Vísir - 17.11.1965, Page 9

Vísir - 17.11.1965, Page 9
V í S I R . Miðvikudagur 17. nóvember 1965. 9 En háskóli á ekkert skylt við vinsældalista. Hann á að vera kennslu og rannsóknarstofnun og til þess að hann geti gegnt þvi hlutverki þarf að beita fé- lagsfræðilegum rannsóknum og kanna sjóð erlendrar reynslu. Hér hefur verið drepið á tvær leiðir, sem reikna má með að myndu báðar auka fjölda kandi data. Tvímælalaust eru þær fleiri til. Og það á fyrrgreind rannsókn, og verður að leiða í ljós. 180% raunaukning húsnæðislána i stjórnmálum erum við ís- lendingar enn staddir á furðu miklu vanþroskastigi. í ná- grannaríkjum okkar má yfir- leitt treysta því að stjórnarand staðan fari rétt með staðrevnd- | ir. Bar er deilt um leiðirnar að takmarkinu, en ekki um stað- reyndir málsins. Hér á landi er- um við enn á fölsunarstigi stað reyndanna. Meðan svo er mun varla von á því að stjómmála baráttan verði hér ýkja upp- byggileg. Lítið dæmi um þetta eru full yrðingar stjórnarandstöðunnar, þuldar í síbylju, um að framlög til húsnæðismála fari sí minnk andi af hálfu ríkisins, Húsnæðis málastofnunarinnar, Um svona einfaldan hlut ætti ekki að þurfa að deila eða rita, og sæmi lega ábyrg stjómarandstaða ætti vitanlega að hafa á tak- teinum sannar og réttar töluleg ar upplýsingar f þessum efnum, ekki síður en málsvarar stjórn arinnar. Er vandséð hvaða \ markmiði það getur þjónað að halda að almenningi röngum < tölum og upplýsingum í þessum efnum, þegar hinar réttu eru i skjalfestar í opinberum skýrsl- | um og ekki um þær hægt að t deila. Þorvaldur Garðar Kristjáns- | son gat fyrir skömmu í þing- ; ræðu um heildarmyndina í þess um efnum og er full ást.æða til þess að drepa á það hvernig hún lítur út. Frá 1. október j; 1958 til 1. október 1965 hefur j upphæð húsnæðislánanna hækk f að úr 100 þúsund krónum í 280 j þúsund krónur. Er það alls 280% aukning. Þetta er þó ekki | hrein aukning vegna þess að á » þessu timabili hefur byggingar | kostnaður aukizt verulega. Á | þessu tímabili hefur vísitala u bvggingarkostnaðar hækkað | um 133 stig eða 99.3%. Því má 1 með sanni segja að raunveru- | leg hækkun íbúðarlánanna hafi verið 180% á þessu tímabili. | Þetta er bæði ómótmælanleg | staðreynd og mjög gleðileg tíð | indi fyrir alla þá mörgu sem | standa í því að koma þaki yfir höfuðið á sér. Þótt núverandi stjórnarandstaða hafi ekki ver ið við völd þau ár, sem hækk unin hefur farið fram á ætti | hún með glöðu geði að geta ját að að hér hafa orðið þáttaskii ' og mikil framför. Sjálfsagt er ! líka að viðurkenna að Alþýðu f bandalagið hefur sýnt mikinn og góðan hug í því efni að auka lánin og framlagið til bygginga | íbúða. Er fullkomlega ástæðu | iaust að draga yfir það fjöður, | enda væri annað ábyrgðarlaus blaðamennska. ★ «c komið. Stvttri námstími yrði hér tvímælalaust tii þess að fleiri stúdentar lykju háskóla prófi en nú er reyndin. Hættur hins akadem- Jjegar þetta er skrifað er verk- fall yfirmanna á togurunum. enn óleyst og æ fjölgar þeim skipum, sem landfestar knýta þótt samningahorfur séu nú loks taldar góðar. — Lengi hefur íslenzk togaraút- gerð barizt í bökkunum og al- kunna er það rekstrartap; sem á flestum togaranna hefur ver- ið undanfarin ár. Það þarf því enga sérstaka framsýni til þess að gera sér það í hugarlund að ef verkfall þetta dregst mjög á langinn er óséð hve margir togaranna munu leggja úr höfn aftur að því loknu. Hætt er við að útgerð sumra þeirra leggi upp laupana og ferðin verði ekki lengri en hér inn í Sundin. Því er ekki að neita að þau skip sem fylla togaraflota okk- ar í dag eru mörg orðin gömul og úrelt, 15—20 ára, og út- gerðar og viðhaldskostnaður þeirra æði dýr. Þess vegna er orðið tímabært að ný tækni hefji innreið sína í íslenzkri togaraútgerð — ný og fullkom- in skip leysi hin eldri af hólmi. Má reyndar segja að það sé forsenda fvrir því að áfram verði haldið togaraútgerð hér á landi að slík þáttaskil eigi sér stað. Það var með þetta f huga að hópur íslenzkra útgerðar- manna fór fyrir skömmu til Englands í kynnisför undir far- arstjóm Fiskimálastjóra. Þar voru nýjustu gerðir brezkra togara skoðaðar og farið í reynálúför með einum af hin- um jiýju, miðlungsstóru Ross- togurum. Þar hefur allt verið gert sem hugsanlegt er til þess að spara kostnað við úthald skipanna og rekstur. Með nýrri sjálfvirkni tækni er svo séð um að unnt sé að stjórna skipi og vél úr brúnni, enginn vélamaður er um borð og á- höfnin aðeins sjöttungur þess fjölda, sem krafizt er á ís- lenzku togurunum. Það er eðli- legt að nýjungar sem þessar vekji athygli íslenzkra togara- manna og gott að vita að þeir skuli hafa farið og kynnt sér það helzta sem er að sjá í brezkri togaratækni í dag. Slík- ar kynnisfarir eru nauðsynleg- ur undanfari framkvæmdanna. söguna. Er ánægjulegt til þess að vita að sú stjórnargerð hefur slíkar hagsbætur í för með sér fyrir brezku togveiðisjómenn- ina, og það reyndar ekki aðeins á evnni Guernsey heldur um ger vallt landið, ekki sízt í Skot- Jandi. Er vissulega vonandi að þessi greinilegu áhrif á afla- brögð og afkomu fiskistofnan- anna eftir útfærslu landhelginn ar opni augu Breta fyrir nauð- syn slíkra friðunaraðgerða, og það jafnt þótt þær séu ekki all- ar aðeins miðaðar við 12 mílna markið undan ströndum, heldur nái víðar um hafið. Styttra menntaskóla- og háskólanám Það var að vonum að sá um- ræðufundur, sem Stúdentaráð gekkst fyrir í síðustu viku vakti mikla athygli. Oft hefur verið um það rætt hér í blaðinu, þegar að málefni Háskólans og menntaskólanna hafa borið á góma, hver nauð- syn það væri að stytta bæði menntaskólanámið og háskóla- námið. í framsöguræðu sinni árum. Bretar og Bandaríkja- menn útskrifa sína háskóla- menn eftir þriggja ára nám og halda aðeins þeir áfram til lengra náms, sem afla vilja sér sérfræðikunnáttu. Fyrir allan þorra manna er vissulega 6—8 ára seta á skólabekk í háskóla of langur tími, og ekki nauð- syn meirihlutanum, sem ekki hvggur á vísindaframa eða sérfræðimenntun. Samkvæmt tillögu menntamálaráðherra yrði að vísu ekki dregið úr kröf um um námsefni heldur hnígur fyrirkomulagsbreytingin fyrst og fremst að því að kenna sama námsefni á skemmri tíma. Jafnframt því, sem þar vinnst heilt ár, virðist ekki úr vegi að hyggja að því hvort ekki sé ráð legt að endurskoða námsefnið i ýmsum deildanna með frekari styttingu námstímans í huga. Háskólakandidatarnir eiga að koma til starfa í þjóðfélaginu 23. eða 24. ára, en ekki undir þrítugt eins og nú á sér stað Uggvænleg þróun Sú þróun er mjög alvarleg og uggvænleg að á þessu ári Augu Breta opnast í brezka fiskimálablaðinu „Fishing News“ sem út kom 12. nóvember s.l., er stór grein sem nefnist: „Útfærsla land- helgi Breta“ og þess getið að togveiðimenn á eynni Guemsev við suðurströnd Bretlands telji að útfærslan muni hafa ómet- anleg áhrif fyrir fiskimenn eyj- arinnar, vegna aukins afla. Telji þeir að árlegar tekjur þeirra muni vaxa um 15—20%. Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig Bretar snúast sjálf- ir við, er þeir hafa fengið sína eigin fiskveiðilögsögu út- víkkaða. Lengi var annað hljóð f strokknum, er við íslendingar áttum í höggi við þá í okkar eigin landhelgismáli en vel að merkja voru það röksemdir mannanna í Whitehall og tog- arasambandsins, er þá voru há- vaðasamastar, en ekki smáfiski- mannanna brezku. Nú er öldin önnur, og kveður við annan tón eftir að Bretar hafa sjálfir ákveðið að ganga f slóð íslend- inga og víkka út fiskveiðilög- Próf í Háskóla íslands. (Ljósm. Vísis) á fundinum fjallaði menntamála ráðherra nokkuð um þessi efni. Tillaga hans var sú, að ung- lingar tækju landsprófið ári yngri en nú á sér stað, þannig að menn væru almennt orðnir stúdentar 19 ára. Kvaðst hann persónulega ekki vera í minnsta vafa um að þetta væri mjög vel kleift í framkvæmd, án of mikils álags á þann sjötta hluta skólaæskunnar, sem við lands- prófið reynir. Hins vegar hefðu tillögur og álit skólamanna mjög farið gegn þessari skoðan vegna félagslegra og sálrænna orsaka. Möguleika á því að stytta háskólanámið um eitt ár sá ráðherrann með því að lengja námstímann við Háskól- ann, gera misserin þrjú, eins og tíðkast við brezka háskóla og kenna þannig 9 mánuði í stað sjö eins og nú tíðkast. Erfitt sýnist að finna þessari tillögu nokkuð til foráttu og sjálfsagt virðist að taka hana til framkvæmdar. Því verður ekki á móti mælt að háskóla- námið er margt hér of langt að skuli hafa útskrifazt færri kandidatar frá Háskóla íslands en fyrir 10 árum. Á þessum áratug hefur þó stúdentum í skólanum fjölgað hvorki meira né minna en um 46%. Hér er pottur illa brotinn og Háskólanum ber tvímælalaus skylda til þess að láta hér fara fram ítarlega rannsókn á ástæð unum, sem til þessa liggja. Greinilegt er, að hér er af hálfu stúdenta bæði farið illa með fé og tíma, og þá ekki síður fé Háskólans sjálfs og þeirrar námsaðstöðu sem hann býður upp á. Orsakimar verður því að finna því það er forsenda þess að hér verði unnt úr að bæta. Á þessu stigi málsins skal aðeins á það bent að hér á hefð hins langa námstíma ugg laust sinn ríka þátt f. Námstím inn er sífellt að lengjast og því er skiljanlegt að margur stúd- entinn, sem e.t.v er orðinn fyr irvinna heimilis, leggi árar í bát er hann horfir fram á 6—8 ára nám áður en að lokaprófi er takmörkun ætti að vera í því formi að próf væru gerð á stúd- entum árlega og jafnvel tvisvar á ári. Við það ynnist tvennt. Unnt væri þá að ljúka prófi f ákveðnum greinum í áföngum, þannig að þær væru þá frá, og gerir það fyrirkomulag, sem m. a. tíðkast við bandaríska há- skóla, námið strax auðveldara. f annan stað binda slík miss- eris eða árspróf stúdentinn mun fastari böndum við fyrir lestrarsalina og bókasöfnin, hindra að hann leggist í slæp- . ing eða of umfangsmikla at- vinnu úti í bæ — minnka með öðrum orðum hættuna á því að hann flosni upp við nám. Þá myndi af leggjast sá háttur sem nú er í sumum deildum að stú dentum sé ætlað að lesa upp á eigin spýtur í 3—4 ár, án þess að koma nokkru sinni til prófs, allan þann langa tíma. Ugglaust vrði þetta fyrir- komulag ekki ýkja vinsælt hjá stúdentum í byrjun, þótt það reyndar tíðkist nú þegar að nokkru leyti f sumum greinum. íska freSsis í annan stað er hið óhefta akademíska frelsi tvímælalaust ein ástæðan til þess að ýmsir stúdentar heltast úr lestinni og koma aldrei að prófborðinu. Á marga lund er hið akademiska frelsi æskilegt og ágætt. Það hvetur stúdentinn til þess að beita sjálfsaga, gerir honum kleift að raða vinnustundum sínum niður, svo sem honum sjálfum bezt hentar og þroskar sjálfstæðiskennd í lífsháttum. Hins vegar er því ekki að neita að hið akademiska frelsi hefur mörgum góðum dreng reynzt hált svell, þar sem æði hætt er við fótaskorti. Það þarf meira þrek en mörgum er gefið að standast freistingar og svigrúm frelsisins, þegar úr þröngum básum menntaskól- anna er skyndilega sloppið. Það er þess vegna mjög íhugun arvert hvört Háskóli Islands á ekki að taka UPP nÝ3a stefnu í þessu efni. Enginn mælir með því að afnema með öllu hið aka demiska frelsi. En það myndi vera til bóta að takmarka það allmjög frá því sem nú er. Sú

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.