Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 7
V1SIR . Fimmtudagur 14. október 1965. 7 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: HENRIK IBSEN: Afturgöngurnar Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi — Leikstjóri: Gerda Ring Tjað er allsendis óþarfi að skrifa " langt mál um Ibsen; hver sá maður, sem á annað borð les leik- gagnrýni, veit að hann ber ekki ein ungis hæst þeirra, sem skrifuðu leik rit á nítjándu öldinni heldur er hann og að meira eða minna leyti lærifaðir allra þeirra leikrita á Vest urlöndum og í Vesturheimi sem hæst ber á okkar öld. Það ætti líka að vera óþarfi að skrifa langt mál um þetta verk hans. „Afturgöngur", sem Þjóðleikhúsið hefur nú tekið til meðferðar — ætti ekki einu sinni að taka það fram ,að það er al- mennt talið eitthvert hið mesta lista verk leikbókmenntanna, fyrr og síð ar. En eitt langar mig til að minnast nokkuð á. Furðu margir virðast haldnir þeim misskilningi, að þau skáldverk, sem samin voru fyrir aldamótin síðustu, og þá ekki hvað sízt þau, sem samin voru til flutn- ings á leiksviði, hljóti að vera orð- in úrelt að því leyti til, jafnvel þótt viðurkennd snilldarverk séu, að þau eigi ekki neitt erindi við okkur ann að en það, að sanna okkur gáfur og Iistræna kunnáttu viðkomandi höf- undar. Þa?5 fólk og örlög þess, sem fjallað er um í slíkum verkum, sé svo gersamlega ólíkt okkur og okk ar örlögum, að við finnum þar ekki teljandi skyldleika, þetta eigi ekki hvað sízt við, þegar um ádeiluverk sé að ræða; tilefni ádeilunnar sé fyrir löngu úr sögunni og þær skoð anir höfundarins, sem hneyksluðu hvað mest í þann tíð, séu bamalega meinlausar nú orðið — nútímafólki hljóti jafnvel að þykja hlægilegt, að nokkum tíma skuli hafa orðið úlfa- þvtur og deilur af slíkum smámun- um. Þetta er að vísu til; það á sér jafnvel stað um verk Ibsen, að á- deilan í þeim láti annarlega í eyrum okkar nú, en hitt er þó oftar, að ádeilan í þeim er það ótímabundin, að hún fymist aldrei, á meðan mað- urinn skiptir ekki skaphöfn og eðli. Og verk hans em ekki einungis byggð á ádeilu, tímabundinni eða ótímabundinni; þau eru meistara- leg krufning á manninum um leið og þar er miskunnarlaust skorið til meins. Og síðast en ekki sízt — þau eru tæknilega séð samin af frábærri kunnáttu og snilli, sum hver slík listaverk, bæði sem bókmenntir og leikbókmenntir, að aldrei munu fyrnast. „Afturgöngumar" eru í þeim flokki. Og ádeilan í „Afturgöngunum", ádeilan á broddborgaraháttinn, yfir- drepskapinn, hræsnina og sjálfs- blekkinguna, er svo sannarlega ó- tímabundin, ekki síður en þessir mannlegu ágallar — trúarhræsnin, hræsnin í samlífi karls og konu; þessi sífellda viðleitni hinna seku til að gylla yfir sök sína, bæði fyrir annarra augum og sínum eigin; þessi stöðuga viðleitni til að færa allt í viðjar boðorða og bannorða. Þar er Ibsen sannarlega ekki myrk- ur f máli; þar hneykslar hann ekki síður í dag en hann gerði fyrir aldamótin — þó að okkur veitist auðveldara að afgreiða ádeiluna en samtíðarmönnum hans, þar sem við getum svosem yppt öxlum og sagt; þetta var í þann tíð. Við ættum að vera farin að afvenjast öllum tepru skap í þeim málum, sem snerta sam búð karls og konu — en Ibsen er ekki að tyínóna við neitt á þvf sviði . . . . ætli það^-haftj.ýljki verfð' mest þess vegna, sem framámehn Konunglega leikhússins í Kaup- enhafn töldu „Afturgöngumar“ ekki sýningarhæfar á sinni tíð? Nei, það er áreiðanlegt, að „Afturgöng- umar“ eiga erindi við nútímafólk — eiga erindi við okkar kynslóð og þá næstu. Það vill nefnilega svo til, að enn er reimt í Iífi okkar; afturgöngumar hafa ekki enn verið kveðnar niður heldur laumast þær á dúnmjúkum gólfábreiðunum í luxusvillunum, leynast á bak við útvarpsgrammófóna og sjónvarps- viðtæki; kunna prýðilega við sig f gangmjúkum luxusbílum. Læknavís indinum hefur að vfsu tekizt að finna ömggt lyf við þeim sjúkdómi, sem Ösvald hefur tekið að erfðum, en það er líka hið eina, sem breytzt hefur . . . orsök þess sjúkdóms hefur ekki verið numin brott, síð ur en svo; hún helzt f hendur við tízkuna og hræsnina. Það er sagt, að snilli Ibsen f mannlýsingum hafi hvergi risið hærra en f þessu verki hans. Að sjálfsögðu kunna að vera áhöld um það, annar eins snillingur og hann var á því sviði — en beri maður þær mannlýsingar, sem þar koma fram, saman við þær, sem maður hefur kynnzt f verkum nútímahöf- unda, þeirra sem athyglisverðastir þykja, kemur enn á dagirm að Ibs- en stendur fyrir sínu. Tökum Eng- ström smið til dæmis ... þær eru teljandi, mannlýsingamar f nútfma- skáldskap, sem ekki verða svip- gráar og óhönduglegar samanborið við þá snilli — og það miskunnar- leysi — sem einkennir hvem pens- ildrátt meistarans í þeirri áhrifa- sterku mynd. Og þá kemur að því hvernig verk þetta er flutt og túlkað á svíði Þjóðleikhússins, undir stjóm norska leikstjórans, Gerdu Ring. Frú Ring er ekki neinn nýgræð- ingur, frekar en Ibsen. Hún er alin upp í „Ibsentradisjón" norsku leik- húsanna, bæði sem leikari og leik- stjóri, en í báðum þeim greinum hefur hún getið sér mikinn orðstfr. En hún á það sammerkt við Ibsen, að vera haldin uppreisnaranda gegn öllum tradisjónum, öllu viðteknu og stirðnuðu mati. Og fyrir bragð- ið verður sviðsetning hennar og leikstjóm hvorki háð vissu tfma- bili eða umhverfi, ekki einu sinni þjóðerni hennar og höfundarins, sem þó hefði mátt ætla. Hún legg- ur einungis áherzlu á hið mann- lega f viðfangsefninu — enda er þar af nógu að taka — og fyrir bragðið verður sýningin áhrifamik- il og fersk, næstum þvf nýstárleg, undir stjórn hennar. Ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að ef persón- unum hefðu verið fengin fslenzk nöfn ... ef þær hefðu verið klædd- ar eins og tfðkaðist f kaupstöðum úti á landi fyrir tuttugu—þrjátfu árum ... semsagt, þannig má setja verk Ibsen á svið, þegar um er fjallað af kunnáttu, list og for- dómalausum skilningi... Guðbjörg Þorbjamardóttir leikur frú Helenu Alvig. Þetta er vand- meðfarið hlutverk, einhver ris- mesti kvenmaðurinn í verkum Ibsen og láta þær þó margar til sín taka þar svo að nokkur gustur stendur af þeim. Guðbjörg nær Lárus Pálsson og Vaiur Gíslason í >rAfturgöngunum“. reisn hennar og þótta og að mörgu leyti era átök hennar við þetta stórbrotna viðfangsefni athyglis- verð og eftirminnileg. En það bregður fyrir einhverjum holum tón í framsetningunni, sem sker ónotalega í eyrum; gerir mál henn- ar óeðlilegt og ósannfærandi á köflum svo að jaðrar við tilgerð, einkum f áherzlum. Þetta á einkum við í fyrsta þættinum, gætir minna í öðram þætti — en það er þo ekki fyrr en í þriðja þættinum, sem leik- konan nær fullum tökum á h'.ut- verkinu án þessara annmarka, og hæst rís leikur hennar undir lokin; þar dregur ekki neitt úr sannfær- ingarþunga átakanna. Valur Gísla- son leikur prestinn, séra Manders, traustur að vanda og vafalaust hef ur hinum þrautreynda leikara sjald an tekiztöllu betur. Bryndís Schram leikur Regínu Engstrand — þokka lega og slétt, en ekki fram yfir það — nema hvað hreyfingar henn- ar á sviði bera af þvf sem þar er venja um ungar stúlkur, og það er mikill kostur. Gunnar Eyjólfsson leikur Óskar Alving. Hann nær strax í upphafi sterkum tökum á hlutverkinu; slakar hvergi á og í lokauppgjörinu spennir hann bog- ann til hins ýtrasta án þess að bresti. En þó að Ieikur þeirra þriggja f aðalhlutverkunum sé með tilþrifum verður Láras Pálsson á- horfendum vafalaust eftirminnileg astur í hlutverki Engstrands smiðs. Ég hef oft séð Lárus ná mairi hæð í leik sfnum en maður á yfir- leitt að venjast hér á sviði, en sjaldan hef ég séð hann riá jafn afburðasnjöllum leik og, ég held, aldrei snjallari. Slik túlkun á jafn margslungnu og erfiðu hlutverki er einungis á færi fárra. Þess skal að lokum getið, að þýðing Bjarna Benediktssonar er með ágætum; munntamt mál, en hvergi lágkúrulegt og tungutakið sniðið við gerð hverrar einstakrar persónu umfram það, sem maður á að venjast — kemur t. d. skemmti lega í ljós í orðalagi Regínu og Engstrands. Sviðsmynd Lárusar Ingólfssonar fellur vel að viðfangs- efninu; litum stillt mjög í hóf á veggjum, svo að athyglin beinist að miðsviðinu og átökunum, sem þar eiga sér stað. Ljósameðferð er nákvæm og hnitmiðuð. Að síðustu þetta - „Afturgöng- urnar“ era enn f fullu gildi; boð- skapurinn, sem þær flytja á ekki sfður erindi til okkar, við upphaf atómaldar og geimferða, en á tíð steinolfulampanna fyrir aldamótin. Loftur Guðmundsson. # JÓNAS KRISTJÁNSSON: MAÐURiNN, MANNFÉLAGIÐ OG MENNINGIN /~|ft er erfitt að meta árangur eða árangursleysj stofnana, því mælikvarðann á árangurinn -í vantar. Árangur fyrirtækja er Á hægt að mæla með gæðum og magni hluta þeirra, sem fyrir- tækið selur, og með tekjum þess af viðskiptunum. Erfiðara er hins vegar að mæla árangur sjúkrahúsa, rannsóknarstofn- ana, skóla, stjórnmálaflokka og annarra stofnana, sem ekki ehi reknar á viðskiptagrand- velli. Þrjú atriði hafa mest áhrif á árangur stofnana. í fyrsta lagi erfiðið, sem lagt er í fyrir Itækið og þar er átt við svo ó- lfka hluti, sem fé, hráefni, starfs krafta, tíma, orku og tækni- lég hjálpargögn. í öðra lagi er það breytingin á þessu erfiði yfir í árangur og er þar átt við uppbyggingu og starfshætti stofnunarinnar. I þriðja lagi hafa ytri aðstæður áhrif á ár- angur stofnana. Árangur iðnfyrirtækis fer t. d. eftir því hversu mikið erfiði er lagt í framleiðsluna, hversu skynsamlega starfshættir fyrir- tækisins eru samhæfðir og hvemig útlitið er á markaðin- um. Árangur stjómmálaflokks fer t. d. eftir þvf, hve mikið starfsfé hann hefur. hversu vel starfsemi hans er skipulögð, en síðast en ekki sízt á ýmsum ytri aðstæðum, svo sem að- dráttarafli stefnuskrár flokks- ins, styrk andstöðuflokkanna og jafnvel eftir ástandinu f heimsmálunum. Það er oft fróðlegt að reyna að komast að, hvaða tegund erfiðis hefur mest áhrif á ár- angurinn, hvort það er aukið fjármagn, aukið starfslið, bætt tækni eða hæfara starfslið, og niðurstöðurnar verða sjálfsagt jafn margar og fyrirtækin eða stofnanimar, sem hafðar eru í huga. Stofnanir geta yfirleitt lítil áhrif haft á ytri aðstæður. Ef stofnanimar vilja breikka bilið milli erfiðis og árangurs í þá átt að erfiðið verði sem minnst og árangurinn sem mestur, hlýtur athyglin fyrst og fremst að bein ast að skipulagi og starfsháttum stofnunarinnar. Þess vegna tala nú allir um „hagræðingu". Þegar reynt er að mæla árang ur og erfiði stofnana, þarf líka að taka tillit til þess, hvemig framtíðarútlitið er, hvort ekki sé hætta á að erfiðið aukist og árangurinn minnki í framtíðinni, því mælingin verður villandi, ef ekki er tekið tillit til þessa. í því sambandi má benda á í fyrsta lagi, að stofnunin verður að tryggja sér hráefni, tekjur og starfskrafta til langs tíma. í öðru lagi verður hún að hindra. að spenna, deilur eða önnur einkenni hruns fari að myndast innan stofnunarinnar. Og f þriðja lagi verður stofnunin að geta aðlagað sig stöðugt breyti- legum ytri aðstæðum. Árangnr og erfiði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.