held- ur er það staðreynd, að hið gamla stóra og tígulega Alþing ishús við Dómkirkjuna er ekki nægilega stórt né rúmgott fyrir nútímann og kröfur hans. Trésmiður að vinnu við einn hinna nýju símaklefa. <6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 219. Tölublað (27.09.1965)
https://timarit.is/issue/183458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

219. Tölublað (27.09.1965)

Aðgerðir: