Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 8
\ 8 VÍSIR . Laugardagur 30. október 1965. VISIR Ctgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Upprifjun fyrir Timann Tíminn sagðist í fyrradag hafa það eftir „þekktum Sjálfstæðismanni í Reykjavík“, að verðbólgan hefði aldrei aukizt eins gífurlega og síðan Bjami Bene- diktsson varð forsætisráðherra. Blaðið hefur svo eft- ir þessum manni ýmislegt fleira í sambandi við verð- bólguna ,sem ritstjórinn hefur trúlega lagt til eftir sínu höfði, orðalagið er a. m. k. mjög líkt því, sem hann hefur áður sagt frá eigin brjósti — sömu fjar- stæðurnar. Til gamans fyrir Tímann mætti minna á það, að þekktur Framsóknarmaður sagði á kaffihúsi við nokkra andstæðinga sína í stjórnmálum, þegar vinstri stjórnin valt úr sessi ,að stjórnarforusta Hermanns íónassonar hefði verið sú aumasta í íslenzkri sögu og endalok hennar ennþá háðulegri fyrir það, hvað maðurinn hefði lofað miklu þegar hann tók við, m. a. að gera „úttekt á þjóðarbúinu“ og hafa sér- staklega náið samstarf og samráð við verklýðssam- tökin og launastéttirnar. Allt hefði þetta farið á ann- an veg, „úttektin“ aldrei verið gerð og samvinnan við verklýðssamtökin farið þannig úr hendi, að þau afneituðu stjórninni og felldu hana að lokum. Ótrú- legt er að Tíminn vilji fallast á þetta, þótt þekktur Framsóknarmaður segði það, en af því má sjá, að fleiri en Sjálfstæðismenn eiga til að segja sitt af hverju um forustumenn sína, þegar illa liggur á þeim. Það er því lítill ávinningur fyrir Tímann að taka upp svona ummæli. Hann getur fengið þau endurgoldin með samskonar orðum Framsóknarmanna um þeirra leiðtoga, þegar flokkurinn fór með völd. Það er viðurkennt bæði af núverandi forsætis- ráðherra og öðrum forustumönnum stiórnarflokk- anna, að ekki hefur tekizt að stöðva verðbólguna, þótt ástandið sé nú engan veginn eins geigvænlegt og þegar viðreisnarstjórnin tók við þrotabúi Her- manns Jónassonar og samráðherra hans. En ef rit- stjóri Tímans hefur eins miklar áhyggjur af verð- bólgunni og hann vill vera láta, ætti hann að beita áhrifum sínum til þess að reyna að stöðva hana, en ekki magna hana, eins og stjórnarandstaðan hefur alltaf gert. Það er vonlaust verk að ætla sér að stöðva þessa þróun, nema þjóðin öll standi saman um þær ráðstaf- anir ,sem til þess mættu leiða. Þetta sagði viðreisnar- stjórnin þjóðinni þegar í upphafi. Allir stjómmála- flokkarnir eiga einhverja sök á verðbólgunni, og því ættu þeir allir að leggjastá eitt um að reyna að stöðva hana. Ef þeir fengjust til þess, mundi það eflaust tak- ast. Allar ríkisstjórnir, sem setið hafa síðustu 20 árin hafa verið glíma við þennan draug, en engin hefur getað stöðvað vöxt hans, hvað þá ráðið niður- Sögum hans. Er ekki kominn tími til að þjóðin, og þá fyrst og fremst stjómmálaflokkarnir, sameinist gegn honum og leggi hann að velli? /f Sjúkrahúsið á Selfossi stendur við Austurveg. Nýja sjúkrahúsið verður væntanlega reist í austur hluta þorpsins rétt sunnan Ölfusár. SUÐURLANDSSJÚKRA- HÚS VÆNTANLEGT Rætf við sjúkriíhiísslækninn Óln BCr. Guðmundss. um núverundi sjúkrahús ■■waBHBaaanteK =av«S»0W J^ygging sjúkrahúss á Selfossi er mikið áhugamál manna á Suðurlandsundirlendinu og eru sýslumar þrjár, Ámes- sýsla, Rangárvallasýsla og V- Skaftafellssýsla, samnings- bundnár um áð komá uþp og reka sjúkrahús á Selfossi. Séí- fossblöðin hafa mikið ritað um sjúkrahússmálið undanfarið, því að ekki hafa allir verið á einu raáli um lóðarval og sitthvað fleira varðandi fyrirhugað sjúkrahús. Undirbúningsvinna að byggingu sjúkrahússins er nú hafin og hefur heilbrigðis- málaráðherra Iátið svo um mælt að vænta megi fjárveitingar til byggingarinnar árið 1967. Á Selfossi hefur verið rekið lítið sjúkrahús frá því árið 1958 og spurði Vísir sjúkrahússlækn- inn, Óla Kr. Guðmundsson, frétta af starfsemi sjúkrahúss- ins. — Sjúkralhúsið hér er nú varla meira en það, sem kalla mætti sjúkraskýli, sagði lækn- irinn. Það tók til starfa árið 1958 í gamla héraðslæknlsbú- staðnum. Bjami Guðmundsson héraðslæknir var þá fluttur úr húsinu, en hann stóð fyrir sjúkraskýlinu þar til 1960, að byggt var við húsið og Kjastan Guðnumdsson ráðirm sjúkra- hússlæknir. Um áramótin 1962 —63 tðk ég svo við starfinu. — Hvað eru rúm fyrir marga sjúklinga? — Nú eru hér um 30 sjúkra- rúm og er þá plássið sýtt til hins ýtrasta. Áuk sjúkrastof- anna eru að sjálfsögðu skurð- stofa, móttökuherbergi og rönt- genstofa. Stundum, þegar yfir- fullt hefur verið, hefur orðið að setja sjúkrarúm inn á rönt- genstofuna. — Hvers konar sjúklingum er aðallega tekið við hér? — Sængurkonum og sjúkiing- um sem veikzt hafa snögglega. Einnig sjúklingum, sem gera þarf á minni háttar aðgerðir eða skurði, t. d. botnlangaskurði, keisaraskurði og þess háttar. Á s.l. ári voru nær 160 fæðingar hér og gerðar voru 268 aðgerð- ir. Til lyfjalæknisrannsókna er aftur á móti siæm aðstaða, rannsöknarstofan er alit of lítil óg ekkert pláss fyrir allar þær bækur og skýrslur, sem slíkum rannsóknum fylgja. — Hvernig er með sjúklinga úr nágrenninu. Vilja þeir ekki heldur liggja hér en vera sendir til Reykjavikur? Óli Kr. Guðmundsson sjúkra- hússlæknir. — Flestir vilja heldur liggja hérna, en það eimir eftir hjá sumum að það sé nauðsynlegt að fara J:il Reykjavíkur. Eink- um hjá þeim, sem þar hafa legið áður. — Er sjúkrahúsið ekki oftast fullskipað? — Jú, yfirleitt er svo. Það kemur fyrir að rúm eru laus á sumrin, ef starfsemin lamast eitthvað vegna sumarleyfa. — Hversu fjölmennt er starfs lið sjúkrahússins? — Nú erum við alls 14 og þar af 3 hjúkrunarkonur. Læknar eru tveir ég ailan daginn og Guðjón Sigurkarlsson hálfan daginn. Hann rekur annars lækningastofu úti í bæ. — Þegar nýja sjúkrahúsið kemur, þarf þá ekki að fjölga læknum? — Fyrst um sinn verður lík- lega nóg að fjölga um einn. Það er fyrirhugað að rúm verði fyr- ir 120 sjúklinga, en í þeim á- fanga, sem fyrst verður byggð- ur, verður rúm fyrir 60 sjúkl- inga. — Nauðsynin á auknu sjúkrahússrými er mikil og því er það von okkar, sem að sjúkrahúsmálum standa hér, að bygging nýja hússins megi hefj- ast eins fljótt og auðið er. Þ.Á. Aðalfundur Varðbergs Aðalfundur VARÐBERGS, fé- lags ungra áhugamanna um vest- ræna samvinnu, Reykjavík, var haldinn fimmtudaginn 14. októ- ber 1965 f Þióðleikhúskjallaran- um. Á fundinum var flutt skýrsla fráfarandi stjómar um starfsemi félagsins á s.l. starfs- ári og Stefán Jóh. Stefánsson, Jvrrverandi forsætisráðherra og sendiherra sagði frá ýmsum endurminningum sínum á sviði utanríkismála. Stefán Jöh. Stefánsson skýrði í erindi sinu, sem flutt var áður en aðalfundarstörf hófust, m. a. frá ýmsum fróðlegum atvikum á árum síðari heimsstyrjaldar- innar og i sambandi við lausn handritamálsins. Var mjög góð- ur rómur gerður að máli hans. Formaður fráfarandi stjórnar, Hörður Einarsson, stud. jur., gerði síðan grein fyrir mjög víðtækri og öflugri starfsemi fé- lagsins á liðnu starfsári, þ. á m. ráðstefnum, fundarhöldum og erindaflutningi, kvikmvndasýn- ingum, kynnisferðum p. fl. — Að skýrslu lokinni voru um- ræður um starfsemina og kom fram í þeim mikill áhugi á mál- efnum félagsins. 1 stjórn Varðbergs-félagsins í Reykjavík fyrir næsta starfs- ár voru kjörnir: Frá ungum jafnaðarmönn- Frh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.