Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 30. október 1965. T síðustu grein um Vínlands- kortið var það rakið, hvem- ig sönnun fyrir gildi og aldri Vínlandskortsins var fengin. Aðalsönnunin var fólgin í vatnsmerki í pappímum, sem bendir til þess, að pappírinn hafi verið gerður í pappírsgerð einni í borginni Basel fyrir árið 1440. En pappírsgerð þessi starf- aBl beinlfnls að þvf að gera pappír fyrir hið mikla og lang- varandi kirkjuþing sem haldið var þessi ár í Basel. Nú skulum við vikja í þessari grein að ályktunarorðum R. A. Skeltons við Yale-háskóla varð- andi samband Vínlandsuppdrátt arins við iandaleit farmanna frá Bristol, þar á meðal sæfarans kölluðu Brasilíu-eyjar og það er einnig víst, að einhverntíma fyrir 1494, þá höfðu þeir fund- ið meginland í þessari stefnu, sem þeir kölluðu Brasilíu. Þessir óþekktu menn voru þeir sem fundu sjóleiðina til Norður Ameríku og það verður að viður kena þennan landafund þeirra óháð því, þótt Kolumbus hafi orðið á undan þeim að finna Mið Amerfku. Rétt er að taka fram í þessu sambandi, að heitið Brasilía var hér notað yfir alit önnur lands- svæði en síðar hlutu þetta sama heiti 1 Suður Ameríku. Heitið Brasilía hafði frá fornu fari ver- ið notað yfir ímyndaðar þjóð- sagnaeyjar eins konar sæluríki sem menn ímynduðu sér í ævin- týrum að væru í úthafinu mikla. Ensku sjómennirnir frá Brasil ímynduðu sér að þeir væru komnir fyrst til þessara Brasil- íueyja og síðan til Brasilíu meginlandsins, er þar með hug- myndinni um Brasilíu lyft upp af sviði ævintýra, þær voru orðn ar að raunveruIeika.Og það verð ur að teljast víst, að sjómenn- imir frá Bristol hafi raunveru- lega komið að eyjum og landi fyrir vestan Irland. En hvar gátu þær eyjar og meginland verið? Hvergi nema í Ameríku. Gömul mynd af sæfaranum og Iandkönnuðinum Cabot. geymdar í minni fólksins það er í munnmælum og | hinum skráðu bókmenntum, íslendinga sögunum og annálum. Auk þess telur Skelton að það sé óhætt að fullyrða það, að varðveitzt hafi á íslandi landabréf eitt eða fleiri, sem liafi sýnt Vínland og hafi verið undirstaða hiws nýfundna Vínlandskorts. Að vísu er það mjög óWkiegt að kaupmennirnir og fiskimenn imir frá Bristol hafi haft nokk urn aðgang að hinum íslenzfeu handritum og skjölum, en sagn imar af löndunum í vestri og suðri ihljóta að hafa verið lifandi á vörum og í munnmælum fólks ins á íslandsströndum, jafnvel þó það hafi hvorki verið lesandi né skrifandi. En við þetta fólk höfðu Englendingarnir mikil og margvísleg skipti. VTið vitum ekki hvort sjó- mennirnir og kaupmennirn ir frá Bristol höfðu skipti við menntaða menn á íslandi, þá sem þekktu hinar skráðu heim- ildir, en það verður að telja það mjög líklegt, að þeir hafi heyrt frásagnir af Marklandi og Vín- landi, og ef til vill einnig lýsing ar Isiendinga á því að þar væri að finna auðug fiskimið. Islend ingar gátu sjálfir ekki notfært sér þau fiskimið, en það var Barst þekking íslendinga á Vínlandi til Brístol og Joha Cabots og sfðan landaleit Kolumbusar vestur um haf. Skelton segir, að ef Iitið sé á Vínlandskortið, þá ópnist þar möguleikar til tveggja siglinga- Ieiða vestur um haf. Önnur þeirra er sú siglingaleið, sem norrænir menn fylgdu, fyrst frá Noregi til íslands og síðan frá íslandi áfram vestur á bóginn til eyjanna tveggja, Grænlands og Vínlands. J7n hin siglingaleiðin sem virð- ist einnig opnast við að sjá þetta kort er leiðin frá Eng- landi til Vínlands. Sjómaður á seglskipum þeirra tíma, sem hefði horft á þetta kort, hefði mjög fljótt komið auga á það, að hann gat gotað hina sterku norðaustan staðvinda til að komast beina leið frá Englandi til þess Vínlands ,sem merkt er inn á kortið. Hér er auðvitað ekki hægt að finna neinar sannanir, en þetta hlýtur að vekja upp hugleiðing- ar um það, hvort enskir sæfar- ar hafi vitað af einhverju slíku korti. Svo mikið er víst, að þetta er teiknað upp kringum árið 1440 eða 50 árum fyrir ferð Kolumbusar en það er líka vitað, að kringum árið 1480 eða 12 árum áður en Kolumbus fann Ameríku fóru kaupmenn í borg- inni Bristol í Englandi að senda reglulega út á hafið skip til að leitað að löndum, einmitt í þéirri stefnu, sem Vínland er teiknað inn á þetta kort. jjví miður hafa litlar heimild- ir varðveitzt af sérstökum ástæðum um þessar landaleita- ferðir og sjómennirnir sem tóku þátt í þeim eru óþekktir. En s'vo mikið er vitað, að þessir sjó- menn fundu í hafinu fyrir vest- an írland, fyrst eyjar, sem þeir l"Tg nú kemur landkönnuður- inn John Cabot fram á svið ið. Þá er að vísu Kolumbus bú- inn að finna Ameríku, en Cabot heldur samt fyrst og fremst á- fram starfi sjómannanna í Brist- ol. Þó að Kolumbus hafi fundið land suður undir miðjarðarbaug, þá var ekki þar með sagt að á- Ivkta mætti af því að land væri einnig í vestri á hinum norð- lægari breiddargráðum Cabot er ítalskur sjómaður en hann út- býr leiðangur sinn einmitt í Bristol, þaðan er aðstaðan til siglinga til hins nýja lands tal- in heppilegust og þar hefur nýútkomnu VMandsbók. „Siglingaleiðin sem þessir landaleitarmenn fóru til landa- \ funda sinna og er staðfest í skráðum heimildum, er þess vegna í samræmi við þá land fræðimynd sem kemur í ljós á Vínlandskortinu. Það er vfsu fjarri því að þetta sé nokkur sönnun þess, að þetta kort hafi verið þekkt af þessum landa- leitamönnum, þeim sem beittu sér fyrir leiðöngrunum eða stjórnuðu þeim. Það eru einn- ig varðveitt skrifleg gögn um siglingar nokkurra portugalskra sæfara í leit að löndum vestur í stöð viðskipta við Portúgal og Madeira. Það má jafnvel halda þvf fram í rökræðum að þessar sögusagnir og skoðanaskipti um ímyndaðar eyjar og þar með einnig ferðir Portugala út á haf ið hafi átt sinn þátt í að kveikja áhuga Bristol-manna á leit að fjarlægum eyjum. En þessi áhugi er orðinn mjög greinileg- ur í Bristol upp úr 1480. En það er einnig líklegt að sögusagnirnar og upplýsingarn- ar hafi flutzt fram og til baka í báðar áttir. Og það gerir að verkum að við getum eins hugs að okkur, að landfræðileg þekk Fylgdi Cabof landkönnuður íslenzkum upp- lýsingum er hann fann Labrador? hann einmit hina vönu sjómenn sem áður höfðu siglt til þessara nýju landa. Tjað er í maí 1497 sem Cabot leggur skipi sínu úr höfn í Bristol. Hann og hinir vönu sæfarar hans sigldu fyrir sunn að írland, síðan norður í nokkra daga (augsýnil. að þeir gera það til þess að fá sem þægilegasta vindstefnu á landið, þeir vita fyrirfram hvar það er). Síðan sigla þeir 35 daga í vestur með ANA vindi þangað til þeir koma að landi. Og um landið sem þeir finna er það skráð „að þeir töldu víst, að þetta væri sama landið og sjómenn frá Bristöl höfðu fundið nokrum árum áð- ur“. Um þetta segir R. A. Skelton í ritgerð sinni í hinni miklu Atlantshafi, að þessu er vikið bæði laust og fast í ýmsum skjöl um. En það er engin gögn hægt að finna fyrir því að þeir hafi leitað eða fundið nein önnur lönd en eyjarnar sem eru þarna í Atlantshafinu og svo er þar að finna frásagnir af ýmsum ímynduðum eyjum, sem þegar voru sagnir um svo sem Antillia, Sjöborgaeyjan, St. Brendan sem koma fram á ýmsum heimsupp- dráttum og eru til skjöl þar sem konungar gefa landaleitarmönn- um þessar eyjar, ef þeir finni þær. J^olumbus safnaði þessum sögusögnum saman til þess að styðja sitt mál, er hann var að undirbúa sjóferð sína og vafa Iaust bárust þessar sagnir til Bristol, en hún var þá aðalbæki ing sem var til á íslandi og kemur m. a. greinilega fram í Vínlandskortinu hafi borizt eft ir þessum sömu leiðum að minnsta kosti til Portugal ef ekki lengra til ánnarra landa í Suður Evrópu. það yill hér líka svo einkenni-. lega til, að kaupmenn og sjómenn í Bristol höfðu ekki að eins mikil skipti við Portugal, heldur líka við ísland. Viðskipti Bristol-manna við ísland hefjast kringum árið 1424 og um miðja öldina voru þessi viðskipti orð- in mjög mikil og regluleg og fiskimenn frá Bristol stunduðu fastar veiðar á íslandsmiðum. Og nú var ísland geymslubúr þekkingarinnar um Grænland og löndin þar fyrir vestan. Upp lýsingarnar um þetta voru bæði annað að segja um Bristd- menn. En þetta gæti einmitt skýrt hinn mikla áhuga Bristol-manna á landinu sem þeir fundu vestur í höfum og kölluðu Brasilíu. Þeir sögðu þar vera bækistöð til mikilla fiskveiða og þar er einn ig ástæða fyrir því að þeir hafa reynt að halda landafundinum leyndum, þeir vildu sjálfir sitja að fiskimiðunum og því er sára litlar upplýsingar að finna nú í skráðum heimildum um þessi nýju lönd. Þrátt fyrir þetta leynimakk er ekki útilokað að upplýsingarnar kunni að hafa „lekið“ út og bor izt alla leið til Portugal eða Spánar. Ckelton telur það hins vegar mjög ólíklegt að slíkur „leki“ á upplýsingum hafi getað verið meira en munnmælasaga og telur hann útilookað að skjöl eða kort f líkingu við Vín landsuppdráttinn hafi borizt þessa leið eftir slíkum munn- mælaburði. En hins vegar getur verið að Vínlandsuppdrátturinn hafi bor- izt eftir öðrum leiðum og ef þetta væri lagt saman, munn- mælasögurnar um auðug fiski- mið annars vegar og svo upp drátturinn sem einhver uppgötv ar eftir öðrum leiðum, þá er það sýnil. að íhuga verður betur á hvaða grundvelli og hugmynd um þeir Columbus og Cabot undirbjuggu landkönnunarferðir sínar. Eða með öðrum orðum, hafði annar hvor þessara hug- myndaríku og framtakssömu manna orðið vísari upplýsinga þeirra sem koma fram á Vín- landskortinu. Og þá kemur fram spurningin, hvernig hefðu þeir notijært sér slíkar upplýsingar f skipulagi og undirbúningi ferð ar sinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.