Vísir - 17.11.1965, Qupperneq 5
V1SIR . Miðvikudagur 17. nóvember 1965.
5
Iain McLeod.
var fundinum frestað óákveð-
inn tíma. Nú er sagt að Stewart
utanríkisráðherra Bretlands,
sem enn er í New York, muni
enn skýra stefnu og sjónarmið
stjórnar sinnar á fundinum í
kvöld, og er og talið, að það
sé almennt álitið að verið sé
að gera úrslitatilraun til þess
að ná samkomulagi í ráðinu. —
Afríkufulltrúar eru sagðir vera
með nýja tillögú á prjónunum,
en ekki hafa þeir fallið frá því,
að vopnavaldi verði beitt, ef
annað dugir ekki. Bretar vilja
ekki á vopnavaldsbeitingu fall-
ast.
1 Rhodesiu hefir Ian Smith
lýst yfir, að Rhodesiumenn
þurfi ekki að hafa neinar á-
hyggjur vegna hoilustu sinnar
við Bretadrottningu.
Af hálfu póstmanna í Rhode-
siu, sem eru um 4000 talsins,
hefir verið óskað leiðbeininga
frá drottningu eða brezku
stjóminni, vegna þess að
Rhodesiustjórn krefst af þeim
hollustuyfirlýsingar, að við-
lögðum réttinda og starfsmissi
geri þeir það ekki.
Bandaríska herstjómin í Suður-
Vletnam hefir tilkynnt, að banda-
rískar hersveitir háfi fellt yfir 600
hermenn frá Norður-Vietnam, í
þriggja daga ormstu f fjallahéruð-
unum í grennd við Cambodja-
landamærin.
Sagt er, að þarna séu 3 batal-
jónir frá Norður-Vietnam eða um
3000 manna lið stutt af Vietcong-
liðum. Manntjón Bandaríkjamanna
er sagt tiltölulega lítið, en mun
þó hafa orðið meira en í nokkrum
öðrum átökum síðan þeir hófu
beinar hernaðaraðgerðir í S.V.
Fyrri fréttir hermdu, að lið
kommúnista hefði hörfað til fjalla
í Drang-dalnum. B-52 sprengju
flugvélar gerðu árásir á stöðvar
þeirra í morgun, en bandaríska
liðið hörfaði undan á meðan.
Sprengjum var varpað á stöðvar
kommúnista úr yfir 9 km. hæð,
Ein af hersveitum Bandaríkja-
manna hörfaði einnig undan í gær
vegna öflugrar skothríðar komm-
únista í fjöllunum.
IAN SMITH
í fréttum frá London í morg-
un segir, að haft sé eftir Iain
McLeod, einum helzta manni
íhaldsflokksins, að hann sé
þeirrar skoðunar, að ríkisstjóm
in kunni að verða að semja við
„uppreistarstjóm hvítra manna
í Rhodesiu“.
Brezka stjórnin hefir farið
fram á það, að Öryggisráðið
komi saman til fundar í dag um
Rhodesiu, en í gær frestaði ráð-
ið fundum sfnum, vegna þess
að ekki hafði náðst samkomu-
lag um framkomnar tillögur, og
útlönd í nopgun ' ; útlöncL £ ffiors'jn útlönd í morgun útlönd £ ‘morgun
VÁTRYGGINGAR FISKISKIPA 0G VEGALÖG
-U19y *! 'jKf
Á fundi 'f efri deild í gær var
aðeins eitt mál á dagskrá, Hús-
næðismálastofnun ríkisins, at-
kvæðagreiðsla. Nokkrar breyt-
ingatillögur höfðu komið fram,
en þær vom allar felldar og mál-
inu vísað óbreyttu til nefndar.
Samábyrgð íslands
á fiskiskipum.
Sjávarútvegsmálaráðherra Egg
ert G. Þorsteinsson fylgdi úr
hlaði stjórnarfrumvarpi til laga
um Samábyrgð íslands á fiski-
skipum. Ráðherra sagði að frum
varp þetta ætti rót sína að rekja
til aðalfundar L.I.Ú. sem haldinn
var í nóvember 1964. Frumvarpið
er samið á vegum sjávarútvegs-
málaráðuneytisins af Jóni Erlingi
Þorlákssyni, trvggingafræðingi.
Helztu efnisbreytingar, sem í
frumvarpinu felast, eru þessar:
1. Stjórn Samábyrgðarinnar
verði skipuð fimm mönnum, for-
manni tilnefndum af ráðherra,
tveimur mönnum tilnefndum af
Landssambandi íslenzkra útvegs-
manna og tveim kosnum af báta-
ábyrgðarfélögunum. Fram-
kvæmdastjóri sé ekki jafnframt
í stjórn félagsins. Nú eru þrír
menn í stjórn, tveir skipaðir af
ráðherra, þ. á m. formaðurinn,
sem jafnframt er framkvæmda-
stjóri, en einn er tilnefndur af
bátaábyrgðarfélögunum, 2. Sam-
ábyrgðin fái heimild til að taka
"ð sér slysa- og ábyrgðartrygg-
ingar fvrir útgerðina, ýmist sem
endurtryggjandi fyrir bátaábyrgð
arfélög, sem taka slíka tryggingu
*o sér, eða sem frumtryggjandi,
ef bátaábyrgðarfélag á viðkom-
andi tryggingasvæði tekur ekki
að sér slíkar tryggingar. 3. Sett
eru ákvæði um, að Samábyrgðin
boði til fundar með fulltrúum
frá bátaábvrgðarfélögunum eigi
sjaldnar en þriðja hvert ár, þar
sem kosnir séu tveir menn f
stjóm Samábyrgðarinnarí skipzt
á skoðunum og gerðar ályktariir
um málefni trygginganna. 4.
Ákvæði núgildandi laga um á-
byrgð ríkissjóðs á skuldbinding-
um Samábyrgðarinnar verði
fellt niður.
Lúðvík Jósefsson (K) sagði, að
mikil þörf hafi verið á endur-
skoðun hinna gömlu laga, en það
hefði þurft að gera það betur en
raun ber vitni. Lúðvík sagði að
sér sýndist að endurskoðunin
hefði farið fram með undarlegum
hætti, því einn fulltrúi í sjávar-
útvegsmálaráðuneytinu hefði ver
ið látinn semja heilt frumvarp
án þess að aðrir aðilar hefðu
komið þar við sögu. Lúðvík
sagði að lokum að nauðsynlega
þyrfti að koma á fót nefnd til
að athuga þessar tillögur.
Málinu var síðan vísað til 2.
umræðu og sjávarútvegsnefndar.
Bátaábyrgðarfélög.
Sjávarútvegsmálaráðherra Egg
ert G. Þorsteinsson mælti einnig
fyrir stjórnarfrumvarpi til laga
um bátaábyrgðarfélög. Ráðherra
gat þess að þetta frumvarp ætti
einnig rót sína að rekja til aðal-
fundar L.Í.Ú. er haldinn var í
nóvember 1964, og að sami aðili
hefði samið frumvarpið og hið
fyrra. Þýðingarmestu breyting-
ar, ,sem í frumvarpinu felast, eru
sem hér segir:
1. Fiskiskip, sem eru allt að
400 rúml. brúttó að stærð, verði
skyldutryggð hjá bátaábyrgðar-
félögunum, en nú nær skvldu-
tryggingin til skipa allt að 100
rúml. 2. Bátaábyrgðarfélögunum
verði með vissum skilyrðum
heimilað að taka að sér aðrar
tryggingar fvrir útgerðina, aðal-
lega slysatryggingar og .ábyrgð-
artryggingar, sem útgerðarmenn
hafa með samningum við sjó-
mannasamtökin skuldbundið sig
til að kaupa. 3. Vátrvggingarskil
málar verði ekki lengur ákveðnir
í lögum, heldur með reglugerð
að fengnum tillögum stjórnar
Samábyrgðar Islands á fiskiskip-
um.
Matthías Bjamason (S) sagðist
fagna frumvarpinu. Matthías
sagðist vilja minna á það vegna
Lúðvíks Jósefssonar, að aðdrag-
andinn að gerð frumvarpsins
væri miklu lengri en hann hefði
sagt, því að tvær nefndir hefðu
verið settar á fót til að semja
frumvörp, en aldrei hefði náðst
samstaða. Þingmaðurinn ræddi
síðan um frumvarpið, og taldi
rétt að fara inn á þá braut sem
frumvarpið gerir ráð fyrir. Matt-
hías taldi rétt að taka út úr lög-
unum vátryggingarskilmálana,
og vonaðist til að nefndin tæki
málið til vandlegrar afgreiðslu.
Guðlaugur Gíslason (S) sagðist
vilja gera eina breytingu við
þetta frmnvarp en það er varð-
andi bátatryggingafélagið f
Vestmannaeyjum. Hann sagði að
það væri elzta bátatryggingafé-
lag á landinu og hefði það starf-
að í 103 ár með góðum árangri
og að fjárhagur þess væri svo
góður, að það gæti vel tekið að
sér tryggingar báta allt að 400
lestum. Guðlaugur taldi ómaklegt
að stöðva þetta félag, ef frum-
varpið vrði samþykkt óbreytt.
Einnig tóku aftur til máls Lúð
vík Jósefsson og Matthías Bjama
son. Málinu var síðan -'ísað til
2. umræðu og sjávarútvegsnefnd
ar.
Vátryggingarfélög fyrir
fiskiskip.
Matthias Bjarnason (S) fylgdi
úr hlaði frumvarpi til laga um
breyt. á lögum nr. 24, 29. apríl
1958. um viðauka við lög nr. 23.
27. júní 1921, um vátryggingar-
félög fyrir fiskiskip.
Með þessu frumvarpi er lagt til,
að skarsúðarbvgvð skip verði
undanþegin þeirri skyldutrygg.
að tryggja fyrir bráðafúa. Jafn-
framt þessari breytingu á lögun-
unum eru gerðar nokkrar aðrar
breytingar, sem talið er nauðsyn
legt að gera vegna fenginnar
reynslu af þessum tryggingum.
Efni þessa frumvarps hefur flutn
ingsmaður borið undir stjórn Sam
ábyrgðar Islands á fiskiskipum,
og er hún fyrir sitt leyti því með-
mælt, að þessi breyting á lög-
unum verði gerð.
Málinu var síðan vísað til 2.
umræðu og sjávarútvegsnefndar.
Vegalög.
Jón Skaftason (F) mælti fyrir
frumvarpi til laga um breytingu
á vegalögum, nr. 71 30. des. 1963.
Jón sagði að ástæðurnar fyrir því
að hann flytti þetta frumvarp
væru þær, að umferðargjaldið á
Reykjanesbraut væri allt of hátt,
og að samgöngumálaráðherra
væri ófáanlegur að segja, hvort
gjald verði innheimt af vegum,
sem byggðir verða með varan-
legu slitlagi í framtíðinni.
Samgöngumálaráðherra Ingólf-
ur Jónsson sagði, að vegagjaldið
væri ekki hærra en svo að það
borgaði ekki vexti af þeim skuld-
um sem á veginum hvíla fvrstu
árin. Ráðherra sagði einnig, að
vísindalegir útreikningar lægju
fyrir um það hver sparnaðurinn
væri við það að aka veg með
varanlegu slitlagi miðað við venju
legan malarveg. Samkvæmt því
er veggjaldið ekki nema rúmlega
helmingur að því sem bifreiðareig
andinn sparar við það að fara
steypta veginn. Ráðherra saaði,
nð ástæðan fyrir flutningi frum
varpsins væri allt önnur en flutn
ingsmaður léti í veðri vaka. Það
væri rangt að reynsla væri feng-
in fyrir því, að ákvörðun vega
gjaldsins mætti ekki vera hjá
ráðherra eins og flutningsmaður
sagði. Framsóknarmenn- hafa
gert allt til að ala óánægju út
af vegagjaldinu, en þrátt fyrir
það eru óánægjuraddirnar að
þagna. Það eru aðeins bifreiða
stjórar á stórum vörubifreiðum
sem telja að tollurinn sé of hár.
Stjórn Landssambands vörubif-
reiðastjóra hefur sent ráðherra
greinargerð um málið. Sú grein-
argerð er í athugun og verður á
vegum ráðuneytisins samin ýtar
leg greinargerð um vegatollinn
sem verður birt öllum almenn-
ingi sagði ráðherrann. Kemur þá
í ljós ljós hvort athugasemdir
vörubifreiðastjóra eru á rökum
reistar. Flutningsmaður frum-
varpsins ætti að spara sér að
vera með sleggjudóma út af
vegagjaldinu í því skyni að
villa um fyrir íbúum á Suður-
nesjum. Það er skoðun mín að
þeir sem njóta vegarins láti ekki
villa sér sýn þótt pólitísku mold-
viðri sé þyrlað upp sagði ráð-
herrann að lokum. Jón Skafta
son tók aftur til máls og einnig
samgöngumálaráðherra. Umræð
um yar ekki lokið er fundartími
var liðinn, og var umræðum því
frestað.
Ný mál.
Tillaga til þingsályktunar um
stofnun garðyrkjuskóla á Akur
eyri eða í grennd. Flm. Karl
Kristjánsson/ Jónas Rafnar,
Gísli Guðmundsson, Björn Jóns-
son, Ingvar Gíslason, Bjartmar
Guðmundsson, Friðjón Skarp-
héðinsson.
Tillaga til þingsályktunar um
skýrslugjafir fulltrúa íslands á
þjóðaráðstefnum. Flm. Ólafur
Jóhannesson, Þórarinn Þórarins-
son.
Fyrirspurnir:
1. Til samgöngumálaráðherra
um sjálfvirkar símstöðvar í Gull
bringu- og Kjósarsýslu. Frá
Matthfasi Á. Mathiesen.
2. Til rikisstjórnarinnar um
Lánasjóð sveitarfélaga.
Frá Karli Kristjánssyni og
Halldóri E. Sigurðssyni.