Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 9
1 VÍSIR . Laugardagur 23. október 1965. 1 t } Drúin á Jökulsá á Sólheima- sandi, sem ófreskjunni jök- ulfljótlnu úfna tókst nú loksins aö kasta af sér, á sér mikla og langa sögu. Hún hafði nú stað- ið af sér áhlaup fljótsins f nærri 45 ár, var byggð á árun- um 1920—21. Þá var Jökulsárbrúin talin eitt af furðuverkum tækninnar hér á landi. Forsaga hennar, barátt- an fyrir byggingu hennar, hafði verið löng bæði heima í héraði og á Alþingi. Menn fengust alls ekki til að trúa þvi að hægt væri að brúa þetta foræðisfljót. Þeir sem höfðu kynnzt Jökulsá í versta ham gátu ekki ímyndað sér annað en að hún væri óvið- ráðanlegt náttúruafl, sem myndi standa að eilífu. Hún hafði um aldaraðir verið versta torfæran á Suðurlandi og tekið líf margra þeirra ferðamanna sem höfðu gerzt svo djarfir að sundriða hana. STÓRGRÝTTUR FARVEGUR. Jökulsá á Sólheimasandi er aðeins 4 km löng frá jökli til hafs. Hún fellur fremur bratt og er mjög straumhörð og veldur það því að botn henna rog um- hverfi er miklu stórgrýttara en að jafnaði gerist í jökulfljótum. Skriðjökullinn sem hún myndast af er einnig mjög brattur og er afleiðingin sú, að þarna hafa ferðamenn að jafnaði ekki getað farið vfir jökulinn eins og Skaftfellingar hafa gert til að komast fram hjá sumum af jök- ulfljótum sínum. Það var því ekki um annað að ræða en að fara yfir sjálft fljótið. Eins og gengur með jökulfljót gat hún verið fremur vatnslítil að vetrar lagi í frostum, en einmitt á sumrin, þegar hitnaði í veðri og þegar mest var um sam- göngur var hún illvígust. Þá streymdi vatnið undan jöklinum og ennfremur var það all algengt að hlaup kæmu í hana, svo hún breiddi úr sér yfir sandinn. Hlaup þessi virtust stafa af því, að vatnslón mynduðust bak við jökulrana og brytust síðan út í hlaupum. VERÐUR ALDREI BRÚUÐ SÖGÐU MENN. Gunnar Ólafsson kaupmaður í Eyjum bróðir þeirra Jóns Ólafssonar bankastjóra og Boga enskukennara o. fl. átti mikinn þátt í því að hrinda af stað brú- argerð yfir Jökulsá. Þegar Gunn- ar fluttist austur í Vík í Mýrdal sem verzlunarstjóri haustið 1896 segist hann hafa látið all drýgindalega yfir því við ýmsa á Sólheimasandi. Efnið væri við hendina bæði sandur og grjót til þess að byggja úr því öfluga stöpla undir brúna eins marga og þörf væri á. Gunnar segir að menn hafi ekki viljað trúa þessu. Það var allra manna álit austur þar. að .Tökulsá vrði seint eða Brúin á Jökulsá á Sólheimasandi áður en fljótið ruddi henni af sér. Það tókst slysalaust að byggja brúarstólpana haustið 1920 og voru stólpamir hafðir oddmjóir móti straumi til að draga úr hættunni af grjótflug- inu. Næsta ár var haldið áfram lagningu bita og brúargólfs. Til brúarinnar fóru 63 tonn af jámi sem fékkst með sérstökum samn ingum frá Bandarikjunum, 425 tunnur af sementi og um 4000 rúmfet af timbri. Alls voru þetta 220 tonn af efni sem skip að var á land á Skógasandi. Loks var brúin hátíðlega vígð 3. september 1921 og var kostn- aður við hana þá kominn upp i 270 þús. kr.. Verðhækkunin stafaði þá öll af verðbólgunni sem þá hafði riðið yfir. Þrátt fvrir það, að brúarsmíð in gengi vel í alla staði, var fjarri því að fordómar manna væru kveðnir niður. Menn voru með hrakspár og gerðu ráð fyr ir því sem sjálfsögðum hlut, að ófreskjan mikla myndi ekki verða lengi að því í næstu hlaup um að varpa þessu oki af sér. En árin liðu og menn fóru að undrast það, síðan að telja það ÁIN S[M MINN HÉLDU AD ALDRB YRÐIBRÚUD aldrei brúuð. Vegna stórgrýtis- ins virtust hamfarir hennar Iíka miklu meiri en flestra annarra jökulfljóta og hafa menn séð það, að hún hefur stundum kast- að stórgrýti upp á bakka sína eins og í sjávarbrimi. Nú liðu árin og biðu og kannski höfðu Skaftfellingar einmitt um þetta skeið ekki svo mikinn áhuga á brúarbygg- ingu, þar sem kauptún þeirra í Vík í Mýrdal var að vaxa og blómgast og öllum flutningum var stefnt þangað með skipum. VERKFRÆÐINGAR KOMA Á STAÐINN. En sumarið 1910 átti Gunnar sæti á Alþingi sem þingmaður Vestur-Skaftfellinga. Þá segist hann hafa hitt Björn Jónsson í ísafold, sem þá var ráðherra og mælzt til þess að verkfræðingur væri sendur austur til að athuga Jökulsá og velja brúarstæði á hana. Verkfræðingur var svo sendur austur og skilaði hann áliti, en það var mjög nei- kvætt. Að hans áliti var næst- um eða alveg ógerlegt að brúa fljótíð. Ef i það væri lagt myndi það ekki kosta minna en 170- 180 þús. kr., sem sést af því að Þjórsárbrúin hafði kostað um 75 þús. kr. og hafði verð- gildi peninga lítið breytzt á þeim tima. En Gunnar segir að eftir áliti verkfræðingsins væri ekk- ert vit í að hugsa um að brúa þetta vatnsfall, Kveðst Gunnar hafa mótmælt þessu áliti við ráðherrann, verk- fræðingurinn hefði verið óþarf- lega hræddur og tortrygginn. því að fáar ár væri eins hægt að brúa. Var nú ákveðið að senda ann- an verkfræðing austur. í end- urminningum sínum segist Gunn ar ekki muna, hver það hafi ver- ið en það mun hafa verið Jón Þorláksson. Eftir að hann hafði farið austur og athugað þetta allt nákvæmlega áleit hann að sjálfsagt væri að byggja brú yfir fljótið, járngrindabrú á stéinsteyptum stöplum. Áleit hann að brúin myndi kosta í mesta lagi 78 þúsund krónur. ÞEGAR „FÚLILÆKUR" SIGRAÐI Á ALÞINGI. Á næsta Alþingi 1911 bar Gunnar fram frumvarp til laga um brú á Jökulsá á Sólheima- sandi og að til hennar mætti verja allt að 78 þús. kr. úr landssjóði. En vegna þess að óhugsanlegt var að fé fengist til brúarinnar á þessu þingi var önnur grein frumvarpins á þessa leið: „Lög þessi koma til fram- kvæmda þegar veitt er fé í fjár- lögum til brúargerðarinnar". Frumvarpið sigldi hraðbvri gegnum efri deild. En þegar til neðri deildar kom hnýttu menn þar aftan í fjórum eða fimm vatnsföllum á Norðurlandi og var Eyjafjarðará þar sú fyrsta í röðinni. Með þessu var Jök- ulsárbrú stefnt í voða. Mönnum hraus hugur við að samþykkja brúargerð á svona margar ár í einu og fyrir þá sök var Jökuls- árbrúin i hættu stödd. Flestir þeirra sem stutt höfðu frumvarp Gunnars, en það var meirihlut- inn í þinginu, hótuðu nú að fella frumvarpið þegar þessi fjanda- fans væri kominn aftur í það. En þá stakk Jón Þorkelsson upp á þvi við aðra umræðu í deild- inni að atkvseði yrðu greidd um eina og sérhverja brú út af fyrir sig. Forseti féllst á það og deildin öll. Jökulsá var fyrst eins og áður getur. Hún var samþykkt i einu hljóði. Næsta brú féll, það var brúin á Eyjafjarðará. Hinar fóru allar sömu leið í réttri röð norður og niður. „Fúlilækur“ hafði sigrað. Og að lokum segir Gunnar Ólafsson um þetta: „Margir hlógu, aðrir bölvuðu hátt og í hljóði og þeir urðu ó- vinir árinnar alla ævi eftir þetta“. En þó frumvarpið væri komið í gegn, liðu enn mörg ár þangað til fjárveitingin fékkst. Og nú hófust miklir erfiðleikatímar, heimsstvrjöldin fyrri brauzt út og hindraði efnisflutninga til landsins og olli stórkostlegri verðbólgu. Það var loks að styrj öldinni lokinni sem Alþingi veitti árið 1919 25 þús. kr. fjár- framlag til að undirbúa brúar- byggingu og síðan hófst verk- ið haustið 1920 og stjórnaði Geir Zoega vegamálastjóri því. BRÚARSMÍÐIN GEKK VEL Brúin var byggð á 10 stein- steypustólpum sem voru grafnir um 3 m niður í árbotninn. Bilið á milli þeirra var 22 m og yfir þau lagðir járngrindabitar. Á þessa löngu bita var svo raðað þverbitum úr járni og á þeim komið fyrir trédekki. sjálfsagt að brúin stæði á sin- um styrku fótum, hvemig sem fljótið beljaði og kastaði grjóti í hana. Það liðu nú yfir 20 ár þangað til Jökulsá gat unnið nokkuð tjón á brúnni. Ef til vill var þetta nokkurs konar kyrr- stöðutímabil hjá fljótinu, hlaupin ekki eins mögnuð og áður, jök- ullinn að dragast saman vegna hlýviðrisskeiðisins svo hann fékk ekki myndað sömu uppistöðulón in og áður. SKEMMDIRNAR 1945 En svo var það árin 1944-45 sem óvanalega mikil ókyrrð var í jöklinum og komu þá meiri hlaup en áður höfðu komið um alllangt skeið. Fyrst brauzt áin í gegnum upp fyllinguna vestan megin við brúna en það tókst að gera við fljötlega aftur og án teljandi erfiðleika. En í september 1945 kom stórhlaup bæði f Jökulsá og annað jökulfljót sem er, nokkru austar í Mýrdalnum, Klifandi. í þessum vatnavöxtum brutust báðar ámar vfir veginn. Jökulsá brauzt gegnum uppfyllinguna austan við brúna og gróf sér þar nýjan farveg. Var það bæði erfitt og langt verk að fylla þar upp í með grjóthleðslu og færa ána aftur í sinn rétta farveg undir brúna. Önnur skakkaföll hefur brúin svo ekki hlotið fyrr en núna en tjónið á henni nú að þessu sinni er meira en nokkm sinni, þar sem hún hefur nú grafið undan brúarstöplum og rifið þá burtu með flaumnum. Eftir 44 ár gat kún loksins rutt brúnni afsér

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.