Vísir - 22.10.1965, Side 5
VlSIR . Föstudagur 22. október 1965.
5
útlönd í raorgun
útlönd í morgún
utlönd. i morgun utlönd 1 morgun
Nkrumah villsenda her tíl Rhodesiu
—ef„Bretar breaðist skyldu sinni"
Orðrómurinn um að Wilson
myndi fara til Salisbury reynd-
ist réttur. Lundúnafréttir í gær-
kvöldi og morgun herma, að
þeir fari þangað um helgina,
hann og Bottomley samveldis-
ráðherra, til þess að reyna á ný
— að aftra því, að lýst verði
einhliða yfir sjálfstæði — og
verður nú reynt að ná samkomu
lagi á grundvelli yfirlýsingar
Smiths, en hún fól í sér loforð
um að virt yrðu í sérstökum
sáttmála réttindi allra lands-
manna.
Smith sagði í útvarpsræðu i
gærkveldi, að ákvörðunin um
heimsókn Wilsons sýndi, að
enn væri þó vonarneisti óslokkn
aður, en ekki varð þess vart hjá
honum, að Rhodesiustjóm gæti
slakað til, og raunar kom það
----------------------------<s>
Alisherjarverkfall
í Argentínu
Peroniska ’.andssambandíð í
Argentínu boðaði til allsherjar-
verkfalls í gær eftir að verka-
maður hafði verlð skotinn til
bana og annar særður lífshættu-
Iega í átökum milli lögreglunnar
og verkamanna.
Átökin urðu í miðhluta
Buenos Aires og í úthverfunum.
Báðir mennirnir vom úr félagi
málmlðnaðarmanna.
Mikil ólga er í landinu eins
og getið hefir verið í fyrri frétt-
um, eða síðan frú Peron kom
til landsins á dögunum i afmæl-
isheimsóknina.
Allsherjarverkfallið á að
standa til miðnættis næsta.
b i n g
skýrt í ljós í ræðu hans, að þeir
hefðu verið búnir að þrautræða
málið I Lundúnum hann og Wil-
son.
Fundur Einingarsamtaka Af-
ríku hófst í gær í Accra. Sitja
fundinn fulltrúar 28 þeirra ríkja,
sem í sambandinu eru, en ná-
grannalönd Ghana, fyrr fransk-
ar nýlendur, sitja hann ekki,
vegna þess að hann er haldinn í
Ghana, þar sem þau segja að
skotið hafi verið skjólshúsi yfir
undirróðurs og landshorna-
menn, sem vinni gegn hagsmun-
um þeirra og öryggi.
Rhodesiumálið er á dagskrá
á fundinum og ræddi Nkrumah
forseti Ghana það í alllangri
ræðu. Kvaðst hann þess fullviss,
að eining mundi ríkja um það í
sambandinu, að leggja til herlið
til hjálpar þeim 4 milljónum
blökkumanna í Rhodesiu, sem
byggju við stjóm 200,000 hvítra,
án sjálfsögðustu réttinda.
Nkrumah tók það fram, að þvl
aðeins væri þörfin á hemaðar-
legri aðstoð fyrir hendi, að
Bretar brygðust skyldu sinni
gagnvart blökkufólkinu
þingsjá Vísis
Nkrumah.
heims-
horna
milli
Mikill straumur fólks frá
Kúbu er nú til Floridaskaga f
Bandaríkjunum eftlr tveggja
daga hlé sem varð á flutningun-
um.
► Callaghan fjármálaráðherra
Bretlands sagð’i í ræðu í London
í gær (fimmtudag) að ekki
mætti slaka á í baráttunni til
þess að treysta efnahag lands-
ins.
► Það veldur vonbrigðum á
Bretlandi, að Ástralíumenn hafa
ákveðið að kaupa bandarískar
flugs í stað brezkra. Boelng- og
farþegaflugvélar tll Innanlands-
CD-gerðir urðu fyrir valinu.
Kaupverð er samtals 28 mlll-
jónlr punda.
^ Bretar ætla að smíða kjam-
orkukafbát sem á að fá heitið
HMS CHURCHILL.
► Lundúnaútvarpið skýrðl frá
þvf f morgun, að Austur-Þjóð-
verjl, ungur vélamaður, hefði
komizt undan á flótta til V.Þ.
loftleiðis, f lítilli flugvél. Mað-
urinn hafðl aldrei flogið fvrr.
þingsjá Vísis
Frumvörpum um hiísnæðismál og verðtrygg-
ingu fjárskuldbindingu fylgt ár hluði
Fundir vom f báðum deildum
alþingis f gær.
Efri deild.
Tvö mál voru á dagskrá i efri
deild.
I. Frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum nr. 19 10. mai 1965,
um Húsnæðismálastofnun ríkis-
ins.
í samræmi við yfirlýs-
inguna í sumar.
Félagsmálaráðherra Eggert G.
Þorsteinsson fylgdi málinu úr
hlaði. Frumvarp þetta er flutt i
samræmi við yfirlýsingu þá um
húsnæðismál, sem ríkisstjórnin
gaf í sumar í sambandi við samn
inga verklýðsfélaganna um kjara
málin. Enn fremur er lagt til,
að fasteignamat til eignaskatts
verði sexfaldað. Aðal ákvæði
frumvarpsins eru: Ríkisstjórnin
getur Iátið byggja hagkvæmar,
ódýrar íbúðir í fjölbýlishúsum i
samvinnu við hlutaðeigandi sveit
arfélög. Lánsfjárhæðin má nema
allt að kr. 280.000,00 á hverja
íbúð, þó ekki meira en 3/4 hlut
um verðmætis fbúðar samkvæmt
mati trúnaðarmanna Veðdeildar
Landsbanka íslands. Lánsfjárhæð
in, kr. 280.000,00 er miðuð við
visitölu byggingarkostnaðar 1.
júlí 1964, en skal framvegis
hækka eða lækka samkvæmt
þeirri vfsitölu. Heimilt er þó að
veita hærra lán til efnalítilla með
lima verkalýðsfélaga, og skal f
þessu skyni verja 15 — 20 millj. kr.
árlega af tekjum byggingarsjóðs
rfkisins. Láglaunafólk í verklýðs
félögum skal hafa forkaupsrétt að
íbúðum þeim, sem byggðar eru
og er heimilt að veita meðlimum
verklýðsfélaga lán til kaupa á
íbúðunum, sem nemur 4/5 hlut-
um af verðmæti íbúða og skal pá
telja gatnagerðargjald með verð-
mæti íbúðanna. Lán, sem veitt
verða meðlimum verklýðsfélaga,
skulu vera til 33 ára, afborgana
laus fyrstu 3 árin, en endurgreið
ast síðan á 30 árum. Lán þessi
verða því aðeins veitt, að kaup
andi íbúðar hafi greitt 5% af
verðmæti íbúðarinnar einu ári áð
ur en honum verður afhent full
gerð íbúð og setji þá tryggingu,
sem Veðdeild Landsbanka íslands
tekur gilda fyrir skilvfsri greiðslu
þeirra 15%, sem honum ber að
greiða með jöfnu greiðsl-
um árlega næstu þrjú árin.
Alltaf með útgjöldum
en aldrei með tekjuöflun
Ólafur Jóhannesson tók næstur
til máls. Hann sagði að frumvarp
þetta myndi veita mönnum mik-
inn stuðning við byggingu húsa,
en sagðist vera algjörlega á móti
hækkun fasteignaskatts. Ólafur
taldi, að hækkun fasteignaskatts
myndi ýta undir dýrtíðina og
verða til að húsaleiga hækkaði al
mennt. Ræðumanni fannst, að
herða ætti eftirlit með skattsvik
um og reyna að uppræta alla skatt
svikara. Þá tók til máls fjármála
ráðherra Magnús Jónsson og
sagði að það væri venja fram-
sóknarmanna að vera með öllum
útgjöldum, en á mótf allri tekju
öflun. Ráðherrann sagðist taka
vel á móti öllum tillögum fram-
sóknarmanna er vörðuðu sparn
að. Varðandi eignaskattinn sagði
ráðherra að deila mætti um, hvort
hann væri f þessum lögum eða
öðrum. Ráðherrann sagði að það
væri mjög eðlilegt að þeir sern
hefðu komið sér upp fasteignum á
betri tímum, legðu eitthvað í söl
urnar til að hjálpa þeim er stæðu
í húsbyggingu núna. Þá tók Ólaf-
ur Björnsson til máls, og sagð
ist aðeins vilja leiðrétta þau um
mæli Ólafs Jóhannessonar um að
skattur þessi mundi leiða til auk
innar dýrtíðar og hækkandi húsa-
leigu, þvf eigendur fasteigna
myndu sjálfir bera þennan skatt,
og færði nokkur rök máli sínu til
stuðnings. Ólafur Jóhannesson
tók aftur til máls og einnig Alfreð
Gíslason. Að lokum tók félags-
málaráðherra til máls og svaraði
nokkrum athugasemdum Ólafs og
Alfreðs. Málinu var síðan vfsað
til 2. umræðu og heilbrigðis og
félagsmálanefndar.
Atvinnuréttindi vélstjóra.
2. Frumvarp til laga um at-
vinnuréttindi vélstjóra á islenzk
um skipum. Sjávarútvegsmála-
ráðherra Eggert G. Þorsteinsson
talaði fyrir málinu Ráðherrann
sagði að frumvarp þetta hefði orð
ið til vegna starfa nefndar sem
menntamálaráðherra hefði skipað
í febrúar 1964 til athugunar á
menntunarkröfum og atvinnurétt
indum vélstjóra. Ráðherrann
rakti síðan efni frumvarpsins í
megindráttum, og var málinu síð
an vísað til 2. umræðu og sjávar-
útvegsnefndar.
Dregið úr óvissu um
framtíðarverðgildi
peninga.
Neðri deild.
I neðri deild var eitt mál tekið
til umræðu. Frumvarp til laga um
verðtryggingu fjárskuldbindinga.
Viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ.
Gíslason fylgdi málinu úr hlaði
og gaf yfirlit yfir frumvarpið.
Meginefni frumvarpsins er verð-
trygging, þar sem annað hvort
er miðað við vísitölu eða annan
hliðstæðan grundvöll, og nær það
til fjárskuldbindinga, bæði þeirra,
sem ákveðnar eru í peningum,
svo og í öðrum verðmæli. Það
er meginstefna frumvarpsins, að
verðtrygging sé aðeins leyfð, þeg
ar ákveðnum skilyrðum er full-
nægt. Gert er ráð fyrir sjálfstæðri
en takmarkaðri heimild til verð-
tryggingar hjá lífeyrissjóðum og
fjárfestin'garlánastofnunum. Verð
trygging á innlánum innlánsstofn
ana yrði háð ákvörðun Seðlabank
ans, svo og varðtrygging í samn
ingum milli annarra aðila.
Hér er í raun og veru mörkuð
leið til þess að draga úr einni
tegund áhættu, þ. e. a. s. óviss-
unni um framtíðarverðgildi pen-
inga, í viðskiptum sparifjáreig
enda og annarra eigenda fjár-
magns annars vegar og lántak-
enda hins vegar. Stefnt er að þvi
að skapa svipaðar aðstæður að
þessu leyti og við stöðugt verð
lag.
Frumvarpið gerir ráð fyrir, að
verðtrygging sé því aðeins leyfð,
að fjárskuldbinding standi í a.
m. k. þrjú ár, en með því mundi
komið í veg fyrir, að vísitölu
krónan ryðji sér til rúms í al-
mennum peningaviðskiptum.
Þá tók til máls Einar Ágús'.s
son og sagði að lögin hefðu heilla
vænleg áhrif ef vel myndi tak
ast, og sagði, að verðtrygging
sparifjár væri nauðsynleg, enda
hefðu framsóknarmenn verið me'-
þessu máli og nú síðast á siðasta
alþingi. Ræðumaður sagði að
brýn nauðsyn væri að bæta hlu!
sparifjáreigenda, og draga úr
dýrtíðarspennunni, og sagði að
sparifé væri verðtryggt í mörg-
um löndum.
Að síðustu tók til máls Lúð-
vík Jósefsson. Lúðvík sagði að
ekki þyrfti um það að deila að
vinna bæri gegn verðbólgunni,
Að lokum sagði Lúðvík að lög
þessi þyrftu að vera víðtæk verð
trygging, og ráðstafanir gegn dýr
tíð. Málinu var síðan vísað til
2. umræðu og fjárhagsnefndar.
Ný mál
Frumvarp til laga um raforku
veitur. Flm. Skúli Guðmundsson
og fleiri. Frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 19 frá
1887, um aðför. Flm. Ólafur Jó
hannesson. Frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 115 7. nóv.
1941, um Búnaðarbanka íslands.
Flm. Páll Þorsteinsson og fleiri.
Frumvarp til laga um verðjöfn-
unar og flutningasjóð síldveiða
árið 1965.
Frumvarp til laga um heimild
fyrir ríkisstjórnina til að selja
eyðijörðina Hálshús í Reykjar-
fjarðarhreppi. Flm. Hannibal
Valdimarsson. Tillaga til þings
ályktunar um undirbúning löggjaf
ar um þjóðaratkvæði Flm. ólafur
Jóhannesson og fleiri.
MUUÍLílj;:..