Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 11
zs SÍÐAN ANETTE Þegar allt lék í lyndi Roger og Anette. ein í heiminum ☆ Það er ekki hin glað- lynda Kaupmannahafn- arstúlka, Anette Ströy- berg, Ijóshærð, fjörug og síbrosandi, sem þessa dagana gengur milli kvikmyndaframleiðenda í París með áætlanir um endurkomu til kvik- myndanna í huga Það er ný Anette Ströyberg Vadim, sem hvarf frá París með brostnar vonir og bitrar minningar í huga, eftir að hafa leikið hlutverk „kátu ekkjunn- ar“ og ekið um í rauðum Alfa Romeo sportbíl, glæsileg í út- liti og glæsileg í klæðaburði. Franska kvikmyndablaðið „Cinemonde" flytur þær frétt- ir, að Anette Ströyberg Vadim sé í fjárhagskröggum og sé að leita að atvinnu til að sjá sér og dóttur sinni (frá hjónabandi hennar með Roger Vadim), Nat halie, farborða. Og „Cine- monde" hefur eftirfarandi orð eftir henni: — Ég verð að byrja upp á nýtt, alveg frá byrjun. Ég hef ekki lengur nokkuð nafn, né nokkuð heimili. — Vadim vildi skapa mig í sinni draumamynd. Brigitte Bardot vildi láta skapa sig þann- ig, en það vildi ég hins vegar ekki. Anette heldur því fram að það muni falla henni betur að leika hlutverk ástmeyjar en í gamanmynd, og hana virðist skorta þá seiglu og þann kjark, er þarf. til að halda sér á toppn- um sem kvikmyndastjama. — Það var nauðsynlegt að lifa í skugga karlmanns, í skjóli hans, sagði Anette. En einn dag var hún svo allt í einu horfin úr þessu skjóli, og stóð einmana eftir. „Meira ein- mana en alein manneskja get- ur verið. Gleðisnauð og þrótt- laus“, sagði hún. Á árunum eftir að hún hafði verið saman með Vittorio Gass man lék hún hlutverk í lítilli franskri mynd, ekki einni af þeim stóru, eins og hún hafði gert áður, þegar hún hafði að mótleikurum fræga ieikara eins og Jeanne Moreau og Ger- ard Philippe. Nú er Anette komin hátt upp undir þrítugsaldur. Vadim, sem hingað til hefur haft stjóm á konum sínum, lætur nú að stjóm Jeanne (Jane) Fonda, nýjustu konunnar sinnar, dótt- ur Henry Fonda. Sjálf þekkir Anette Ströy- berg ekki viljakraft sinn, — hún hefur ekki þurft að beita honum til þessa, En hún hefur einu sinni verið svo framarlega í sviðsljósinu, að hún ætlar að freista gæfunnar á nýjan leik, og vona að vel takist til. Sem Ijósmyndafyrir- sæta, sem leikkona f aukahlutverki, falleg eða ljót? Hver veit? Ennþá getur það gerzt að karlmaður komi á nýjan leik inn í líf henn- ar með það skjól og að- hald, sem hún þarfnast og þá framtíð, sem hún þráir. Hún bíður. Ætlar að byrja upp á nýtt inslð/ia mur Nú er Anette alein — næstum Hún hefur dóttur sína og Vadims, Nathalie, með sér hvert sem hún fer. fimm • aura • kúlur í heiminum eru að meðaltali 13 útvarpstæki fyrir hverja 100 íbúa, Norður Ameríka er í broddi fylkingar með 72 tæki á hverja 100 íbúa, 23 í V.Evrópu, 21 í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu, og 2 í Afríku og Asíu. Sjónvarpstækin eru frá 0,05 á íbúa í Afríku upp í 24.5 á 100 íbúa í Norður-Ameríku, í Frakklandi ku 40% hjóna nota sama tannburstann, sam- kvæmt síðustu skýrslum. í Bret landi vilja menn heldur geta horft á sjónvarpið en baðað sig. Það hefur komið í ijós að á 14.640.000 heimilum voru sjón- vörp á 13.358.003, en á 3.221. 000 vantaði baðherbergi. Eftir miklar umræður og vangaveltur var loks ráðizt út í geysidýra byggingu heilsu- stöðve.r við heita uppsprettu í nágrenni Beauchamp í Frakk- landi. Daginn eftir að stöðin var vígð hvarf uppsprettan. Kári skrifar: m<ijU tbciB'IÉl J- „Sveitakarl “ ræðir í eftir- farandi bréfi ómenningarlega meðferð ljóða. Bendir hann réttilega á, að kveðskapurinn hafi frá upphafi Islandsbyggð- ar verið „lífæð þjóðarinnar“, en nú horfi óvænlega um þessa þjóðariþrótt. En eigum við ekki að halda í þá von, að á komandi tímum eins og á iiðn- um tíma verði orkt margt, sem „stendur alla daga“? Vísnagaman. Um ellefu alda skeið i hefir kveðskapurinn verið þjóðar- íþrótt og þjóðarskemmtun ís- lendinga. Meira en þetta, hún hefir verið lífæð þjóðarinnar. Að því er bezt verður séð, er þessi fþrótt okkar nú að syngja síðasta versið. Hún er að deyja — hvað sem þá kemur í hennar stað. Nokkrar tilraunir eru að vísu gerðar til þess að halda í henni lífinu, en virðast vonlitlar. Merkastar þessara tíl rauna hafa verið starfsemi kvæðamannafélaganna í ára tugi, og á sl. vetri kveðskapar- þáttur sá, er Guðmundur Sig- urðsson hélt uppi f útvarpinu, en sá þáttur var lagður niður þegar sumarið kom, og ekki var honum gefið það þakhjarl, sem einsætt mátti þó kalla að láta hann fá. En það var prent uð útgáfa hans. Með henni, og áframhaldandj starfsemi, hefði nokkuð mátt á vinnast. Fremur til tjóns. Ekkj er auðvelt að segja, hvort til þessara tilrauna eiga að teljast stökur þær, er sum blaðanna hafa að undanförnu birt að staðaldri. Hafi sú verið tilætlunin, má segja að illa hafi veri^ á haldið. Þessi vísnatín- ingur og meðferð hans hafa lík lega fremur orðið til tjóns en • gagns, og ég vildi gera það að tillögu minni að blöðin legðu niður þennan sið, ef þau geta ekki betur gert en raun hefir á orðið að svo komnu. Svo ó- fróðir eru bersýnilega sumir þeirra, er starfsemina hafa haft með höndum að þeir þekkja ekki orðin „vísa“ og „staka“, en segja í þess stað „vísukorn", sem er fátæklegt barnamál og brennimerkir þeg- ar í stað bæði starfið sjálft og þá menn ,er, illu heilli, hafa tekist það á hendur. Þetta ves- ala orð stendur sem tvöfalt háðsmerki yfir visunum og vinnur beint á móti markmið- inu — ef það var gott. Bragðlaust orðahröngl, Svo er vísnavalið. Til þess þurfti að vanda. Og vísumar mátti ekki færa svo úr lagi að þær yrðu fíflska eða meiningar leysa. En því fer fjarri að þess- ara reglna hafi verið gætt. Oft, mjög oft, eru vísurnar bragð- laust orðahröngl, sem ekki fel- ur í sér neina hugsun. Slíkt á, satt að segja, helzt ekki að láta fara á prent. Og ef vísan var upprunalega bæði skarplega hugsuð og snjallt kveðin, var þráfaldlega þannig með hana farið í blaðinu að hún varð að fáránlegri fíflsku Þannig skrifa ég þetta daginn eftir að prent- uð var í blaði hin meistaralega vísa Skarða-Gísla: „Voða bland in lífs er léið“, og svo með hana farið að úr verður grátleg vitleysa. Hugsanlegt er að þama hafi verið um prentvillu (r) að ræða. En jafn-ilt var það fyrir því. Á slíkum snildar- verkum þarf að vanda prófarka lesturinn. En annars var þessi staka svo margprentuð og al- kunn að þess vegna mátti ganga fram hjá henni. Leggið þá niður. „Þjóðin de»o- ef hverfa ljóð af tungu“, sagði Matthías. Sannarlega mun það rétt mælt. En þessi ómenningarlega með- ferð ljóða megnar með engu móti að viðhalda ljóðlist í land- inu. Því segi ég aftur: Leggið nið- ur þessa vísnaþætti ef þið getið ekki betur með þá farið. Sveitakarl. Hlutur neytenda. „Heimalningur“ tekur undir með „Þýzkalandsfara", en eftir hann var pistill í þessum dálki. „Þýzkalandsfari" ritaði bæði satt mál og þarflegt í Vísi 5. þ.m. Hlutur neytenda er mjög fyrir borð borinn, og samtök þeirra virðast aðgerðahæg — harla gagnslítil. Er ekki von að við spyrjum, í hverju orsökin liggi? Hún er legíó tala þeirra félaga á íslandi sem koðna nið ur og verða gagnslaus sökum þess að stjórnendurnir sofna á verðinum. Þegar félag hefur eitt sinn kosið sér stjóm, er það tíðkanlegast að sú stjóm sé látin sitja meðan hún getur tuggið smérið, og oftlega leng ur. Undarlegt hve illa mönnum gengur að skilja.það, að í hverj um félagslögum þarf að vera ákvæði sem meini stjórnum að sitja endalaust. Lögin þurfa að innihalda reglu um það, að einn eða fleiri stjómarmanna, sá (eða þeir) sem lengst hafa setið skuli árlega ganga úr stjórn og ekkí vera kjörgengir í hana aft ur fyrr en hann hefur verið a. m.k eitt ár utan hennar. Þetta ákvæði er hér ótrúlega fátítt, svo nauðsynlegt sem það er. Fjöldi félaga er og gagnsl. sök um þess að stjórnina skipa ein tóm gamalmenni. En mætti ekki stofna til nýrra samtaka neytenda, undir nýjum iögum, ef þau sem nú eru til reynast dáðlaus? Heimalningur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.