Vísir - 16.10.1965, Síða 6

Vísir - 16.10.1965, Síða 6
6 VISIR . Laugardagur 16. október. Kvikmynd — y Framhald af bls. 1. — Hefur hlutverkaskipan ekki verið ákveðin enn? — Nei, það er allt óákveðið með hana. — En leikararnir verða þó vonandi íslenzkir? — Já, flestir þeirra. í því, sem tekið verður í Danmörku, verð ur eitthvað af dönskum leikur um. — Hver gerir kvikmyndahand ritið?. — Leikstjórinn Gabriel Aksel hefur gert vinnuhandritið (það sem á dönsku nefnist drejebog) en skáldið Frank Jæger gerði textann. — Hvenær má svo gera ráð fyrir að myndín verði frum- sýnd? — Vonandi einhvern tíma i ársbyrjun 1967, í janúar eða febrúar ef allt gengur vel. Verð ur hún liklega frumsýnd í Reykjavík og Kaupmannahöfn um leið. — Veiztu hvort stendur til að taka fleiri kvikmyndir hér? — Já, það eru áframhaldandi plön um að taka hér mynd sum arið 1967. Á það að verða eins . konar kúrekamynd — grín- mynd. lslenzkt landslag, ís- lenzkir hestar og íslenzkir naut gripir. — En leikararnir? — X>að verður alþjóðleg hlut- verkaskipan, með nokkrum frægum stjörnum. — Eiga Islendingar þá ekki að vera með? — Jú, jú, þeir fá að vera með. Það eru meira að segja miklir möguleikar á að íslenzkir leikar ar fari með tvö stór hlutverk. — Hvað eiga þeir að tala? Þó ekki íslenzku? — Það verða engin vandræði '«ieð talið. Það verða ekki sögð nema tvö orð í allri myndinni, I upphafi hennar og síðan endur tekin í lokin. — Á hvaða máli verða þau sögð? — Þau verða sögð á öllum málum og engu máli. Það eru nöfnin á aðalhetjunum, karl- hetjunni og kvenhetjunni. Þetta verður sem sagt sannkölluð al- þjóðleg kvikmynd. Kjarval — Jramhald bls 1 anlegt yndi, hann hefur aukið hug myndaflug þeirra, hann hefur eggj að þá og stælt. Jóhannes Kjarval er einn af aðalþáttum Islandssögu á tuttugustu öld, En Jóhannes Kjarval er ekki að eins mikill listamaður. Hann er einnig óvenjulegur maður. Ég man eftir honum frá bernskudögum mín um, áður en ég gerði mér nokkra grein fyrir, að hann var stórbrot- inn málari. Þegar hann kom á heim ili foreldra minna, gekk hann ekki fram hjá feimnum dreng, án þess að leggja stóra hönd sfna á lftinn koll hans og segja eitthvað við hann. Ég man, að það var stund- um alvara stundum spaug. En það var ávallt hlýlegt. Síðan hefi ég vitað, að Jóhannes Kjarval hefur gott hjarta. En hjartalagið eitt hefði ekki gert hann að því sem hann er. Hann hlaut fullkomna menntun og tók tilskilin próf. Það hefði ekki heldur nægt til þess að gera hánn að þeim snillingi, sem hann er. En hann reyndist gæddur skapandi Iistgáfu og þó síðast en ekkj sízt töfrandi og óræðu ímyndunarafli, sem er stundum beizlað, en stund um óbeizlað í myndum hans. Or þessu varð sá Jóhannes Kjarval, sem íslendingar þekkja og hylla . nú áttræðan. í tilefni þessa dags hafa nokkrir 1 vinir Jóhannesar Kjarvals gengizt | "fyrir því. að í Lambastaðatúni á Seltjamamesi verði reist einbýlis hús, ætlað listmálara Helmingur áætlaðs byggingarkostnaðar er gef inn af Seðlabanka íslands, hinn helmingurinn lánaður úr Bygging arsjóði Listasafns Islands, en ríkis sjóður mun endurgreiða Bygging arsjóðnum féð á nokkrum árum á- samt fullum vöxtum. Menntamála ráðuneytið er ætlað að hafa ráð- stöfunarrétt á húsinu í framtíð- inni sem íbúð handa íslenzkum listmálara, en það var frá upp- hafi ætlun allra, sem hér eiga hlut að máli, að bjóða Jóhannesi Kjarval að búa þar fyrstum manna, í heiðursskyni og viðurkenningar fyrir ómetanleg afrek hans í þágu íslenzkrar listar, og hefur hann þegið það. Ég flyt Jóhannesi Kjarval hug- heilar hamingjuóskir rikisstjórnar islands á áttræðisafmælj hans. Ég veit, að öll islenzk þjóð óskar hon um til hámingju og þakkar honum allt það, sem hann er henni og gaf henni. Kjarval hefur gefið þjóð sinni nýtt ísland. Sannleikurinn er sá, að án listar sæju menn næsta lítið í náttúrunni. Hvar var fegurðin í mosanum og hrauninu, áður en Kjarval sýndi okkur hana? Hefur ekki Þingvöllur orðið feg- urrj í augum okkar vegna verka hans? Og hann hefur gefið okkur ótal nýjar hugmyndir. Sannleikur- inn er einnig sá að lífið líkir meira eftir listinni en listin eftir lífinu. Kjarval á stærri þátt og sterkari í þeim hugarheimi, sem við búum nú í, en við gerum okk ur fulla grein fyrir á þessari stundu. Það er þess vegna, sem Kjarval er jafngildur þáttur af ís landi og íslendingum og raun ber vitni. Það er þess vegna, að aldr ei verður til ísland eða íslending- ar án Jóhannesar Kjarvals.“ 7-800 í afmælisveizlu Verzlunarskólans Sömdu ■bmb ^ < 'a' Framhald af bls. 1. í þeim tilfellum, sem samningar sambærilegra stétta hafa breytzt á samningstímabilinu Þá eru í samningnum smávægi- legar breytingar, sem snerta um 70 borgarstarfsmenn. Stærsti hópurinn þar er starfsfólk sund staðanna, 25 manns, sem hækka úr 5. flokki í 6. flokk. Áður höfðu tekizt samningar við hjúkrunarfélagið, en við lögreglumannafélagið tókust ekki samningar og fer sú kjara deila því fyrir Kjaradóm. í gærkvöldi hélt sáttasemjari fund með samninganefndum í fjórum bæja- og sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Undir miðnætti leit svo út, að sam- komulag næðist ekki og færi kjaradeila starfsmannanna þá fyrir Kjaradóm. Kirkja Framh. af bls. 16 eftir fundarsetningu prófessor Jóhann Hannesson um safnaðar þjónustu og prófessor Þórir Kr. Þórðarson um safnaðarþjón- ustu, einkum varðandi aldrað fólk. Einnig var skipað í nefnd ir. 1 dag flytur Gísli Sigurbjörns son framsöguerindi um þjón- ustu við aldrað fólk og ávörp verða flutt. Eftir hádegi fara fram umræður. Á mánudag flytur Dr. Robert Abraham Ottósson ávarp: Hlut verk organista og söngstjóra í söfnuðinum. Ýmis mál verða tekin til umræðu. Kirkjufund- inum lýkur með guðsþjónustn og altarisgöngu síðdegis. Um kvöldið verður kveðjusamsæti fyrir fulltrúa. 700—800 manns komu á mót tökuna, sem haldin var í Verzl unarskólanum kl. 5 síðdegis í gær, í tilefni af 60 ára afmæli skólans. Skólanefnd og skóla- stjóri tóku á móti gestunum. Meðal þeirra voru dr. Bjarni Kjúpnaveiðl — Framh. ai bls. 16 sig mest við snjómörkin. Til þessa hafa verið hlýviðri, en nú snjóaði, einkum norðanlands, og má telja líklegt, að rjúpan hafi færzt nær byggð með nýsnævinu, Næsti maður, sem Vísir átti tal við í gær, var Tryggvi Einars- son bóndi í Miðdal, kunn rjúpna- skytta, og bær hans miðsvæðis í rjúpnalandi. — Ég er á allt öðru máli en vísindin, sagði Tryggvi, a. m. k. að því leyti sem snertir Suðvestur- .lan^ ; ýn^ aðra lap^hluta .er^ méf. ekki kunnugt. Rjúpnastofninn á að vera í há- marki f haust. Ég verð þess ekki var. Rjúpan hér á Reykjanesfjall- garðinum og heiðunum norður af honum hagar sér allt öðru vísi en hún gerði áður fyrr. Það varð mikil breyting á háttemi hennar eftir að hlýna hefur tekið í veðri. Snjórinn er skjól hennar og vemd, auk þess er hún hænsnfugl og fælist vatn. Ég hygg, að þetta hvort tveggja séu helztu ástæðurnar fyrir rjúpnaleys- inu hjá okkur Sunnlendingum. Ég hef tekið eftir því á mörgum undanförnum ámm, bætti Tryggvi við. að það kemur hingað rjúpa á hverju vori til að verpa. Þetta er að mestu eins konar „farfugl", sem á ekki hér heima, og hagar sér allt öðru vísi heldur en sú rjúpa, sem hér er staðbundin. Svo hópar hún sig saman á haustin, venjulega ná- lægt veturnóttum og hverfur þá að fullu og öllu. Mér hefur dottið í hué, að hún færi til Grænlands — annars veit ég það ekki. í vor verpti rjúpa með minnsta móti hér á Mosfellsheiðinni og suður um allt Reykjanesið. Það sannfærðist ég um á refaveiðum og öðrum ferðum mínum. Þetta stangast á við kenningu vísinda- mannanna, en þó er það staðreynd. Þriðji aðilinn, sem Vísir leitaði til, var Guðbjörn Einarsson, bóndi og hreppstjóri á' Kárastöðum í Þingvallasveit, en nágrenni Þing- vallasveitar hefur löngum verið vinsælt rjúpnaland. — Rjúpa verpti talsvert hér í sveitinni í sumar, m. a. sá ég nokk- ur hreiður alveg við túnið hjá mér, sagði Guðbjörn. Nú er rjúpan öll komin til fjalla og horfin af lág- lendinu. En um gangnaleytið f haust urðu menn varir við talsvert slangur af rjúpu, þar sem hæst var. t fyrradag gerði hörkuveður með norðanbáli um þessa slóðir. og þá gránuðu Súlur og eins toppurinn á Ármannsfelli. Það má vera, að rjúpan hafi færzt nær við það. Benediktsson forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri, fyrrverandi skóla- stjóri Verzlunarskólans. Skól- anum bárust margar gjafir við þetta tækifæri, þar á meðal plötusafn frá Haraldi í Fálkan um og bræðrum hans. Á þrí- dálkamyndinni sést yfir gesta hópinn í salnum og er Magnús J. Brynjólfsson í ræðustól. Biblíufélagið 150 ára Afmælishúfíð í Dómkirkjunm Nú um helgina verður hátíðlegt haldið í kirkjum landsins 150 ára afmæli Hins íslenzka Biblfufélags, en það er elzta starfandi félag á landinu, og aðeins 11 árum yngra en elzta Biblfufélag heims, — hið brezka. Afmælishátíð. verður í Dómkirkj u-nni í Reykjavík, annað kvöld, þar sem kirkjumálaráðherra, Jóhann Hafstein flytur ávarp. Þá verður selt í öllum kirkjum landsins, svo og bókabúðum, hið vandaðasta af mælisrit, rúmar 130 síður að stærð, og verður ágóðanum af sölu ritsins varið til þýðingar- og endur skoðunarstarfa á Biblíunni, sem Biblíufélagið kostar. Ásmundur fyrrum biskup Guð- mundsson hefur í langan tíma unn ið að endurskoðun á Nýja Testa mentinu og hefur hann nú afhent Biblíufélaginu handritið að gjöf. Þá hefur félagið ennfremur hlotið aðra veglega afmælisgjöf. Ólafur Ólafsson, kristniboði hefur fært ! Alúmín — Framh. af bls. 1: sé fyrir hendi að dómi aðila. Af íslands hálfu tóku þátt í við- ræðunum m. a. iðnaðarmálaráð- herra, Jóhann Hafstein, og dr. Jóhannes Nordal, og frá Swiss Aluminium Ltd. forstjórar fé- lagsins, E. Meyer og dr. Miiller, en frá Alþjóðabankanum R. Hornstein. Fundinn sátu einnig lögfræð- ingar og sérfræðingar aðila“. ! félaginu að gjöf eitt eintak hverrar þeirrar biblíu, sem fél. hefur gef- ið út, en þess má geta að einasta bókaeign félagsins var aldar gömul fundargerðabók. Enn vantar þrjár biblíur upp á að heildarsafn sé til, og yrði það eflaust félaginu vegleg afmæl- isgjöf að fá einhverja þeirra að gjöf á þessum tírpamótum. Listamena — Framh. af bls. 16 Híbýli þessi eru þannig, að tveir listamenn geta verið þar samtímis með eiginkonum sín- um en hafa sameiginlega eld- hús. Er rúmgott hjá þeim og ágæt aðstaða til vinnu í stórri stofu eða úti á rúmgóðum svöl- um. Nú sem stendur skipta danskir og íslenzkir listamenn húsnæðinu með sér og verður svo í tvö ár. Núna fyrir nokkru kom Haf- steinn Austmann list.málari hing að heim eftir að hafa dvalizt þarna í tvo mánuði með konu sinni. Og um þessar mundir er Sigurður Sigurðsson listmálari þar með konu sinni. Áður voru búnir að dveljast þar Veturliði Gunnarsson og Kjartan Guðjóns son. Og eftir að Sigurður hefur verið þar sína tvo mánuði fara næst þangað Magnús Á. Árna son og frú Barbara, Einar Bald vinsson og Þórður Sigurðsson. þeir íslenzku listam. sem þegar hafa notið Rómaborgardvalar- innar með þessum hætti róma það mjög, hve þægilega aðstöðu þessi samastaður gefi. Hjartkær eiginmaður minn GEIR KONRÁÐSSON Laufásvegi 60 sem andaðist 10 þ. m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 18 þ. m. kl. 1,30 síðdegis. Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hins látna vinsamleg- ast láti líknarstofnanir njóta þess. Guðbjörg G. Konráðsson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.