Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 5
V £ Sliít . laagardagur 30. október 1965. 5 utlönd í niopf út 1 Önd 1 morrj, un' útlönd í morgun útlönd í morgmi Samkomulagsumleitunum m stæði Rhodesíu heldið áfrm lan Smith forsætisráðherra Rhodesiu neitaði því £ gærkvöldi, að samkomulagsumleitanimar um sjálfstæði Rhodesiu væru famar út um þúfur Ennfremur neitaði hann þv' "í Witeon hefði ógnað með ah i ~um, efnahagslegum refsiað- gerC ef Rhodesiustjóm birti upp á eh'-n spýtur vfirlýsingu um sjálfstæði. f síðad frétt frá Rhodesiu segir, a& Wílson hafi verið mjög alvöru- gefinn er nýr fundur hófst síðdegis í gær, en Smith eitt bros. Bottom- ley samveldismálaráðherra og ýms- ir Rhodesiuráðherrar sátu fundinn. Óstaðfest frétt hermdi, að full- trúi Bretlands í Zambiu, Sir Leslie Monson, hefði komið til Salisbury í gær frá Lusaka, að tilmælum Wil- sons. I Accra hafa þeir Nasser forseti Egyptalands og Nkrumah forseti Rhodesiu lagt til, að Rhodesiu- . vandamálið verði leyst £ samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna ! og Mannréttinda-yfirlýsinguna. heimS' horna milli Debbie Reynolds og Henry Fonda i „Villta vestrið sigrað“. mynair 'TfkrfkT" |myndlr[ kvlk myndir kvik T kvik myndirjmyndir kvik myndir kvikl .yndirl „GAMLA BÍÓ“ er nýbyrj- að að sýna kvikmynd, sem er líkleg til mikilla vinsælda, Nefn ist hún Villta vestrið sigrað (MGM og Cineramamynd), með Henry Fonda, Carrol Baker. Lee J. Cobb, Gregory Peck og fjölda mörgum ágætum leikurum, en svo mörg veigamikil hlutverk eru i myndinni, að eitt eða tvö gnæfa þar ekki yfir. Þetta er mynd úr lífsbaráttu stórbrot ins fólks, sem aldrei bugast af kjarkleysi. saga um fjölskyld- ur og einstaklinga og samtvinn uð örlög, sem Vestrið seiddi til sin. Kópavogsbíó hefur sýnt nú í rúma viku við góða aðsókn kvikmyndina „Franska konan og ástin“, Hér er um að ræða „þætti úr lífi konunnar“, eins og það er orðað, gerða af beztu kvikmyndaleikstjórum Frakka. Þfetta er vel gerð mynd og at- hyglisverð á marga lund. Einn þátturinn fjallar um börnin á því stigi, er þau fara að reyna að gera sér grein fyrir komu sinni í heiminn. fara að spyria — og fá ófullnægjandi svör. Næsta mynd er „Nætur óttans“. „STJÖRNUBÍÓ“ sýnir á- fram yfir helgina Óskadrauma, ágæta mynd, sem áður var get ið, með Rosalind Russell og Maximillan Schell í aðalhlut- verkum, og Hafnarbíó sýnir á- fram Blóm afþökkuð og virðast vinsældir Rock Hudson og Dor isar Day ódvínandi, og Tónabfó sýnir áfram Irmíi la Douce fyr ir fullu húsi. Aðsókn að kvik- myndahúsum er óvanalega góð um þessar mundir og sýnir, að myndir eru sýndar, sem fólki þykir góð skemmtun að. Nýjar kvikmyndir, sem ég . hef ekki enn séð: Cartouche (Hrói hött- ur Frakklands) i Austurbæja- bíói. í myrkviði stórborgarinn- ar (Laugarásbíó) og Elsku Jón (Nýja Bíó). í myrkviði stór- borgarinnar (West End Jungle) er auglýst sem brezk heimildar mynd um vændisvandamálið. — „Háskólabíó“ sýnir „The Informers”, sakamálamynd frá Rank-félaginu. a.- ► Dalai Lama, landflótta stjórn- mála- og trúarleiðtogi Tibet, sagði nýlega, að Kínverjar héldu áfram að uppræta TSbetana, — nú sé svo komið, að fleiri Kín- verjar séu en innbomlr Tibet- anar í Norður- og Norðaustur- Tibet. Dalai Lama sagðl þetta við opnun Tibetsafns í Nýju Dehli. „Tibet hefir verið sigr- að“, sagði hann, „og þjóð mín á nú í frelsisbaráttu til þess að geta búið f sínu elskaða landí og í friði Og hið cina sem é get fyrir hana er að reyna að vekja samvizku heimsins með því að skora á Sameinuðu þjóð- imar að láta Tlbet til sín taka“. ► 17.000 námumenn og aðrir starfsmenn i kopariðnaðinum í Chiie hafa gert verkfall. ^ Súkamo Indonesiuforseti sagði nú i vikunni, að áfram væru traust tengsl milli Indo- nesiu og Kína. Súkarno á að hafa sagt þetta i viðræðu við kinverska ambassadorinn i Jakarta, eftir að 3000 Jakarta- búar kröfðust þess að Indonesia sliti stjórnmálasambandið við Kína. ► Vegna óhagstæðra veðurskil- yrða hefir ekki enn verið fram- kvæmd neðanjarðarsprenging á Amchitkaey. Sprengjumagn hennar jafngildir 80.000 lestum af TNT sprengiefni. ► Maurice Couve de Murville er farinn til Moskvu i fimm daga opinbera heimsókn. Wilson og Bottomley. Þrennir tónleikar Þegar börnin fara að spyrja og ástin“. — Úr kvikmyndinni „Franska konan j Kammermúsíkklúbburinn hóf • vetrarstarfsemi sína með miklum myndarbrag i nýju húsnæði og jtveimur sögulegum tónleikum þar, s.l. fimmtudags og föstudags jkvöld. Þeir Erling Blöndal Bengts- !son og Árni Kristjánsson léku öll verk Beethovens fyrir selló og píanó, og það var mikið lánsfólk, sem auðnaðist að heyra þann flutn ing. Verk þessi eru hin fyrstu jsinnar tegundar i sögunni, sem þýð ,ingu hafa, og það töluvert mikla, jen samt eru þau sorglega fáheyrð. jí fyrstu verkunum. sónötunum op. |5 og Handel-tilbrigðunum, frá 11796, var Beethoven mikill vandi á ihöndum. Sellóið var raddmikið jhljóðfæri. en píanóið veikróma á jþeim árum. Þéss vegna forðaðist jhann hæga, syngjandi þætti £ fyrstu sónötunum. Nú á dögum gera þessi takmörk túlkendum al! erfitt fyrir. Á sellistinn að draga hin - voldugu sérkenni hljóðfæris síns í hlé, á meðan píanistinn pikk ;ar nótur sínar þédalalaust, og jhalda þannig upprunalegum sér- jkennum þessara verka, eða eiga jtúlkendur að haga seglum sinum jeftir nýjum vindum? Það virðist jnokkurn veginn sama, hvor leið- in sé tekin, í báðum tilfellum er hatrammt jafnvægisstríð. Á seinna kvöldinu var við enga slíka erfið- leika að etja, enda fengu áheyr- endur að njóta þess í ríkum mæli. Öll hin rammbyggilega list verk- anna frá 1801-1815 var þar útlist uð með óvefengjanlegri tjáninu. Að tónleikunum loknum, sökn- uðu menn aðeins eins, og það var að ekki skuli fást fleiri tækifæri til að heyra slfka túlkun, og samt mætti ætla, að heimatökin væru hæg, þar sem Árni er. Strengjasveit Sinfóníuhljóm- sveitarinnar var lögð þung byrði á herðar í upphafi seinustu tón- leika hennar í Háskólabíói í fyrra- kvöld. Það voru Tilbrigði Britt- ens um stef eftir Frank Brigde. Þetta er þrælerfitt verk, sérstak- lega Fúgan í lokin, þar sem hverj um flokk strokhljóðfæranna er skipt. Ef tiliit er tekið til þess, hve fámenn strengjasveitin er, má teljast töluvert þrekvirki, að svo vel skyldi takast þessi leikur, að áheyrendur skyldu komast í snert ingu við hið næringarríka strengja sveitarhijóð. í næstu tveimur verkum efnis- skrárinnar, Kindertotenlieder Mahl- ers og E1 amor brujo eítir De Falla, var einsöngskonan Yannula Papp as. Það ef ekki einleikið, hve illa húsið flytur söng, og ekkert væri hljómsveit og stjórnanda auðveld- ara en að, kaffæra söngvara, svo að enginn hevrði til hans. En hér var fvllstu tillitssemi gætt gagn- vart söngkonunni. (Ef kompón- istar nytu alltaf slíkrar tillitssemi í meðhöndlun smíða sinna, væru þeir miklir gæfumenn, lífs eða liðnir). Söngkonan flutti harmljóð Mahlers af hrífandi stillingu. 1 baUettmúsík De Falla mettaðist salurinn af suðrænum funa. Stjórn- andi, Wodiczko, skaraði þar með neistaflugi, draugagang og atgang suðrænna ofstopa f ástum og hatri, með vænlegum innskot- um frá söngkonunni. í lokaverki tónleikanna tjaldaði hljómsveitin öllu, sem hún átti til af mannskap, flutt var „Invocation and Danc.e“ eftir Creston, heilmikið tebollarok, eins og enskir mundu kalla það. Þorkell Sigurbjömsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.