Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 2
2 VI SIR . Laugardagur 23. október 1965. / 7 AF 15 íRU HUSMÆÐUR! við Dani, en sigurvonin er alltnf fyrir hendi og það verður örugglega barizt hart. — Sagt frá landsliðinu, sem fer utan á mánudaginn til keppni. Kvennalandsliðið okkar á erfiða Eeiki framundan if- Á mánudaginn fer íslenzka kvennalandsliðið í handknattleik utan. Það eru Danir, sem keppa á við og eru leikirnir liður í heimsmeistarakeppn- inni, og heldur það lið áfram, sem hefur betur samaniagt í mörkum eftir leikina tvo, sem fram fara á fimmtudagskvöldið og á laugardaginn. Þúsundir manna horfðu á flestar þessar sömu stúikur gera jafntefli við dönsku stúlkurnar á Norðurlandamótinu í fyrra á Laugardalsvelli. Þá var barizt og stór sigur unninn. Mig minnir, að íslenzka landsliðinu hafi verið gefin að vinargjöf lítil fallbyssa úr silfri. Þetta var nokkurs kon- ar tákn þeirra fallbyssuskota, sem íslenzka liðið hafði sent í mark and- stæðinganna. Vonandi tekst nú eins vel til gegn Dönum! Það vekur athygli að lands- liðið okkar, sem samanstendur af 15 stúlkum úr 6 félögum í Reykjavík og Hafnarfirði og var skipað á mjög líkan hátt I fyrra- sumar, er mjög samstætt og það var eins og á vellinum ynni saman ein órofa heild, en ekki stúlkur, sem öðru hverju keppa sín á milli með tilheyrandi metn aði. Það er sagt að andinn í lið- inu sé enn sá sami. Það ætti að vera hið mikla happ landsliðsins okkar. Oftást er það svo með ungar stúlkur, sem hafa iðkað íþróttir á táningaaldri að þær verða að hætta afskiptum af íþróttum. Þær fá flestar nýtt hlutverk, húsmóðurstarfið kallar á þær og ekki síður á auglýstum æfinga- tímum félaganna en öðrum tím- um. Börnin þurfa alltaf eftirlit og umönnun, það þarf að sjá um kvöldmatinn og þegar að æfingatímanum líður eru hús- mæður yfirleitt ekki mjög á- fjáðar í að leggja á sig langa ferð til íþróttahússins. Þess vegna hætta flestar stúlkur í íþróttum, þegar heimilisstörfin fara að kalla. Samt eru 7 af 15 stúlkum í islenzka landsliðinu húsmæður og er það áreiðanlega met út af fyrir sig. Tólf börn eiga þær þessar stúlkur samanlagt og stundum hefur jafnvel komið fyrir að börnin hafa orðið að fylgja með á æfinguna, því eng- inn var tiltækur til að sjá um bömin meðan húsmóðirin skrapp á æfinguna. Við fórum í gær til tveggja þessara stúlkna og röbbuðum stundarkorn við þær á heimilum þeirra. Svana Jörgensdóttir, er 31 árs gömul og er elzt stúlknanna 1 landsliðinu að þessu sinni. Hún byrjaði að leika handknattleik með Ármanni 13 ára gömul 1947 og hefur leikið síðan með félaginu með hléum þó, því hún dvaldist í Munchen I Þýzka landi með manni slnum og börn um meðan hann var við verk- fræðinám þar. Það var árin 1954 —55 og svo aftur 1958—61, en þá lék hto með liðinu ESV LAIN, sem er félag stofnað af jámbrautarstarfsmönnum bofg- arinnar. Þar lék Svana 78 opin- bera leiki a'.is, en hér heima eru leikirnir eitthvað á annað hundr- að, — 100. leikinn lék hún i fyrra. — Hvernig er það fyrir gifta konu og móður að stunda hand- knattleiksæfingar? „Ég á skilningsríkan eigin- mann og hann hefur frekar hvatt mig en latt til æfinganna. Ég segi það satt að ég væri fyrir löngu hætt í handbolta ef hann hefði ekki verið mér svo góð hvatning. Annars er það nauð- syn hverri konu að stunda ein- hverja íþrótt, og handboltinn finnst mér ágæt íþrótt og þess vegna hef ég haldið áfram að stunda hana. Hins vegar getur þetta orðið of mikið af því góða, t.d. ef mikið væri af utanferðum sem þessum“. Svana á 8 landsleiki að baki á 15 ára ferli sínum í meistara- flokki. Sex sinnum hefur hún orðið íslandsmeistari og í nokk- ur skipti Revkjavíkurmeistari. Og ekki má gleyma Norður- landatitlinum, en hún var með I sigri íslands í fyrra. „Ég þori ekki að spá neinu um úrslitin í Danmörkfu að þessu sinni. Hins vegar er and- inn innan liðsins sérstaklega góður og ég þori að fullyrða að við munum gera allt til að standa okkur sem bezt“. Margréti Hjálmarsdóttur hitt- um við suður í Kópavogi. í Holtagerði 63 hafa hún og eig- inmaður hennar komið sér upp stórri íbúð og flutt inn enda þótt enn sé ekki lokið að fullu innréttingunni. Margrét íék í marki hjá Þrótti í 11 ár og lék fyrst landsleik í fyrra í Norður- landamótinu. Hún varð tvívegis íslandsmeistari með Þrótti I meistaraflokki og jafnoft með 2. flokki. Margrét er 27 ára, gift Frey Bjartmarz, en hann var meist- araflokksmaður með Víkingi fýr ir nokkrum árum í handkna,tt- leik og var auk þess í knatt- spyrnu, en hefur nú lagt íþrótt- irnar á hilluna að mestu, en hvetur konu sína til að halda áfram og gætir barnanna þriggja á meðan, og það jafnvel þótt konan yrði að fara með vinkon- um sínum allt suður á Keflavík- urflugvöll til æfinga, en þar er eini keppnissalurinn af löglegri Svana Jörgensdóttir og Gunnar Torfason, verkfræðingur, maður hennar, á heimill þeirra á Meiabraut 30 á Seltjarnarnesi. Gunnar er sjálfur íþróttamaður og formaður Körfuknattleiksféiags Rvíkur. stærð. Frá þeim æfingum komu stúlkurnar ekki heim fyrr en hálf-tvö á næturnar. „Ég hef kosið að halda áfram að stunda handknattleik", segir Margrét. „Ég vil heldur láta annað mæta afgangi. Áhuginn hjá stelpunum hefur verið mjög mikill, en við höfum.ekki feng- ið eins marga æfingatíma og við hefðum raunar þurft að fá“. Margrét viðurkenndi að EF Is- land vinnur (sem allir vona), þá eru húsmæðurnar í liðinu, og raunar allar stúlkurnar ásamt fararstjórum í vanda. Allir hafa fengið frí til einnar viku, hvort sem það er í skólum, í vinnu eða það að koma börnun- um 12 fyrir. Fari svo að ísland vinni, verður liðið að dvelja úti í viku og bíða eftir keppninni í Þýzkalandi, sem hefst 7. nóv- ember. Ferðin stæði þrjár vikur I stað einnar viku. Hinar stúlkurnar í liðinu eru: Sigríður Sigurðardóttir, Val, 23 ára, húsmóðir Rut Guðmundsdóttir, Ármanni, 27 ára, húsmóðir Ása Jörgensdóttir, Ármanni, 28 ára, húsmóðir Sigríður Kjartansdóttir, Ármanni, 27 ára ára, húsmóðir Jóna Þorláksdóttir, Ármanni, 19 ára, húsmóðir Sigurlina Björgvinsdóttir, FH, 20 ára, vinnur í lyfjabúð í Osló Sigrún Ingólfsdóttiir, Val, 18 ára, Verzlunarskólanemi Jónína Jónsdóttir, FH, 20 ára, starfar á sjúkrahúsi Sigrún Guðmundsdóttir, Ármanni, 18 ára, skrifstofustúlka Elín Guðmundsdóttir, Vfking, 19 ára, vinnur á ljósmyndastofu Edda Jónasdóttir, Fram, 18 ára, starfar í banka Vigdís Pálsdóttir, Val, 18 ára, í Menntaskólanum Sylvía Hallsteinsdóttir, FH, 20 ára, vinnur í bakaríi. Fararstjórar með stúlkunum verða væntanlega Ásbjöm Sig- urjónsson, formaður HSl og með honum Sigurður Bjarnason og þjálfari liðsins Pétur Bjarnason. „Við vonum hið bezta“, sagði Pétur í gær, „við höfum áður gert það með góðum árangri. Að vísu vantar stúlkurnar skil- vrði til æfinga og ég hefði vilj- að fara með þær í enn betri út- haldsþjálfun. En ég er að mörgu leyti ánægður með lið- ið“ En sem sagt nú er það alvara. Á fimmtudaginn mun liðið leika í Lyngby Hallen kl. 20 og á laug- ardaginn verður leikið í Röd- ovre-höllinni kl. 16.30 og verður sjónvarpað frá þeim leik. Við óskum stúlkunum góðrar ferðar, og vonumst til að geta flutt góðar fréttir af för þeirra. — jbp - Margrét Hjálmarsdóttir og eiginmaður hennar við ),kaffi“borðið.• Mjólkin er auðvitað vinsælust hjá börnunum, tilvonandi handknattleiksfólki væntanlega, en þau heita Ragnar 7 ára. Hjálmar 6 ára og Dagmar 5 ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.