Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 14.10.1965, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 14. október 1965. útlönd í mopgun útlönd í morsun utlönd i morgun utlönd í mongLui sjálfstæðisyfirlýsingu aí sinni Rhodesiustjóm mun ekki birta | einhliða yfirlýsingu um sjálf-1 stæði eins og sakir standa. Iain Smith forsætisráðherra 1 frétt frá Blantyre í Malawl segir, að forsætisráðherrann Kamuzu Banda hafi sagt í út- varpsræðu, að Kínverska al- þýðulýðveldið geri tilraunir til þess að koma á fót byltingar- stjóm í landinu, í þeim tilgangi að fá hernaðarlega aðstöðu á meginlandi Afriku. Hann sakaði fyrrverandi utanríkisráðherra Kanyama Chiume fyrir að vera verkfæri í höndum kínverskra kommúnista. Dr. Banda kvað Chiume vera á launum hjá Kín- verjum og 80 Malawiumenn nytu nú „uppfræðslu“ í Kína, á Kúbu og fKÁÍsín' ► 1 Sviss hefir verið vísað úr landi Bandaríkjamanni af hol- lenzkum ættum, sem byggði skrauthýsi 68 sentimetrum hærra en byggingayfirvöldin höfðu leyft. Hann hafði átt í stríði við yfirvöldin í 4 ár. Hann þráaðist við að fara er honum var vísað úr landi og efndi til hófs mikils i skrauthýsi sínu, en svo var hann bara sóttur þangað og stungið inn f flugvél, sem var á förum til útlanda. ► Áframhald er á sumarhlýind- um á Bretlandi með yfir 20 stiga hita á Suðaustur-Englandi. Spáð er sama veðri næstu tvo daga. Rhodesiu flutti sjónvarpsræðu í gærkvöld að afloknum stjómar fundi og kvað stjórnina ekki enn hafa tekið neina ákvörðun um að lýsa yfir sjálfstæði iandsins upp á sitt eindæmi. Þetta væri svo mikilvægt mál, að það yrði að ræða á mörgum fundum. Er þetta í samræmi við það, sem hann sagði við komuna til Rhode síu, að ekki yrði flanað að neinu. Smith kvað stjómina hafa til íhugunar uppástungu Wilsons forsætisráðherra Bretlands, að veita viðtöku nefnd forsætisráð herra fá samveldislöndunum, til þess að ræða samkomulag um sjálfstæði Rhodesiu. Menzies for sætisráðherra Ástralíu hefir ver ið nefndur sem formaður þess- arar væntanlegu nefndar. Aðrir hafa ekki verið nefndir, en Wil- son hefir rætt við marga. Smith sagði að Menzies væri velkom- inn sem gamall vinur, en gaf í skvn að forsætisráðherrar í sam veldinu sem væru yfirlýstir fjandmenn Rhodesíu væru ekki velkomnir og ráð þeirra yrðu ekki þegin. Wilson fór í gær til Balmoral- kastala í Skotlandi þar sem Elisa bet drottning dvelst nú, og gerði henni grein fyrir Lundúnaviðræð unum um Rhodesiu. — Hann kvaðst einnig hafa viljað heyra álit hennar á þeim ráðstöfunum, sem stjómin myndi grípa til ef Rhodesíustjóm birti yfirlýsingu um sjálfstæði upp á sitt ein- dæmi. — Wilson bar til baka orðróminn um, að hann myndi leggja til að þingrof yrði látið fram fara vegna Rhodesiumáls- ins. Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefir lýst yfir stuðningi við afstöðu brezku stjórnarinnar og hvatt Rhodesiu- stjórn til þess að fara með öllu með gát. ^4 Fréttaritari NTB í Brussel, segir að mikið vanti á einingu milli Vestur-Þýzkalands, Italíu, Hollands og Belgíu og Luxem- borgar, að senda sjötta EBE-land inu boð um utanríkisráðherra- fund í nóvember um landbúnað- armálin. Tsjombe vikið frá Kasavúbú forseti Kongo vék að kröfu hans um að biðjast lausn ■ HHtilDtMOI * C • <1 ® ■ • « Tsjombe forsætisráðherra úr em- bætti i gær, eftir að hann hafði hafn Ar liðið frá falli Krásévs þing 1 dag er ár liðlð síðan Nikita Krúsév var vikið úr embætti for- sætisráðherra og sem flokksleið- toga, og aftur tekið upp það fyrir komulag, að hafa forustuna ekki í höndum eins og sama manns, og tók Kosygin við forsætisráðherra- embættinu og Brezhnev vlð sem flokksleiðtogi. I NTB-frétt segir um þetta: Þrátt fyrir allar spár vestrænna sérfræð- inga, að það yrði brátt horfið að | á V í S I því aftur, að hafa forustuna í hönd um eins manns, bendir allt til þess að Kosygin og Brezhnev séu ör- uggir í sessi. að minnsta kosti þar til flokksþingið kemur saman hinn 23. marz að ári. . Mestu breytingarnar hafa orðið inn á við. Miklar breytingar hafa verið gerðar á efnahags- og atvinnu lífs fyrirkomulagi og framkvæmd- um, og hafa þeir Kosygin og Brezh nev farið örugglega og gætilega, og utanríkisstefnan verið óbreytt í meg inatriðum — þeir í Moskvu virðast ekki tilieiðanlegir til þess að semja um heimsmálin við Bandaríkja- stjórn meðan styrjöldin geisar enn í Vietnam, en einmitt núna á af- mælinu berast fréttir um nýja samn inga milli Bandarikjamanna og Rússa um aukið samstarf á geim- vísindasviðinu, m. a. um stofnun sameiginlegs ráðs er fjalli um gagn kvæmar upplýsingar um árangur rannsókna og tilrauna. ar, til þess að unnt yrði að mynda samsteypustjórn á breiðari grund- velli. Frávikningin kom ekki á óvart, þótt orðrómur hefði að undanfömu verið á kreiki um tilraunir til mála- miðlunar milli Tsjombe og andstæð inga hans. Fremur hefir verið grunnt á því góða í sambúð Tsjombe og Kasavúbú í seinni tíð. Samkvæmt Reuterfrétt sfðdegis f gær var ekki talið ólíklegt að Tsjombe yrði beðinn að taka aftur við embætti forsætisráðherra, en þá f stjórn, sem mynduð væri á breiðari grundvelli. Líklegt for- sætisráðherraefni er Vietor Nend- aka innanríkisráðherra, sem er tal- inn hafa mikið fylgi, og annar er Everiste Kimba, sem var utanríkis ráðherra f Katanga þegar héraðið átti að heita sjálfstætt. þingsjá þing: V í s i s YFIRL ÝSING RfKISSTJÓRNARINNAR RÆDD Dagskrá í sameinuðu alþingi f gær var á þessa leið: 1. Rannsókn á kjörbréfi Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra, en hann tekur nú sæti á alþingi i fjarveru Péturs Sigurðssonar. 2. Borin var upp fyrirspurn frá Alfreð Gíslasyni um Tann- læknadeild Háskóla íslands, og var samþykkt að leyfa fyrirspum ina. 3. Tilkynning frá ríkisstjórn- inni, sem var flutt af Bjama Benediktssyni forsætisráðherra. Er yfirlýsingin prentuð f heild á bls. 1 í blaðinu í dag. Umræður um stefnuskrána Næstur á eftir forsætisráðherra tók til máls Evsteinn Jónsson. Taldi Eysteinn að sú yfirlýsing sem forsætisráðherra hefði lesið boðaði ekkert nýtt, taldi hann af- stöðu framsóknarmanna til rílcis- stjórnarinnar óbreytta, þrátt fyr- ir mannaskiptin í ríkisstjórninni. Eysteinn taldi að dýrtíðin hefði vaxið, og ríkisstjórnin ekki stað- ið við gefin loforð um stöðv- un dýrtíðarinnar. Eysteinn taldi að lánsfjárhöft stæðu fram- kvæmdum fyrir þrifum, og nauð- svn bæri til að losa um fjármagn- ið og auka framkvæmdir. Þá tók til máls Lúðvík Jósefs- son, og taldi stefnu ríkisstjómar- innar vera óbreytta samkvæmt yfirlýsingu forsætisráðherra. Af- staða Alþýðubandalagsins til rík- isstjómarinnar væri því áfram sú sama og áður. Taldi Lúðvík þörf á meiri framkvæmdum og auknu fjármagni, s. s. til skólamála og fleiri málaflokka. Þá tók til máls utanríkisráð- herra Emil Jónsson. Kvaðst hann vilja lýsa því yfir að tilkynning sú sem forsætisráðherra hefði lýst væri í samræmi við vilja og skoðanir Alþýðuflokksins. Taldi utanríkisráðherra eðlilegt ,að rík- isstjómin gæfi yfirlýsingu í byrj- un hvers þings yfir þau mál sem stefnt væri að leysa á næstu mánuðum. Væri sá háttur hafður t. d. á hinum Norðurlöndunum. Ræða forsætisráðherra Þá tók aftur til máls forsætis- ráðherra Bjami Benediktsson. Kvaðst hann ekki hafa búizt við þvi að fá traustsyfirlýsingu frá Eysteini Jónssyni eða Lúðvík Jósefssyni. Ekki kvaðst forsæt- isráðherra hafa orðið fyrir von- brigðum með ræðu Eysteins Jóns- sonar enda munu fáir hafa búizt við að þingmaðurinn hefði annað að segja en það, sem hann hefur margoft sagt áður og allir eru leiðir að hlusta á, jafnvel og ekki sfður hans eigin flokksmenn. Forsætisráðherra vitnaði í stefnu- yfirlýsingu sem lesin var upp af þáverandi forsætisráðherra Ólafi Thors í nóv. 1959. Sagði for- sætisráðherra að megin stefna ríkisstjórnarinnar væri hin sama og þá var lýst, en það er að tryggja efnahagslegt öryggi þjóð- arinnar inn á við og út á við, að trvggja örugga atvinnu fyrir alla landsmenn og bæta lífskjörin. Forsætisráðherra kvaðst ekki ætla að rifja upp hvernig ástandið var í þjóðlífinu er núverandi ríkis- stjórn tók við, það væri nokkuð sem allir vissu að þá voru gjald- evrisskuldir og mikil vanskil er- lendis. Það væri einnig vitað, að þá voru atvinnuhorfur fyrir al- menning ekki góðar vegna þess að viða vantaði atvinnutæki og at- vinnuvegirnir voru að stöðvast vegna rangrar stefnu vinstri stjórnarinnar í atvinnu og fjár- málum. Forsætisráðherra upplýsti að nú ætti þjóðin gjaldeyrisvara- sjóð sem næmi um 18 hundruð millj. kr. og vanskilaskuldir væru engar erlendis nú. Ráðherrann sagði ennfremur að atvinnu- ástandið í landinu væri nú betra en nokkm sinni áður, og tekjur manna jafnari og meiri en áður hefur þekkzt. Ennfremur sagði ráðherrann að þótt ýmislegt væri enn ógert og sumt mætti betur fa þá myndu allir sanngjamir menn viðurkenna að margt hafi vel tekizt hjá núverandi rfkis- stjórn og þjóðin stæði nú vel að vígi í baráttunni fyrir enn betri lífskjörum. Þá tók aftur til máls Lúðvík Jósefsson, fór hann með nokkrar tölur um gjaldeyriseign og skuld- ir út á við. Gerði hann lítið úr þeirri gjaldeyriseign sem hefur safnazt. Forsætisráðherra Bjami Bene- diktsson tók aftur til máls og las upp nokkrar tölur vegna ræðu Lúðvíks Jósefssonar í sambandi við gjaldeyriseignina. Að lokum tók til máls Eysteinn Jónsson, talaði hann í styttra lagi en í sama dúr og áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.