Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Vísir - 27.09.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 27.09.1965, Blaðsíða 6
6 Mjög góðar físksölur Eyja- bátu í Englandi-16 kr. kg. Þr'ir bátar nýbúnir að selja og nokkrir eru á leiðinni Um 10 Eyjabátar eru nú á ís- fiskveiðum fyrir erlendan mark að, bæði fyrir brezkan og þýzk an markað. Hafa þeir náð mjög góðum sölura, ef fiskur er góð- ur. T.d. var meðalverðið á afla Eyjabergs nú í síðustu viku kr. 16.28 á kg.. Bátarnir, sem eru i þessum fisksöluferð um eru rfú ýmist að fara á veið -k Hinn 63 ára gamli sænski stór- svindlarí John Gemfors liggur í dag alvarlega veikur í fangelsis- sjúkrahúsi í Beriín. Hann var í gær tekinn höndum af lögreglunni í Vestur-Berlín. Gemfors er ákærð ur fyrir einhver mestu svik sem framin hafa verið í Svíþjóð, og er álitið að þau nemj tugmiiljónum ísl. króna. Gemfors fékk taugaá- fall og féll alveg saman, þegar hann náðist í Berlín. ar, á leiðinni heim eða á útleið Blað'ið hefur frétt að þrír bátar hafi selt fisk sinn í síð- ustu viku I Grimsby Eyjaberg seldi 30 tonn fyrir 3917 stpd., Leo seldi um 28 tonn fyrir 3780 stpd. Eru þeir báðir komnir heim og voru nú í morgun að fara á veiðar. Þá seld’i Krist- björg einnig fyrir 3700 stpd. og er hún á leiðinni heim. Allt eru þetta frábæriega góðar söl ur, enda hefur fiskurinn verið mjög góður. Þrír bátar eru nú á leiðinni með afla sinn til Þýzkalands. Eru það Sindri, Gylfi og Ólaf ur Magnússon. Þeir munu fara til Þýzkalands m.a. vegna þess að vélar þeirra eru þýzkar og ætla þeir að láta yfirfara þær í leiðinni. Þá var Stígandi að koma í höfn í morgun og var með góðan afla, sem hann ætl- ar að sigla með til Englands. Doktorsvörn — Framhald af bls. 1. nágrannaprestar hefðu lofað að hjálpa til með kennslu. Doktors- efnið sagði að það hefði verið ægi- leg stund, þegar hann leysti utan af bögglinum og komst að raun um það að mikill hluti bókanna var skrifaður á tungumáli, sem hann skildi ekki. Kvaðst hann aldrei hafa fundið eins til lotn- ingar fyrir lærdómnum og þennan morgun, er hann var að handfjatla þessar bækur, hvemig hann sjálfur stóð eins og fáfræðingur gagnvart hinni voldugu menntun. Nokkrum árum síðar er hann hafði iokið stúdentsprófi stóð hann að nýju frammi fyrir öðrum bókaböggli og aftur luktust upp nýjar lindir menntunar. — Hann minnt- ist kennara sinna, bæði prest- anna, sem höfðu stutt hann undir stúdentspróf og há- skólakennaranna. Síðan vék hann að samningu þessa rits. Hann sagði að hann hefði veitt því athygli hve undrandi hann varð sem unglingur að veita þvi athygli, að þeir sem bám mest trúnaðartraust til guðs gátu brosað I nálægð hans og talað I gamansemi um guðdóminn. Síðar er hann fór að leggja stund á biblíu rannsóknir hvarflaði sú hugsun stundum að honum, að sumar setn- ingar í guðspjöllunum yrðu auð- skiljanlegri, ef það væri viður- kennt að það væri gamansemi 1 þeim. Þetta hefði stðan orðið hon- um mikið íhugunarefni sérstaklega þar sem það hefði verið ríkjandi viðhorf að álíta guðspjöllin graf- alvarleg rit, og ekki mætti fallast á að nein gamansemi gæti verið í þeim. En síðan tók hann að vinna nánar að rannsóknum á þessu, flokka slíkar setningar niður og fhuga hinar sögulegu staðreynd|r og viðhorf sem að baki þeim lægju og gera samanburð á þeim og sam- svarandi setningum úr síðari helgi- ritum Gyðinga aðallega ritunum Taimud og Midrash, og væri þetta rit árangur þeirra athugana. Hann kvaðst fyrst hafa lokið ritinu fyrir þremur árum, en tekið síðan til við framhaldsrannsóknir og lokið rit- inu endanlega fyrir einu ári. Hann kvaðst telja þessar athuganir sín- ar lið í þeim alheimsrannsóknum sem fram færu I viðleitni manna að finna hinn sögulega Krist, en skoð- un sín væri sú, að guðfræðingar gætu ekki fundið Krist og læri- sveina hans eins og þeir hefðu ver- ið I raun og veru, nema að leita hinna sögulegu staðreynda og rýna I viðhorf þeirrar aldar, sem þeir lifðu á. Meðmælandi við doktorsritgerð- ina prófessor Henri Clavier tók, næstur t’il máls. Hann bar mikið lof ] á rit doktorsefnisins og sagði að ■ það væri mikilvægur hlekkur I! þeim sögulegu rannsóknum, sem j fram færu nú á ævi Krists. En þær ! stuðluðu að því að koma fólkinu j í persónuiegt samband við Jesú. j Það ætti ekki að líta á hann eins og ikon eða heigimynd eins og þekktast væri í býsantísku kirkj- unni heldur sem persónu sem hefði lifað. Prófessor Clavier tók undir skoðanir sr. Jakobs á að síðari tíma helgirit Gyðinga hefðu mikla þýð- ingu til að skilja ýmslegt i guð- spjöllunum og kvaðst hann sjálfur hafa lengi verið þeirrar skoðunar. Andmælandinn eða advocatus diaboiicus á háskólamáli, var sem fyrr segir skozki prestur- inn sr. Barbour. Það mátti brátt. JNNRITAÐ verður í Miðbæjar^jkólanum til föstudagsins 1. október í 1. stofu (gengið inn úm norðurdyr), kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. Velja má eina málsgrein eða flelri. INNRITUNARGJALD er kr. 250,00 fyrir bók- námsflokka og kr. 400,00 fyrir verknáms- flokka. Kennsla fer fram Á KVÖLDIN kl. 7,45—10,20 í bóklegum greinum en 7,30— 10,30 í verklegum greinum. í hverjum flokki verða kenndar tvær kennslustundir á viku sín hvorn vikudag (nema sniðteikning, kjóla- saumur, barnafatasaumur, leikhúskynning, foreldrafræðsla, sálfræði, íslenzka fyrir út- lendinga, algebra, bókmenntir, bókfærsla og þýzka 3. fl. tvo samliggjandi tíma einu sinni í viku). Kennsla hefst mánudaginn 4. október. — Síðasti kennslu- dagur 31. marz. BÓKNÁMSFLOKKAR: íslenzka (1.—2. fl.), danska (1.—5. fl.), enska (1.—6. fl.), þýzka (1.—3. fl.), franska (1.—2. fl.), spánska (1.— 2. fl.), reikningur (1.—2. fl.), algebra, bþk- færsla (1.—2. fl.), íslenzka fyrir Englendin’ga, Þjóðverja og Dani (1.—2. fl.), foreldrafræðsla (1.—2. fl.), sálfræði, leikhúskynning, bók- menntakynning. Englendingar kenna ensku I.D, 2.D, 3.B, 4.B, 5.B, og 6. — Danir kenna dönsku 4. og 5. VERKNÁMSFLOKKAR: (Ritvélar og sauma vélar eru til afnota í tímunum). Vélritun, föndur, barnafatasaumur, kjólasaumur, snið- teikning. Stundaskrár og upplýsingablöð liggja frammi við innritun. — Innritunargjald greiðist við innritun. (Gerið svo vel að geyma þessa auglýsingu!) VISIR . Mánudagur 27. september 1965. . ■■.ijMBmirj.fa—W1 heyra að hann var hinn mesti mælskumaður og sýndi fljótt mikla ræðusnilld. Hann iagði ýmsar spumingar fyrir doktorsefnið, sem hann bað um að fá svarað þegar I stað. Var hann með harðari and mælendum sem hér hafa heyrzt við doktorsvöm en fór þó um leið viðurkenningarorðum um ritið. Hann var þeirrar skoðunar, að sumt sem sr. Jakob teldi gamansemi væri það I rauninni ekki, heidur, sláandi spakmæli, fannst honum gengið of langt í þessu í ritinu. Þrátt fyrir það þó hann teldi ekki mikið um gamansemi I guðspjöll unum sagði hann að það væri íhug- unarefni, hve mikla gerbyltingu guðspjöllin hefðu gert í bókmennt um og allri hugsun manna. Þetta birtist einnig I gamansemi og kfmni sem fær á sig annan svip og kemur m. a. greinilega fram í Gullna asnanum eftir Apulejus. Fannst honum að doktorsefnið hefði ekki nógsamlega rannsakað hvort þetta stæði í sambandi við vonir og trú hins unga kristna safn aðar á að fögnuður endurlausnar- innar væri í nánd. Að lokum svaraði doktorsefnið nokkrum spuminganna, en sagði þó að hann gæti ekki svarað sum um af hinum viðamiklu spumingum þar á staðnum. Til þess þyrfti miklu lengri tíma og jafnvel yfir- legu. Látinn — Framh. af bls. 16 stjóri Eimskipaféiagsins var hann stjóri Eiskipafélagsins var hann árabilin 1930-1962, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Áður hafði hann gegnt störfum for- frá 1920 og þar áður starfað á sk»if- stofu SÍS * K.-höfn, en hann hóf ungur stöi. við Kaupfélag Þingey- inga á Húsavík. Guðmundur var Þingeyingur að ætt, fæddur 1891 á Undirvegg í Kelduhverfi, sonur Vilhjálms Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Helgu Isaks- dóttur. Auk þeirra starfa Guðmund ar, sem hér hafa verið talin, gegndi hann fjölmörgum öðrum trúnaðar- ’störfum. Hann var einn af braut- ryðjendum flugmála hér á landi og var formaður stjórnar Fliugfélags ísiands frá 1945. Guðmundur var kvæntur Kristínu, dóttur Thor Jen sen og iifir hún mann sinn. Þessa merka framkvæmdamanns verður nánar minnzt hér í blaðinu slðar. Kennaror — Framh. af bls. 16 Síðast talaði heiðursgestur- inn og beindi fyrst orðum sín- um til hvers ræðumanns fyrir sig er talað hafði Síðan vék hann að þróun skólamála í fram tíðinni og hag kennarastéttar- innar Hann taldi, að hér á landí nyti kennarastéttin ekki þeirrar viðurkenningar sem henni bæri, td I launamálum, en það myndi koma Hann hefði séð það erlendis sérstaklega á síð- ustu árum, að þar væru menn nú famir að viðurkenna það meir en áður, að „mennt er mátt ur“ og að kennarastarfið er því hið mikilvægasta Sú alda myndi bráðlega og berast hing- að tii lands Hann minntist á- nsegjustunda frá kennsluárun- um og ræddi um það, hve mikla þýðingu gamli menntaskólinn I Reykjavík hefði haft fyrir ís- lenzku þjóðina TIL SOLU Höfum til sölu í blokk við Ásbraut í Kópa- vogi 4 herb. og eldhús í enda á 4. hæð. Harð- viðarinnréttingar og teppi, íbúðin er 100 ferm. Einnig raðhús í Kópavogi á tveimur hæðum, sem er 5 herb. og eldhús, allt úr harðviði og ný teppi. Mjög glæsileg eign. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. Ballettskóli Eddu Scheving Kennsla hefst mánudag- inn 4. október. Innritun í sfma 23-500 frá kl. 1—5 e. h. Kennt verður í KR-hús- inu við Kaplaskjólsveg. Austurbæingar athugið, að hrað- ferð Austurbær/Vesturbær stanz- ar við KR-heimilið. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Eiginmaður minn EIRÍKUR EIRlKSSON Ránargötu 51 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. september kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega af þökkuð. Guðrún Eiríksdóttir, böm, tengdaböm og bamaböm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 219. Tölublað (27.09.1965)
https://timarit.is/issue/183458

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

219. Tölublað (27.09.1965)

Aðgerðir: