Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 3
Hér er Guðmundur A. Böðvarssonj kaupfélagsstjóri í Vík, Iengst til hægri á myndinni, með nokkrum af sínum mönnum. V I S IR . Miðvikudagur 27. október 1965. Björn Olafsson verkfræðingur fær sér í pípu við austurenda brú- arinnar. í baksýn sést, hvar verið er að losa brúarendann frá. BRÚIN STÓÐST Framhald af bls. 1. út á brúna aftur, en þá lagöist fljótið upp að austurbakkanum, gróf heilmikið úr honum og skekkti einn brúarstólpann þar verulega. — Á tíma leit út fyrir, að það mundi fara þeim megin á sömu leið og fyrir vestan, að fljótið ryddist austur fyrir brúna, en nú er aftur farið að sjatna í ánni, svo að við erum vongóðir um að engar frekari skemmdir verði á brúnni. — Stórvirku jarðýtumar eru nú að ryðja upp miklum garði vestan brúarendans og menn Brands em að leggja stórgrýti í vímet í bakkann, þar sem fljót ið mæðir mest á, og á bráðum að vera tryggilega gengið frá þeim kanti. Á meðan em menn Valmundar að losa frá aust- asta hafið á brúnni. Við ætlum síðan að lyfta því upp í kvöld með tjökkum og rétta járnverk ið og gólfið I brúnni aftur. Síðan er meiningin að steypa það fast þannig. Við reiknum með að Ijúka því í fyrramálið og ætlum þá að hleypa á brúna umferð léttra bíia og ef til vill stærri bíla, ef styrkleikj brúar- innar reynist nægur eftir þá bráðabirgðaviðgerð. Þá verður Það hefur verið nákvæmnisverk að bakka vörubílnum út á miðja þessa mjóu brú. akbrautin á brúnni orðin rétt aftur, þótt stólpamir austast séu skakkir og viðsjárverðir og það köllum við bráðabirgðavið- gerð. — Hitt er mun meira verk, að gera endanlega vjð brúna, hélt Bjöm verkfræðingur áfram Við bíðum nú eftir að sjatni að eins meira í ánni svo að hægt sé að leggja í hana með stóra jarðýturnar til þess að koma þeim austur yfir. Þá hefst mikil vinna við að bægja fljótinu frá eystri kantinum og veita því undir miðja brúna. Þegar okkur hefur tekizt að fá tvo austustu stólpana á þurrt, getum við byrj að að endumýja þá. Sú viðgerð öll getur tekið langan tíma, en þaði verður samfellt unnið að henni, þangað til henni er lok ið. — Nú fer að líða að því, að við verðum að stöðva flutning ana jrfir brúna 1 dag, því nú þurfum við að fara að tjakka brúna upp. Brúin verður lokuð fyrir selflutning, þangað til seint í kvöld eða í síðasta lagi snemma í fyrramálið, þannig að mjólkin ætti að geta komizt yf ir I fyrramálið, sagði Bjöm Ó1 afsson, verkfræðingur að lok- um. Það var farið að rökkva á Sól heimasandi á fjórða timanum, þegar blaðamaður Vísis kvaddi staðinn, til þess að ösla for- blauta vegi Eyjafjallasveitar á Ieið í bæinn, en við fljótið var enn allt i fullum gangi, margar hendur á lofti og stynjandi jarð ýtur. Það gaf örlftið skin £ regn þreyttri sveitinni, þar sem nú hefur rignt nær samfellt i heila viku, um 30 cm. í einni skorpu. Náttúran hefur þarna sýnt, aö hún lætur ekki að sér hæða og maðurinn var að sýna að hann lætur ekki heldur að sér hæða. J. Kr. Næst sést stöpullinn, sem hallast. Framan á honum krýpur maður með logsuðutæki. Hann er að sjóða sundur járnið. (Aiiar ljósm. frá Jökulsá tólc J. Kr.i. Hingað komst vörubíllinn og hér er verið að losa af honum sementspokana. Við austurenda brúarinn- ar sést opinn afturendi hins flutningabflsins. Á bakkanum bfða bílar eftir að komast að. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.