Vísir - 17.11.1965, Side 1

Vísir - 17.11.1965, Side 1
VISIR 55. árg. — MifJvikudagur 17. nóvember 1965. — 263. tbl. Kauphækkanir 14% í samræmi við almsmr kouphækkanir Á sfðasta samningafundi i gærkvöldi. Fulltrúar togaraeigenda taldir frá vinstri: Valdimar Indriðason, Vilhelm Þorsteinsson, Ólafur Tr. Einarsson, Marteinn Jónasson, Sigurður H. Egilsson, Jónas Jónsson og Ingimar Einarsson. Fulitrúar yfirmanna á togurum með sáttasemjara talið frá vinstri: Robert Ámason, Guðm. Jensson, Guðm. Pétursson, Guðm. Jóhannsson, Karl Magnússon, Jóhann Sigurbjörnsson, Jens Jónsson, Guðm. H. Oddsson og Torfi Hjartarson sáttasemjari. SJO SLOSUÐUST I GÆR - ÞAR AF IINN TIL BANA Dagurinn í gær var einn i röð ; hinna miklu slysadaga, en þá slösuðust 7 manns í Reykjavík og nærliggjandi byggðarlögum, þar af slasaðist ein stúika til bana, en þrír karlmenn slösuðust svo alvar- lega að flytja þurfti þá alla í sjúkrahús. Tvær ungar stúlkur slösuðust nokkuð, en ekki alvar- lega og telpubam hlaut höfuð- meiðsl, sem ekki var búið að kanna til hlítar þegar blaðið vissi síðast. Banaslys í Skilmannahreppi. Um fjögurleytið e. h. í gærdag fór bifreið út af veginum skammt innan við Litlu Fellsöxi í Skil- mannahreppi. Billinn var nýr Volkswagen 1600, í eigu varnar- liðsmanns og sat varnarliðsmaður við stýrið, en farþegi hjá honum var 25 ára gömul stúlka, íslenzk | og búsett í Revkjavík. Nokkuð varasöm beygja er á j veginum, þar sem slysið varð, eða j skammt þaðan. Þó hafði bíllinn , komizt um 65 metra vestur yfir beygjuna þegar hann lenti út af. Þykir líklegt að ökumaðurinn hafi : ekið létt og fipazt, eftir að í bevj- una var komið. Orsökin getur líka, hafa verið sú að sprungið var á afturhjóli, en ekki er vitað hvort ■ það gerðist áður eða eftir að billinn ] fór út af veginum. Talsverð brekka pr fyrir utan i veginn og líklegt íalið að bíllinn ; hafi farið nokkrar veltur, áðtir en ; hann staðnæmdist. Stúlkan lá þá : helsærð í bifreiðinni og iézt j skömmu síðar á leið i sjúkrahúsið ; á Akranesi. ökumaðurinn hafði : kastazt afur fvrir sig og roíazt. en raknaði skömmu síðar við I aftursætinu. Hann hafði fengið slæman heilahristing og var fluttur £ sjúkrahúsið á Akranesi. Hann var það illa haldinn í morgun að ekki var talið fært að taka af honum skýrslu, og er búizt við, að hann þurfi að liggja þar f nokkra daga. Bifreiðaeftirlitsmaður athugaði j bifreiðina f gærkveldi og er hún ; taiin mikið skemmd. Vegna fjarstaddra ættingja verð ! ur nafn hinnar látnu stúlku ekki j birt í dag. ! Datt af húsþaki og islasaðist mikið. : í gær kom spánskur gestur f ; Hótel Skjaidbreið og bað um gist- ■ i ingu, hverja riann og fékk. Maður j ; þessi heitir Gasper B. Gonzaier, ; en um aldur hans eða erindi hér j á landi er blaðinu ekki kunnugt.; í gærkveidi, urr. ellefuleytið, tók j maður þessi upp á bví furðulega ! iiltæki að fara upp á geymsluloft! hóteísins og þaðan út u.n þak-1 giugga. Labbaði sig sfðan yfir j þvert þakið, en varð fótaskortur. j þar um stund unz hann missti taksins og hrapaði niður á gang- stéttina Kirkjustrætismegin. Var það talið vera um 6 metra fall. Maðurinn stórslasaðist og virðist hafa beinbrotnað á mörgum stöð- um. Hann var fluttur í sjúkrahús. Enginn veit hvaða erindi maður- inn hefur átt fyrst upp á geymslu- loftið og síðan út um gluggann. Framh. á bls. 6 Verkfalli yfirmanna á togurum var aflýst í gær kvöldi eftir að samkomu lag hafði náðst og samn ingar verið undirritaðir.| Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, boðaði til fundar f gær með aðilum í deilu yfir- manna á togurum. Hófst fund ur klukkan 14 og stóð til kl. 6,30, en var þá frestað, til þess að stjórnum og trúnaðarmanna ráðum félaga yfirmanna gæfist færi á því að halda fundi um samkomulagsgrundvöll, sem virtist vera fyrir hendL Voru sfðan þessir fundir haldmr og stóðu þeir þar til fulitrúar að- ila komu saman á framhalds fund, og hófst hann kL 23 f Alþingishúsinu, og voru þar samningar undirritaðir og verk falli yfirmanna á togurum af- lýst. Eina efnisbreytingin frá1 þeim samningi, sem gerður var 27. október s. 1. og felldur ■ var í atkvæðagreiðslu yfir- manna með 107 atkvæðum gegn 43 (30 seðlar auðir) er sú, að gildistfma samning- anna er breytt þannig, að í stað þess að þeir gildi frá Framh. á bls. 6 Bifreiðin R-16405 sem lenti í árekstrinum í brekkunni vestan við Náði þó í þakrennu og hélt sér i Staupastein í Hvalfirði. AGÆT VEIÐI í N0TT Akranesbíllinn E-307 eftir áreksturinn í Hvalfirði. Eins og myndin ber með sér er hann illa farinn, beyglaður mjög og með brotna rúðu, — Góð sildveiði var í nótt 60— | 65 sjómílur suðaustur af Dala f tanga. Frá kl. 9 f gærmorgun I til kl. 8,20 í morgun fengu | þar 43 skip 45.200 mál og tunn 1 ur- - Síldaraflinn sl. viku nam 364. 453 málum og tunnum. Heild g araflinn í lok s. 1. viku var tæp lega 3 y2 milljón mál og tn. I fyrra var hann á sama tíma 2,9 millj. Þá var síldveiðum almennt lokið fyrir Austurlandi. Saltað hefur verið f 401.210 tunnur en 354.204 í fyrra. f bræðslu hafa farið 3 millj. 59 þús. mál en rúmlega 2l/2 millj. á sama tíma í fyrra. í BreiðamerAirdýpi fengu all- margir bátar bæði Eyjabátar og bátar sem stundað hafa Aust fjarðamið, dágóðan afla. Marg- ir lönduðu f Eyjum bæði Eyja- og aðkomubátar, en sumir héldu áfram vestur á bóginn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.