Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 27. október 1965. 7 Nýtt Ibúðahverfi á Selfossi. Til vinstri á myndinni sést sundlaugin. verið að malbika Austurveg, er liggur eftir þorpinu og er um leið þjóðvegurinn austur. Var orðin mikil þörf á að gera um- ferð þar greiðari. Með tilkomu nýju vegalaganna var auðið að fá aukna fjárveitingu til vega- gerðar og malbikunar. í fyrra var bvrjað á verkinu og var þá malbikað frá Selfossbíói austur fyrir landsbankahús. Markmiðið er af^malbika austur fyrir mjólk urbú og átti að halda áfram í sumar, en undirbúningsfram- kvæmdir gengu svo seint, að verkinu var frestað til næsta getur tekið börn af mæðrum sem vinna úti? — Nei, því miður ekki enn, en það stendur vonandi til bóta. Fyrir forgöngu kvenfélagsins hefur verið rekið dagheimili í barnaskólanum á sumrin, en það hefur ekki verið nema um þriggja mánaða skeið. Dag- heimilisbvgging er því mál, sem mikill áhugi er á og á fjár- lögum fyrir yfirstandandi ár var veitt -fjárveiting -til bygg- ingarinnar. Sömuleiðis hafði hreppurinn lagt fé til hliðar í Frh. á bls. 6. / fjölmennasta hreppi landsins Á bökkum Ölfusár stendur kauptúnið Selfoss, fjölmennasta kauptún á landinu. Þar til um 1930 voru þarna aðeins örfá hús, en þá var Mjólkurbú Flóamanna reist og fjörkippur kom í staðinn. Hef- ur hann síðan farið sívaxandi og era ibúar nú komnir yfir 2000. Frá Selfossi liggja leiðir til allra átta. Þar er mið- punktur veganets Suðurlandsundirlendir og þorpið því mikilvæg samgöngumiðstöð. Jafnframt því að vera mikil samgöngumiðstöð er Selfoss stærsti verzlunarstaður Suðurlandsundirlendisins. Þar eru aðalstöðvar Kaupfélags Ámesinga og hins nýstofn- aða kaupfélags, sem ber nafnið „Höfn“. Auk þeirra er mikill fjöldi verzlana og starfrækt eru yfir 40 verkstæði eða vinnustofur í einhverri mynd. Fyrir nokkru brá Vísir sér til Selfoss og hitti þar að máli nokkra Selfossbúa, og munu viðtöl við þá birtast í blaðinu í dag og þæstu dága. , Óli Guðbjartsson er kennari og hreppsnefndarmaður á Sel- fossi, og spurði Vísir hann frétta af hreppsframkvæmdum svo og af skóiamálum staðarins. — Selfoss er í mikilii upp- byggingu, sagði Óli, og þvi SELFOSS — 1. margt sem þarf að gera. Þorps- búar leggja mikið á sig til að standast straum af kostnaði við framkvæmdir og hefur t.d. verið bætt 10% á álagningarstiga op- inberra gjalda. Aðalframkvæmd- ir hér í fyrra og f sumar hafa sumars. Annars er geysilegt á- tak eftir í gatnagerðarmálum yfirleitt. — Er ekki einnig mikið um byggingaframkvæmdir? — Það eru líklega milli 50 og 60 hús í smíðum og þar af var byrjað á um 40 s.l. sumar. Þá er verið að byggja stórt gagn- fræðaskólahús og símstöð, en ætlunin er að taka hér í notkun sjálfviTkan síma á næsta ári. — Það er mikið af ungu fólki að byggja hér og þvrfti það því að hafa meiri tækifæri til vinnu en nú er. T. d. eru vinnuaðstæð- ur giftra kvenna ekki nógu góð- ar og væri nauðsynlegt að koma upp einhvers konar léttum iðn- aði, sem þær gætu unnið við. — En er þá barnaheimili, sem Óli Guðbjartsson. Rætt við Ola Gudbjartsson kennara og hreppsnefndar- ntann á Setfossi um hreppsframkvæmdir og skólamól KRISTJÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVOLDI J Hannover er nú í óða önn verið að breyta hringaksturs torgum í venjuleg umferðar- ljósahorn. Hannover hefur fram tii þessa verið stolt af upp- finningum eins sonar borgarinn ar, prófessors Hillebrecht. Árið 1950 fann hann upp hringakst- urstorgin og fékk þvl framgengt að gatnakerfi Hannover var byggt á þeim. Hringaksturstorg in þóttu þótu þá vera mikil fyr irmynd og voru tekin upp víða um lönd, m.a. norður á íslandi. Síðan 1950 hefur umferðin aukizt gífurlega í Hannover og er nú svo komið, að hringtorg- in þola hana alls ekki lengur. Á hverjum morgni og á hverju kvöldi myndast á þeim illleys- anlegir umferðarhnútar, sem þrautþjálfað lögreglulið á fullt í fangi með að greiða úr. Hille- brecht hefur nú sjálfur játað galla hringtorganna og mælir með því, að torgunum verði breytt í venjuleg umferðarljósa horn. Og nú er verið að rífa torgin upp. Staðreyndin er sú, að hring aksturstorgin eru aðeins gagn- leg að vissu marki umferðar. Ef umferðin fer yfir þetta mark, verða hringtorgin að verstu far artálmum. Við höfum fengið forsmekkinn af því á Mikla- torgi í hádeginu og getum gert okkur I hugarlund, hvernig á- standið verður orðið þar eftir nokkur ár. þegar bílum hefur fjölgað um nokkra prósenttugi og Miklabrautin verður orðin ”in meiri lykilbraut. Það er erfitt og vanþakklátt starf að vinna að borgaskipu- lagi. í fáum greinum hafa ver- ið fundnar upp fleiri og marg- víslegri patentlausnir en í borg arskipulagi og eru hringaksturs torgin ein af þessum uppfinn- ingum. Fæstar þessara patent- lausna koma að broti af því gagni, sem þær áttu að gera, en sú reynsla ætti að kenna borgaskipulagsmönnum, að taka slíkum nýjungum með mestu varúð. lagsatriði. Hér hefur yfirleitt ekki verið um neinar gang- stéttir áð ræða, og götumar hafa verið notaðar jafnt sem akbrautir og gangstéttir, f mörg um tilfellum í tugi ára. í íslenzkum bæjum hafa gang stéttir yfirleitt verið lagðar á eftir varanlegú slitlagi á ak- brautimar, — og varanlega slit- lagið hefur yfirl. ekki verið lagt fyrr en fjölda ára seinna en hús- in við götumar voru reist. Raun- ar á að vera sjálfsagt að aðgr. af gangstéttinni, en hér er það ekki hægt, vegna þess að gang stéttir eru vfðast engar, og hafa mörg hörmuleg slys hlotizt af. Þetta atriði á ekkert skylt við malbikun akbrauta og hellulagn ingu gangstétta. Hér er aðeins átt við, að akbrautirnar og gang stéttimar verða að vera greini lega auðkenndar, svo hinir ak- andi og fótgangandi hafi hvor sitt rfki. Annað mál er, að það væri til stórkostlegs menningar auka að hafa í þessu ótíðarlandi hellulagðar eða malþikaðar gang stéttir og það mundi einnig draga mjög úr hjartasjúkdóm- um. TJaunar er til mun betri lausn á aðgreiningu gangstétta EKIÐ 1 HRINGI — GENGIÐ í FOR Ðorgaskipulag má t. d. aldrei vera svo hátt uppi í skýj- unum ,að litið sé fram hjá ein- földustu og sjálfsögðustu atrið- um. 1 einu einu slíku atriði hef- ur verið syndgað ákaflega á ís- landi, í Reykjavík, f kaupstöð- unum og í kauptúnunum. Þetta atriði er að skilja að akbrautir og gangstéttir. Hvar sem komið er á Vesturlöndum er þetta eitt fyrsta atriði í borg askipulagi, svo sjálfsagt atriði að það er frekar talið fram- kvæmdaatriði heldur en skipu- gangstéttir frá akbrautum strax, áður en varanlegt slitlag er lagt á akbrautirnar. Þetta skilja allir, sem hafa stigið fæti út fyrir dyr í bæj- um hér á Iandi. Oftast rignir hér lfka og ekki bætir það á- standið. Fótgangandi menn ganga í hjólförum bílanna og hoppa svo f ýmsar áttir til að forðast bflana eða gusumar frá þeim. Miklu alvarlegri er þó slysahættan af þessu samkrulli akbrauta og gangstétta. Má í því sambandi nefna, að erlendis er bömum kennt að fara ekki út og akbrauta, — lausn, sem hef- ur í fjölda ára verið almennt viðurkennd af borgaskipulags- mönnum. Það er að greina ekki aðeins að akbrautir og gang- stéttir, heldur hafa þær á sitt hvorum stað. þ.e.a.s. hafa gang stéttimar einnig að húsabaki. í gamla kerfinu var þverskurður- inn þannig: gata, gangstétt, húsaröð, húsaröð, gangstétt, gata, o. s. frv., en f nýja kerf- inu er hann þannig: gata, gang stétt, húsaröð, gangstétt húsa- röð, gangst. gata o.s.frv. f hverf um, se mskipul. eru eftir þessari reglu ,geta börn farið í skólann og húsmæður í verzlunina, án þess að koma nokkm sinni að akbraut. Þetta skipulagskerfi með skóla og verzlunum í miðju hverfa og með lokuðum íbúða- götum hefur að nokkru leyti verið framkvæmt hér á landi, t.d. í Smáíbúðahverfinu í R-vfk, en þó án þess að gangstéttir hafi verið lagðar að húsabaki. En einmitt vegna þessa hálfkær- ings hefur hið nýja skipulag í þessum tilfellum misst mikið af gildi sfnu. Aðgreining akbrauta og gang stétta er ekki kreddukenning á borð við hringaksturstorgin, enda hefur aðgreiningin haldið velli í langri reynslu, en hring aksturskenningin verið kastað fyrir róða, þar sem hún stóðst ekki, ef hugsað var nógu langt fram f tímann. Jgn það er svo margt skrifað um borgaskipulag, og mik- ið af þvf vitleysa, að erfitt get ur reynzt að vinza það úr, sem byggt er á fullnægjandi rökum. Ýmist vilja menn engar breyt- ingar og era ánægðir með ó- sómann eins og hann er, eða menn vilja gjörbylta öllu borg- arskipulagi f samræmi við fárán legar kenningar arkitekta, semi era innilokaðir í eigin fagi og gera sér ýmsar skrýtnar hug- myndir um mannlegt lff, en einna frægastur af þess háttar Iélegum pappírum var Corbusi- er. Þá hættir arkitektum einn- ig til að ragla fallegum bogalín um á pappír saman við raun- veraleika borgarlífsins. I slíkum vanda sést bæjarfeðr um oft yfir byrjunaratriðin, svo sem að leggja gangstéttir og setja upp umferðarljós.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.