Vísir - 06.12.1965, Side 6

Vísir - 06.12.1965, Side 6
6 Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Alúmín á Islandi gamkomulag hefur nú náðst í aðalatriðum um bygg- ingu aluminíumverksmiðju, sem ákveðinn hefur verið staður við Straum, sunnan við Hafnarfjörð. Verður samkomulagið, sem gert var á fundum fulltrúa ríkis- stjómarinnar og Swiss Aluminium, síðar lagt fyrir Alþingi til umræðu og ákvarðana. Mun það væntan- lega koma fyrir þingið í marzmánuði. Hér er allmikl- um áfanga náð í atvinnumálum. Nú er hægt að hef jast handa af fullum krafti um byggingu stórrar Búrfells- virkjunar í Þjórsá, þar sem sala á raforku til alumin- iniumverksmiðju, ef samþykkt verður af þingi, trygg ir fjármagn og tekjur til byggingar raforkuversins. Alþjóðabankinn hefur lýst sig fúsan til að lánveiting ar ef aluminiumfyrirtækið verði með í spilinu. Raf- orkuskortur ógnar nú hér á Suðurlandi svo lengur má ekki dragast úr hömlu að hef ja byggingu orkuversins og hefur sú bygging reyndar dregizt alltof lengi. Með byggingu svissneska aluminiumfyrirtækisins verður unnið hráaluminium hér á landi. Sá atvinnurekstur mun skapa nokkra atvinnu og gjaldeyri, sem íslend- ingum fellur til handa, og jafnframt gera undirstöð- una undir atvinnuvegum þjóðarinnar nokkru breið- ari. Er það vel farið. Áður en Alþingi gerir endanlega samninginn við Swiss Aluminium þarf vandlega að gæta að því að hagsmunir lands og þjóðar séu fullkomlega tryggðir og hvergi fyrir borð bornir. Er reynsla annarra smá- þjóða hér mikilvægt fordæmi okkur íslendingum. Kemur náttúrulega ekki til mála að við gerum óhag- stæðari samning í nokkru atriði en frændur okkar Norðmenn hafa gert við erlend aluminiumfyrirtæki. Gæta verður þess, að raforka frá Búrfellsvirkjuninni sé jafnan seld vel yfir kostnaðarverði, ekki sé hinu svissneska fyrirtæki ívilnað, umfram íslenzk fyrir- tæki, í sköttum eða tollum. Þess verði líka gætt að unnt verði að byggja hér upp léttan, innlendan alumin iumiðnað, sem byggi á hráefninu, er fáist keypt af íslenzkum fyrirtækjum á hagstæðu verði. Þannig þarf þessi aluminiumverksmiðja að verða lyftistöng þeim iðnaði sem í landinu er fyrir. Þá er og á annað mjög viðurhlutamikið atriði að líta. Virkjunin og verk smiðjan samsvara fjárfestingu upp á 4-5 milljarða ísl. króna sem framkvæma á á fáum árum. Ef ékki verður alls hófs gætt er hætt við að þessar risaframkvæmdir stórauki enn þá ofþenslu, sem nú er á atvinnumarkaðn um sem aftur leiðir til enn hækkaðs verðlags og kaup gjaldskrafna. Slíkt má ekki ske og því verða fjármála- og fjárfestingaryfirvöld að gera fyrirfram þær ráðstaf anir, sem hindra að þessi tvö risafyrirtæki valdi ófyr irséðum spjöllum í íslenzku efnahagslífi á komandi misserum. V í S IR . Mánudagur 6. desember 1965. Karl og kerling í Garðshomi — Guðm. Pálsson og Guðrún Ö. Stephensen. Grámann — Sig. Öm Amgrímsson. ur að lýsa lýðræðishneigðinni í þessum gömlu þjóðsögum okk- ar, og fjalla um þann þátt, sem þær hljóta óbeinlínis að hafa átt í því að vekja og efla frelsis- þrána og uppreisnarandann með alþýðu manna, fyrir þau áhrif, sem þær höfðu á bamshugann. Hvemig verður svo endur- sögn höfundarins í þvf formi sjónleiksins, sem hann velur henni? Yfirleitt hröð, eins og vera ber, litrík og auðug af kostulegum atvikum. Sumar af perónunum skýrt mótaðar, eins og þau hjón í Garðshomi og kóngur og drottning. Aðrar mið ur — og því miður er sjálf aðal persónan, Grámann, þeirra á meðal. Þar sem ég þekki nokk uð til Stefáns sem rithöfundar á ég örðugt með að skilja hvers vegna honum verður það á að eyðileggja gersamlega þann ó beina boðskap, sem er meginat riði sögunnar, er hann „upp hefur“ Grámann í kóngslektið. með því að gera hann dulbúinn konungsson, sem litið hefur í náð sinni til karls og kerlingar í fátækt þeirra. Öðru hverju bregður höfundur fyrir sig heim spekilegum vangaveltum, sem ég er hræddur um að fari fyrir ofan garð og neðan hjá börn unum, en draga þó ekki úr heildaráhrifunum, nema atriði LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR: Sjónleikur fyrir börn, eftir Stefán Jónsson — Leikstjóri: Helga Bachmann Hver er afstaða barna á kjarn orku- og geimferðaöld gagnvart þjóðsögunum, þeim er voru okkur kærust skemmtan í æsku, sem vorum öðru hvoru megin við fyrsta tug æviár- anna, þegar fyrstu bílamir fóru um nágrenni höfuðstaðarins? Því miður vitum við það ekki Það eru bömin ein, sem gætu svarað þeirri spurningu, — en þau gera það ekki, að minnsta kosti ekki nema til hálfs. Ytri viðbrögð þeirra koma ekki alltaf heim við það, sem er að gerast hið innra með þeim, því að bömum er sú list að látast jafnvel enn eiginlegri en full- orðnum, hún er þeim ósjálfráð vöm, gagnvart þeim eldri, vam argarður um þeirra eigin hugar heim. Og hvemig er það — er sú venja enn við lýði að segja bömum sögur? Hefur nokkur manneskja tíma til þess í öllu þessu annrfki og umróti? Og kunna 'þær konur, sem nú era á fullorðinsaldri, að segja þess- ar gömlu sögur svo að áhrifin verði nokkuð í líkingu við það, sem þau urðu við eldhússhlóðim ar? Er yfirleitt vinnandi vegur að segja söguna af Gilitratt og Grámanni inni þar, sem tekk- húsgögn og dúnmjúkar gólfá- breiður setja svip á umhverfið, en plötuspilarar og útvarpsvið tæki grenja bítlamúsík allt í kring? Það fyrsta, sem krakk- amir heyrðu frásagnarvert f út varpsfréttum þegar heim kom af sýningu bamasjónleiksins „Grámann" sl. laugardag, var geimför tveggja manna, sem eru að búa sig undir að lenda á tunglinu. Hvað verður úr brellum og bragðvísi Grámanns, samanborið við slík undur? Væri ekki ólíkt auðveldara að finna hljómgrann hjá börnum nú með því að láta Grámann klæðast geimfarabúningi og haga öðr- um atriðum ævintýrisins í sam ræmi við það? Sagan af Grámanni er lista- verk í sinni röð, eins og hún er skráð, og okkur var sögð hún í æsku. Og hún hafði sfna þýðingu fyrir mótun hugarfars- ins, lumaði á sinni veraldar- vizku, sem seytlaði inn í vitund ina. Karl og kerling í Garðs- homi vora einföld og auðtrúa á viðteknar kenningar, kóngur- inn og hans slekti hrokafullir fulltrúar rótgróinnar yfirstéttar, Grámann slunginn og mátulega ófyrirleitinn uppreisnarseggur, sem sá f gegnum allt sjónar- spilið og bar ekki minnstu virð ingu fyrir falsljóma þess. Enn merkilegra var það, að hinn hrokafulli valdhafi kallaði allt- af sjálfur yfir sig bellibrögð Grámanns f viðureigninni, knúði fram sinn eigin ósigur. Það er í rauninni undarlegt, að enginn skuli hafa tekið sér fyrir hend- vordísarinnar undir lokin, sem virðist út f hött og eiga betur heima sem skemmtiatriði á sum ardaginn fyrsta. Leikstjóm Helgu Bachmann virðist yfír leitt góð, framsögn flestra leik aranna er yfirleitt svo skýr og greinileg og mátulega hröð, að allt kemst til skila. Lðg og tónlist Knúts Magnússonar er skemmtilegur og vel unninn þátt ur út af fyrir sig. Flestir fara leikendur vel og skemmtilega með hlutverk sín. Guðmundur Pálsson og Guðrún Stephensen era sérlega góð karl og kerling í Garðshomi og gervi beggja með ágætum. Steindór Hjörleifsson afbragð í hlutverki kóngs og sama er að segja um Sigríði Hagalín, sem leikur drottningu hans. Hlutverk Grá manns tel ég misheppnað frá hendi höfundar, og eflaust gerir það leikaranum, Sigmundi Emi Amgrímssyni, erfiðara fyrir. Framh. á bls. 5 Drottningin — Sigríður Hagalín, Grámann — kóngurinn — Steindór Hjörleifsson. Sig. Öm Amgrfmsson GRÁMANN

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.