Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 3
V í S I R . Laugardagur 23. október 1965. 3 Hattateiknarinn Jörgen Krarup gengur tryggilega frá geimferða- hattinum, sem Unnur sýndi. Tízkusýning Soroptimista Guðrún Jörundsdóttir og Baidvin Jónsson í brúðhjónaskarti, hún í brúðarkjói frá Hildi Sívertsen og hann í kjólfötum frá P & Ó. Brúðarmey og brúðarsveinn, Þórey ag Björn, standa sitt til hvorr- ar handar. Á bak við eru stúlkur í skautbúningi t. v. og kyrtli t. h. T|l-dl-di gall við úr barka rauð- bSrkins, snögghærðs manns, sem stóð á hljómsveitarpallin- um í Súlnasal Hótel Sögu í fyrrakvöld og átti í hinu venju- lega stímabraki með hátalara- kerfi staðarins. Þannig hófst tízkusýning Sor- optlmis klúbbs Reykjavíkur til fjáröflunar fyrir læknishjálp við lítinn, þjáðan dreng. Gestir klúbbsins voru fjöimargir, kven- þjóðin í miklum meírihluta og skartaði sinu fegursta, þetta var hálfgerður kvennafans. Ávarp frá klúbbnum flutti Ragnheiður Guðjónsdóttir. Síðan hófust tízkusýningar og skemmti atriði til augnayndis- og eyma, eins og rauðbirkni náunginn ijóstraði upp fyrirfram. Mari-Mekko kjóiar frá Dimma limm voru fyrst bomir á sjón- arsviðið, sérkennilegir, hentugir kjólar, sem eru svo tii óháðir tízkunni. Því næst komu batik- kjóiar og blússur frá Sigrúnu Jónsdóttur, en batik er persónu legur listiðnaður, litun með efn um úr jurtaríklnu, en fyrirbærið er ættað frá Jövu. Að svo búnu spjallaði Emilía Jónasdóttir, lelk kona í símann við feikna vln-» sældir. Næstu sýningar voru frá Guð- rúnarbúð, sem sýndi kápur, og frá Herradeild P & Ó, sem sýndi að sjálfsögðu karimannafatnað. Að þeim loknum hækkaði snögg hærði þulurinn raustina og sagðl nokkur vel valin orð, enda var það sjálfur Ómar Ragnars- son. Þá kóm sýning Hildar Sívért- sen á samkvæmiskjólum, sem vöktu hvað mesta athygli. En Hildur er nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún BaUkkjóli, sem Sigrún Jónsdóttir gerði. Hér sýn- hefur verið búsett um árabil og ir Lísa Tikonar kjól sem ber nafnið „Stjarneyg“. stundað kjólateikningar og Þessi er auðsýnilega eftir nýjustu tízku hvað kjólasaum. Hlaut hún mikla við snertir síddina. urkenningu þar vestra, m.a. starfaði hún fyrir forsetafrú dansa, sem Þjóðdansafélag Johnson. Hildur Sívertsen hefur Reykjavíkpr annaðist. nú sett á fót Kjólastofuna á , pagskránni lauk með hinu Vesturgötu 52. fegursta brúðhjónaskartí frá Mikla athygli vakti einnig Hildi Sívertsen og Herradeild P hattasýning Danans Jörgens & Ó. Krarup, sem er einna þekktastur Þetta var ánægjulegt kvöld á í sinni grein á Norðurlöndum allan hátt og konunum í Sor- og teiknar fyrir tízkufyrirtækið optimistaklúbbi Reykjavíkur til A. Fonnensbeck í Kaupmanna- sóma, svo og öllum þátttakend- höfn. um í dagskránni. Hafi talcmark- Síðasta skemmtiatriðið var inu verið náð I þágu lítla drengs sýning þjóðbúninga og þjóð- ins, verður ánægjan óblandin. Unnur Arngrímsdóttir sýnir hér dragt frá Guð rúnarbúð úr Boucli. alullarefni og með skinn- kraga og kanti. Hatturinn, sem hún ber, er frá Dananum Jörgen Krarup og nefnist að sjálf- sögðu geimferðahattur. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.