Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 1
VISIR Hitaveitan tekur tvær hol- ur í notkun iiman skamms Frostin hofa valdið erfidleikum í hitaveitukerfinu Uppdráttnr af framhlið væntanlegs bamaskóla f Árbæjarhverfi. það aðaliega fólk í eldri hverf- um borgarinnar, sem hefur Fjöidi kvartana hefur borizt hitaveitunni að undanfömu. Er B YGGING SKÓLAHÚSS ÍÁRBÆJAR HVERFIÁ AB HEFJAST í VOR hringt og kvartað um húskulda. Hefur mest borið á þessum hita skorti á Skóíavörðuholtinu og svæðinu í kringum Landakeí. Blaðið hringdi í morgun til hitaveitustjóra Jóhannesar Zoöga og spurði hann um áhrif frostanna að undanfömu á hita- veitukerfið. - Það hefur gengið á ýmsu sfðan á jóladag, við höfum haft varastöðina með í frostunum en á jóladag varð hún óstarfhæf vegna kraps. Að vísu er aðeins annar ketillinn f henni, þar sem hinn ketillinn er í endursmíði og verður því verki lokið seinna í vetur. Vonir standa þó til að ástandið lagist, við erum búnir að virkja síðustu holuna og tök um eina í notkun í þessari viku. Er það holan fyrir ofan Suður- landsbraut við Lágmúla. Á þessi hola að gefa 20 lítra af 130 stiga heitu vatni á sekúndu. Framh. á bls. 6. Á síðasta fundi borgarráðs var rætt um byggingu nýs skóla i Árbæjariiverfinu, en bygging hans á að hefjast f vor. Verð ur skólinn byggður 1 áföngum, fyrst refst ábna með 12 kennsiu stofum, sem er aðaliega ætluð yngri deildum. Skóli þessi á að verða bæði bamaskóli og auk þess í honum 1. og 2. bekkur gagnfræðaskól ans. Bamaskóladeildimar og gagnfræðaskóladeildimar verða aðskildar, en alls verða þetta 20 kennslustofur auk ýmissa sér- greinastofa, svo sem fyrir eðlis fræði, söng, teikningu, auk handavinnu og leikfimi. Skólinn verður staðsettur skammt frá þeim litla bama- skóla, sem nú er starfræktur á þessu svæði.' Hann verður mið svæðis í Árbæjarhverfinu. Stór hluti Árbæjarhverfisins er þeg ar í smíðum en á næstu tveim ur árum koma viðbótarhlutar hverfisins til byggingar. Er gert ráð fyrir þvi að hverfið verði fullbyggt árið 1969 og þá verði búsettir í því um 5 þúsund manns. Hinn væntanlegi Árbæjarskóli verður tveggja hæða hús. Hér er um nýja teikningu að ræða, sem þeir Sigurjón Sveinsson og Þorvaldur Kristmundsson hafa gert. Hún er að því Ieyti lík t.d. Álftamýrarskóla að fatahengi og snyrtiherbergi fylgja hverri stofu. Mál þetta er nú á því stigi að verið er að vinna að útboðs lýsingu. Síðan verður hafizt handa um að bjóða verkið út Voru truflaðir af kínverjaskotum Skömmu eftir miðnætti í nótt voru fbúar f Vesturbænum trufl aðfr og vaktir upp af svefni við kfnverjaskot og sprengingar. Var lögreglunni gert aðvart um þetta og fór hún og tók hóp unglinga, sem voru að koma af skemmtun í Hagaskóla. Þegar út kom tóku þeir að sprengja kínverja og vöktu með þvf upp fólk í nærliggjandi húsum. Nú er harðlega bannað að sprengja og selja kínverja, þar BLAÐIÐ i DAG sem talið er að af þeim geti staf að hætta. Hefur það oft komið fyrir að teknar hafa verið meiri eða minni birgðir af kfnverj- um, sem smyglað hefur ver- ið til landsins og seidir krökk- um og unglingum á okurverði. Beinir lögreglan þeim tilmæl um til allra, ekki sfzt foreldra eða aðstandenda barna að láta sig vita ef þeir verði varir við kfnverja eða aðrar púðursprengj ur í umferð eða sölu, svo hægt verði að koma í veg fyrir slys og önnur óhöpp f tæka tfð. JÓFRÍÐARSTAÐIR HORFNIR Blokk rís á grunni þeirrn Þeim er alltaf að fækka, gömlu húsunum f Reykjavfk. 1 gær var verið aö jafna eltt vlð jörðu, ekld svo ýkja gamalt, en nógu gamalt til þess að það varð að vfkja fyrir nýrri blokk. Býlið Jófrfðarstaðir við Kapla skjólsveg var komið inn f miðja borg. Fyrir um það bil 40 árum, þegar tveir bræður tóku sig til og reistu býli þarna vestur í mýrinni þótti það óðs manns æði — að fara að byggja þarna langt úti í mýri, nei, það myndi ekki borga sig. En þeir héldu ótrauðir áfram, reistu íbúðarhús og hlöðu, nefndu bæinn Jófrfð arstaði og bjuggu síðan þama á tveimur hekturum lands. Á þessum tíma var ekkert hús þarna i nágrenninu, nema Framh. á bls. 6. Bk. 3 Brennur f undlr- búningi. Myndsjá. — 7 Aðfangadagskvölds predikun sr. Jóns Auðuns. 8 Viðtal við Bjöm Bjterman. 9 Mutter Courage. Lelkdómur. Heil hverfí ratmagnslaus um skeii Stórhættulegt tiltæki ökumanns Siðdegis í gær var bifreið ek iö á rafmagnshelmtaug að Ofna smiðjunni i Borgarmýri með þelm afleiðingum að hún var slltin og mun heilt hverfi þar í grenndinn' hafa orðið rat magnslaust unz viðgerð hafði farið fram. Er heimtaugin slitnaði mynd aðist mikill blossi og neistaflug, en ökumaður bifreiðarinnar spýtti þá i og hvarf á sömu stum sýnum. Skrásetnfngar merki bifreiðarinnar náðist samt, og reyndist það vera R 14651. Lögreglunni þykir hér vera um 'dðurhlutamikið tiltæki að ræða og furðulegt að nokkur vitiborinn maður og með snefil af ábyrgðartilfinningu leyfi sér að halda á brott frá slitinni rafmagnslínu. Þar er stórhætta á ferð og getur riðið á lffi vegfarenda ef þeir gera sér Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.