Vísir - 15.12.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 15.12.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 15. desember 1965. 9 I j i \ Á útgönguversinu sprakk hann Tjrjár skáldsögur þriggja rit- höfunda með skömmu milli- bili, blaðsíðumargar bækur; „Torgið“, eftir vel roskinn og kunnan höfund, „Borgarlíf" og „Svört messa“, báðar verk ungra höfunda. Því eru þessar skáldsögur nefndar saman, að undarlegur skyldleiki sýnist með þeim öll- um þrem. Kannski réttara að orða það þannig, að þær virð- ist til orðnar fyrir undarlega svipað sálrænt ásigkomulag höf undanna þriggja. Þeir virðast knúnir af sömu þörf — að gera upp meintar sakir við umhverfi sitt og samtíð, og þó einkum samtíðarmenn. Samkvæmt því verður sú fyrsta stílfærð máls- vörn, önnur málsvöm og ákæru skjal, þriðja ákæruskjal fyrst og fremst. Allir þrír flytja þeir mál sitt i dulargervi staðgengils, sem þeir gefa þá eiginleika, sem þeir álíta sína, og sem slík- ir verða staðgenglamir aðsóps- miklar aðalpersónur. Að vísu er það ekki nýlunda að máls- vöm og ákæra séu kveikja skáldverka; staðgenglamir eru það ekki heldur sem tækni- bragð höfunda, Hið undarlega er hve nauðalík þessi þrjú dul- nefndu „ég“ verða — og hvern- ig þau verða. Þessir staðgengl ar reynast sumsé ekki aðeins afbragð annarra manna, heldur ofurmenni fyrir marga hluti; verður sá elzti þar hófsamast- ur þó að aldrei hafi skammtað sér naumt — honum verður að- eins jafnað til helgra manna, en hinum er engin launung á Kristseðli sinna staðgengla. Að sjálfsögðu em þeir afburða snill ingar, allir þrír, auk þess bera þeir svo af öllum að ytri glæsi- Ieik og karlmennsku, að þeir eiga mjög í vök að verjast fyr- ir ásókn kvenna, og þó helzt þeirra, sem meðalmenn elta á röndum árangurslaust, en verða í senn gripnar óviðráðanlegri fýsn í ofurmannlega likamsgetu þremenninganna, ósjálfráðri þrá eftir að mega hvítlauga sefa sinn í guðseðli þeirra — konur geta verið meinpraktískar ef í það fer. Eins og að líkum læt- ur, er afstaða meðbræðranna til þremenninganna ein og söm; þeir öfunda þá og smjaðra fyrir þeim og dá þá, sökum hinna miklu og augljósu yfirburða, andlegra sem líkamlegra, jafn- framt því sem þeir ofsækja þá grimmilega og freista á allan hátt að draga niður af þeim skóinn — einkum þó höfunda tveggja fyrmefndu bókanna, en þann þriðja dæma þeir brjálað- an á milli þess sem þeir veg- sama hann fyrir snilli hans, en láta að miklu Ievti þar við sitja. Loks eiga allir þrfr í höggi við slíka misendismenn, vangefna sem velgefna, að þeir verð- skulda ekki annað en fyrirlitn ingu og fordæmingu, án undan- tekningar að kalla. Þegar hér kemur, heltist sá elzti úr lestinni. Þó varla fyrir aldurs sakir, heldur það að hann er svo hátt upp hafinn yfir þá, sem hann á í höggi við, að hann fær einungis greint þá sem ó- ljósar þokumyndir þaðan sem hann syngur „dýrð handa mér“ Hinir yngri tveir eru að vísu í svipaðri hæð, en þeir virða andstæðinga sína, þá helztu þeirra að minnsta kosti, þó það að þeir hvessa á þá sjónir — og báðum er það gefið, að lesa hvem mann eins og opna bók, að eigin sögn. Og þá kemur í Ijós að helztu andstæðingarnir eru hvorki neinn skáldskapur né dæmigerðir, tilhæfðir full- trúar vissra viðfangsefna höf- undanna, heldur einstaklingar úr hópi lifandi og kunnra manna, sem að vísu er gefið dulnefni í málskjölum höfund- anna, en um leið svo skilmerki lega lýst kennimerkjum, að eng- inn sæmilega skyni borinn mað ur getur verið í vafa um við hverja er átt. Hitt er þó mest nýlunda í íslenzkum nútímabók menntun, að höfundarnir láta staðgenglana nota sér aðstöðu sína til að vega að þessum mönnum af meiri heift en garp- skap, án þess að þeir fái nokk- urri vörn við komið; láta sér ekki nægja að sníða af þeim hverja hlíf, heldur tæta af þeim hverja spjör svo að aðstaða þeirra verður öll svipuð og öld- ungsins i jarðhúsinu að Reyk holti forðum. Og enn er það, að þarna vega ungu höfundarnir tveir, Ingi- mar Erlendur og Jóhannes Helgi, vfirleitt báðir að sömu mönnunum, og það eins þó að sá fyrrnefndi virðist vera að hefna eiginn harma, en sá síðar nefndi heillar þjóðar. Sami ráð- herrann, sem þeir knékrjúpa þó báðir ósjálfrátt af óvitaðri Jóhannes Helgi arfórnarlambið eigi síður, sem höfundurinn lýsir af svo ríkri samúð, að maður heyrir ekki áróðursglvmjandann á meðan hún er á sviðinu. Presturinn er og vel gerð persóna, læknirinn enn betur, sýslumaðurinn að mörgu leyti líka, en verður að gjalda hlutverksins, sem höf- undurinn ætlar honum f áróð ursflutningi sínum. Úlfhildur Björk er að mörgu leyti vel gerð persóna og eftirminnileg, liði. Það, sem á að gerast í vöku og veruleika, verður æ fjarstæðukenndara og ótrúlegra — samanber athæfi Klængs fyr ir utan gistihússgluggana undir lágnættið, sem missir algerlega marks þess vegna. Og þá er það svarta messan sjálf. Það er hörmulegt til þess að vj£a, hvernig áróðursfjand- inn hrifsar jafn snjallt hugsað atriði úr höndum höfundar op snýr því, sem hefði getað orðið eftirminnilegur og áhrifamikill átakakafli upp í marklausan skrípaleik annars vegar og ræt- inn strákskap hins vegar, þrátt fyrir sprettina, sem óneitan- lega eru þar í bland. Til er meiningarljóst orðtak á lélegu nútímamáli „að æsa sig upp“ Þarna á það við. Meinið er að höfundurinn og staðgengill hans meina ekki helminginn af öllu því gífuryrðaglamri, sem þeir láta þar út úr sér; þótt þeir séu kannski ekki handhaf- ar allrar vizku, eins og þeir vilja vera láta, eru þeir nógu gáfaðir tii að sjá að þjóðar- vandi verður ekki leystur með margtuggðum slagorðum; þjóð- in er engu betur á vegi stödd þó að hún hálshöggvi þann mann, sem hún hefur falið for- ystu sína Höfundur hættir líka við allt saman, á síðustu stundu Jóhannes Helgi: SVÖRT MESSA - Helgafell, Reykjavik, 1965 : vn BÆKUR OG HOFUNDA [S minnimáttarkennd, Kristmenn- in, og bregða skildi yfir um leið og þeir vega að honum.- Sami kveðskaparáráttuhrjáði rit stjórinn við stjórnarblaðið — sem Ingimar nefnir aðeins „Blað ið“ en Jóhannes Helgi „Kvöld- blaðið", sem hvorugur ann minnstu griða. Þá kemur og ann ar ritstjóri þess með óvefengj- anlegum kennimerkjum mjög við messuna hjá Jóhannesi, svo og „hermálaráðherra", en hjá Ingimar verða það aðrir starfs- menn „Blaðsins" eins og áður er tekið fram í ritdómi. Af þessum þrem skáldsögum er „Svört messa“ Jóhannesar miklu bezt. í rauninni er sú skáldsaga hans tvískipt; öðru veifinu venjuleg skáldsaga, þar sem lýst er komu Murts í eyna og fólki þar, umhverfi og að- stæðum. Að þeim hluta væri skáldsagan stórvel gerð, ef staðgengill höfundar, skáldið Murtur, varpaði ekki súper- mennsskugga sínum á allt og alla. Aðrar persónur eru mótað- ar sterkum dráttum, sannar og lifandi — að Klæng undanskild- um — og umhverfinu svo snilld arlega lýst, að þar gera ekki áðrir betur. Þó verður alltof beinn og ósannfærandi áróðurs- glymtónninn til að draga tals- vert úr áhrifunum, einnig þar og þó helzt þar sem ádeilan yrði annars snörp og markvís. Þrátt fyrir þann annmarka, verð ur fegurðardrottningin og henn ar fylgjari lesandanum athyglis- verðar persónur; Nana, herstöðv r 7 en 'verður ósennileg þegar á líð- ur — af sömu ástæðúm og sýslu maðurinn. Freistandi væri að minnast á fleiri söguhetjur, en hér verður að láta staðar num- ið, hvað snertir söguna að þess- um hluta, með þeirri umsögn að hann sanni ótvírætt að Jóhann- es Helgi sé efni í þróttmikinn og athyglisverðan skáldsagna- höfund, þegar honum hefur lærzt að hafa hemil á skapi sínu og sú list, að fara þannig með áróður að hann dragi ekki einungis úr gildi skáldverksins, heldur og þeim áhrifum, sem höfundur stefnir að. Þá er það hinn hluti sögunn- ar, sem hefst f rauninni þegar ráðherramir og blaðamennirnir lenda í eynni vegna flugvélar- bilunar. Með komu þeirra hátt settu manna^er þvf lfkast sem áróðursfjandi'nn hlaupi í höf- undinn og æri hann. Að vísu hefur hann tekið taumhaldið af honum á köflum áður; þegar „kanslarinn“ lætur sjá sig f eynni, en þar verður stíll höf- undarins lágkúrulegastur og efnismeðhöndlunin ódrengilegri en á hann yrði trúað, ef ekki stæði það þar allt, svart á hvítu. Með komu ráðherrans og hans fylgjara, hefst undirbúningur höfundar að því atriði, sem hann ætlast til að verði hámark verksins, svörtu messunni. Sá aðdragandi er heldur hroðvirkn islega unninn, áróðurinn gerist stöðugt háværari, og þó að höf- undurinn eigi þar góða spretti við og við, ber glamrið þá ofur- eða þegar hann hefur lagt for- sætisráðherrann á höggstokkinn að undangengnu réttarhaldi, hinni svörtu messu, þar sem staðgengillinn sækir málið fyr- ir hönd „þjóðarinnar" á hend- ur honum og fær hann dæmdan til aftöku. Svo gersamlega snýst allt við í höndum höfundarins í þeim messusöng, að frá sjón- armiði lesandans er þar ein ungis einn sem þolir sektar- dóm — höfundurinn sjálfur. Fundinn sekur um sannfæring- arskort, sekur um að æsa sig upp gegn betri vitund og freista að blekkja Iesandann með hol- hljóma áróðursglamri, sem læt- ur ærandi í hans eigin eyrum. Fyrir bragðið syngur hann sér þar einum svarta messu, og er illa farið, að jafn þróttmikill rithöfundur skuli leiðast út í slíkt. Spaugilegt er að hann skuli tilnefna Dylan Thomas í sambandi við „messuna", sæmi lega skýr lesandi hlaut að sjá skýldleikann með henni og „Under the Milkwood" án þess, Og ekki þarf annars við en að líta lauslega á mynd af höf- undi til þess að skilja hvers vegna hann leggur forsætisráð- herra þau orð í munn, er ann- ar staðgengill höfundar stfgur í pontuna — svona geta jafnvel guðleg súpermenni verið bama- leg. Að lokinni svörtu messu verð ur samfelldur hrúgandi á mörg- um blaðsíðum, enda ekki við öðru að búast, fvrst hún fór svo gersamlega út um þúfur. Það er leitt að höfundur skuli ekki standast þann dóm, sem hann stefnir sjálfum sér fyrir þar, því að áður er margt stór- / vel gert í bókinni — sumt jafn vel stómm betra en nokkur ung ur höfundur hefur afrekað á undanförnum árum. En þama fer líkt og þegar glæsilegur söngvari nær ekki hæsta tón- inum; það eyðileggur gersam- Iega áhrif annarra tóna í lag- inu, sem hann náði með glæsi brag. i En hvað á allt þetta flaður hinna tveggja ungu höfunda við huldumennskuna að þýða? — Hvers vegna ganga þeir ekki hreint til verks og nefna for- sætisráðherra og ritstjóra fullu nafni og heyja þannig við þá drengilega orrustu í fullri dags- birtu í stað þess að gera óvið urkvæmilegt óp að þeim úr skúmaskoti stráksskapar og rætni. Hvorugum þeirra er slíkt sæmandi, og ekki trúi ég því, að Jóhannesi Helga gangi þar ragmennska til, jafn þróttmikl- um og skapheitum manni. Er það salan og umtalið, sem freist ar? Og hvers vegna grípa þeir báðir til þessarar sjúklegu sjálfs upphafningar, sem gerspillir verkum þeirra? Kannski er hér á ferðinni nýr stíll í íslenzkri skáldsagnagerð. Kannski leita pólitíkusamir skjóls á næstunni í skjaldborg huldumennskunnar en láta rit- höfunda ræða deilumálin á vett- vangi „lykilrómana" fyrir sína hönd. Þá má maður eiga von á þokkalegum Islendingasögum. Loftur Guðmundsson. Barnakennarar álykta um kjaradóm Nýlega hélt stjórn og fulltrúa- ráð Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík fund til að ræða um úrskurð Kjaradóms í launa- málum og gerði eftirfarandi á- lyktun: Fundur stjórnar og fulltrúa- ráðs Stéttarfélags barnakenn- ara í Reykjavík haldinn 9. des 1965 telur, að þótt Kjaradómur hafi fært barnakennara í 16. launaflokk, sé það aðeins spor i rétta átt, ennþá vanti mikið á, að starf þeirra sé réttilega metið, og að þeir hafi náð þvi, sem samtökin hafa krafizt, þ. e. sömu laun á öllu skyldunám- stiginu miðað við almennt kenn arapróf. Fundurinn minnir án, dð laun opinberra starfsmanna em yf- irleitt mun lægri en laun á frjálsum vinpumarkaði, enda er meðalhækkun nú aðeins 7%. og á árinu 1964 synjaði Kjara- dómur opinberum starfsmönn um um 15% launahækkun, sem þeir færðu rök fyrir, að þeir ættu ótvíræðan lagalegan rétt til. Augljóst er, að af þessum sökum verður víða skortur góðra starfskrafta meðal opin- berra starfsmanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.