Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 2
2 V í S I R . Föstudn.gur 19. nóvember 1965. Skammarleg aðsókn á tónleika ■\/Tusica Nova og Tónlistarfé- lagiS efndu til sameigin- legra tónleika í Austurbæjar- bíói síðastliðið þriðjudagskvöld. Það er mikið fagnaðarefni, að samstarf skuli hafa tekizt með Musica Nova og Tónlist- arfélaginu um tónleikahald, og vonandi er þetta aðeins upphaf að langri og góðri samvinnu. Á fyrstu tónleikum þessara tveggja tónlistarfélaga á þriðju dag voru einungis flutt 20. ald- ar verk, þ.e. eftir Riegger Crumb, Ives, Martino, Webern, Penderecki og Leif Þórarinsson. Flytjendur voru Paul Zukofsky, ungur bandarískur fiðlusnilling- ur, og Þorkell Sigurbjörnsson, sem oft áður hefur flutt nú- tímatónlist á vegum Musica Nova. Þrátt fyrir ungan aldur flutti Zukofskv list sína af mikilli snilld, enda hefur hann þegar getið sér frægðar víða um heim. Hann mun vafalaust eiga mjög glæsilega framtíð fyrir höndum í tónlistarheiminum. Oft áður hefur Þorkell Sigur- bjömsson sýnt hve vel liggur fyrir honum að túlka nútíma- tónlist, en á þessum tónleikum vann hann ótvíræðan nýjan sigur. Eins og áður segir voru ein- göngu flutt verk eftir 20. aldar höfunda. Ekki veit ég til, að neitt þeirra hafi áður verið flutt hér á landi að undan- teknu verki Leifs Þórarinsson- ar, Mosaik. Nú skyldi maður ætla, — og það því fremur sem þessir höf- undar eru lítt kunnir hér á landi — að tónlistarunnendur í Reykjavík myndu flykkjast á þessa tónleika, bæði sakir for- vitni að kynnast nýjum tón- skáldum, svo og viðhorfum nú- tímatónlistarmanna til tónlist- arinnar. Þess vegna trúði ég vart mínum eigin augum að lita tóman sal (eða svo að segja), er listamennirnir hófu flutning sinn. Hvað veldur? Tj’r það skilyrði fyrir aðsókn, að verk séu orðin 100— 200 ára gömul? Er það skilvrði fyrir að verk nái eyrum hlust- anda, að þau séu honum þegar kunn? Ég vil biðja áhugamenn um tónlist að íhuga þá staðreynd, að sé svarið við þessum spurn- ingum jákvætt, er tónlistar- sköpun á íslandi í hættu. Því að þau tónskáld, sem nú má teba á íslandi. má öl: kalla nútímatónskáld. íslendingar — og i þessu til- felli Reykvíkingar — hafa bví fremur skyldur að rækja við listina, þar sem þeir eru ekki milljónaþjóð. Að lokum vil ég fullyrða, að hinir fáu gestir tónleikanna á þriðjudagskvöld hafi gengið út með þá ósk í huga, að þessir tónleikar yrðu ekki þeir síðustu sinnar tegundar. Fjölnir Stefánsson. 0MURLEG REYKJA VlKURLÍFIhJ Mikil aðsókn að komast í nýjar íbúðir-lága leigu 500 sóttu um nýjar leiguibúðir Reykjavikur Nýlega skeði atvik í sambandi við æsku Reykjavíkur, sem vekur furðu á ýmsan hátt. Forsaga málsins er sú, að í haust var dreng, sem fermdist í vor sem leið, komið í sveit til veturvistar vegna ítrekaðrar ó- reiðu og óreglu sem á honum hafði verið, Barnavemdarnefnd hafði haft afskipti af honum, en loks var honum komið í sveit til vetrardval ar á bæ, sem liggur allfjarri höfuð- borginni. En þá skeður það einn góðan veðurdag á dögunum að fjórir fé- lagar drengsins, tveir piltar og tvær stúlkur, sem öll voru á svip- Ályktun Hjúkr- unnrkvennn um kjarumúl Vísi hefur borizt eftirfarandi fundarályktun aðalfundar Hjúkr- unarfélags íslands: „Aðalfundur Hjúkrunarfélags ; íslands haldinn 15. nóvember 1965 ! lýsir vanþóknun sinni á kröfum i ríkisvaldsins, sem það leggur j fyrir Kjaradóm, og telur þær fjar- I stæðukenndar. i Átelur fundurinn mjög eindreg- ið það úrelta viðhorf, sem í þeim kemur í ljós, þar sem mikið vant- ar á að jöfnuð séu laun starfs- j fnanna hins opinbéfa við laun annarra launþega. Fundurinn er mótfallinn öllu | því, sem leiðir til aukinnar nætur l og helgidagavinnu, en ekki verður þó komizt hjá því að hjúkra sjúk- um á þessum tíma, og telur fund- urinn það mjög ósanngjamt, að vinnuvökufólki sé ekki bætt með 1 launagreiðslu að nokkru það ó- hagræði og óheilnæmi, sem af slíku fyrirkomulagi leiðir. Varar fundurinn alvarlega við þeirri ó- heiliaþróun, sem kröfur rikis- valdsins bjóða heim í þessum efn- um. Þá lýsir fundurinn yfir þvi, að hann telur hjúkrunarstörfin van- ' metin til launa og annarra kjara miðað við þá ábyrgð, menntun og sérhæfni, sem þau krefjast. Teiur fundurinn tímabært að framfylgt verði áratugagömlu iagaákvæði um launajafnrétti karla og kvenna, en hjúkrunarstörf hafa hingað til goldið þess, að þau hafa unnið konur eingöngu". uðu reki og hann, eða á fermingar- aidri, tóku sig saman, leigðu sér stöðvarbifreið með tilheyrandi bíl- stjóra og sóttu drenginn í sveit- ina. Sagan er þó ekki þar með öll — j því miður. Það kom brátt í ljós, | eftir að ferðin var hafin, að ung- j lingarnir fjórir, sem í bifreiðinni i vom, höfðu birgt sig vel með á- j fengi og var óspart drukkið. Þau fóm síðan á ákvörðunarstað, sóttu drenginn — félaga sinn — og héldu að svo búnu til Reykjavíkur aftur. Á heimleið þurftu þau þó að fara einhverjar krókaleiðir, ! koma við á dansleik og fá sér ; snúning. Að sjálfsögðu var bifreið- l in látin bíða á meðan. Um nóttina í var svo komið á leiðarenda — til I Reykjavíkur. Bifreiðarleigan í þessa ferð var ! 5 þúsun J krónur. Það var fjárhæð i sem krakkarnir gátu ekki bjargað. I En bifreiðarstjórinn varð vita- skuld að fá sitt. Og þá var það hans fyrsta verk að fara heim til foreldranna og krefja um greiðslu hjá þeim. Þar sem hann bar fyrst : niður var honum synjað, en á næsta stað var honum greiddur reikningurinn. Mun bifreiðarstjór- ; inn hafa látið í það skína að ef 'hann fengi reikninginn ekki greidd an myndi hann kæra málið til löp reglunnar og fá hana til að skerasi í leikinn. Það sem hér skeður og vekur undmn manns og furðu er í fyrsta lagi sú bíræfni og óskammfeilni krakka að taka sér leigubíl um nokkur hundruð kílómetra veg vitandi það að þau gátu ekki greitt hann, í öðru lagi það, að taka með sér birgðir af áfengi og loks að taka sér vald til þess að sækja £ fullkomnu óleyfi dreng, j sem átti að revna að bjarga frá i óreglu og slæmum félagsskap með því að koma honum í sveit. En þó er enn eitt miklu verra en allt þetta til samans, og það eru viðbrögð leigubílstjórans til ; þessa ungviðis. Þar hlýtur að vera í um fullorðinn mann að ræða og ' maður skyldi ætla með heilbrigða skynsemi og einhvern snert af á- byrgðartilfinningu. En ef svo i hefði verið, getur hann þá leyft | sér að fara í langt ferðalag með krakka án þess að hafa til þess beiðni eða heimild foreldra eða forráðamanna? Og bar honum ekki að snúa til baka með hópinn á sömu stundu og þau tóku að neyta áfengis? Stúdentafélagið undir- býr fullveldisfagnað Það var upplýst á borgarstjóm- arfundi f gær, að 500 umsóknir hefðu borizt um þær 54 leiguíbúð ir sem byggðar hafa verið f fjöl býlishúsum við Kleppsveg. En um- sóknarfresti lauk 15. nóvember. í- búðir þessar em byggðar i þeim tilgangi að f þær flytjist fólk, sem búið hcfur í heilsuspillandi hús- næði. Er þama um að ræða 18 nýjar íbúðir af hverri stærð, 2 3 og 4 herbergja Þetta eru mjög vist- legar fbúðir f nýju glæsllegu húsi og á fegursta stað. Nokkrar umræður urðu um þetta á fundinum í gær og vildu komm ■inistar túlka þennan mikla fjölda umsókn svo að hann sýndi hve á- standið væri slæmt í þessum sök- um, þegar 500 fjölskyldur sæktu um þessar fbúðir. Gfsli Halldórsson borgarfulltrúi svaraði þvf nokkuð og taldi þetta ranga túlkun hjá kommúnistum, Aðsóknin að þessum fbúðum væri einfaldlega vegna þess að leiga á þeim væri svo óraunhæfilega lág að miklu fleiri sækja um þær en hafa raunverulega þörf fyrir að %tjast úr ófullnægjandi húsnæði. Þegar húsaleiga er ekki nema 2% af byggingarverði, þá er ekki að undra þótt sótzt sé eftir að komast í íbúðirnar og einnig með tiliiti til þess hve vandaðar og smekklegar þær eru. En það er í ákveðnu sjónarmiði sem leigan er höfð svo lág og þegar farið verður að at- huga umsóknirnar er líklegt að \ komi f ljós að margir umsækjand- anna geti ekki komizt þar undir. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt j aðalfund sinn 30. október s.l. Frá- farandi formaður, Pétur Péturs- son, hagfræðlngur, flutti skýrslu j um starfsemi félagsins á s.l. ár, en , hún stóð með miklum blóma. Stjóm Stúdentafélags Reykja- víkur er nú þannig skipuð: For- maður: Aðalsteinn Guðjohnsen, | verkfræðingur. Varaformaður: j Ólafur Þorláksson, lögfræðingur. Ritari: Lúðvík Gizurarson, lög-; fræðingur. Gjaldkeri: Friðjón Guð- röðarson, lögfræðingur. Með- stjórnendur: Rúnar Bjarnason, verkfræðingur, Ellert B. Schram, stud. jur., Haukur Hauksson, blaðamaður, Benedikt Sveinsson, lögfræðingur, Hörður Sigurgests- j son, lögfræðingur og Gunnar Sól-1 nes, stud. jur. Undirbúningur að fullveldisfagn aði 30. nóv. n. k. er nú í fullum gangi. Verður fagnaðurinn að þessu sinni haldinn að Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl. 19:30. Vel verður vandað til fagnaðar þessa. M. a. mun Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, flytja ræðu, Stúdentakórinn syngur, sýndur verður nýtízkulegur ballet, og síð- ast en ekki sfzt mun koma fram nýr og áður óþekktur skemmti- kraftur, sem skemmta mun gest- um með nýstárlegum eftirhermum o. fl. Stúdentar eldri og yngri eru hvattir til að fjölmenna á fagnað- inn 30. nóv. n. k„ minnast þar fullveldisins og gleðjast í góðum hópi. (Frá Stúdentafélagi Reykja- vfkur). Heilbrigðiseftirlitið féi sérstaka rmnsóknastofu Borgarlæknisembættið hefur nú hug á því að koma upp sérstakri rannsóknastofu f sambandi við heilbrigðiseftirlit. Er þetta m a. vegna þess, að þær stofnanir sem annazt hafa slík störf eiga orðið óhægt um vik að taka við þeim í miklum mæli t. d. þegar upp hafa komið matareitranir. Er bent á þá leið, að húsnæði væri fyrir ’ slíka starf semi þegar borgarspítalinn flytur úr Heilsuverndarstöðinni þar sem rannsóknastofa hans undir stjóm dr. Eggerts Jóhannss. hefur verið. Mál þetta kom fyrir fund borgar ráðs nú í vikunni og var því vísað til athugunar hagsýslustjóra og frekari athugunar borgarlæknis. Verkefni heilbrigðiseftirlitsins á þessu sviði fara sívaxandi og eru rannsóknir þessar einkum fólgnar í athugun á matvælasýnishornum, drykkjarsýnishornum og sýnishorn um frá starfsliði við matvælaiðnað. Þær stofnanir, sem hafa annazt rannsóknir fyrir heilbrigðiseftirlit ið eru Rannsóknastofa sjávarút- vegsins, Rannsóknastofa Háskól- ans og einstaka sinnum Tilrauna- stöðin á Keldum, en með vaxandi rannsóknaþörf eiga þær orðið ó- hægt um vik að sinna þessu. Myndi slík rannsóknastofa því mjög auð- velda starfsemi heilbrigðiseftirlits- ins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.