Vísir - 06.12.1965, Page 2
VlSIR . Mánudagur 6. desember 1965.
Cói byrim í ÞKOTTAHOUmm
9 Það er vonandi að framtíðin verði eins góð og
byrjunin í nýju íþróttahöllinni í Laugardal um helgina.
Þar stóðu íslenzk lið sig mjög vel gegn hinu snjalla liði
Karviná frá Tékkóslóvakíu og vann úrvalslið Reykja-
víkur sinn leik og sýndi á köflum leik, sem var á við
það bezta sem sést í handknattleik, og FH gerði jafn,
tefli og fór þó illa með tækifæri sín, — sigur þeirra
hefði átt að vera staðreynd.
% Höllin í Laugardal var greinilega viðburður helg
arinnar og báða dagana var nær húsfyllir. Fyrri leik-
inn sáu nær 2 þús. manns en um 2700 þann síðari. Pen
ingarnir byrjuðu að streyma í fjárhirzlumar, enda
veitti gestgjöfunum, Fram, ekki af, því heimsókn þessi
er dýr, og ágóða hússins verður vitanlega varið til að
fullgera húsið, en unnið mun að því af krafti í vetur.
• Reykjavík vann 23:20
Á laugardaginn kl. 16 hófst
fyrsti leíkurinn í íþróttahöllinni
nýju. Jónas B. Jónsson, fræðslu-
stjóri, flutti i jðu við þetta tæki-
færi og skýrði frá sögu þessa húss
og Geir Hallgrímsson borgarstjóri
flutti stutt ávarp og afhenti fyrir-
liðum liðanna fána Reykjavíkur-
borgar til minningar um þennan
sögulega leik.
Það stóð sannarlega ekki á
fyrsta markinu í þessu glæsilega
mannvirki. Teykvíkingar hófu
sókn og Hörður Kristinsson stökk
upp og skoraði 1:0. Strax f næstu
sókn skoraði Gunnlaugur Hjálmars
son 2:0 og Þorsteinn Bjömsson
varði glæsilega vitakast Tékkanna.
Tékkar jöfnuðu nú 2:2, en næstu
4 mörk voru frá Reykvíkingum og
var forustan nú örugglega þeirra
megin út hálfleikinn og í hléi stóð
14:11.
1 seinni hálfleik skora Tékkar
14:12 og 14:13, en eitthvert slen
er yfir leik Reykjavíkurliðsins og
markverðir Tékka verja örugglega
skotin á mark sem vom nokkuð
há og virtust vera „óska“skot fyr-
ir þá. Tékkar jöfnuðu í 15:15 og
voru þá liðnar 8 mín. af seinni
1 hálfleik.
Þrátt fyrir ónákvæmar sendingar
og að því er virtist þreytu f liðinu
I tókst Reykjavík þó að skora tvö
næstu mörk og hindra að Karviná
næði forystunni, og stóð 17:15
um miðjan hálfleik. Á 18. mín.
jafna Tékkar enn 17:17. Talsverð
spenna var nú f leiknum, en trá
áhorfendum, 2 þúsundum, heyrðist
hvorki hósti né stuna, rétt eiris og
fram færi heljar mikið drama :
fjölum Þjóðleikhússins.
Síðustu 10 mínúturnar var þátt
ur Karls Jóhannssonar sannarlega
stór, — hann hreinlega færði borg
sinni sigurinn með frammistöðu
sinni. Hann skorar 18:17 og Þor-
steinn ver vel. Karl skorar enn í
næstu sókn og Þorsteinn ver vei
frá Tékkunum öðm sinni. Hinn
snjalli línumaður Janik brýzt þá
upp og fer í gegnum varnarvagg-
inn og skorar 19:18. Stórfallegt og
óvænt skot Hermanns Gunnars-
sonar færir 20:18 og Karl bætir
við 21:18. Landsliðsmaðurinn Had-
rava, hin mesta fallbvssa,
skorar 21:19 og enn er Karl að‘
verki með 22:19 og mátti þá eig-
inlega bóka sigur fyrir höfuðborg-
ina. Mark frá Ranik 22:20 gat ekki
ógnað sigrinum. Á síðustu sekúnd-
um var aukakast dæmt á Tékkana
og var tíminn þá liðinn, en aðeins
eftir að framkvæma aukakastið.
Margföld vörn Tékkanna gat ekki
komið í veg fyrir að Karl skoraði
Boltinn smaug í gegn og beint í
bláhomið, 23:20.
Reykjavíkurliðið átti stórgóðan
leik á köflum, einkum í fyrri hálf
leik og þá helzt fyrri hluta hans,
og svo síðar á köflum í seinni
hálfleik. Mér fannst Karl Jóhanns-
son koma bezt út úr þessum leik.
Ég hafði heyrt að hann ætti til
að ,jtýnast“ í stórum sal, — en það
er sannarlega ekki rétt, a. m. k.
gerði hann það ekki hér. Athyglis
verður var leikur Hermanns Gunn
arssonar og mætti benda landsliðs
nefnd á að það er fásinna að nota
ekki þann kraft. Þorsteinn Björns-
son var góður í markinu og er án
efa okkar bezti markvörður í dag.
Þá var Hörður Kristinsson ágætur
í þessum leik, Þórarinn Ólafsson
og Sigurður Óskarsson sterkir
varnarmenn, en Gunnlaugur, eins
góður sóknarmaður og hann er
átti til að gleyma vörninni. Liðið
í heild það bezta, sem barizt hefur
undir merkjum Reykjavíkurborgar.
| Karviná sýndi sem fyrr að iiðið
' er mjög gott, hraðir leikmenn,
margir skotmenn, línumenn frá-
bærir, ekki sízt hinn lágvaxni
Janik. Sá maðurinn, sem mest
ógnun stafaði þó af var hinn ungi
j Bielickv og skoraði hann 5 mörk
með langskotum sínum, Ciner,
landsliðsmaði var sæmilegru en
hinn landsliðsmaðurinn Hadrava
brást mjög í þessum leik. Mark-
verðirnir Konecny og Novák voru
ágætir.
Magnús Pétursson dæmdi léik-
inn og gerði það vel.
Mörkin skoruðu: Hörður 7, Karl
7, Hermann 3, Gunnlaugur 2,
Guðjón, Þórarinn, Stefán og Sig-
urður Einarsson sitt hver. Fyrir
Karviná skoruðu Bielicky 5, Ranik
4, Ciner 3, Janik 3, Hadrava 2,
Konrád 2 og Klincik eitt. — jbp —
FH gerði jafntefli 19:19
Leikurinn í gær milli Karviná
og FH dró að sér fullt hús áhorf-
enda, sem voru heldur daufir sem
fyrr og hvöttu FH lítið sem ekk-
ert enda þótt leikurinn væri frá
fyrstu minútu til hlnnar síðustu
æsispennandi. Leikurinn átti ann-
ars að vinnast af FH, en furðuléleg
ar skyttur í vitaköstum eyðilögðu 1
4 af 5 möguleikum á að skora úr
svo upplögðum tækifærum og ekki
tókst að ná „nema“ jafntefli 19:19.
Karviná náði forystunni í fyrstu
sókn sinni og skoraði hinn hættu-
legi skotmaður Belicky gegnum
vörnina. Höfðu gestimir nú fmm
kvæðið en FH jafnaði jafnóðum.
Markvarzla FH var afar léleg, og
vömin ekki nema miðlungs góð.
Var furðulegt að Hjalti skyldi ekki
vera látinn fara í markið fyrr en
eftir margendurtekin mistök hjá
Karli M. Jónssyni, sem átti nú sinn
lakasta leik, en á 20 mín. kom
Hjglti inn og gerbreytti markvörzl
unni, en þá var staðan 8:8 og hafði
FH skömmu áður komizt yfir f
fyrsta sinn f leiknum.
FH náði nú tveggja marka for
ystu, en aftur tókst Tékkum að
komast yfir. Öm Hallsteinsson
jafnaði 12:12 á 29. mín. og skoraði
annað mark eftir að ná boltanum
á línunni úr stangarskoti Ragnars
og skoraði 13:12 en rétt á eftir var
flautað til leikhlés.
Fyrstu mínútur seinni hálfleiks
Framh. á bls. 5
Þoð ófrúlega gerðist:
ÆFINGALAUSIR REYKJA-
VÍKURMEIS TA RA R
Það ótrúlega gerðist um
helgina í körfuknattleik. Hálf-
gert „oldboys“lið kom, sá og
sigraði. Sigraði KR, Evrópu-
bikarliðlð með talsverðum yfir
burðum og varð Reykjavikur-
meistari. Þetta var lið KFR,
skipað gömlum og vel þekktum
nöfnum, sem ekki hafa lagt
neina stund á æfingar í vetur.
~<s>
Sigurði Óskarssyni (annar frá vinstri) haldið óþyrmilega á iinu. Tékkamir, Karl og Sig. Einarsson horfa á.
Er furðulegt að hugsa til þess
að svona nokkuð skuli geta
komlð fyrir, — en allt getur
gerzt í körfuknattlelk sem öðru.
KFR og KR voru nokkuð
jöfn f byrjun, en þegar 10 min-
útur voru liðnar af leik, hálf-
leikurinn hálfnaður, var sem
skot KR-inga vildu alls ekki
hitta körfuna. Skot Einars
Matthíassonar og félaga fóru
hins vegar oftast rakleitt ofan
í körfuna. Þannig skomðu
KFR í gær 23:0 á seinni 10 min
útunum og höfðu yfir í háifleik
37:17, en KR hafði haft yfir
17:14 á 10. mínútu.
1 seinni hálfleik var KR-liðið
öllu liressara, en ekki minnkaði
munurinn svo nokkru næmi
fyrr en undir lokin að KFR
slakaði á, þegar sýnt var að
Iiðið var búið að vinna, og þá
var Sigurður Helgason farinn
af velli með 5 villur, en vara-
menn á félagið enga á við þá
5 sem ieika mest. Lokastaðan
var 7:57.
Einar Matthíasson var bezti
maðurinn í þcssum leik, skor-
aði 20 stig, Þórir, unglingalands
llðsmaður félagslns, og sá eini
sem æfir körfuknattleik, skor-
aði 21 stig og stóð sig mjög
vel, Sigurður Helgason (2.08 m
á hæð) skoraði 16 stig. Fyrir
KR skoraði Kolbelnn 20 stig og
var eini maðurinn, sem var
nokkum veginn sæmilegur,
Einar Bollason skoraði 13 (öll
f seinni liálfleik) og Guttormur
13 stig. —