Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 16
Um kl. 6 siðdegis í gær var slökkviliðið í Reykjavík kvatt að togaranum Þorkeli mána, sem lá við Faxagarð. Hafði eldur kvlknað út frá logsuðutækjum í aðallest tog- arans og komst eldurinn í eán- angrun, en var fljótlega kæfð- ur og orsakaði ekki teijandi skemmdlr. Myndin er af slökkviliðsmönn- um við lestaropið. (Ljósm. B.G.) VÍSIR Fimmtudagur 14. október 1965. Vinnuslys ■ gær Vlnnuslys varð í vörugeymslu SÍS við Geirsgötu laust fyrir kl. 2 e. h. í gær. Ari Hjörvar, Hjarðarhaga 46, vann þar í húsinu við lyftara og var að lyfta pokum. Þegar lyft- an var komin allhátt með pokana, lentu þeir utan í hlífð- argrind lyftarans með þeim af- leiðingum, að hún lét undan og eitthvað af pokunum féll niður og lenti á Ara. Ari slasaðist og var fluttur í slysavarðstofuna. Öryggiseftirlitinu var gert að- vart. Astand og horfur i Forsætisráðherra á fjölmennum Varðarfundi í gær 1 gær ræddi forsætisráðherra dr. Bjami Benediktsson um á- stand og horfur í stjómmálunum í byrjun þings, á fjölmennum Varðarfundi í Sjálfstæðishúsinu. Fundarstjóri var Sveinn Guð- mundsson alþlngismaður. for- maður Varðar og fundarritarl Þórður Kristjánsson. í upphafi máls síns vék for- sætisráðherra nokkuð að hinni nýju stefnuskrá ríkisstjómarinn ar, sem hann hafði lesið á Al- þingi I gær og fjallaði nokkuð um viðbrögð foringja stjómar- andstöðunnar við henni. TVENNIR TÍMAR. Drap hann síðan á það hvem ig stjórninni hefði farnazt á ár- unum frá 1959, er hún tók við völdum. Aðkoman hefði verið erfið eftir hinn hörmulega við- skilnað vinstri stjórnarinnar og það öngþveiti, sem Hermann Jón asson hefði sjálfur lýst yfir að ríkti, í ræðu þann 4. desember 1958. I gjaldeyrismálunum hefði ástandið verið verulega alvar- legt þegar vinstri stjómin lét af völdum. Þá var gjaldeyrisskuld hátt á annað hundrað milljón krónur. Nú væri gjaldeyriseign þjóðarinnar hins vegar yfir Frh. á bls. 6. Söguleg viðureign lögreglu■ manns við brezku sjómenn ^ Brezkir togarasjómenn gerðust alluppivöðslusamír austur á Seyð- isfirði nú í vikubyrjuninni, en einn | var þó miklu verstur og varð hann eftir af skipi slnu þegar það lét úr höfn. Á Seyðisfirði er aðeins einn fast ráðinn lögreglumaður og tveir að- stoðarmenn þegar þörf krefur og þeir eru ekki bundnir við önnur störf. Þegar landlegur eru hjá síld arflotanum fær þetta fámenna lög reglulið ekki við neitt ráðið. Þar eru ekki heldur nema þrír fanga klefar til staðar, sem einnig eru með öllu ófullnægjandi þegar mikil ólæti og ölvun em á staðnum. Lögregluþjónninn á staðnum, Þorbjörn Þorsteinsson, skýrði Vísi svo frá að undanfarna sólarhritjga haf; verið óslitin landlega hjá síld arflotanum, margir bátar Ieitað hafnar á Seyðisfirði og þar hafi verið meiri og minni ólæti og uppi vaðsla dmkkinna sjómanna allan tímann. Sjálfur kveðst lögreg'u- Róðstefna Sjáiff- stæðisflokksins unt sveitarstjórnarmál Eins og áður hefur verið til- kynnt, efnir Sjálfstæðisflokkur- inn til ráðstefnu f Reykjavík um sveitar&tjórnarmál í sam* bandi við reglulegan floltksráðs- fund dagana 23. — 24. þ. m. Er þess vænzt, að þeir, sem boðað- ir hafa verið til ráðstefnunnar, en ekki enn tilkynnt aðalskrif- stofu flokksins í Reykjavík um þátttöku, geri það nú þegar. Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins. Helmingur Keflavík urbílstjóra semur Bifreiðastjórar hjá Sérleyfisstöð Keflavfkur hafa enn ekki gengið að samkomulagi þvi sem bifreiða- stjórar hjá Steindórí, á leiðinni milli Keflavfkur og Reykjavíkur, hafa samþykkt. Samkomulag Steindórsmanna var í því fólgið, að bifreiðastjórar fá nú kauphækkun sem svarar þeim al mennu kauphækkunum er orðið hafa og auk þess styttist vinnutím inn f 44 studir á viku. Þá verð- ur nokkur aldurshækkun, svo og raunveruleg hækkun á eftirvinnu og næturvinnu, þar sem útreikn- ingar á slíku kaupi breytast með tilliti til vaktaálags o. fl. Bifreiðastjórar hjá Bifreiðastöð Steindórs gengu að þessum samn ingum, en óvfst er hvernig fer með áætlunarferðir Sérleyfisstöðvar Keflavíkur. Enn sem komið er hefur þessi launahækkun ekkj haft nein áhrif á verð farmiða. þjónninn hafa verið nær óslitið á vakt frá þvf á laugardaginn og ekkj getað tekið sér nema 2ja-3ja stunda svefnhlé í einu. Um viðskipti sín við hina brezku togarasjómenn skýrði lögreglu- þjónninn svo frá, að umræddur togari hefði leitað hafnar á Seyðis- firði vegna bilunar s.I. mánudag. Um kvöldið gerðust skipverjar togarans drukknir mjög og einn þeirra hrinti stúlku út f skurð. Rétt á eftir réðist hann að íbúðar húsi einu í kaupstaðnum og braut þar rúður. Var lögregluþjónninn þá beðinn um aðstoð. Hann fór í bifreið sinni að viðkomandi húsi, náði uppivöðsluseggnum og kom honum inn í bifreiðina. En í sama Frh. á bls. 6. yvwwvwwwwwwN Samkomulog náðist ekki í nótt stóð sáttafundur varð- andi kjör borgarstarfsmanna í Reykjavík og stýrðu honum hin ir opinberu sáttasemjarar Torfi Hjartarson og Logi Einarsson. Stóð fundurinn til kl. 6 1 morg- un. Samkomulag náðist aðeins við Hjúkrunarfélag íslands, sem var f því fólgið að hlíta og mfða við kjaradóm rfkisstarfsmanna, þeg ar hann verður kveðinn upp. Við hina aðilana, Starfsmanna félagið, sem er stærsti samnings aðilinn og Lögreglufélagið náð- ist hins vegar ekkert samkomu- lag. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur, en kann að verða boðaður síðar í dag, því að í nött rennur út fresturirm til að reyna að komast að samkomu- Iagi, þar sem málin fara sjálf- krafa til Kjaradóms 15. þessa mánaðar. Happdrættismálverkið * Kjarvalssýningunni, „Vorgleði" eza „Taktu í hom á geitinni“. Kjarvalssýning fyrir nýjan Listamannaskála í kvöld kl. 6 opnar borgar stjórinn f Reykjavík, Gelr Hall grímsson .sýningu á Kjarvals- málverkum f Listamannaskálan um Verður bama um að ræða rúmlega 30 málverk, sem öll eru í einkaeign — nema eitt ,og verður það happdrættisvinning- ur. Sýning þessi <;em haldin er í samband' við áttræðisafmæh' listamannsins verður opin í 10 daga frá kl. 10—23. Aðgangs- eyrir verður ens’inn. en sýning argestir geta keypt sýningaskrá á 100 krónur og er hún jafn- framt happdrættismiði og vinn- ingurinn er málverk sem lista maðurinn hefur sjálfur gefið. Allt andvirði mun renna í sjóð, sem listamaðurinn mun af- henda f því skyni að koma á fót nýjum Listamannaskála í Reykjavlk. Mynd5”, sem listamaðurinn gefur í happdrættisvinninginn nefnist „Vorkoma“ en hún gat sér mikillar frægðar á sýningu Kjarvals í Osló fyrir nokkmm árum, en sjálfur nefnir Kjarval hana „Taktu í hom á geit- inni“. Aðspurður kvað Ragnar Jóns son, sem er einn þeirra manna, er standa fyrir sýningunni, að heildarverðmæti myndanna mætti áætla um 20 milljón krónur. Er það nú von allra að næst er sýning verður haldin á Kjar- valsmyndum þá verði hún hald in f húsnæði, sem betur sæmir listaverkunum en gamli Lista- mannaskálinn — þ.e. í nýjum Listamannaskála á Klambra- túni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.