Vísir


Vísir - 28.12.1965, Qupperneq 3

Vísir - 28.12.1965, Qupperneq 3
V'fS'IR . Þriðjudagur 28. desember 1965, Pétur og Óli fundu forláta gleraugu, sem þeim leizt strax vel á Brennur / Þeir hömuðust við að hlaða brennuna. í undirbúnin^i Áramótin fara senn f hönd með öllum brennunum, flugeld unum og blysunum. Fyrir jól og strax eftir að mesta jóla helgin var liðin hjá mátti heyra hvelli í kínverjum, sem voru sprengdir af strákum, sem hafa verið að taka út forskot á ára mótagleðina. En annar áramótaundirbún- ingur er fyrir löngu hafinn. Strax í október byrjuðu dugleg- Ir strákar að leggja drög að brennunum, sem nú má sjá víðs vegar um borgina. Brenn- umar em á mismunandi stigi, sumar þeirra verða ekki stærri en þær em nú, aðeins er verið að ganga frá þeim, enn aðrar eru Iangt komnar, og strákamir vinna enn að því að hlaða þær upp. Borgin sendir þeim liðs afla, menn sem hjálpa þeim við að hlaða efsta hluta brennunnar. í Laugamesinu er ein heljar- stór brenna, þar hitti myndsjá Starfsmenn borgarinnar hjálpuðu til við brennuna á Ægisíðu Verið var að hífa upp kassana. in fimm dugnaðarstráka, sem létu frostið ekkert bíta á sig, en hömuðust við aðdrætti. Kring- um brennuna var Hrúga af alls konar spýtnabrald, heilum köss um, hjólbörðum og margra kyndugra hluta gætti, þegar að var gáð. Háhælaður kvenskór lá einn og yfirgefinn í miðju rusl inu og tveir strákpattar, sem fengu að vera með þó að þeir væra heldur smáir til þess að gera gagn, fundu forláta sól gleraugu, sem þeir mátuðu eins og skot. Stærri strákamir skýrðu frá því að ýmsir hefðu komið með heil bilhlöss til þess að láta í brennuna, en nú hefði lögreglan sett bann á að komið væri með meira, brennan væri orðin nógu stór, ef hún væri stærrl gætu gluggar í húsum í nágrenninu spmngið af hit- anum, sem legði af henni, þeg ar hún Iogaði sem glaðast. Virðast margir örlátir þegar þeir færa brennumönnum f bú ið, þama var hægt að sjá fleiri en einn legubekk og strákamir gátu um að þrír svefnpokar hefðu bætzt í brennuna, fullir kassar af vfnberjum væm ekki óalgengir, en mesti fengurinn var samt fullur kassi af hasar- blöðum, sem maður nokkur kom með. Fór þessi lesning ekki í brennuna. Brennuforinginn var ekki við staddur sjálfur, en Gunnar varð helzt .fyrir svömm, sagði hann að margir hefðu lagt hönd í bagga með þeim við að gera brennuna sem veglegasta og stærsta og fengu þeir sem hjálpartæki halíkrana, ýtur og dráttarvél. Ekki skemmir það heldur fyr ir að á næstu grösum er við- gerðarverkstæði S.V.R. þar sem hægt var að fá gúmmíslöngur og Matvörumiðstöðin, sem fóm aði f jöida kassa f brennuna. Á Miklatúni var komin mikil brenna og við Sjómannaskólann önnur og við Ægisfðuna vom þær hvorki meira né minna en þrjár, efn þeirra mest og stærst og á bátur að krýna öll herleg heitin sem gert verður stórt bál af á gamlárskvöld. Már og Helgi komu klyfjaðir til þess að bæta í brennuna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.