Vísir - 15.12.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 15.12.1965, Blaðsíða 15
VISIR tm Miðvikudagur 15. desember 1965. 75 Hvað varð af Eftir Louis Bromfield * e e Onnu Bolton? Það fyrnist ekki yfir það í hug- um manna, sem haft hefur örlaga rík áhrif á líf þeirra, og það þótt langt sé um liðið, og það eins þótt sorgin hafi sótt menn heim fyrir langa löngu, en yfir henni getur líka verið hinn fegursti mininga- bjarmi, og svo mun það hafa verið í lífi þessarar konu, ungfrú God- win, sem var svo göfugmannleg, í hugsun og reynd, fasi og fram komu allri. Allt þetta mundi senni lega koma fram í huga þess, sem til þekkti, og hefði séð hana þenn an morgun í gættinni á setustofu Önnu, og kannski rifjast upp að hafa einhvem tíma heyrt, að fyrir 40 ámm, þegar ungfrú Goodwin var ung stúlka hafi hún verið heit bundin ungum, efnilegum manni, en hann beðið bana af vö.ldum umferðarslyss viku áður en átti að gefa þau saman. Og þessum unga manni, sem hún hafði elskað í hreinleika æsku sinnar, hafði hún aldrei getað gleymt. Og vfir lífs- braut hennar höfðu lengi hvílt skuggar þeirrar fátæktar, sem fólk göfugra ætta og áður efnaðra, varð að þola á vmrum tímum. Og enn hafði þykkn^i í lofti eða þegar gæta fór áhrifa kreppunnar í Banda ríkjunum, sem kom eftir stríð. Ung hafði hún farið út í lífið sem dótt ir auðugs manns, en þégar' hún stóð í gættinni í setustofu Önnu í Ritzgistihúsi, var svartari blika á lofti í lífi hennar en áður hafði litið. Framundan var — guð mátti vita hvað Nokkru áður, um þriggja eða fjögurra ,ára skeið, hafði hún haft ofan af fyrir sér með því að sjá um boð auðugra manna, sem efnt var til, er dætur þeirra komu fyrst fram opinberlega, — og hún annaðist boðslistana, — og þá m.a., að meðal þeirra væru ungir menn, sem dætrunurri kynni að lítast vel á. Og hún sá líka um blómaskreyt ingar í veizlusölum, eða tók að sér að undirbúa að öllu leyti brúð- kaupsveizlur. Og hún var eftirsótt, því að hún var kunn fyrir góðan smekk sem vel menntuð, gáfuð og smekkvís kona. En morgun nokkum vestra var sem engir auðugir menn væru til lengur — eftir voru aðeins ótta- slegnir menn, sem höfðu verið auð ugir daginn áður, en höfðu nú glatað öllu — og nú voru engar veizlur haldnar, hvorki veizlur fyr ir ungar dætur eða brullaupsveizl ur, og engir salir skreyttir bióm um Og þennan sama morgun hafði ungfrú Godwin orðið að horfast í augu við það sama og þeir, sem átt höfðu milljónir í verðbréfum, i sem nú voru verðlaus orðin. Það, I sem hún hafði sparað sér saman til þess að geta verið áhyggjulaus í ellinni, hafði hún lagt í hlutabréf — og þau voru nú verðlaus. Þetta var í stuttu máli forsaga þess, að þennan sama dag stóð ungfrú Godwin í gættinni á setu- stofu Ritz gistihúss í New York. En það virtist allt falla í ljúfa löð frá fyrsta andartaki milli henn ar og Önnu. Þær höfðu ekki tal- azt við nema stutta stund, þegar hún hafði komizt að niðurstöðu, að Iífið hafði einhvern tíma líka far ið hrjúfum höndum um Önnu, en hvernig vissi hún þá ekki, en hún las það úr andlitsdráttum hennar og hún sá það, þegar hún horfði í augun á henni. Ungfrú Godwin hafði tyllt sér í gylltan Ritz-stól — fremst á stól brúnina, titrandi og kviðin og þó sterk hið innra fvrir, en þó mjög kvíðin og dálítið þreytt. Hún út- skýrði fyrir Önnu’itil Jivers hún væri fær og'sþurðrsvo hvers hún krefðist af henni, ef hún réði hana til sín. — Til hvers ætlizt þér í rauninni af mér frú Bolton? spurði hún. Anna skipti litum og hún sneri sér við og leit út um gluggann. — Það hefur oltið á ýmsu á lífsferli minum, ungfrú Godwin. Ég hefi aldrei getað gert það, sem mig langaði til og orðið það sem ég vildi verða. Ég get ekki sagt frá or sökunum — að minnsta kosti ekki neinum, sem ég þekki lítið eða ekki. Og — sannast að segja, ég hef ekki enn fyrirhitt nokkurn, sem ég hef kynnzt svo vel, að ég gæti talað um þessa hluti við hann — eða hana. Hún kann að hafa verið að því komin að segja henni að minnsta kosti frá Ezra Bolton, en hún gerði það- ekki. Síðar varð henni kunn öll sagan um Tom. Hún fékk hana í molum frá mér. Og hún fékk aldrei neitt að vita um Ezra Bolt on frá Önnu, nema að hann var auðugur afbrýðisamur og sérvitur Þegar Önnu leið verst held ég, að hún hafi skammast sín meira fyr ir að hafa gifzt Ezra Bolton, held ur en hún fyrirvarð sig fyrir upp- runa sinn þama á Bökkunum í Lew isburg. Ef til vill var þetta tengt þvi, að árin sem hún var kona Boltons, var sem hún væri stödd í auðn þar sem ekkert gerðist á ein hverjum tómleikans vettvangi þar sem hún hafði lent fyrir slysni eða kaldhæðni lífsins. í nokkurri fiarlægð fyrir utan Detroit hafði Ezra Bolton byggt skrauthýsi mikið fyrir fyrri konu sína. Hann byggði það á fyrri vel mektarárum sínum, mikið steinhús sem líktist eínna helzt andstyggi- legum miðaldakastala frekar en heimili. Hann hafði i öllu reynt að hafa hiisið. svo að fvrri konu hans líkaði, sem hann hafði kvænzt þeg- ar hún var enn ung stúlka og hann sjálfur ungur og rak reiðhjólaverk stæði í Van Wert í Ohio. Þarna var fullt af Feneyjalikn- eskjum. Turnar voru á „kastalan- um“ og gróðurhús í garðinum. Konan hans hafði verið farlama síð ustu 20 árin sem hún lifði. í hin um mikla borðsal hússins hafði aldrei bergmálað af röddum glaðra gesta. Þama sást aldrei nokkur maður, að undanteknum Bolton og konu hans. tvær eða þrjár konur háalvarlegar og hátíðlegar sem heimsóttu hana og svo þernur og þjónar. Húsið minnti á grafhýsi stórt og liótt. Það var eins konar i minnisvarði .um þá, tírr^a er Detroit , var á gelgjuskeiði og var í raun I og réttu eign auðkýfinga, sem ! höfðu skotið upp kollinum eins og gorkúlur úr haug. I Hingað flutti Bolton síðari | konu sína og þarna var ^heimili [ hennar þar til hann lézt. Og meðan hún átti þar heima hafði hún ekki einu sinni haft áhuga á að gera neitt til skreytingar eða upplífgunar. Hún breytti ekki neinu. Um það leyti er hann gekk að eiga Önnu var hann líka orðinn sérvitringur. Hann hitti aðeins viðskiptavini og jafnvel þeim bauð hann aldrei heim til sín. Kannski var það vegna þess, að allar slíkar venj- ur höfðu lagzt niður í hinum langvinnu veikindum konu hans eða vegna þess að hann, gamall maðurinn, hafði orðið ástfanginn í ungri og fagurri konu, og sú tilhugsun skelfdi hann, að hún kynntist öðrum, yngri manni, sem henni geðjaðist betur að. Anna sagði mér, að hún gæti ekkert um þetta sagt með vissu, en kannski hafi hvort tveggja verið, en hvað sem um þetta var sá hún varla nokkurn nema þjón- ustufólkið, eða einhver einskær tilviljun réði því, að hún hitti aðra, eins og mig þarna í Ritz. Bolton var góður maður og nærgætinn, og næstum auðmjúk ur í aðdáun sinni, og næstum brjóstumkennanlegur, í ákefð sinni, er hann sóttist eftir blíðu hennar, sem var sjaldan. Anna sagði einu sinni: „Það var engu líkara en að honum fyndist, að hann yrði að biðjast afsökunar á að hafa valdið mér skapraun. Ég reyndi aldrei að telja honum trú um, að ég elskaði hann. Mér var hlýtt til hans og hann var mér góður á dálítið sérkennileg- an hátt. Ég reyndi að gera hon- um grein fyrir tilfinningum mín- um f hans garð, en hann átti við einhverjar tilfinningalífstrufl anir að stríða. Kannski var það vegna þess, að beztu ár ævinnar var kona hans farlama sjúkling- ur, síkvartandi, en ég held að hann hafi alla tíð verið henni trúr. Fyrst í stað, er ég fór að starfa hjá honum, var sem hann hefði beyg af mér, jafnvel þeg- ar ég kom inn til hans vegna hraðritunar bréfa, sem ég átti að skrifa - og seinna þegar ég kom tíðara, eftir að ég varð eins konar aðstoðarmaður fram- kvæmdastjóra gætti hann þess, að dyrnar væru alltaf dálítið opnar. Ég gerði aldrei neitt til þess að draga að mér athygli hans. Á þessum tíma hugsaði ég aldrei um neinn nema Tom — hann var eini karlmaðurinn í lífi mínu. Enginn annar gat komið til greina í hans stað — og allra sízt maður miklu eldri en ég, það var enginn, hvorki ungur eða gamall, sem gat bætt mér missi hans. Ég lifði í minning- unni og einbeindi mér að því að vera kaúpsýslukona, setti mark- ið hátt. Hún sagði mér þetta allt sam- an löngu seinna, í húsi sínu í Alsír, og ég efast um, að hún hafi sagt það nokkrum öðrum. „Og svo“, sagði hún, „síðdegi nokkurt, er ég var að fara heim úr skrifstofunni, sagði hann allt í einu: „Frú Harrigan, mér væri hug- leikið að kvongast yður“. T A A N Flýttu þér hærra upp. EFLIÐ SAMBAND ÆTTINGJA OG VINA ERLENDIS VIÐ ISLAND SENDIÐ ÞEIM ÁRSÁSKRIFT AÐ VISI í JÓLAGJÖF ÁSKRIFTARSIMI 1-16-61 WÍSIK Skólavörðustíg 45 Tökum veizlur og fundi — Otveg- um íslenzkan og kínverskan veizlu mat Kínversku veitingasalimir opnir alla daga frá kl 11. Pantanir frá kl 10-2 og eftir kl. 6 Simi 21360 «———i riwwjMWiWWWgBWlWBHMM Tantor, við verðum að komast Vatnið, sem hækkar stöðugt og trén sem falla gera fílnum óttalausa erfitt fyrir að komast leiðar sinnar. Ertu nokkuð hræddur Ito? Nehei. KOPAVOGUR 4fgreiðslu VfSIS í Kópa vogi annast frú Bima Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. H4FNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS i flafnarfirði annast frú Guðrún Asgeirsdóttir, íimi 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða KEFLAVÍK Afgreiðsiu VlSIS í Kefla ^ík annast Georg Orms- íon, sími 1349. Afgreiðslan skráír nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér. ef um kvartanir er að ræða Auglýsi: í Vési eykur viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.