Vísir - 15.12.1965, Blaðsíða 8
8
VI S I R . Miðvikudagur 15. desember 1965.
y
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
Hvaöan stafar hættan?
Á nýafstöðnum flokksstjórnarfundi Sósíalistaflokks
ins var gerð stjórnmálaálytkun, mjög merkileg og ýtar
leg, að sogn Þjóðviljans. Meðal þess sem sérstaklega
þótti rétt að taka upp í forustugrein blaðsins sl. sunnu
dag, var að nú teldi Sósíalistaflokkurinn „brýnna en
nokkru sinni fyrr að íslendingar vakni til fullrar vit-
undar um þá hættu sem steðjar að sjálfstæði þeirra,
asta grein fyrir þeim veg og vanda, er fylgir því að
þjóðerni og þjóðmenningu, að þeir geri sér sem ljós-
vera íslendingur og þefirri skyldu er þeir eiga að rækja
við þjóðlega arfleifð sína bæði um varðveizlu og
ávöxtun".
Þetta er víst ekki í fyrsta sinn, sem staðið hefur
á síðum Þjóðviljans, að „brýnna sé en nokkru sinni
fyrr‘„ að íslendingar geri sér grein fyrir þeirri gífur-
legu hættu, sem þjóðerni þeirra og menningu sé búin.
Þetta hefur mátt lesa í blaðinu í hverri viku í mörg
ár. Og hefði það verið rétt, væri allt komið í kalda
kol fyrir löngu.
Það er viðurkennt af öllum ábyrgum stjórnmála-
mönnum og öðru hugsandi fólki að sjálfstæðisbar-
áttu smáþjóða lýkur aldrei. Þær þurfa stöðugt að
vera á verði um þjóðerni sitt og menningu, en 'skoð-
anir virðast vera nokkuð skiptar um, hvernig sækja
beri þá varðstöðu og hvaðan hættan sé mest. Komm-
únistar hamra stöðugt á því, að hún komi frá öðrum
löndum, og þá einkum úr vesturátt. Sjálfir eru þeir
hins vegar sakaðir um að vilja bjóða henni heim úr
austurátt.
Kommúnistar og fylgifiskar þeirra í stjórnar-
andstöðunni halda því fram að megin hættan stafi
af því, að stefna viðreisnarstjórnarinnar sé röng. Þetta
er fjarstæða. Trúir því t. d. einhver í alvöru, að nú-
verandi ríkisstjórn vilji „binda afkomu landsmanna
við gróðasjónarmið erlendra auðfyrirtækja“, eins og
Þjóðviljinn segir? Sú hætta er ekki fyrir hendi. Hér er
aðeins um að ræða ófyrirléitinn áróður í stjórnmála-
baráttunni.
Aðal hættan er sú, að þjóðin er sjálfri sér sujid-
urþykk. Stjórnmálamennirnir geta ekki komið sér
saman um þær leiðir, sem farsælastar eru fyrir heild-
ina. Meðan nálega helmingur Alþingismanna hefur
það sitt fyrsta boðorð, að rífa niður flest það, sem
hinir eru að reyna að byggja upp, hlýtur róðurinn að
verða erfiður fyrir þá, sem stjórna. Við höfum hér
enga erfiðleika við að etja, sem ekki mætti ráða til
lykta á farsælan hátt, ef stjórnmálaflokkarnir legðust
á eitt um að finna leiðirnar. Þetta hefðu sundrungaröfl
stjómarandstöðunnar gott af að hugleiða. Foringjarn
ir þyrftu að gera sér betri grein fyrir því hvað er ábyrg
stjórnarandstaða.
Seyðishólar
Grímsnes var einu sinni einhver
fegursta sveit á íslandi. Þá átti
hún Sogsfossa ósnerta og Sogs
hólminn var frægur fyrir gróð-
ur og fuglalíf. Þá átti hún
Seyðishóla óskemmda, þar með
Kerhól, sem er fegurstur og
sérkennilegastur þeirra allra.
Þetta var áður en fossamir
voru virkjaðir og breiði vegur
inn kom. Hvað kemur vegur
inn þessu við, breiður eða
mjór?
Hann kemur því þannig við,
að eyðing Seyðishóla fór hægt
meðan mjói vegurinn var. En
sú eyðing hefur farið ótrúlega
ört síðan breiði vegurinn kom
og stórvélarnar vinna hröð-
um skrefum. Það sá ég til þeirr
ar stóriðju síðast að ein jarð
skafan var komin upp á keilu-
toppinn á einum fegursta rauð
hólnum, næst Kerhóli og skóf
þar niður ættarsvip Iands vors.
Hólaskarð varðaði einu sinni
veg innra hluta Grímsness, eins
og hlið. Það var byrjað þar á
öðrum hólnum, öðrum hliðstólp
anum, að grafa hann í sundur
þegar vegurinn kom, eða fljót
lega eftir það. Ár frá ári hefur
rauðamölin úr hólnum verið
flutt í allar áttir, þótt Ingólfs
fjall sé þarna aðeins fáa kíló-
metra frá, þar sem steinmuln-
ingsvélin gengur alla daga og
bryður fjallið.
Nokkrum metrum þar frá
voru fríðar klettaborgir í leið
inni áð Selfossi. Þær eru líka
komnar með steinmulningsvél í
andlitið. Tekur varla meira en
tvö ár úr öldunum að eyða
''TéihT''
Svona hlífðarlaus o| -ómenni
leg er okkar vegagerð á alla
vegu. Þar er víða skammt
skemmdanna á milli.
Það var fagurt að sjá birki-
vaxna Seyðishóla blasa við, þeg
ar komið var inn í Grímsnes
á fyrri tíð. Það er ekki lítil
landslagsbreyting þar, að sjá
ekki ósærðan hól. Út yfir allt
tekur það, að sjá nú upp á síð-
kastið, að skafa hefur verið
gerð, alldjúp í sjálfan Kerhól.
Hólinn, sem allir ferðamenn,
sem um Grímsnessveit fara,
stanza til að skoða. Enda er
hann miklu dýrara furðuverk
en öll mannvirki, hve fögur sem
þau eiga að vera. Fegurð lands
vors er frumdráttur, eða frum
handrit hinna frægu verðmæta
handrita vorra. En þeir frum-
drættir verða ekki af neinum
heimtaðir til baka, eftir að hafa
seldir verið, eða með neinu móti
endurfengnir eða bættir. —
Frumdrættir upphafslands ó-
snertir eru upphaf allra lista.
Vegurinn, sem auk gagnsmuna
átti að hjálpa mönnum til að
skoða bæði Sogsfossa meðan
þeir voru og Seyðishólana, verð
ur fyrst og fremst til að eyða
hólunum og þurrka þannig út
eina fegurstu andlitsmynd Is-
lands. Er það hörmung fyrir feg
urð þessarar sveitar, að tapa
bæði fossum og rauðhólum.
Útlitið á Rauðhólum Reykja-
víkur ætti að vera nóg til þess
að séð væri þörf á því að alfriða
þegar í stað Seyðishólana rauðu
í Grímsnesi. KerhóIIinn var þjóð
sagnarstaður á liðinni tíð. Blind
ir og eitraðir hvolpar í vatninu
og vatnið botnlaust. En harin er
og var þannig, að segja má:
„Gat ei nema Guð og eldur
gjört svo dýrðlegt furðuverk."
Grímsnes hefur goldið nóg af-
hroð i þágu menningarinnar, þó
að það missi ekki Seyðishóla
auk Sogsfossa. Þegar hafa hól
arnir verið mjög hratt skemmd
ir á síðustu tveimur árum, svo
að furðu sætir. Það er illt að
meta náttúrufegurð til fjár. Þeg
ar náttúrufegurðin er eyðilögð
þá er sál landsins á því svæði
horfin og sálir listamanna fá
þar ekki næringu lengur. Nú
má hvarvetna sjá mulda smá-
kletta, afhýddar stuðlabergs-
borgir og skafin hraun. Það er
sóðafrágangur og umtumum
með vegum fram. Þar blasir
ekki við sýn, land sem verið er
að græða, heldur fagurt land
sem flakir á sárum fyrir hugs-
unarleysi og hlífðarleysi Iands
manna.
Mönnum fyrri tíða hefur ver
ið láð það mjög er þeir eyddu
skóga til skjóls og eldunar fyr
ir sig og böm sín. Hefðu skóg
amir sennilega dugað lengur,
ef hófs og skynsemi hefði þar
verið gætt. Eins mætti að sjálf
sögðu leggja vegi um landið,
þ>ótt skynsemi og smekkvísi
réðu vali þeirra staða sem ofaní
burður er tekinn úr þótt malar
gryfjur fylgdu ekki veginum á
fárra metra færi.
Engir skógar eða barrtré fá
bætt fagran klett. Það er heild
arsvipur Iandsins, sem illa
breytist þegar heilar hólaþyrp
ingar og hlíðar eða klettaborgir
eru niðurmalaðar. Sem betur
fer er farið að takmarka nokk-
uð slíka iðju. Mönnum verður
að skiljast að þetta land er of
fagurt til þess, að hvar sem er
megi beita vélinni í þágu veg
arins til þess að eyðileggia á-
sjónu landsins. Þau sár verða al
drei bætt.
Seyðishóla í Grímsnesi verður
að alfriða þegar i stað.
Rósa B. Blöndals
Kirkjan í hrauninu
— ný islenzk skáldsaga
Bókaforlag Odds Björnssonar
Akureyri hefur sent frá sér nýja
íslenzka skáldsögu. Er það sag-
an Kirkjan í hrauninu, eftir Ei-
rík Sigurbergsson. Þetta er
ættarsaga, söguleg skáldsaga,
sem gerist fyrir og eftir 1820, eða
fyrir og eftir Eld eins og Skaftfell
ingar segja. Segir þar frá bar-
áttu hjóna sem reisa sér nýbýli
á eyðijörð sunnan hins ný-
runna hrauns, í hatrömmu stríði
við ríkismenn sveitarinnar. Sag-
an er snoturlega út gefin, 250
bls. að stærð.
Þá hefur forlagið sent frá sér
kunna skemmtisögu. Er það hin
gamalkunna saga Námur Saló-
mons konungs, eftir Rider Hagg
ard. Er þetta einhver frægasta
skemmtisaga, sem skrifuð hef-
ur verið og hefur farið sigur
för víða um heim og er m. a.
vel kunn frá því um aldamótin
hér á landi. Hér birtist bókin í
nýrri þýðingu eftir Kristmund
Bjarnason á Sjávarborg. Er þýð
ingin á góðu og kjammiklu
máli.
. á er komin út bamabókin
Óli og Maggi á ísjaka. Er hún
eftir hinn kunna bamabókahöf-
und Ármann Kr. Einarsson.
Sendibréf átta
Reykvíkinga
Nýtt bréfasafn er komið út á
vegum Bókfellsútgáfunnar, eru
það „Gömul Reykjavíkurbréf",
sem skrifuð voru á árunum
1835-1899. Er þetta 6. bindi í
ritsafninu „íslenzk sendibréf“,
sem Finnur Sigmundsson, fyrr
um Iandsbókavörður hefur val
ið og búið undir prentun, en
Bókfellsútgáfan gefið út. Það
skal fram tekið að enda þótt hér
sé um safnrit að ræða, er hvert
bindi sjálfstæð hefld út af fyrir
sig.
I Gömlum Reykjavíkurbréf-
um eru bréfritaramir aðeins 8
talsins, sjö karlar og ein kona,
allt mikilhæfar og þjóðkunnar
persónur, embættismenn, fræði
menn og skáld. Bréfritararnir
eru Steingrímur Jónsson biskup
Þórður Sveinbjömsson dóm
stjóri Bjarni Jónsson rektor,
Sigurður Guðmundsson málari.
Jón Borgfirðingur fræðahiaður,
Ástríður Melsteð frú, Steingrím
ur Thorsteinsson skáld og Bene
dikt Gröndal skáld.
Eins og gerist og gengur er
margt til umræðu í þessum
sendibréfum, m.a. landsmál og
sjálfstæðisbaráttan. sem fyllti
hugi landsmanna út 19. öldina.
Ekki eru þó allir á einu máli
um að fylgja þeim málum til
streitu og a.m.k. einum bréfrit-
aranna fannst að „frelsiskröfur
íslendinga um miðbik aldar-
innar gangi vitfirringu næst.“
Aðrir í hópi bréfritaranna eru
þó umbótamenn frjálshuga og
djarfhuga og skrifa ekki neina
tæpitungu í bréfum sínum. Þeir
draga enga dul á skoðanir sínar
hvorki á mönnum né málefnum
og það gerir sendibréf þeirra
ekki aðeins menningarsögulegri
heimild, heldur blátt áfram að
skemmtilestrarefni.
Segja má um sendibréf í heild
að þau séu einn sérstæðasti
þáttur í bókmenntunum. Og það
fyrir þær sakir, að þau eru ekki
skrifuð til að verða birt. Þau
eru persónulegar hugleiðingar
um margvísleg efni milli kunn-
ingja eða vina, þar sem þeir
telja sér óhætt að segja það
sem þeim býr í brjósti um
menn og málefni, án þess að
þurfa að óttast lögsókn vegna
meiðyrða eða opinberan álits
hnekki vegna framsettra ávirð-
inga. Bréf milli vina eru held
ur ekki stllfærð eins og gert
er um ritsmíðar sem birtast
eiga opinberlega, þau koma frá
hjartanu og lýsa oft bréfdtar
anum betur, tilfinningum hans
og hugsanagangi, heldur en
nokkur persónulýsing fær gert
Einmitt þetta er hið mikla gildi
bréfabókmenntanna.
Finnur Sigumundsson gerir
stuttlega grein fyrir öllum bréf
riturunum og ævi þeirra, en
skýrir þar að auki, vandskilin
atriði í bréfunum. f sérstökum
skýringarköflum. Myndir eru af
öllum bréfriturunum.
Ytri frágangur bókarinnar er
góður og útgefandanum til
sóma.