Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 2
RITSTJORI; JON BIRGIR PETURSSON fi <í'i'K< 'i V í S IR . Fimmtudagur 28. október 1965. *>■*&' v Úr afmælishólfi Golfklúbbsins. Frá vinstri: Steindór Steindórsson, kvikmyndagerðarmaður klúbbsins og frú, og Árni Jónsson bæjarfuiltrúi og frú. HM I KNATTSPYRNU: Spánn og írland í SEVILLA: Spánverjar unnu íra (Eire) í seinni leik liðanna í und ankeppni HM í knattspyrnu með 4:1 í gærkvöldi. 1 hálfleik var staðan 2:1. írar unnu fyrri leik- inn með 1:0 og eru liðin efst í riðlinum og jöfn að stigum að leikjunum loknum. Þarf því að láta fara fram aukaleik mílli lið anna á hlutlausum velli. Aðeins þessi tvö lið voru saman í riðli 9 í keppninni. CARDIFF: Wales vann í gær- kvöldi Rússa i undankeppni HM í knattspyrnu. Kemur sá sigur mjög á óvart, en Rússar hafa tii þessa unnið alla sína leiki og tryggt sér sigur í riðlinum og sess meðal 16 beztu liða heims i aðalkeppninni næsta sumar í Englandi. Leikurinn í gær fór fram á Ninian Park í Cardiff og var mjög skemmtilegur og spennandi. KAUPMANNAHÖFN: Danir og Grikkir skildu jafnir i leik HM í gærkveldi með 1:1, en hvorugt þessara liða á möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina, því Rússar hafa tryggt sér sætið í henni. Bæði mörkin voru skor uð í fyrri hálfleik í gær, Fvrst skoraði Fritsen fyrir Dani og á síðustu sekúndum hálfleiksins skoraði Sideris fyrir Grikki. BRUSSEL: Belgir unnu Bulgari 5:0 í undankeppni fyrir HM i gærkvöldi. Er staðan að leiknum loknum þannig að báðar þessar þjóðir hafa 4 stig eftir 3 leiki og eiga eftir leik gegn ísrael og fara þeir báðir fram í Tel Aviv, sá fyrri 10. nóv. gegn Bélgíu og sá síðari 21. nóv. gegn Búlgaríu. Er ekki ósennilegt að það verði harðir leikir, enda tapaði ísrael aðeins með litlum mun fyrir þess um þjóðum á útivelli. Takist ísrael að vinna báða, eru öll lönd in jöfn og þurfa að keppa þrjá aukaleiki á hlutlausum völlum. SVISSNESK GLÍMA 9 Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, sýndi þessar giímubuxur á ársþingi Glímusambandsins um helgina. Þær fékk hann í Sviss, þegar hann var þar á ferð og kynntist svissnesku glímunni af sjón ,og raun. @ Svissnesku glímubuxumar eru úr níðsterkum striga og rifna ekki auðveldlega, en ekki leizt glímumönnum á að taka upp slíkar buxur hér. Eðli þessara tveggja íþróttagreina er það sama, en svissneska glfman er þó grófari en sú íslenzka og bol er þar leyft en maður telst ekki fallinn fyrr en hann hefur fallið á axlimar. f " .............. fff • • Danmörk í Lyngby í kvölé Tvei'r fyrstu formenn Golfklúbbs Akureyrar. Frá v.: Gunnar Schram og frú ®g Helgi Skúlason og frú. Þrjátíu ára afmælishóf golfmaaaa á Akureyri Nýlega var minnzt með veg- legu hófi í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri 30 ára afmælis Golf- klúbbs Akureyrar, en klúbbur- inn hefur undanfarin ár átt á að skipa beztu golfleikurum þessa lands og hafa Akureyringar unn ið bæjakeppni við Reykjavík og Vestmannaeyjar undanfarin 6 ár, en keppnin fer fram í sambandi við Islandsmótið ár hvert. Sex sirinum hefur klúbburinn átt ís- landsmeistarann í golfi. Er af- rékaskrá klúbbsins því glæsilegri en nokkurs annars íþróttafélags á Akureyri, eftda þótt ekki fari ýkja mikið fyrir starfseminni. 1 afmælishófinu var Jón G. Sólnes veizlustjóri og afhenti hann þar verðlaun til þeirra sem unnið höfðu keppnir á vegum klúbbsins á sumrinu. Sýnd var kvikmynd Steindórs Steindórs- sonar af starfsemi klúbbsins, keppni fór fram í „pútti“ hjá konum í hófinu, Gunnar Schram rakti sögu klúbbsins, Helgi Skúlason las upp enska gaman sögu úr heimi golfmanna, Hall dór Blöndal flutti brag um akur eyrska kylfinga og Hafliði Guð- mundsson, núverandi formaður flutti ávarp. Gunnari Schram, slmstöðvar- stjóra voru veitt sérstök heiðurs laun fyrir brautryðjendastarf, en hann var einn af stofnendum og fyrsti formaður klúbbsins og mættu tveir stofnfélagar aðrir til hófsins, þeir Jón Benediktssön fyrrv. yfirlögregluþjónn og Helgi Skúlason annar formaður félagsins. í KVÖLD hefst 16. Iandsleikur islenzka kvennalandsliðsins í hand knattleik. Leikurinn fer fram í Lyng by-Hallen í útjaðri Kaupmannahafn ar og mun sænskur dómari, Kantor að nafni dæma leikinn. Leikur þessi er sem kunnugt er iiður i heimsmeistarakeppninni í handknattlelk og mun það Iið, sem hefur betur samanlagt í tveim leikj um fara áfram til Þýzkalands í næstu viku. Nánar verður sagt frá leikjunum Nómskeið í handknattleik hjó Fram Framarar byrja í kvöld námskeið fyrir stúlkur 11—12 ára í hand- knattleik. Verður námskeiðið haldið í íþróttasalnum undir stúku Laug- ardalsvallar á fimmtudögum og hefst kl. 7.40. Er hér ágætt tækifæri fyrir ung ar stúlkur sem vilja kynnast ,hand knattieiksíþróttinni. hér í blaðinu, en Freyr Bjartmarz mun segja lesendum Vísis frá gangi ieikjanna og Bjamleifur Bjamlelfs son senda myndir af ieikjunum. | íslenzku stúlkurnar em sem kunn ugt er Norðurlandameistarar og , hafa til þessa eingöngu keppt í : Norðurlandamótum og hafa þar unnlð 6 leiki gert tvö jafntefll og tapað 7 leikjum. Útkoman síðustu árin hefur verið mjög góð', en verk efni aldrei nægilega mörg. Við vonumst tSl að geta flutt les- endum góðar fréttir á morgun og mánudaginn af leikjum þessum. Kvöldvakn Skíða- skólans í kvöld á Hófel Sögu Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum býður f kvöld til kvöldvöku hinum fjölmörgu gestum úr fjöllunum. Hefst kvöldvakan kl. 9 og er að Hótel Sögu. Ýmislegt verður til skemmtunar og mun verða sýnd kvikmynd sem Valdimar ömólfsson tók í sumar þar efra, Kerlingarfjailatríóið vin- sæla skemmtir og ekki má gleyma hópsöng og dansi. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.