Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 23.10.1965, Blaðsíða 6
VlSIR . Laugardagur 23. oktöber 1965. utlcnd í S&örrún utlönd i .wor'sún utiönd i mörgun utlcnd í moBgnri Myndin er af Per Borten forsætisráðherra, er hann gekk á konungsfund til þess að taka við því hlutverki að mynda nýja rikisstjórn. Fjöldi manns safnaðist saman í haliargarðinum og hyllti hann. 20 ára afmæli S.Þ. <s>- Á morgun 24. okt. eru 20 ár liðin frá stofnun Sameinuðu þjóð- anna, Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi minnist dagsins m.a. með því, að á mánudag 25. okt., verða fluttir fyrirlestrar í skólum borg- arinnar, en jafnframt hefur fræðslu efni um Sþ verið sent í flesta skóla landsins. Eftirtaldir menn munu halda fyrirlestra í skólum borgarinnar: Elín Pálmadóttir, blaðakona, (i Kvennaskólanum), Gunnar Schram ritstjóri (í Verzlunarskólanum), Hannes Þ. Sigurðsson, formaður Æskulýðssambands Islands (í Gagn fræðaskóla Austurbæjar), Sig- mundur Böðvarsson, lögfræðingur (í Hagaskóla), Þór Vilhjálmsson, borgardómari, (í Menntaskólanum) Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri (í Kennaraskólanum). 1 fréttaauka Ríkisútvarpsins á sunnudaginn, 24. okt. ræðir Sig- urður Bjamason, ritstjóri um Sþ. Þá verða gluggasýningar, þar sem dagsins er minnzt, í Morgun blaðsglugganum og sýningarglugga S.Í.S. í Austurstræti. Þess er vænzt, að kennarar um land allt minnist dagsins í skólun- um. Stefna norsku stjórnarínnar Per Borfen forsætisráðherra gerði Stórþinginu grein fyrir henni I gær Per Borten hefir gert Stór- þinginu grein fyrir stefnu stjórn ar sinnar. Boðsknpur — í NTB-frétt frá Osló í gær segir, að á næstu árum muni stefna ríkisstjórnarinnar í skatta málum verða sú að létta skatta Framh. af bls. 7. andi tækni og verkleg menning hefur bægt þeim óvinum frá dyrum landsins barna. En veturinn hafði einnig margt gott að bjóða. Þá gafst gott tóm til lesturs og andlegra fliugana. Þá var hér þjóðskóli á hverjum bæ að kalla, og í þeim skóla hlutu margir hald góða menntun og gagnlega. Og enn gegnir veturinn líku hlutverki í þjóðfélaginu. Þá er tími andlegrar menningar. Æsk- an streymir þá þúsundum sam- an á skólabekkina, og fjölþætt félagslíf stendur £ blóma. Þá eru unnin mannræktar og menning arstörf, sem eiga að stuðla að því, að þjóðin „eigi sumar innra fyrir andann, þótt úti herði frost og kyngi snjó“. Grasið visnar, blómin fölna, það er lögmál náttúrunnar og tjáir eigi um að sakast. Hitt er alvar- legra, ef um visnun £ sérstök- um skilningi mætti tala £ mann inum sjálfum. En ef lífsgrösin í' háskólahátfðina, sál vorri fá ekki þá næringu og nýstúdenta. þau lifsskilyrði, sem þau þurfa, visna þau og fölna. Ef vér eig um ekki i brjósti voru heilbrigð ar þrár, engar hugsjónir, erum vér litlu betur á vegi stödd en blómið á haustdegi. Ef vér á- vöxtum ekki trúlega það pund, sem oss er gefið, erum vér ó- nýtir þjónar. Þá erum vér að flýja frá þvi, sem veitir mann legri sál sælu og unað — flýja frá erfiðinu. En baráttan og erf- iðið er grundvöllur sælunnar. íslenzkur vetur getur verið strangur. En sá ,sem óttast vet urinn, gleymir fegurð og yndis leik vorsins. Grasið visnar, blómin fölna, eru orð guðs vors varir eiliflega. I l Háskólaháfíð í dag Háskólahátíð verður haldin í dag, fyrsta vetrardag, laugardag 23. okt., kl. 2 e. h. í Háskólabíói. Þar lenkur strengjahljómsveit undir forystu Bjöms Ólafssonar. Guðmundur Jónsson óperusöngvari i syngur einsöng. Háskólarektor, prófessor Ármann Snævarr flytur j ræðu. Kór háskólastúdenta syngur i stúdentalög undir stjórn Jóns Þór- arinssonar tónskálds. Háskólarekt or ávarpar nýstúdenta, og veita þeir viðtöku háskólaborgarabréfum. Einn úr hópi nýstúdenta flytur stutt ávarp, og nýstúdentar syngja stúdentalag. Háskólastúdentar og háskóla- menntaðir menn eru velkomnir á svo og foreldrar byrðar manna í lægri launaflokk um og á mönnum, sem bera þungar byrðar sökum þess hve mörgum þeir eigi fyrir að sjá. Lögð verður áherzla á aukið framtak, hvatt til sparnaðar og stofnfjármyndunar. Stjórnin mun leggja til vissar tilslakanir að þvi er varðar skattgreiðslur til ríkisins og sér stök nefnd skipuð til athugunar Síld gengia í HvaHjörð? Nokkur smásíldarveiði hefir verið hér inni i sundum að und- anfömu og nú em sagðar tals- verðar líkur fyrir, að síld sé gengin í Hvalfjörð. Bátar sem voru þar i fyrra- dag hafa lóðað á þykkar torfur um allan Hvalfjörð inn undir Hvítanes, á 50 faðma dýpi, en voru með loðmunætur, sem ná ekki svo djúpt. I gær var v.b. Lundey þar með nót sem ætti að ná 40—50 faðma, en skiiyrði voru ekki til að kasta veðurs vegna þegar blaðið vissi síðast. Strax og veðurskilyrðS leyfa ■ mun verða unnt að sannprófa j hvort það er síld sem lóðað var á. á skattakerfinu. Lögð verður áherzla á, að draga úr verðþenslunni, hall- anum i utanríkisviðskiptunum. Boðaðar eru auknar vegafram- kvæmdir og athugaðar nýjar fjáröflunarleiðir, gert meira á- tak á sviði græðslu og rann- sókna og gerð framtíðaráætlun um rannsóknir og framtak á sviði tækni og náttúruvísinda- legra rannsókna, og gerð 10 ára áætlun um byggingar nauð- synlegra skóla og áætlun um auknar húsabyggingar stig af stigi. Biblían — Framh. af bls. 7. Gideon — sem hefur það mark mið eitt að gefa Bibliuna og einstök rit hennar. Hefur þessa félags verið áður getið hér í Kirkjusiðu Vísis. í Gideonfé- laginu eru 70 félagsmenn. Það hefur starfað hér í 20 ár. Tekjur þess eru aðeins framlög félags manna sjálfra og frjálsar gjafir frá öðrum. Hver er svo árang- urinn? Othlutað hefur verið 1500 Biblíum og rúmlega 42 þús. Nýja Testamentum. Það er þessu félagi að þakka, að nú eiga allir 12-23 ára íslendingar Nýja Testamentið. En hvað þýðir að eiga Guðs orð, ef það er ekki lesið? Hvers virði er sú bók, sem aldrei er opnuð? „Já, en ég skil hana ekki,“ segir e.t.v. einhver um Biblí- una. Honum skal svarað með þessum orðum hr. biskupsins úr Afmælisriti Biblíufélagsins: „Ég skil e.t.v. ekki allt, sem ég les. Það gerir ekkert til. Ef ég tek til mín allt sem ég skil þá er það nóg. Vitur maður sagði: Fólk er alltaf að tala um það, sem það segist ekki skilja f Biblíunni. Ég fyrir mitt leyti er í mestum vanda með það sem ég skil “ Sáttafundir í togaradeilunni Sáttafundur var haldinn í fyrri- nótt í deilu yfirmanna á togurun- um. Stóð hann til kl. 2 um nóttina og náðist ekki samkomulag. Torfi Hjartarson, sáttasemjari, hefur boðað nýjan sáttafund á mánudag kl. 5 síðdegis, en þá um miðnætti næst á eftir hafa togaraskipstjór- arnir boðað verkfall. 'ífífftíitffíý :í:: : J\ Fólkið, sem skoðar Kjarvalssýninguna, er hugfangið. Kjarvalssýningin i Listamannaskálanum: Aðeins tveir dagar efftir! ..... . .............. ...... ..................... Á Kjarvalssýningunni í gær . Sýningu á 30 Kjarvalsmálverk- um, sem haldin er í tilefni af átt- ræðisafmælj listamannsins, lýkur annað kvöld. Aðsókn hefur verið ágæt þrátt fyrir vont veður undan- fama daga. f gærkvöldi höfðu selzt tals- vert á 5. búsund sýningarskrár, setn gilda sem happdrættismiðar. Andvirð; þeirra er bví orðið á 5. hundrað þús. kr. Vinningurinn er málverkið „Vorkoma" eða öðru nafni „Taktu í horn á geitinni,“ en hún vakti mikla athvgli á Kjarvals sýnlngunni i Osló á sínum tíma. Gaf meistari Kjarval sjálfur þessa mynd, en samkvæmt ósk hans á að verja fé því, sem aflast til að reisa hið nýja listamannahús á Mikla- túni. Þessi Kjarvalssýning er ein allra glæsilegasta sýning á verkum lista mannsins í manna minnum og verð ur áreiðanlega langt þangað til að fólki gefst kostur á að siá aðra eins listfegurð. Myndimar eru all- ar úr einkaeign og valdar af sér- stakri smekkvísi og yfirvegun. Visir beinir þeirri ósk til fólks að skoða sýninguna í dag og á morgun og kaupa sýningarskrá og leggja með því skerf til góðs mál efnis. "TBBaqaae'-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.