Vísir - 15.12.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 15.12.1965, Blaðsíða 7
V'ÍSIR . Miðvikudagur 15. desember 1965. ☆ ^þægindin í þjóðmenning- unni liggja í loftinu. Þau opinberast í orðræðum, blaða greinum og íslendingasögum nútímans. Óþægindin stafa ekki af því, að ástandið sé verra en það var, heldur hefur meðvitundin um ástandið orð ið sárari með hverju árinu. Sjálft ástandið fer raunar batnandi, en bara hægt og síg andi. Óþægindin stafa af því, að mönnum finnst þjóðmenning in einkennast af neikvæðum ( atriðum svo sem siðleysi og vanþekkingu. Menn reyna að kenna ytri aðstæðum um þetta og margir benda á her stö'ð eða sjónvarp sem púk- ann í spilinu. Raunar hafa þessi atriði lítil áhrif haft á menningarlegt og siðferðilegt inu. Þetta er gert með því að hafa gervimenn í dagsljósinu og láta baksamninga tryggja hluti þeirra, sem ekki mega láta nafn sitt koma fram Á þessu sviði er gat í löggjöf- inni. Lögin ættu að segja svo fyrir, að samningar séu ógild ir nema þeir séu skráðir hjá fógetaembættum, einkasamn ingar jafnt sem kaupsamning ar á fasteignum og bifreið- um. Lögfræðingastéttinni er svo vel kunnugt um baksamn inga, skrifborðsskúffusamn- ingá og nauðungarsamninga, að hún ætti að sjá sóma sinn í að vinna að þessari breyt-' ingu Alþingismenn og æðstu em bættismenn eru svo illa laun aðir, að það hlýtur að freista einhverra þeirra að láta að- stöðu sína bæta sér upp laun in. Það þarf sterk bein til að standast áleitni þeirra manna, sem telja sér hag í að freista Ef Alþingi tæki nú rögg á sig í lagasetningu ... Oþ ægindi í þjóðmenningunni ástand þjóðarinnar. Orsak- anna er fyrst og fremst að leita meðal þjóðarinnar sjálfr ar, og það er einkum saga tveggja-fjögurra síðustu ára- tuganna, sem felur í sér or- sakirnar. Nokkur af þeim atriðum, sem valda óþægindum, eru þessi: þessu kjörtímabili hafal átta banka- og spari-l sjóðsstjórar átt sæti á Al-j þingi, og er það einna fjöl- mennasta stétt, sem þar sit- ur. Það er þungt álag fyrir heiðarlegan bankastjóra, sem er í framboði til Alþingis, að hafa aðstöðu til að veita fé til væntanlegra kjósenda. Úr því að bankastjórar hafa sjálf ir ekki siðgæði til að hafna þingmennsku, á að banna með lögum, að þeir gegni þingmennsku. Sama ætti raun ar að gilda um ýmsa lykil- embættismenn eins og sýslu- menn, sem jafnan eru fjöl- mennir á Alþingi. Hér á landi hefur tíðkazt mjög, að opinberir aðilar sjái siáif;r Um fjárfrekar fram- kv£s*ndir í stað þess að bjóða þær út til verktaka. Þessi venja hefur skapað spillingu í meðferð á opinberu fé og ketnur þar margt til. í fyrsta íat,. nafa embættismenn ekki þá >;irtíð, sem hefur kennt þeiiv*! að fara vel með fé, láta endana mætast og að forðast handarbakavinnubrögð. — í öðru lagi skapar venjan alls kyns möguleika á að sóa fé til að halda úti óþörfum mönn um og til að fella óskyldan kostnað undir framkvæmda- kostnaðinn. Sem betur fer hef ur þessi venja verið rofin á síðustu árum, og útboð á fram kvæmdum færast mjög í vöxt. Allir tala um, að þingmenn eigi dulda hluti í fyrirtækjum, og dæmin liggja yfirleitt á lausu. Þeir, sem ætla að ráð- ast í einhverjar framkvæmd- ir, freistast oft til að reyna að kaupa stuðning áhrifa- manna með því að eftirláta þeim dulínn hlut í fyrirtæk- ráðamanna. Laun alþingis- manna og æðstu embættis- manna verða að stórhækka. ísland er frægt fyrir höft og reglugerðir. Ekki eru nema fá ár, síðan allt efnahagskerf ið var reyrt í fjötra stjórnar deilda. Innflutningur var JÖMS í KRISTJÁNSSON:A skapað óþægindin í þjóðmenn ingunni. Dæmin voru öll pen ingalegs eðlis og það stafar af því, að þægilegast er að tala um svo áþreifanlega hluti. Að undanförnu hefur dregið nokkuð úr valdi sumra þessara óþægindavalda, en Vanþekking nokkurs hluta alþingismanna á sviði efna- hagsmála er raunar aðeins spegilmynd af ástandinu í heild. Ef útlendur maður, sem engra hagsmuna hefði að gæta, læsi t. d. það, sem hér er talað og skrifað um land bundinn höftum og kvótum, og fjárfesting innanlands var háð samþykki opinberra stofn ana. Þræðirnir lágu í hondum embættismanna, sem oft voru misvitrir eða breyzkir og alla vega með pólitíkina ofar í huga- en landsins gagn. Þetta ástand skapaði flóðöldu spill ingar. Nú er þjóðin farin að snúa til betri vegar á þessu sviði, en þó er eftir ein hróp leg spillingarorsök. Það er pólitíkin í bönkunum. Lána- stofnanirnar hafa úrslitavald- ið yfir allri fjárfestingu í land inu, og stjórnmálaflokkarnir hafa þar bæði tögl og hagldir. Bankastjórar eru hér yfirleitt fulltrúar stjórnmálaflokka en ekki sérfræðingar I peninga- málum. í dag er bankakerfið sennilega mesti Grótti fjár- málaspillingarinnar í landinu. Þetta er Iand frændgarða og kunningja. Það mundi fylla nokkrar biblíur að rekja dæmi um siðleysi kunningsskapar og frændsemi hér á landi. Jafnvel grandvörustu menn forðast í viriáttuskyni að láta í ljós heilbrigða gagnrýni. Sú stórsnjalla hugmynd að fá hingað útlenda sérfræðinga hefur bætt mikið úr skák á þessu sviði. Erlendir sér- fræðingar eiga enga ættingja hér og enga gamla vini og eru því oft einu mennirnir, sem geta samið hlutlægar skýrslur um landsins gagn og nauðsynjar. Jþetta var stuttur listi yfir sumt af því, sem hefur aðrir eru jafn sterkir sem fyrr. Einkennilegt er, hve mikið af þessum óþægindavöldum safnast saman á einum stað, í sölum Alþingis. Alþingi hefur gert margt fyrir eiginhags- muni þingmanna, sem ekki er fallegt til afspurnar. Má þar fyrst nefna það, sem hjart- anu er kærast, en það eru brennivínsréttindin. Þá er skammt síðan þingmenn af- söluðu sér skattfríðindunum, En þeir tína til sitt af hverju. Lífeyrissjóður alþingismanna er t. d. eina dæmið um lífeyr issjóð, sem lifir á ríkiskassan um. Ríkissjóður greiðir ekki halla af neinum öðrum lífeyr- issjóði og hgllinn af þessum lífeyrissjóði er 40% af líf- eyrisgreiðslum hans. |Jr því að Alþingi er á dag- skrá, liggur beint við að taka fyrir aðra forsendu ó- þægindanna, en það er van- þekkingin. . Alþingi sitja 60 þingmenn.. Töluverður hluti þeirra hefur enga þekkingu til að bera, er réttlæti setu þeirra þar. Þetta má bæði marka af því, hve margir þeirra eru, sem sjaldan eða aldrei láta til sín heyra, og ekki síður af því, sem margir hinna láta út úr sér, t. d. á sviði efnahags mála, sem eru fyrsta og síð- asta atriði þjóðmálanna. Bros leg eru mörg þau samhengi, sem sumir þingmenn hafa milli hugtaka eins og verð- bólgu, vaxta, skatta og fjár- festingar. búnaðarmálin, mundi hann ætla, að hér byggju fáráðling ar einir. í þessu myrkri eru þó ljósir blettir, eins og þegar samtök vinnumarkaðsins sýna þá ábyrgð að koma sér saman um að leggja sameigin lega línurnar að hagræðingu í atvinnulífinu. íslerizk vanþekking á sér að vissu leyti gamlar, söguleg ar rætur, sem hér er ekki rúm til að ræða, en hún stafar einn ig að hluta af skólakerfi í ó- lestri, skólakerfi, sem Iítur ekki á rökrétta hugsun sem uppeldisatriði. Tilfinninga- hugsun er svo rótgróin hér, að um daginn var nýtt vís- indarit um Gest Pálsson gagn rýnt á þeim forsendum, að það væri þurrt og fraéðilegt! Qþægindin í þjóðmenning- unni eru ekki innflutt heldur heimatilbúin. Skóla- málunum gleymdum við upp úr aldamótunum. Skólakerfið er steinrunnið í vísindaþjóð- félagi nútímans, en hitt er líklega verra, að skólakerf- ið hefur látið hjá líða að ala upp kynslóðir, sem virða borg aralegar leikreglur lífsbaráttu og lýðræðis í sama mæli og nágrannaþjóðirnar gera. Ef til vill hefur þetta atriði einmitt stuðlað að því, að þjóðin lenti efnahagslega út á rangar brautir upp úr kreppu árunum og festist í vítahring flokksvalds og miðstjórnar- valds. Vítahringurinn leiddi á óhugnanlega sjálfvirkan hátt til siðleysis í opinberu lífi og í hugsunarhætti einstakling- anna. 'J’il skamms tíma fundum við ekki til mikilla óþæg- inda út af ástandinu. Óþæg- indin, sem liggja nú í loftinu, benda til þess, að vítahringur inn hafi verið rofinn, og við séum að rétta við. En sú upp leið er enn of hægfara. ATVINNA ÓSKAST Tvær ungar stúlkur óska eftir atvinnu um og eftir áramót, vanar afgreiðslu. Ýmislegt kem- ur til greina. Tilboð sendist til auglýsinga- deildar Vísis merkt „2999“ STÁLVASKAR STÁLVASKARNIR komnir. Pantanir óskast sóttar strax. b yggingavörur h.i Laugavegi 176 IN.Í1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.