Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 9
9 V í S I R . Þriðjudagur 28. desember 1965. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: TTndarlegt má það kallast. að Bertold Brecht skuli enn vera 'umdeildur höfundur og uppi skiptar skoðanir um ann- að eins öndvegisverk í nýrri leikbókmenntum og „Mutter Courage“ Ekki fæ ég þó skilið að um það verði deilt, að timi sé til kominn að Þjóðleik- húsið kynni slíkt verk — fyrst svo lánsamlega vill til að völ er á leikkonu, sem er þess um- komin að valda hinu viðamikla aðalhlutverki að svo miklu leyti, að það komist til skila, sennilega vandasamasta og ris- mesta kvenhlutverki, sem nokk ur leikritahöfundur hefur skap- að í seinni tið. Þó að mikil gróska sé ríkjandi i íslenzkri leiklist um þessar mundir; eldri leikarar sæki fram til aukins þroska í list sinni og ungir og efnilegir leikkraftar láti til' sín taka, þá veldur því mannfæð okkar að beinlínis stærðfræði- legar likur fyrir því eru harla litlar, að sú leikkona sé fyrir hendi, sem uppfylli þær gífur- legu kröfur að verulegu leyti, sem hlutverkið gerir, ekki ein- ungis til kunnáttu og þjálfunar heldur og — og kannski öllu fremur — til skapsmuna og sjaldgæfra persónulegra eigin- leika. Þegar ég segi, „að miklu“ og „verulegu“leyti, á ég þar ekki við að ég vilji minnka þar hróður Helgu Valtýsdóttur, sem þreytir þama sína miklu próf- raun sem leikkona á alþjóðleg- an mælikvarða, heldur hitt, að hlutverkið sé svo kröfuhart og margslungið, að því verði aldrei gerð full skil. Helga stendur nú á hátindi listræns þroska síns; þrek hennar og sköpunarkraftur er enn konu á bezta aldri og tel ég enga leikkonu minnkaða, þó að hún sé talin sú eina, sem komið getur til greina til að takast á hendur hlutverk Mutter Courage. Og þó að hún eigi vafalaust eftir að glíma við mörg erfið hlutverk og skapa margar rismiklar og eftirminni- legar kvenpersónur á sviði, er það engin hrakspá, þó að mað- ur hafi hugboð um að hennar muni lengi minnzt í þessu hlutverki. Annað mál er svo það hvort meðferð Þjóðleikhússins á þessu mikla leiksviðsverki sé sem skyldi. Þó að mikið sé undir aðalhlutverkinu komið, þar eð það er burðarásinn í verkinu, sem allt stendur eða fellur með, þarf meira til en að það eitt sé túlkað á eftirminni- legan hátt og með miklum til- þrifum. Að mínum dómi er það að þessari sýningu helzt að finna, að verkið er öllu fremur „flutt“ en „leikið" — og þó að það sé ein af meginkenningum hins mikla meistara nútímaleik listar, Bertolds Brecht, að á- horfandinn eigi stöðugt að vera sér þess meðvitandi að einungis sé um sýningu að ræða, þá skortir þama samt eitthvað á, einhvern örlítinn herzlumun, til þess að skapast megi nauðsyn- leg áhrifatengsl á milli áhorf enda og leikara. Ekki það, að leiksýningin virðist undirbúin af mikilli kimnáttu og nákvæmri hnitmiðun af hálfu leikstjórans, Walter Fimer sem áður hefur Bertold Brecht: komið heillavænlega við sögu Þjóðleikhússins, hún rennur hnökralaust frá upphafi til enda eins og kunnáttusamlega snúinn þráður á milli þjálfaðra góma hans. En sá spuni verður kannski helzt til vélrænn; ég hef grun um að fyrir það að hann skildi ekki orðið í munni leikaranna hafi hið ytra form náð helzt til sterkum tökum á heildarsvip sýningarinnar, að það sé þarna, sem orsakanna fyrir því sé að leita að ekki næst herzlumunurinn að mínum dómi. Ég efast ekki um að að- stoðarleikstjórinn hefur gert það, sem í hans valdi stóð til að brúa bilið á milli leikstjórans og leikaranna. En því er nú einu sinni þann veg farið, að enginn getur fremur léð öðrum eyru en augu. Þó vil ég taka það fram, til að koma í veg fyr;r hugsanlegan misskilning, að ég tel hinn austurríska leikstjóra Leikstjóri: WALTER FIRNER - Þýðandi: ÓLAFUR STEFÁNSSON Sviðsmynd: Helga Valtýsdóttir Bessi Bjamason. - Mutter Courage; Katrín - Briet Héðinsdóttir; Eilífur — hafa unnið þama þrekvirki, sem varla hefði verið á færi okkar manna og sýninguna ) heild merkilegan leiklistar/tð- burð og mikinn sigur fyrir Þjóðleikhúsið, þó að hann hefði væntanlega orðið enn meiri og eftirminnilegri, ef ekki hefði verið fyrir þessa óyfir- stíganlegu örðugleika. ★ En nóg um það, og eflaust er þama um að ræða atriði, sem lengi má um deila. Þar verður sérhver áhorfandi að svara fyrir sig. Og segja mætti mér — eða öllu heldur er það von mín — að komu Walters Fimers sjáist sem lengst merki í Þjóðleikhús- inu hvað snertir listrænan aga og beitingu. Þó að hlutverk Mutter Courage sé miklu mest í þessu verki, er og um önnur hlutverk að ræða, sem gera miklar kröfur til kunnáttu og hæfileika. Ber þar fyrst að nefna Katrínu hina mállausu dóttur Mutter Courage, sem Bríet Héðinsdóttir leikur af næmri innlifun og leikrænum tilþrifum — trumbuslátturinn uppi á þakinu, verður ógleym- anlegt atriði í meðförum hennar og hiklaust það bezta, sem ég hef enn séð til þeirrar efnilegu leikkonu. Kannski styður það fyrmefnd rök, að einmitt þetta hlutverk, sem eingöngu byggist á látbragðstúlkun, ratar hvað beinasta leið að hjartanu. Önn- ur hlutverk eru yfirleitt slík frá höfundarins hendi, að þeim rr ætlað að fylla út í samræmda heildarmynd, ýmist til áherzlu og dýpkunar eða sem tenging atburða; þar má heita valinn maður í hverju rúmi, og leik stjórinn skipar honum ná kvæmlega á sinn stað, án þess að túlkun hans skeri sig úr. Einna mest ber þar á hlutverki herprestsins, sem Jón Sigur bjömsson nær traustum tökum á; Eilífs, sem Bessi Bjarnason leikur af fjöri og glettni; sem vera ber, Schweizerosts, sem a Gunnar Eyjólfsson gerir góð skil, án þess að mjög reyni á I hæfileika hans eða kunnáttu, og * kokksins, sem Róbert Arn- j, finnsson leikur, og sama er um j að segja. Önnur hlutverk eru i smærri, en öll í góðum nönd- j um; ber þó sérstaklega að i minnast Sigríðar Þorvaldsdótt- ur, sem sýnir kunnáttu og til- þrif í hlutverki Yvette Pottier. Sviðsmynd: Eilífur — Bessi Bjamason; ofurstinn — Valur Gíslason; herpresturinn — Jón Sigurbjömsson. Ég er því ekki vanur að fella dóm um þýðingar; til þess þarf þann samanburð, sem yfirleitt er ekki á færi leikdómara, en ekki get ég varizt þeirri til finningu, að margri setningunni hefði mátt snúa til munntamara máls. Og þegar orð eins og „rúllar" birtist augum manns á tjaldi, fer varla hjá því að það veki nokkurn grun um fljótaskrift eða afvegaleidda málkennd, nema hvort tveggja sé. Lýsingin var frábær, en á henni byggðist hin einfalda og snjalla leikmynd fyrst og fremst. Þess skal að lokum get- ið, að frumsýningargestir tóku leiksýningunni mjög vel og þökkuðu leikendum, og ekki hvað sízt Helgu Valtýsdóttur, frammistöðuna með dynjandi lófataki í leikslok. Loftur Guðmundsson. „Mutter Courage44

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.