Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 28.12.1965, Blaðsíða 15
15 V 1 S I R . Þriðjudagur 28. desember 1965. Hvað varð af Eftir Louis Bromfield * 9 9 Onnu Bolton? i annað, og það verður alltaf | skárra en að sitja hérna í at- ! hafnaleysi og bíða eftir nýjum j flugufregnum. Mér er fjandann sama hvað gerist, ég vona bara, að eitthvað gerist. Það var þó hægt að tala í síma innanhúss og ungfrú God- win var ekki sein á sér að taka símann, áður en Anna skipti um skoðun, og hrihgja til bílstjóra gistihússins. Hann hét Georges Legraval, maður nokkuð við aldur. Hann hafði beðið í her- — Ég hef aldrei hugleitt þetta frá slíkum sjónarhóli — skiptir það nokkru máli — með tilliti til þess, sem ég sagði þér - Hlustaðu nú vel á mig, sagði hún og tók af sér hornspangar- gleraugun og lagði þau á borð- ið. Þessi styrjöld er ekki eða verður neitt lík fyrri heimsstyrj- öld- Að þessu sinni bendir allt tfl hruns Evrópu. Og þegar allt er um garð gengið hefst nýtt líf að vísu, en flest af því gamla er eilíflega horfið. Það var margt í eyði lagt í fyrri heims- styrjöld, en eftir þessa verður ekkert eftir nema brot, molar. J>ú — og þessi frú Bolton, vilj- ið sjá leifarnar, sjá það, sem eftir verður. Það er sjón, sem þið munduð aldrei viija líta aft- ur. Það verður ljótt um að lit- ast og ömurlegt hér á megin- landinu, þegar öllu er lokið, og enginn staður fyrir fólk eins og ykkur. Það er ekki eins og í seinustu styrjöld, er eftir voru þó einhverjar leifar þess fagra og ósvikna. Nógu bölvað var það þó vegna þess að Þjóðverjar i eru Þjóðverjar og verða aldrei neitt annað, en í þetta skipti eru þeir ófreskjur. Þeir munu aðhafast það sem enginn gæti trúað jafnvel þeim til að aðhaf- . ast — og jafnvel nokkrir fransk ir stjómmálamenn eru líka að fremja hina ótrúlegustu verkn- ! aði, vegna þess að styrjöldin er ' þeirra seinasta tækifæri, þeirra allra seinasta tækifæri .... Hún stóð upp og gekk út að glugganum. - Einn frænda minna kom hingað í gær. Hann hafði sloppið úr gildrunni við Abbeville. Hann sat hérna í tvær klukkustundir og lýsti fyrir mér, hvað gerzt hafði. Ég hefi séð margt og reynt en ég hefi aldrei heyrt annað eins. Ég hefi ekki sagt neinum frá þessu nema þér. Það gagn aði ekki neinum. Mundi leiða til öngþveitis. Væri ég í ykkar sporum, þínum og frú Bolton, mundi ég leggja á flótta — nú : - það verður verra með hverj- ‘ um deginum sem líður. Það er engin ástæða til þess að halda . kyrru fyrir. Hvað sem er getur , gerzt, en það snertir ekki ykk- ur. Og þið munduð aðeins verða fyrir. — Og þú? spurði frú Bolton. Madame Ritz yppti öxlum. — Það skiptir ekki neinu um mig, sagði hún. Ég lifi ekki nógu lengi til þess að sjá hvernig öllu lyktar hvort eð er. Þetta er mitt gistihús. Maðurinn minn og ég byggðum það og þess vegna gleymumst við ekki — í því liggur okkar ódauðleiki. Eftir 300 ár mun nafnið Ritz enn við lýði og boða það, sem það boðar í dag, fullkomna þjón ustu. Sjáið til, úr þessu gisti- húsi gæti ég ekki farið. Ef ég gerði það væri tilveru minni lokið. Að fara héðan væri eitt- hvað líkt því og að fremja sjálfs morð. Og eftir andartaks þögn bætti hún við: 23. — Og, þegar allt kemur til alls, ég er frönsk. Og nú skildist ungfrú Godwin allt í einu hvers vegna Madame Ritz, hin gamla, höfðinglega kona hafði gengið út að glugg anum og hélt áfram að horfa niður á torgið. Hún var að gráta, gamla konan, en hún hafði nægi legt vald á sér til þess að halda áfram: — Ég hefi séð eða kynnzt þeim mönnum, sem stjórnað hafa heiminum seinustu hálfa öld. Flestir þeirra hefi ég þekkt, suma mjög vel. Flestir voru smá menni, en valdamiklir. Og nú er eins og allt sé að hrynja yfir þá, vegna eigingirni þeirra og smámunasemi, græðgi þeirra og heimsku. Nú er öllu að verða lokið. Eitt sinn var þetta snotur skemmtilegur heimur — fyrir fáa útvalda. Ég ætti að vera þeim þakklát, því að þeim - þessum útvöldu er það að þakka að mér og manninum mínum heppnaðist hlutverk okkar, en ég er þeim ekki þakklát. Ég hata þá. Hún sneri sér að ungfrú God- win. - Nei, farðu með frú Bolton og alla sem eru eins og hún — komizt á braut, meðan enn er tækifæri til. Það verður ljótt um að litast á torginu. Þá munu lík hanga á ljóskerastaurum — beint fyrir framan Ritz Hotel og Morgan-bankann. Öllu verð- ur lokið. Hún gekk þvert yfir herbergið til ungfrú Godwin og tók í hönd hennar: — Farið nú. Ég ætla að kveðja þig nú. Þið fáið nóg að sýsla. Hafið hraðan á ! Þær föðmuðu hvor aðra að skilnaði. Þær höfðu aldrei fallizt í faðma fyrr, þótt þær væru góðar vinkonur, en nú höfðu þær líka talazt við eins og þær aldrei höfðu talazt við áður, eins og tvær menntaðar mann- eskjur, og í fullkominni ró, þótt í borg væri, þar sem öngþveiti var að ná æ sterkari tökum á fjöldanum. Aldrei höfðu vináttu tengsl þeirra verið eins innileg og á þessari stund. Madame Ritz gekk til dyra með ungfrú Godwin og stóð í gættinni og horfði á eftir henni þar til hún, hvarf. Svo kallaði hún á Pekinesana sína, sem höfðu notað tækifærið og smokr að sér milli þeirra út f göngin, ýtti þeim hægt inn, lokaði dyr unum og settist og hélt áfram að bródera. Þegar ungfrú Godwin opnaði dymar á íbúð Önnu veitti hún því þegar athygli, að hún hafði verið að gráta. Hún hafði aldrei séð Önnu gráta og það yljaði henni um hjartaræturnar og henni þótti vænt um það, það gladdi hana, því að það var vott ur um mildi og mannúð, sem fengið hafði framrás — það gladdi hana að sjá hana mann- legri en hún hafði verið. Hún forðaðist að láta Önnu verða þess vara, að hún hefði tekið eftir því, að hún hafði grátið og sagði henni hvað Madame Ritz hafði sagt. Þegar hún hafði lokið máli sínu sagði Anna blátt áfram: — Gott og vel! Við skulum koma okkur héðan. Við getum eins vel gert það og eitthvað bergi sínu einhverra fyrirskip- ana. Hann vildi líka komast burt. Hann var einn þeirra, sem vildi aðhafast eitthvað, honum fannst allt betra en að bíða með an París færi í hundana. Hann svaraði næstum af á- kefð — Ég get náð í bílinn. Ég ætti að verða tilbúinn eftir hálfa klukkustund. Ungfrú Godwin sneri sér að Önnu. - Hann segist verða tilbúinn eftir hálfa klukkustund. Við ættum að komast til Blois áður en dimmt er orðið. Svo fór hún að tína saman það, sem þær gátu haft með sér, skjöl og fatnað. Hún fór að því örugglega og skipulega, enda vel þjálfuð. Vegabréf þeirra voru í lagi með áritunum til hvaða landamæra sem væri. Hávaðinn, ysinn, þysinn úti á götunni, virtist vaxandi — og þessi vaxandi kliður var að verða að gný, sem fór um alla borgina, allt Frakkland, alla álf una. Anna safnaði saman bókum sfn um, tók skartgripaskrín sín, tösku með nauðsynlegum snyrti áhöldum og náttfötum. Einu sinni sagði hújfc.MPPbátt,:, . — Vei þessari styrjöld, vei öllu! — Hefirðu tekið nokkra á- kvörðun um hvert við ættum að reyna að komast?, spurði ung- frú Godwin rólega. — Nei, skiptir það máli hvert við förum? — Við verðum að hugsa um frá hvaða hafnarbæ við getum komizt úr landi, ef styrjöldin breiðist út um landið — kann- ski frá Marseille — eða frá hafn arborg á Spáni? — Það fer aldrei svo, sagði Anna. Þeir stöðva þá — ein- hvers staðar. Ungfrú Godwin anzaði henni ekki. — Ef við ákveðum að sigla frá Spáni ökum við til Biarritz, en ef við siglum frá Marseille stefnum við til Monte Carlo eða Cannes. Hún var dálítið hvassmælt og kenndi þess í rödd hennar, að mjög var farið að reyna á þolin T A R Z A N THE KESCUE OPEKATIOU WAS rEKFECT-uwtiu wcw!.. U/UCU KUTO eiur7C UIIACCI C A PBisauee- of his Björgunin gekk ."ramúrskarandi þangað til núna að Buto kemst að raun um að hann er fangi bjargvættarins. Vertu þar sem þú ert Ito. ...SEWIL7EKEP, THE KHIWOCEKOS WHIKLS, AN7 CHARGES TAKITOH! Nashyrningurinn snýst í hring kolruglað ur, og ræðst á Tantor. Þetta er þáttur, sem ég ráðgerði ekki. mæði hennar. Henni skildist allt ! í einu, að Anna var ekki aðeins óeirin og miður sín hún var ótta slegin, en ekki vegna þess að miklar hættur kunnu að vera yfirvofandi, heldur vegna ein- hvers annars. Hegðun hennar var slæm, hún var eins og á nálum og önug, sjálfselskan aug ljós. Rödd hennar virtist níst- ingsköld og hvöss og gnæfa yf ir þungan gnýinn úti fyrir, og um leið og ungfrú Godwin undir bjó allt til burtfararinnar hugs aði hún: Hún er hrædd vegna þess að hún á engan samastað vísan, - og sá heimur sem hún hræðist í er að hruni kominn. Og hugsanir hennar runnu á- fram í sama farvegi: Flestir, nær allir, sem flosna upp, vita af einhverjum, sem þeir reyna að komast til í neyðinni. Vana- lega til síns gamla heimaranns, Skólavörðustig 45 Tökum veizlur og fundi — Útveg- um tslenzkan og kínverskan veizlu mat Kinversku veitingasalimir onnir alla daga frá kl 11. Pantanir frá kl 10-2 og eftir kl. 6. Sirm 21360 KOPAVOGUR 4fgreiðslu VfSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Aigreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641 Aígreiðslan skráis nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér. ef um kvartanir er að ræða KEFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS i Kefla *tík annast Georg Orms- son. sími 1349. Aigreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartann er að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.