Vísir - 17.11.1965, Qupperneq 6
VISIR . Miðvikudagur 17. nóvember 1965.
TORGIÐ
Ný Reykjavíkurskóldsaga eftir
Kristmaun Guðmundsson, sem
vekja mun mikla athygli og umtal
jú é‘5', $4, jpMm tdL.
hts&þhi ‘
•LMMa et/$~ tWt/ík* i Jaa, ^-0
AMXA, ( '
OMmaA
** * ýD A
'W\aAs 4,
Snmið —
Sjö slesscsst —
FramhaJd at' bls. 1.
1. september 1965 til 31. des.
1966, gilda hinir nýju samn-
ingar frá 1. ágúst 1965, þ.e.
fyrir þær veiðiferðir, sem hóf-
ust 1. ágúst eða síðar til 30.
sept. 1966.
Að öðru leyti var yfirleitt
samið um 14% kauphækkan-
ir á fastakaupsliðum yfir-
manna, til samræmis við þær
allsherjar kauphækkanir, sem
samið var um s. 1. sumar.
Hins vegar var ekki samið
um neinar hækkanir á aflaverð j
launum.
Þá voru einnig gerðar lítils j
háttar lagfæringar varðandi |
frídaga-hlunnindi yfirmanna. j
Aðilar að þessum samning j
um eru Félag íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda annars veg |
ar, og hinsvegar Farmanna- og I
fiskimannasamband íslands
fyrir hönd eftirtalinna félaga:
Skipstjóra og stýrimannafélags-
ins Ægis, Skipstjórafélagsins
Norðlendings, Skipstjóra og stýri
mannafélagsins Öidunnar. Skip-
stjóra og stýrimannafélagsins
Kára, Hafnarfirði, Vélstjóra-
félags íslands og Félags ís-
lenzkra loftskeytamanna.
Framh. af bls. 1
Femt slasast í Hvalfirði.
Mjög harður árekstur varð milli
tveggja bifreiða um níuleytið 1
gærkvöldi hjá Skeiðhóli — þar sem
Staupasteinn er í Hvalfirði. Þar
slasaðist fernt, 2. stúlkur og 2 karl
menn og voru öll flutt til læknis-
aðgerða til Reykjavíkur. Bifreið-
irnar stórskemmdust báðar og
varð að fá kranabifreiðir til að
fivtja þær af árekstursstað.
Lögreglunni í Reykjavík var til-
kynnt um árekstur þennan kl.
21.10 með upphringingu frá Hálsi
í Kjós. Voru strax sendar tvær
sjúkrabifreiðir, ásamt lögreglu á
slysstaðinn.
Áreksturinn varð i brekkunni
vestan við Staupastein og mun
hafa orðið vegna þess, að hvor-
ugur bílstjóranna mun hafa
séð til hins fyrr en um seinan,
enda báðir ökumennirnir blindazt
af ljósum bifreiðanna.
Bifreiðir þær sem þama áttu í
hlut vom E 307 á leið til Akra-
ness og R 16405 á suðurleið. Fyrr-
nefndu bifreiðinni ók Halldór S.
Árnason, Skagabraut 38 Akur-
eyri, og farþegar f bílnum voru
þrjár dætur haris, Ragnhildur
Erla, Ágústa og Margrét. Slasaðist
Halldór á sfðu, hné og í andliti,
Ragnhildur í andliti og á handlegg
og Ágústa í andliti. Margrét slapp
ómeidd. Halldór var í gærkvöldi
fluttur í sjúkrahús.
ökumaður R 16405 var Guð-
brandur Hlíðar dýralæknir í
Reykjavík. Hann var einn í bílnum
og slasaðist á handlegg og fæti.
Hann var fluttur í sjúkrahús strax
að athugun lokinni f slysavarð-
stofunni. Talið er að hann hafi
brotnað, á hnéskel.
Telpa hlýtur höfuðmeiðsl.
Rétt um klukkan 6 í gærkveldi
varð umferðarslvs á Laugavegin-
um gegnt húsi nr. 163, rétt vestan
við Höfðatún. Telpan var að ganga
yfir Laugaveginn, en þá bar að
bifreið á leið vestur, er rakst á
telpuna. Varð telpan fyrir hægra
frambretti bílsins og kastaðist f
götuna. Mældust rúmlega 15
metra hemlaför eftir bifreiðina og
bendir það til að hún hafi verið
á allnokkurri færð.
Telpan er 6 ára gömul og heitir !
Lilja Friðriksdóttir til heimilis að !
Skúlagötu 66. Hún hlaut meiðsli
á höfði og var flutt til læknisað-
gerðar.
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags Kópavogs verður haldinn í kvöld í
Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 20,30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Axel Jónsson, alþingismaður, ræðir bæjarmál að lokn-
um aðalfundarstörfum.
STJÓRN
Kópavogs
FRAMTIÐARATVINNA
Maður, hetlzt á aldrinum 25—40 ára, se mer
algjörlega reglusamur, getur fengið fram-
tíðaratvinnu við vélar í hreinlegum iðnaði.
Æskilegt að viðkomandi hafi unnið við vél-
ar áður. Tilboð sendist auglýsingad. Vísjs
fyrir laugardag merkt „Framtíð 333“.
KOPARPIPUR - DÆLUR
Koparpípur 10, 11, 12, 15, 18, 22 og 28 mm.
fyrirliggjandi. Einnig Bell og Gossett mið-
stöðvardælur. Hagstætt verð.
BURSTAFELL BYGGINGAVÖRUVERZLUN
Réttarholtsvegi 3 — Sítni 38840.
ANDRÉS AUGLÝSIR
UÚ!
er ekki lengur þörf að fara erlendis til að
kaupa ódýr föt.
Terylenebuxur á 575,00
Stakir jakkar á kr. 895,00.