Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 1
55. árg. - Fimmtudagur 14. október 1965. 234. tbL Norðanstormur um alltlaná Snjóaði á Hornbjargi og Siglufirði Þegar Reykvíkingar komu á fætur f morgun og litu út, gat að Iíta gráhvita Esju og úfinn sjó á Sundunum. Það var komlö norð an kaldl. En Reykvíkingar eru ekki einir um norðanrokið. Það gengur yfir alit vestanvert land ið og er á hraðri lelð austur eftlr og var búizt við að það næði Austfjörðum eftir hádegi, en f morgun var þar enn suðaustan átt og rigning. Klukkan sex í morgun var tveggja stiga frost og snjókoma á Hombjargi, en er leið á morg uninn lægði éljaganginn. Á Siglufirði snjóaði i nótt og í morgun. Ný stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar: BRAUT FRAMFARANNA MÖRKUÐ Margþætfar nýjungar á grundvelli viðreisnarstefnunnar Ríkisstjómin birti i gær fjölþætta og stórhuga nýja stefnuskrá, sem unnið verður eftir í málum lands og þjóðar á næstu árum Forsætisráðherra, dr. Bjami Benediktsson, las upp hina nýju stefnu- skrá á fundi sameinaðs þings í gær. Kvað hann meginstefnu stjórnarinnar vera óbreytta frá mynd- un hennar 1959, en á grundvelli hennar myndi rikisstjómin beita sér fyrir ýmsum nýjungum og framfaramálum. Meginatriði stefnuyfirlýsingar- innar em þessi: ► Tryggður verði heiibrigður grundvöllur efnahagslifsins, svo framleiðsla haldist örugg ‘ landinu. ► Stofnað verður Hagráð, skip- að fulltr. stjómvalda atvinnu- rekenda og launþega. ► Framkvæmdabanklnn verði Iagður niður en stofnlánasjóðir atvinnuveganna styrktir. Stofn- aður verðl Framkvæmdasjóður dreifbýlisins. ► Undirbúningi að lífeyrissjóð' fyrir alla landsmenn verði hald- ið ósleitilega áfram. ► Komið verði á staðgrelðsiu- kerfi skatta á árinu 1967. Toll- gæzla og skattaeftirlit hert. ► Sett verði lög um verð-rygg ingu sparifjár og lána tll langs tfma. ► Kannað verði tii hlítar hvort ísland skuli gerast aðili að EFTA. ► Upp verði komið nýjum at- vlnnugreinum, kfsilgúrvinnslu og alúmfnvinnslu f samband) við vlrkjun Þjórsár. ^Samstarf framleiðenda og neytenda um ákvörðun búvöru- verðs verði endurvakið. ► Heildarendurskoðun verði gerð á þeim þáttum fræðslulög- gjafarlnnar, sem ekki hala ver- ið endurskoðaðlr. ► Háskóli islands verðl efldur og rannsóknarstarfsemi stóiauk in. ► Sett verði ný löggjöf um iðnfræðslu. ► Teknar verði upp vfsindaleg- ar rannsóknir á skóla- og upp- eldismálum. ► Gerð verði framkvæmdaaæti- un um skólabyggingar á næstu árum. ► Hagsýsludelld verði stofn- sett við fjármálaráðuneytið til þess að sjá um sparnað og ráð- deild í meðferð oplnbers fjár. ► Haldið verði áfram að vinna að viðurkenningu á rétti íslands tii alls landsgrunnslns. Frh. á bls. 6. Dr. Bjami Benediktsson forsætlsráðherra. Steypubíll valt Á ellefta tfmanum f morgun vildi það óhapp til í Kópavogi, að steypubíll með steypuhræri- véi frá Verk h.f. valt út af veg- inum, fullhlaðinn af steinsteypu. Gerðist þetta á Hjallavegi, sem er lokuð gata um þessar mund- ir, og er svo að segja ófær bif- reiðum sökum aurs. Var steypu bifreiðin á leið að húsi sem er í byggingu, er kantur götunnai brast, svo hinn mikli þungi bif- reiðarinnar veiti henni á aðra hliðina. — Engin slys urðu á mönnum, en steypubfllinn mun nokkuð skemmdur, og öll steyp an rann út úr steypuskáiinni. — Myndin er af steypubílnum. Um 90% húsa í Reykjavík verðabú- in að fú hitaveitu ú næsta úri Milclar hitaveitufrnmkvæmdir í ór - Rætt við Jóhonnes Zoega hitaveitustjóra Að geipimiklum framkvæmdum hefur verið unnið í sumar á veg- um Hitaveitu Reykjavíkur og fjöldi húsa verið tengdur, eða í þann veginn verið að tengja, sem ekki hafa áður notið hitaveitunn- ar. í viðtali sem Vísir átti við Jó- hannes Zoéga hitaveitustjóra, skýrði hann frá helztu fram- kvæmdum sem unnið hefur verið að á vegum Hitaveitunnar í ár. Þær framkvæmdir eru m.a. fólgnar í þvl að lokið hefur verið að tengja flest hús í suðvestur- 'hluta borgarinnar, sem ekki höfðu hitaveitu áður, en eru einkum Hagahverfið og Skjólin. í Austurbænum hefur vatni verið hleypt á Leitin sunnan Miklubrautar og vestan við Grens ásveg og vestasta hluta smáíbúða- hverfisins. Ennfremur Múlana, vestan Grensásvegar og sunnan Suðurlandsbrautar, Heimana, norð an við Suðurlandsbraut og sunnan Langholtsvegar, Vogana og yfir- leitt ailt svæðið norðaustan við Langholtsveg yfir að mörkum fyr- irhugaðs Elliðavogs sem verður aðalsamgönguæðin milli íbúða- hverfisins og hins væntanlega hafnarsvæðis. Eins er unnið að og reyndar langt komið lagningu í götur og heimaæðar í hverfi vestan við norðanverðan Langholtsveg. Síðan er verið að vinna í hverfi milli Skipholts og Laugavegar, sem er einkum iðnaðar- og verzlunarbygg ingar, er áður höfðu orðið útund- an við innanverðan Laugaveg, við Skipholt, Brautarholt og fleiri smærri götur þar í grennd. <■■■■ .........1111 ■■ ——— Loks er byrjað á lögn í mið- hluta smáíbúðahverfisins og Bú- staðahverfið, millj Grensásvegar og Réttarholtsvegar. Þegar þessum tengingum er öll- um lokið, þá verða um eða yfir 90% allra húsa innan borgar- marka Reykjavíkur búin að fá hitaveitu og þ.á.m. flest eða öll skipulögð hverfi borgarinnar. Má gera ráð fyrir að a.m.k. 70 þús. íbúar borgarinnar verði þá orðnir hitaveitu aðnjótandi. HAFÍS í MYNNI HÚNAFLÓA í gær tllkynnti skipið Runólf ur SH 135 að isspöng væri 24-31; sjómílur misvisandi ASA af Hornbjargi og væri þar ófært skipum nema í góðu veðri. í fyrradag hafðl Svalbakur til- kynnt að ishröngl væri dreift á líkum slóðum og ísspöngin er nú. | Ekki nöfðu oorizt nánari fregn ir af ísspönginni í morgun, eng ar fréttir höfðu komið frá skip I f! um og Landhelgisgæzlan gat ekki flogið þar yfir vegna dimm viðris. Það mun nær einsdæmi að haf ís sé svo nærri landi á þessum árstíma, í veðurfrásögnum af gömlu frostavetrunum er ekki einu sinni minnzt á, að hafís hafi sézt svo snemma, sagði Páll Bergþórsson Vísi í morgun Nú er norðan stormur á Húna flóasvæðinu og þvi hætta á að hafísinn kunni að reka suður eft ir flóanum og nær landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.