Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 16
 ¥ISIE Laugardagur 20. nóvember 1965 i Pntreksfírði með nýja fíugvöllinn lngólfur Jónsson flugmálaráðherra flytur ræðu sfna í hófinu á Patreksfirði í gær. Hægra megin við hann situr Ásberg Sigurðsson sýslumaður og Haukur Classen, settur flugmálastjóri í fjarveru Agnars Kofoed-Hansen. Það var mikil ánægja ríkjandi á Patreksfirði í gær. Ný flug- braut var tekin þar í notkun í gær, mannvirki sem kostar nú 5.5 millj. króna en í Vestfjarða áætluninnl um samgöngumál er gert ráð fyrlr rúmlega 6 millj. króna til þessa mannvirkis og mun 1.2 milljónum brátt verða varið til kaupa á ýmsum örygg istækjum. Auk þess hefur verið varið elnni milljón króna til vegabóta út á flugvöllinn Flugvélin „Gullfaxi“ fór með boðsgesti í gærmorgun vestur á Patreksfjörð og var lent um fcl. 11 á hinum nýja flugvelli. Þar tóku ýmsir framámenn á móti gestunum og flutti Ásberg Sigurðsson sýslumaður stutt á- varp og Ingólfur Jónsson, flug málaráðherra lýsti vellinum nokkuð. Var margt manna sam- ankomið á vellinum. Að lok- inni stuttri athöfn var boðið til hádegisverðar í samkomuhúsinu á Patreksfirði. Eftir 40 mínútna þægilega ferð með Viscount-skrúfuþot- unni, var það nokkuð leiðinlegt ferðalag að hristast í bíl aðrar 40 mínútur og virðist sem sjó- leiðin mundi verða mun fljót- farnari, en vegurinn út á flug völl er 27 kílómetrar. Framh á bls. 6. ÞAÐ SEM TERJR FYRIR BORCARFRAMKVÆMDUM Skortur á ulmennu vinnuufíi og skortur á tæknimenntuðum mönnum Vinstri fulltrútsr viljo kalln yfir sig n ýtt fjdrhagsráð Birgir Isl. Gunnarsson borg arfulltrúi skýrði frá því á borg- arstjómarfundinum í fyrrad. að dagheimili því, sem nú er í smíðum við Rauðalæk yrði sam kvæmt samningi lokið í apríl nJc. Nokkur dráttur hefur orðið á leikskóla og dagheimili í Vog unum, þar sem það hefur tekið arkitekta svo langan tíma að ------------------------------® jr Olofur Kvurun lútinn 1 gær lézt Ólafur Kvaran, ritsíma stjóri í Landspftalanum í Reykja- vflí 68 ára að aldri, Hann fæddist 5. marz 1897 á Breiðabólstað á Skógarströnd, son ur hjónanna Jósefs Helgasonar sjó- manns og Guðríðar Guðmundsdótt- ur. Hann varð gagnfræðingur á Akureyri 1914, lærði síðan sím- ritun og varð símritari og stöðvar stjóri hjá Landssímanum. Ritsíma stjóri f Reykjavík varð hann 1928 og gegndi hann því starfi til dauða dags. Hann tók mikinn þátt í fé- lagsmálum símamanna. Eiginkoha hans, Elísabet Benediktsdóttir lézt fyrir nokkrum árum. vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu í hugmyndasam- keppni um þessi hús. Þá sagði hann að fyrir nokkru hefðu verið boðin út verk við að byggja leikskóla í Brekku-í> gerði og ánnan við Safamýri. ' - Hefðu tilboð nú verið opnuð fyrir nokkru þann 10. nóv., en borgaryfirvöldin væru enn í nokkrum vanda stödd vegna þess að tilboðin hefðu verið svo há að mönnum fyndust þau ill aðgengileg. Hann las upp öll tilboðin. Lægsta tilboðið kom frá bygg- ingameistaranum Rósmundi Runólfssyni í kringum 2.7 millj. í hvorn leikskólá. Hæstu tilboðin voru frá Haraldi Ein- arssyni byggingameistara og voru rétt rúmar 4 millj. kr. í hvorn leikskóla. En jafnvel lægsta tilboðið er svo hátt, eða yfir 4 þús. kr. á rúmmetra, að borgaryfirvöldunum finnst vafasamt að hægt sé að taka tilboðinu, en það er þó til at- hugunar. Upplýsingar þessar gaf borg arfulltrúinn í umræðum um barnaheimilismál Reykjavíkur. Hafði borgarfulltrúi kommún- ista, Adda Bára Sigfúsdóttir, vakið máls á þessu og gagn- rýnt harðlega þann drátt sem hefði verið á byggingu bama- heimila. Lagði hún áherzlu á það, að það væri krafa tímanna að komá upp barnaheimilum, vegna þess að mæðurnar þyrftu að vinna úti. Barnaheimili það er dagheimili og leikskólar væru jafn sjálfsögð og skólamir. Framh. á bls. 6 Flytja af Kalkofnsveginum i gær var unnið af kappi að því að flytja BSl í nýju umferð- armiðstöðina við Njarðargötu Vann starfsf. að því að flytja gögn skrifstofunnar en í dag á að flytja afgreiðsluna og á allt að verða tilbúið fyrir morgun- inn, þegar fyrsti áætlunarbíllinn leggur af stað kl 8. Renna áætlunarbílar BSÍ því I síðasta sinn úr hlaði frá Kalk- ofnsveginum í dag. Á myndinni sjáum við starfs fólk BSÍ við flutningana og er fremstur á myndinni Sigurður Sigurðsson, el?ti starfsmaður- inn en hann hefur unnið f kjall- ara gömlu byggingar BSÍ við afgreiðslu á pökkum um tuttugu ára skeið, en annars er röðin þessi frá vinstri Ingvar Sigurðs son sérleyfishafi, Ásmundur Jónsson bifreiðarstjóri, vegfar- andi, Árni Eiríksson bifreiðar- stjóri, Sigurður og Elísabet ís leifsdóttir gjaldkeri. Stór og fjárrík svæði í mikilli sýk- ingarhættu vegna sinnuleysis bænda segir Guðmundur Gíslasön læknir — Miklu örðugra er að eiga við skilningsleysi bænda á sauðfjár- sjúkdómum, heldur en sjúkdómana sjálfa sagði Guðmundur Gfslason Iæknir. en hann er nýkominn úr eftlrlits- og rannsóknarleiðangri norðan úr Skagafirði. Frá því hefur verið skýrt í frétt um að garnaveiki hafi í haust orð ið vart á einum bæ vestan Héraðs- vatna, bænum Brennigerði í Skarðs hreppi skammt frá Sauðárkróki. Það er fyrsta garnaveikitilfellið, sem komið hefur upp vestan Vatna um margra ára skeið. Öllu sauðfé á þessum bæ var slátrað fyrir skemmstu og kom þá í ljós að af 95 kindum sem voru á fóðrum þar sl vetur voru um 20 með garnaveiki. | Þá voru kindur ennfremur drepn ar frá öðrum mönnum, sem höfðu , haft fé á fóðrum í sömu fjárhúsum l'og fannst ein kind sýkt. Guðmundur læknir sagði að það myndu a.m.k. vera þrjú ár liðin frá því veikin barst að Brenni- gerði. Miklar líkur benda til að veikin sé komin á nærliggjandi bæi, bæði í Skarðshreppi og i námunda við Sauðárkrók. Þetta væri mjög alvarlegt mál vegna þess að nú er ekki aðeins allur Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.