Vísir - 15.12.1965, Side 5

Vísir - 15.12.1965, Side 5
5 VISIR . Miðvikudagur 15. desember 1965. útlönd í mopfíun útlönd í morgm útlönd £ sop-iun úolönd í morgim 1 Fyrsta Af ríkurfkið rífur tengsl við Breta út af Rhodesiu Nigería hefur slitið stjórnmála- tengsl við Bretland í samræmi við ályktun þá, sem gerð var á ráð- stefnu Einingarsamtaka Afríku fyr ir nokkru, og er fyrsta landið, yftubíllinn Sími 35643 sem stígur þetta skref, en Tanz- anía hafði áður boðað, að hún mundi ekki hvika f málinu. Nú er eftir að vita, hve margir fleiri Afríkuleiðtogar feta í fótspor þeirra Sekou Toure og Juliusar Ny- erere, en líklegt er að sumir þeirra, , er hikandi voru, fari nú að dæmi þeirra. Ljóst er, að tilraunirnar til þess ' að afstýra því, að farið yrði út á þessa braut, hafa mistekizt, en ekki unnt að gera sér grein enn fyrir öðru en að Einingarsamtök Afríku eru nú klofin, sum ríki í samtökunum hvika ekki — önnur þ i n g s j á V í s i s fresta slitum eða leggja ekki út á þá braut. — Hvernig fer kann að hafa mikil áhrif á framtíð Brezka samveldisins. OLÍUBANNIÐ Stöðugur orðrómur er á kreiki I Lundúnum og vestan hafa um, að tilkynnt verði samkomulag um að banna olíuflutninga til Rhodesíu, og þess m. a. verið getið til, að Wilson kunni að tilkynna þetta, er hann ávarpar Allsherjarþingið. Öryggisráðið hefur frestað fund- um að beiðni Jomo Kenyatta og ekkert ákveðið hvenær fundurinn verður haldinn. . þingsjá Vísis Bretland og Irland nýtt fríverzlunarsvæði LEMASS — hrósar sigri. Samningar voru undirritaðir i Lundúnum í gær um nýtt fríverzl- unarsvæði, Stóra Bretland og lr- land. Samkomulagsumleitanir hafa tek ið alllangan tíma, en fyrir skömmu var kunnugt orðið, að samkomu- lag hefði náðst í höfuðatriðum. Lemass, forsætisráðherra Irska lýð veldisins fór til Lundúna til und- irritunar samninganna. Samkvæmt þeim fella Bretar nið ur alla innflutningstolla á írsk- um vörum í júlí næstkomandi, en írska lýðveldið 10 af hundraði á ári af brezkum vörum, og þannig aiveg í árslok 1975. Mikill hvatamaður í baráttunni hefur verið Lemass, forsætisráð- herra Irska lýðveldisiins (Eire), og getur hrósað miklum sigri í þessu máli, en hann hefur mætt góðum skilningi Wilsons og ráðherra hans. þin g s j á Ví s i s fjárlagafrumvarpið afgreitt frá Alþingi Ræða fjármálaráðherra. Lúðvík Jósefsson (K) beindi tveim fyrirspurnum til fjár- málaráðherra á kvöldfundl í fyrrakvöld við 3. umræðu f jár laga. Fyrri* fyrirspurnin var varðandi dráttarbrautir og pá stefnuyfirlýsingu sem fólst í framkvæmdaáætlun fyr- ir árið 1965, og spurðist fyrir um, hvort nokkrar breytingar hefðu orðið á þeirri stefnu með hiiðsjón af því, að engar sér- stakar fjárveitingar væru í fjár lögum til þess að mæta þessum vanda. í seinni fyrirspurninni spurði Lúðvík um, hvernig rík- isstjórnin ætlaði á næsta ári að mæta fjárþörf sjávarútvegsins. Fjánnálaráðherra Magnús Jónsson sagði, að á þessari stefnu hefði engin breyting orð ið. Það hefði verið rætt um á- kveðnar leiðir til þess að leysa bennan vanda, sem hér er um að ræða. Rætt hefði verið sér- staklega um ákveðnar drátt arbrautir í þessu sam- bandi og kvaðst ráðherr ann vita að þingmannin- um væri kunn ugt um að þau mál væru nú til athugunar. í sumum tilfell um hefði verið safnað nokkr- um fjármunum í þessu skyni vegna fjárveitinga á undanförn um árum en þeir fjármunir drægju ekki langt með svo dýr mannvirki og yrði þar af leiðandi að gera ráðstafanir til þess að afla fjár með öðrum hætti. Þessar dráttarbrautir þyrftu að komast upp á skömm um tíma og vitanlega útilokað að taka fjárveitingar til þeirra að fullu jafnóðum í fjárlög, heldur yrði að dreifa þeim eða hluta ríkissjóðs í þeim fram- kvæmdum á miklu lengri tíma. Ráðherrann kvaðst ekki geta á 'essu stigi málsins svarað því, hver yrði endanleg niðurstaða f þessu efni, og hvaða úrræða yrði hér leitað, en kvaðst vilja taka fram, að það hefði engin breyiting orðið á því viðhorfi ríkisstjórnarinnar að unnið yrði að þeim drá'ttárbraútum með þeim eðlilega 'hraða, .semí rætt hefði verið um á s.l. ári, að yrði aflað fjár til nú á árinu 1965 og 1966. Síðan vék ráðherrann að seinni fyrirspurninni og sagði, að gert væri ráð fyrir því, að það myndi þurfa að veita ein hverja slíkc: aðstoð og hefði hann vikið að því í framsögu- ræðu sinni við 1. umræðu fjár laga. Hins vegar væri það svö, að þessi aðstoð hefði verið veitt utan fjárlaga. Þannig að hún hefði verið ákvörðuð með sérlögum en ekki í fjárlögum fyrir’ árið í ár, og féllu þau lög jlr gildi um næstu áramót. Ómögulegt hefði verið þegar fjárlög voru undirbúin að gera sér grein fyrir því, hvert kynni að verða framhald þessara mála. Ekkert hefði þá verið vit að um afkomu bátaútvegsins né hraðfrystihúsanna á þessu ári. Að þessum athugunum hefði síðan verið unnið og færi að nálgast endalok þess, að menn fengju heildarmynd af þessum vanda, en enn þá væri ekkert um þetta vitað og því jafnerfitt nú að taka einhverja upphæð í fjárlög til þess að mæta þessum væntanlegu út- gjöldum sem ekki væri vitað, hvei ýrðu. Ríkisstjórnin hefði látið fara fram athugun á því hvernig mæta mætti þessum vanda. Ráðherrann sagði að hugsan- legt væri að mæta vandanum, ef ekki yrði um nein aukaút- gjöld að ræða í þessu skyiii, án þess að þurfa að grípa til nýrraskattahækkana,enef hins vegar yrði um einhverjar veru legar fjárhæðir að ræða til við bótar, skapaðist nýtt viðhorf, sem að sjálfsögðu yrði þó að horfast í augu við, þegar þar að kæmi og íhuga úrræði til þess að mæta þeim vanda. En fyrir því hefði ekki verið sérstaklega hugsað, heldur eingöngu að ;mæta vandanum ef hann yrði |á sviþaðri stærðargráðu eins og Ihanri væri í ár. Sameinað þing. Fundur var 'í sameinuðu Ál- þingi í gær og báðum deildum. í sameinuðu Alþingi fór fram atkvæðagreiðsla um fjárlögin. Allar breytingartillögur fjár- veitingarnefndar voru sam- þykktar en breytingartillögur frá stjórnarandstöðunni voru felldar. Efri deild. Magnús Jónsson fjármálaráð herra mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 7 29. apríl 1963 um tollskrá o.fl. á fundi í efri deild f gær. í athugasemdum við frumvarpið segir svo: Eins og alkunna er, hefur það tíðkazt um mörg und anfarin ár, að farmenn og far- þegar, sem koma til landsins frá útlöndum, hefðu meðferðis ýmsa varning, sem lögum samkvæmt er tollskyldur, án þess að tollgjöld hafi verið inn heimt. Engar reglur hafa verið til um slíkan innflutning, til stórbaga fyrir tollgæzlumenn við framkvæmd starfa sinna. Var því ákveðið að setja fastar reglur um þennan innflutning, og lom þá í ljós, að engin á- kveðin heimild er á lögum, sem heimili að undanþiggja vörur þessar tollgjöldum, Er ætlunin að frá úr þessum annmarka bætt með frumv. þessu. Jafn- framt því, að varningur, sem til landsins kemur á þennan hátt verður, að vissu hámarki fyrir hvern farmann eða farþega, gerður tollfrjáls, er einnig gert ráð fyrir, að sérstakar innflutn ingstakmarkanir eða inriflutn- ingsbönn í sérlögum, verði inn flutningi þessum ekki til hindr unar, nema innflutningstak- markanir, sem eiga rót sína að rekja til öryggisráðstafana, svo sem sóttvarna. Gert er ráð fyr ir að heimild þessi nái ein- göngu til muna, sem eru ætlað- ir til persónulegra nota viðkom andi ferðamanns eða til smærri gjafa og þannig'ekki til varn ings sem er ætlaður til söiu. Ekki urðu frekari umræður um málið og var því vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Ólafur Björnsson (S) formað ur fjárhagsnefndar mælti fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka. Ólafur sagði að nefndin hefði athugað frumvarpið og legði hún ein- róma til, að það yrði samþykkt óbreytt. Frumvarpinu var síð- an vísað til 3. umræðu. Bjartmar Guðmundsson (S) framsögumaður samgöngumála nefndar mælti fyrir nefndar- álfti meiri hluta nefndarinnar, um breytingu á vegalögum. Bjartmar sagði, að meirihlutinn legði til að samþykkja frum- varpið óbreytt, því þær álögur sem um yæri að ræða væru nauðsynlegar til að hægt væri að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög. Björn Jónsson (K) og Páll Þorsteinsson (F) mæltu fyrir nefndaráliti fyrsta og annars minni hluta nefndarinnar og lögðu til að frumvarpið yrði fellt. Málinu var slðan vísað til 3. umræðu. Neðri deild. Fimm mál voru á dagskrá f neðri deild í gær og voru þau öll afgreidd til 3. umræðu. Birgir Finnsson (A) mælti fyr ir nefndarálitum heilbrigðis- og félagsmálanefndar um frum- vörpin um breytingu á Iög- um um almannatryggingar og ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Birgir sagði, að nefndin hefði rætt frumvörpin og legði hún til að þau yrðu samþykkt. Gunnar Gíslason (S) mælti fyrir nefndaráliti landbúnaðar- nefndar um frumvarp til laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Framsögu- maður sagði að nefndin hefði athugað frumvarpið og legði hún til að það yrði samþykkt í því formi, sem það var afgreitt frá efri deild. Matthías Bjarnason (S) mælti fyrir nefndaráliti heilbrigðis- og félagsmálanefndar um breyt ingu á lögum um Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Frum- varp þetta er flutt í samræmi við yfirlýsingu þá um húsnæðis mál, sem ríkisstjórnin gaf í surpar í sambandi við samninga verklýðsfélaganna um kjara- málin. Matthías kvað nefndina hafa athugað málið og legði hún til að það yrði samþykkt en þrír þingmenn hefðu áskilið sér rétt til að flytja breytingar tillögur. Hannibal Valdimarsson, Ágúst Þorvaldsson og Skúli Guð- mundsson tóku einnig til máls. Breytingatillögur frá stjórn- arandstöðunni við frumvarpið voru felldar en Jónas Péturs son sem hafði flutt breýtingar tillögu við 1. grein dró, hana til baka. Davíð Ólafsson (S) mælti fyr ir nefndaráliti meiri hluta fjár hagsnefndar við frumvarp um breytingu á lögum um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála o. fl. Með frumvarpinu ^r lagt til, að innheimt verði gjald af allri gjaldeyrissölu bankanna. Davíð sagði, að meiri hlytinn legði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Lúðvík Jósefsson (K) og Ein ar Ágústsson (F) mæltu fyrir nefndarálitum fyrsta og ann- ars minni hluta nefndarinnar. Breytingartillögur minni hlut- anna voru relldar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.