Vísir - 22.10.1965, Side 1

Vísir - 22.10.1965, Side 1
V VÍSIR 55. árg. — Föstudagur 22. október 1965. — 241. tbl. 'Tff Susanna Reith hið umdcilda strandskip liggur enn í Reykja BLAÐIÐ í DAG víkurhöfn og er óljóst hver ör lög þessa skips verða. Nýlega er kominn hingað þýzkur mað ur fyrir eiganda skipsins tii að kynna sér málið og nú um helg ina er væntanlegur eigandl skipsins Hans Edwin Reith, en hann er nú staddur i Banda- rikjunum. Hann er eigandi Or- Framhald bls 6. Fyiri eigandi SUSÖ\'NU kemur hingað um helgina Lögreglan fær radar-tæki til hraðamælinga . . . og þannig lítur mælirinn út, sem markar hraða bifreiðarinnar skýrt og greiniiega. Merkileg nýjung í umlerðareltirliti Lögreglan er nú að fá nýtt tæki til þess að hafa eftirlit með hraða bifreiða og á að reyna það á næstunni í Reykja vík og nágrenni og kanna hvaða gagn er hægt að hafa af því. Hér er um að ræða radar-tæki sem getur svo að segja á svip stundu sagt fyrir um hraða þeirra bifreiða sem því er beint að. Tækið kallast „Stephenson Radar Speedanalyser". Það er í tveimur hlutum. Annar hlut- inn en nokkurs konar radarspeg ill, sem beint er móti bifreið þeirri sem mæla á hraðann á. Hinn er mælir, þar sem mæl- isnál markar skjótlega hraða bifreiðarinnar í kfiómetrafjölda á klst. Tæki þetta er mjög hand- hægt og auðvelt í allri með- ferð. Það mun styrkja sönnunar aðstöðu lögregluþjóna fyrir því að ökuhraðabrot hafi verið framið, því að hægt er að framhald á bls. 6 Þannig lítur radarskífan út, sem stefnt er gegn grunsamlegum bifreiðum. Hallvelg Fróoadóttir í Reykjavíkurhöfn í morgun, er henni hafði verið fylgt tfl hafnar vegna Iandhelgis- brots. 1 baksýn sést Þorkeli máni. Varðskipið Albert kom f nótt til Reykjavikur með tvo ís- lenzka togara, sem teknir voru að meintum ólögiegum veiðum í Faxaflóa. Réttarhöld munu að Ifkindum hefjast sfðdegis. Vísir fékk þær upplýsingar árdegis f dag hjá forstjóra Landhelgisgæzlunnar Pétri Sig- urðssyni, að varðskipið Albert hefði komið að togurunum Hall veigu Fróðadóttur og Þorkatli Mána í nótt að meintum ólög- legum veiðum 3—4 sjómílur innan þeirra marka, sem gilda fyrir togveiðar íslenzkra skipa í Faxafióa. Er það um bil út af miðjum flóanum, sem þeir voru teknir. Þegar Vísir átti tal við Pétur Sigurðsson var ekki að fullu ákveðið um réttarhöld, en lík legt talið. að þau myndu hefj ast siðdegis. Þorkell máni var alveg ný- farinn á veiðar (20. þ. m.) en Hallveig Fróðadóttir fór á veið ar þann ellefta. NÝTT TOLLSKÝLI Það er verið að hreinsa bruna rústirnar að Straumi, sagði Sig- urður vegamálastjóri Jóhanns- son í viðtali við Vísi í morgun. Þegar því er lokið og um leið og Keflavíkurvegurinn verður opnaður flytjum við þangað til- búið skýli, sem Vegagerðin á. Verið er að undirbúa smíði nýs skýlis að Straumi. Það verður byggt nákvæmlega eins og ikýlið sem brann — og líka úr timbri, þar sem við reiknum ekki með að það verði kveikt f því líka, sagði vegamálastjóri að lokum. Bifreiðin, sem árekstrinum olU. Drukkinn, olli slysi og stórskaða Á ellefta timanum í gærkvöldi ók drukkinn ökumaður á strætisvagn og stórskemmti báðar bifreiðirnar. Farþegi sem sat í farþegasætinu hjá drukkna bílstjóranum slasaðist og var fluttur í sjúkrahús. Lögreglunni var tilkynnt um á- reksturinn kl. 22.19, en hann hafði orðið á Suðurlandsbraut gegnt Múla Strætisvagn var á leið austur göt- una en á móti kom Moskvitchfólks bíll og var þeim síðarnefnda ekið á hægri akrein, eða öfugu megin á vegi. Strætisvagnsbílstjórinn sá hvað verða vildi og hafði dregtð svo mjög úr hraðanum að hann var t þann veginn að nema staðar þegar Moskvitchbíllinn skall framan á hann. Ef strætisvagninn hefði verið á teljandi ferð hefði vafalaust orðið þarna enn alvarlegra slys og meira tjón. Báðir bílarnir skemmdust. Stræt isvagninn hægra megin að framan, en litli bfllinn klesstist allur að framan, og það svo mjög að öku- maðurinn sat fastur undir stýr l inu og gat sig hvergi hreyft. Urðu lögreglumenn, sem komu á stað- inn að losa hann undan því. Hann virtist þó ekki vera slasaður að ráði, en blæddi samt lítilsháttar úr vör. Þeim mun meira slasað ist farþegi hans, maður á fimmt ugsaldri sem sat í framsætinu við Framhald á bls. 6. \

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.