Vísir - 17.11.1965, Side 15
V í SIR . Miðvikudagur 17. nóvember 1965.
I WILL MA.KRY
^ YOU! >
tVHAT?!.
TAKZAVJ, 717
YOU HEAK
\ THAT?
I TH0U6HT
so.... _
you fooU...S/R/
X SAI7 MO-
(r X WON'T J|
' SAY WO'Ji
V*, AGAIM ! JPI
COWSKCTUlMWs
GEMEKXL YEATS!
„Tuttugu mínútur", sagði ég og
hlustaði með öðru eyranu á fyrir
mælin, sem varðstjórinn las í tal-
stöðina.
■ „Þeir sleppa ekki úr þessu“ sagði
Hardanger. „Það eru lögreglubílar
á öllum nálægum leiðum; bílstjór
arnir þaulkunnugir öllum staðhátt-
um, og þegar einhver þeirra kemur
auga á Gregori og fer að veita hon
um eftirför, getur það ekki farið
nema á einn veg“.
„Láttu setja tálmanir á vegina",
sagði ég. „Segðu þeim að þeir verði
að hefta för hans, hvað sem það
kostar".
„Ertu kolbrjálaður", hreytti Hard
anger út úr sér. „Viltu að konan
þín verði myrt? Er þér ekki ljóst,
að þeir munu nota hana sem skjöld?
Eins og er má telja, að henni sé
ekki bráð hætta búin þar sem Gre
gori hefur ekki orðið neinna lög-
reglubfla var, umfram það sem eðli
letg er úti á þjóðvegum. Hann álít
ur hálft í hvoru, að rannsókn máls
ins hafi verið stöðvuð. Skilurðu það
ekki, maður“.
„Vegatálmanir", endurtók ég.
„Eða eigum við kannski að veita
honum eftirför inn í miðhverfi
Lundúnarborgar, svo að við getum
orðið vitni að því, þegar hann dreif
ir þar taugalömunarsýklunum? Og
þegar þangað kemur, hljóta þeir í
lögreglubílnum líka að missa óðar
sjónar of honum. Skilurðu ekki, að
við verðum að hefta för hans áður
Takist það ekki; komist hann ó-
hindrað inn í borgina ..."
Hardanger sneri sér að hershöfð
ingjanum. „Getur þú ekki komið
vitinu fyrir Cavell?“ mælti hann
biðjandi.
„Hún er einkabam mitt“, svar-
aði hershöfðinginn. „Og það er ekki
viðeigandi að biðja aldurhniginn
mann um að skera úr um það,
hvort Iffi einkabams hans skuli
fórnað eða ekki. Þú veizt það bezt
sjálfur, Hardanger, hve ég ann
Mary“. Svo bætti hann við eftir
andartaks þögn. „Ég er Cavell sam
mála. Gerið eins og hann býður".
Hardanger bölvaði lágt, þegar
hann laut fram í sætinu og gaf
þeim. sem við talstöðina sat fyrir
mælin til þeirra lögreglumanna,
sem vom í kallfæri, að tálmanir
skvldu settar á alla vegi.
1 rauninni var ég ekki í skapi til
að halda frásögn minni áfram. En
það var þó skárra en að láta und-
an síga fyrir þeirri hugsun, sem
áleitnust var — hugsuninni um bíl
mn, sem nú var skammt undan og
Mary í höndum hinna miskunnar-
lausu fanta. Og ég vissi líka, að
það var þess vegna, sem Hardanger
spurði. „Kunningi okkar þama í
bílnum gerir sér það að sjálfsögðu
ljóst, að enda þótt honum heppnað
ist að villa okkur sýn, þá gat það
ekki bjargað honum nema um stund
arsakir — fyrr eða síðar hlutum við
að komast á sporið; fyrr eða síðar
hlaut morðið á McDonald og ráð;
konu hans að koma 4 daginn, o;
þá mundi umslágið í bankTjhólfinu
verða opnað, en það óttaðist hann
að sjálfsögðu mest,“ spurði ég. „í
rauninni höfum við reynzt ótrúlega
snarir í snúningum, þrátt fyrjr vill
urnar. Það eru ekki liðnar nema
fjömtíu klukkustundir síðan ránið
var framið. Og hver svo sem íil-
gangur Gregoris hefur verið eða er,
Ká hefur hann viliað fá frest til að
Ijúka honum á meðan honum gafst
tóm til, eða áður en brezka lög-
| reglan var á hælum hans“.
„Það mun hverjum erfitt að ógna
| ríkisstjórninni og þjóðinni, og eiga
í höggi við lögregluna og réttvís-
ina“, varð hershöfðingjanum að
orði Sú stiórn er gamli maðurinn
hafði á sjálfum sér og tilfinningum
sínum var næstum ofurmannleg.
„En hvers vegna komst hann þá
ekki hjá að myrða dr. McDonald?“
„Fyrst og fremst vegna þess, að
dr. McDonald vissi tilgang hans
með ráninu. Hefði dr. McDonald
lifað til að láta það uppskátt, þá
voru allar áætlanir Gregoris komn
ar út um þúfur. En þó var það
kannski fyrst og fremst ráðskonan,
1 frú Tmpin, sem gerði. McDonald
| var harðvítugur náungi, sem mundi
| ekki hafa sagt meira en honum
I þótti hóf að, þó svo að hann væri
látinn sæta pvndingum. öðru máli
gegndi um frú Turpin — hún hefði
getað fengið hann til að leysa frá
skjóðunni, ellegar hún hefði gert
það sjálf. Frú Halle gaf fyllilega í
skyn, að McDonald væri kvenholl-
ur í meira lagi. Það eldist yfirleitt
ekki af mönnum fyrr en um átt-
rætt. Frú Turpin var glæsileg kona,
ekkja á bezta aldri og það leyndi
sér ekki, að hún var yfir sig ást-
fangin af McDonald; hvort hann
var ástfanginn af henni, enda skipt
ir það ekki máli. Þegar í harðbakk
ann sló, mundi hún hafa sagt allt,
sem hún vissi um Gregori og fyrir
ætlanir hans, til þess að bjarga Mc
Donald. Framburður hennar mundi
að öllum líkindum hafa orðið til
þess, að McDonald hlvti aðeins væg
ustu refsingu þrátt fyrir allt“.
„Það er ágizkun mín“, mælti ég
enn, „en líka einungis ágizkun, að
frú Turpin hafi hringt til McDon-
alds, þar sem hann var staddur f
rannsóknarstofunni, strax þegar ég
var farinn með bréfin. Og að Gre-
gory hafi annað hvort verið þar
viðstaddur og heyrt nægilega mik
ið til þess að hann gæti lagt saman
tvo og tvo, eða að hann hafi farið
heim með McDonald að sfmtalinu
loknu og strax getið sér til, hvað
um væri að vera. Að við værum
komnir á slóð McDonalds og þá
yrði honum sjálfum hætt, og til
þess að komast hjá því, myrti hann
þau bæði“.
„Allt fellur þetta hvað að öðru“,
varð Hardanger að orði. Hann var
náfölur og svipurinn hörkulegur.
Það var augljóst, að því fór fjarri,
að hann gæti fyrirgefið mér afstöðu
mína gagnvart Mary.
„Netinu var þegar lokað“, sagði
ég, „Annað mál er svo það, að
kannski hefur stóri fiskurinn slopp
ið á sfðustu stundu, og aflinn því
einskis virði. En eitt er víst. Aðal-
tilgangur Gregoris hefur ekki verið
sá að stofmwin í Mordon yrði
jöfnuð við jörðu. Hann er annar
og stórum mikilvægari; eitthvað,
sem við hefðum getað komið í veg
fyrir og hefðum sennilega komið
í veg fvrir, ef okkur hefði verið
það ljóst fyrirfram".
„Eins og hvað?“ spurði Hardang-
er.
„Það er þitt að gizka á það. Mér
finnst að ég hafi þegar lagt fram
minn skerf, hvað það snertir í dag".
Ég haflaði mér aftur á bak f mjúku
sætinu; fann, að þreytan var að
vinna á mér, þreytan, sársaukinn og
óvissan. Ég minntist þess óljóst, að
eitthvert fífl hafði einhvern tíma
haldið þvf fram, að m^ður gæti ekki
þjáðst af sársauka nema á einum
stað í senn. Ég var hins vegar í
vafa um, hvar kvöl mín var sárust,
í fætinum, síðunni eða höfðinu, og
komst að þeirri niðurstöðu, að síðan
hefði þar vinninginn. Ökuhr. var
yfir nfutíu mflur þar sem regnblautt
ur vegurinn var nokkurn veginn
beinn framundan, og bílstjórinn ók
af slíkri leikni, að við sjálft lá, að
mér rynni f brjóst, þrátt fyrir allar
kvalimar og áhyggjumar vegna
Mary. 1 sömu svifum lét talstöðin
enn til sín heyra.
Fvrst komu kallmerkin, sfðan
heyrðist tilkynningin: „Bíll, sem
samsvarar lýsingunni, en skrásetn
ingarnúmer sást ekki, beygði rétt í
þessu til vinstri af Lundúnavegin-
um á hliðarveg til Flemington,
sennilega til þess að forðast vega
tálma á krossgötunum framundan.
Fylgi honum eftir.
„Flemington", endurtók varðstjór
inn framí, maður frá Alfringham.
Auðheyrt að hann varð dálítið undr
• andi. „Sá vegur endar f Fleming
j ton, og þaðan kemst hann einungis
j til baka aftur á Lundúnaveginn,
; um það bil þrem mílum fjær“.
i „Hve langan tíma getur það tek-
j ið hann?“ spurði Hardanger.
„Þetta eru níu eða tíu mílur, en
vegurinn er ekki sem beztur og
víða krappar beygjur", svaraði bíl
stjórinn.
„Heldurðu að við komumst það
á tíu mínútum?"
„Ég skal ekki segja, herra minn“.
Bílstjórinn hikaði við. „Ég þekki
veginn ekki nógu vel“.
„Það geri ég aftur á móti“, sagði
varðstjórinn. „Við höfum það á
þeim tfma“.
Það rigndi eins og hellt væri úr
fötu. Vegurinn var háll eins og
gler, en bílstjórinn náði þangað,
sem vegirnir mættust aftur, á til
teknum tíma; það tðk hann meira
að segja nokkrum mínútum skem
ur, en hins vegar er ég ekki frá
því, að gráu hárunum á höfði okk
ar hafi fjölgað eitthvað á meðan
við ókum þann spöl. Af tilkynning
um frá lögregluþiónunum, sem
veittu Gregori eftirför, mátti ráða,
að Gregori sá væri hvorki leikinn
né öruggur bílstjóri.
Bílstjórinn hægði ferðina og heml
aði. Við lögðum bílnum út við veg
arbrúnina, þannig að hann lokaði
algerlega hliðargötunni, stigum út,
og varðstjórinn beindi sterkum ljós
kastararum inn á hliðargötuna
svo að hann hlaut að blinda þann,
sem nálgaðist okkur þá leiðina. Við
tókum okkur stöðu hinum megin
við Jagúarinn, og spölkorn frá hon
um, þar sem ekki gat talizt öruggt,
að Gregori, eða þeim, sem sat und
ir stýri, tækist að stöðva bflinn í
tæka tfð, en þá mundi árekstur ó-
umflýjanlegur.
Skammt frá hliðargötunni gat að
líta bóndabýli með útihúsum á víð
og dreif, en dauft ljós í gluggum
heima á bænúm. Öðrum megih við
hliðargötuna var djúpur skurður;
mér meir en datt í hug að leynast
þar og kanta stórum steini inn
um hliðarrúðu bflsins, þegar hann
nálgaðis og rnyndu þeir, Gregori
bg aðstoðarmaður hans, þá ekki fá
neitt ráðrúm til að átta sig. Og ég
mundi hafa gert það, ef ég hefði
ekki óttazt ,að ég kvnni þá að slasa
Mary þó að hún sæti f aftursætinu
þegar við yis-urn síðast, var eins
víst, að þeir hefðu flutt hana í fram
sætið. Ég afréð því að halda kyrru
fyrir þar, sem ég var kominn og
bíða átekta.
Allt f einu heyrðum við hreyfil
gný, sem hækkaði og nálgaðist óð
fluga. Andrá síðar sáum við glampa
af bflljósum. Við krupum á kné í
hvarfi við Jagúarinn. Ég dró upp
japönsku marghleypuna og tók
hana úr öryggi Það var auðséð á
flökti ljósanna, að bíllinn skreið sitt
MY )
U
WELL, MAOiM,X'VE SA\71
7IECE-AM7 X SU770SE
YOU'LL SAY /W'AGAIM!
UMBOÐSMENN
VISIS 1
ÁRNESSÝSLU
ERU:
Á SELFOSSI
Kaupfélagið Höfn
og Arinbjörn
Sigurgeirsson
Á STOKKSEYRI
Benzínsala
Hraðfrystihússins
Á EYRARBAKKA
Lilian Óskarsdóttir,
Hjallatúni
I HVERAGERÐI
Reykjafoss
IÞORLÁKSHÖFN
Hörður Björgvinsson
UMBOÐSMENN
VISIS
SELJA BLAÐIÐ
TIL FASTRA
KAUPENDA OG
j LAUSASÖLU
VÍSSR
askrifendaþjönusta
Áskriftar-
Kvartana-
simmn er
Jæja Naomi, ég hef sagt það sem ég hef
að segja og ég geri ráð fyrir að þú segir aft
ur nei. Nei. Þetta hélt ég. Asninn þinn...
herra. Ég sagði nei við því að segja aftur
nei. Ég skal giftast þér. Hvað? Tarzan heyrð
irðu þetta? Til hamingju Yeats hershöfðingi.
11663
virka daga Ki 9-19 nema
laugardaga kl. 9-13.
AUGLÝSINC
! VISI
eykur vidskiptin
^-^‘""‘niiiiTr ';i iiniinnMw