Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 20.11.1965, Blaðsíða 7
VÍSItft . Laugardagur 20. nóvember 1965. --5-^S£2BÐBSHHI KIRKJAN mss. ÞJOÐLIF OG TRU Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er, og Guði \bað, sem Guðs er og ÞJOÐIN Þegar dr. Fisher erkibiskup af Kantaraborg lét af embætti sagði C.E.N.: Næsti erkibiskup verður að veita ensku kirkjunni forustu í harðri baráttu fyrir kristni Englands. Hann verður að vera reiðubúinn til gagngjörs endurmats, rótækra úrlausna og óvinsællá ákvarðana. Kurteisis venjurnar, sem embættinu fylgja mega ekki loka augum hans fyrir því, að stofnunin, sem hann stjórnar er'að kalla utan- gátta við þjóðfélag nútímans. (Kirkjuritið) -O— BYGGJUM BRÚ ... “ Við skulum geyma von og trú i vorum sálum til fegri heima byggja brú úr bænamálum. Vér erum borgarar tveggja heima, hins jarðneska og hins himneska. Vér erum þjóðfélags- þegnar, en einnig þegnar í Ijóss- ins ríki Vér höfum störfum og skyldum að gegna fyrir þjóð vora hver á sínu takmarkaða starfs sviði, en berum einnig ábyrgð gagnvart Guði, eigum honum skuld að gjalda, eigum að gjalda Guði það sem hans er. Á síðustu árum er mikið talað um skyldur þjóðfélagsins við þegnana, og í velferðarríki eins og voru er stöðugt verið að full- nægja vaxandi kröfum. Ber að fagna því, sem hér á landi hefur áunnist til þjóðfélagslegra um- bóta hin seinni ár, samfara víð- tækri uppbyggingu, framkvæmd um og framförum. Hitt er áhyggjuefni, að nokkur hætta virðist á því, að viður- kenndar, þjóðfélagslegar dyggðir fari dvínandi. ábyrgðarilfinning, virðingin fyrir sannleikanum, trúmennska, skyldurækni. Það er sagt um suma menn, að þeir séu af „gamla skólanum" og er í rauninni mikið hrós. Þau orð eru að jafnaði viðhöfð um menn og konur, sem ekki mega vamm sitt vita, vilja í engu bregðast því, sem þeim er tiltrúað, njóta því virðingar og trausts allra kunn- ugra. Það eru góðir þjóðfélags- þegnar. En munu það ekki oft-* ast vera þeir sem ekki aðeins gera sér grein fyrir þjóðfélags- skyldum sínum, heldur kapp- kosta að vera þegnar í Ijóssins ríki, eru þess minnugir, að þeir bera ábyrgð gagnvart Guði, eru hans og vilja vera hans, gjalda honum það, sem hans er. Ef menn glejrma Guði, rjúfa samband sitt og samfélag við hann, er næsta sporið það, að hætta að taka tillit til þess, sem Matteus. 22.15 22. Skattpeningurinn er guð- spjallið á morgun. Sr_ Jón Þor varðarson prestur f Háteigs- prestakalli ritar í dag hugleið- ingu út af því. Hann vígðist aðstoðarprestur til föður síns Vík í Mýrdai árið 1932 og tók við brauðinu eftir hann. Var síðan prestur Mýr- dælinga og prófastur Vestur- Skaftfellinga til 1952. Sr. Jón á sæti f kirkjuráði og stjóm Prestafélags íslands. „Þegar samhringt er“ Bókaforlag Æskunnar hefur gefið út 21 predikun eftir séra Björn Magnússon, prófessor. Þær fjalla um ýms höfuðviðfangsefni trúarinnar i m.a. boðskaþinn á stórhátíðum öllum. í fyrstu ræð- unni, á 13. sunnudag e. Trin, er lagt út af guðspjalli dagsins, Miskunnsama Samverjanum (Lúk as 10). Hún hefst með þessum orðum: „Það er sjálfur grundvallar- hljómur kristindómsins, sem óm- ar mót oss í þessum orðum. Hann er settur saman af tveim tónum, eins og hljómur kirkju- klukknanna, þegar samhringt er til heilagra tíða: Elska skalt þú drottin, Guð þinn, af öllu hjarta, og náunga þinn eins og sjálfan Þig-“ Bæn undir vörðubrofi 1 nóvember 1965 fóru tveir menn af Ingjaldssandi til Þing- eyrar að sækja lækni til konu í barnsnauð. Annar þeirra var 19 ára piltur, Ágúst Guðmundsson. Lýsir hann ferð þeirra fé- laga í Ársriti sögufélags Isfirðinga 1960. Telur hann þetta erf- iðustu ferð ævi sinnar enda var botnlaus ófærð og öskubylur: „Við hvíldum okkur undir vörðubroti á nyrðri heiðarbrún- inni (Sandsheiði), og hafi ég nokkurn tíma munað eftir því, sem móðir mín kenndi mér í æsku, að biðja til Guðs, þá gerði ég það nú. Það var hans handleiðslu að þakka að þessi ferð tókst." Svo endar Ágúst frásögnina um þessa verstu ferð ævi sinnar á þessa leið: ,,En mikil er sú Guðs varðveizla, að vísa okkur veginn í öllum þessum ósköpum, sem á gengu, og verst af öllu hafi maður gleymt að lofa Guð fyrir handleiðsluna, en ég held að mér sé óhætt að segja. að við höfum hlotið að gera það.“ inn 1 hinni góðu baráttu, styrk ir veikan vilja, helgar og bless- ar, göfgar og fegrar hugarfar og breytni sérhvers manns, sem kappkostar að gefa Guði það sem Guðs er í bæn og beiðni, á- samt þakkargjörð. Hann meðtek ur þann frið, sem er æðri öll- um skilningi, þær gjafir, sem menn þrá en heimurinn getur al- drei gefið Þetta er túlkað £ kunnum sálmi: „Gef þú, maður, Guði þínum gjörvallt það, sem honum ber Þá með æskugnóttum sínum gefast vill hann sjálfum þér. Ekkert skorta þig mun þá, því að hver, sem ráð hans á, hann á líka himnaríki, helgra engla verði líki. Sérhver þegn hefur skyldum að gegna við þjóð sína og sam- ferðamenn. En það má ekki gleymast, að borgarréttur vor er á himni. För vorri er stefnt til æðri tilveru. En á jarðlífsvegferð vorri er oss veitt hin fullkomna leiðsögn hans, sem er vor drott- inn og frelsari Jesús Kristur. Gúð gefi þjóð vorri náð til þess að hlíta hans leiðsögn — helgast honum. er hans vilji, hans heilögu boð. Þá vilja menn sjálfir ráða og hætta að spyrja, hvað sé „leyft eða bannað“. Þá er sú hætta á- vallt fyrir hendi, að menn lendi á villuleiðum. Hitt er svo annað að margur getur sagt með skáldinu: „En viljinn er í veiku gildi, mig vantar kraftinn, Drott- inn minn.“ En trúin gefur kraft Frækorn Það er enginn galli á hugsjón, að hún er langt fyrir ofan veru Ieika líðandi stundar. Hugsjónir eru til þess að stýra eftir þeim og enginn hefur fundið það að leiðarstjömunni, að hafskipin geta ekki rekið stefnin í hana. (G. F.) Ævin er týnd við töf og kák tækifærin að baki, síðustu leikir í lífsins skák leiknir £ tfmahraki. —O— Eins og nú era haldnar sjó- mannamessur fyrir vertiðir, eins héldu sumir prestar þá messur fyrir grasafólk, áður en það fór á fjall á vorin, eða minntust þess f ræðum sfnum. Úr einni slikri ræðu sr. Jóns £ Möðrufelli) hafa þessi orð varðveizt: ■— Troðið vel £ homin, svo að ekki verði svik fundin. -O— Góðir sunnudagar Góða sunnudaga getum við ekki átt alveg fyrirhafnarlaust, fremur en t. d. falleg blóm og ávexti. IHgresi vex sjálfkrafa og án þess að um það sé skeytt. En blóm fást ekki nema til þeirra sé sáð, né heldur ávextir séu þeir ekki ræktaðir. Það er enginn svo fákænn að hann fmyndi sér Leyfið börnunum... Allir þekkja frásögn Markús- arguðspjalls um Jesú og börn- in. Lærisveinamir vildu ekki að mennimir væm að ónáða Jesú með bömunum. En það var mesti misskiiningur. Bömin gátu, að dómi Jesú, orðið mönnunum til fyrirmyndar — „því að slikra er Guðswki. Sannlega segi ég yðun Hver sem ekki tekur á móti Guðsríki eins og bam mun alls eigi inn í það koma. Og hann tók þau sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.“ Nú vill kirkjan leiða bömin til Jesú með því að kynna þehn boðskap hans í sérstökum bamaguðsþjðnustum. Þær em haldnar í öllum kaupstöðum og þorpum og sums staðar í sveit- unum lika. Á sl. ári vom 1126 bamaguðsþjónustur. Hafði þeim fjölgað um 374 síðan 1959. Meðfylgjandi mynd er af börnum í Mosfellssveit. Hún er tekin á kirkjutröppunum á Lágafelli að lokinni bamaguðs- þjónustu. það. En svo fávfsir eru þó marg ir £ trúarefnum, að þeir gera sér von um að geta safnað fágætum perlum, án þess að kafa eftir þeim ... — Ónei góðir súnnu- dagu. koma ekki sjálfkrafa eða án þess að nokkuð sé gert. Við verðu:., hvert um sig að gera eitthvað til þess. (Kristilegt smárit) —O— Enginn fæðist hamingjusamur. Hamingjan er ekki gjöf guðanna. Hana verða menn að ávinna sér á ýmsa lund. Sinnulaus og áhuga laust fólk, sem engum getur fó.nað neinu og skortir sjálfs- virðirigu er óhamingjan sjálf. Það telur sjaldan sjálft sig eiga sök á óhamingju sinni, held- ur eitthvað annað, hjónabandið, foreldrana'eða ill örlög. Eining). —o— Andlátsbæn sr. Jóns í Mörðufelli Lffsins fyrir liðnar sturidir lofaður vertu, Drottinn minn. Verndar þinna vængja undir verið hef ég æ hvert sinn. Þfnum eftir þrá’ ég fundi , þú mig leið í hiriiininri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.